Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 57
T>V LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Jón Stefánsson stjórnar kór og hljómsveit. Óður Skálholts í Langholtskirkju í dag mun Kór Langholtskirkju og Gunnar Eyjólfsson ásamt 23 manna blás- arasveit undir stjórn Jóns Stef- ánssonar frumflytja Óð Skálholts eftir dr. Victor Urbancic við texta séra Sigurðar Einarssonar. Það telst til stórtíðinda þegar áður óflutt tónverk finnast. Það var dóttir Victors, Sibyl Urbancic, sem er prófessor við tónlistarhá- skólann í Vínarborg, sem fann verkið meðal muna sem faðir hennar lét eftir sig, en hann lést árið 1958. Tónleikar Verkið var samið fyrir Skál- holtshátíð 1956, en haldin var keppni um tónverk í tilefni 900 ára afmælis kirkjunnar. Verk eft- ir Pál ísólfsson fékk fyrstu verð- laun, en verk Victors Urbancic önnur verðlaun. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi við vinnu sína. Jólabasar Sólheima Hinn árlegi jólabasar Sólheima í Grímsnesi verður í Templarahöll- inni, Eiríksgötu 5, á morgun kl. 15.00. Á jólabasamum gefst fólki kostur á að sjá og kaupa framleiðsluvörur vinnustaða og listamanna á Sólheim- um. Má þar helst nefna: handsteypt bývaxkerti, kubbakerti, mottur, dúka, pottaleppa, trefla, silkikort, óróa og margt fleira. Öllum ágóða af sölunni er variö til uppbyggingar at- vinnumála á Sólheimum. Basarar Jólamarkaður Kvenfélags Hreyfils Kvenfélag Hreyfils verður með jólamarkað á morgun í Hreyfilshús- inu kl. 14.00. Á boðstólum verða ódýr leikfóng, aðventukransar, nýstárleg- ar náttúruskreytingar, alls konar jólaskreytingar, ilmskreytingar, ffá- bær gjafavara, skreytingarefni og margt fleira. Allur ágóð rennur til líknarmála og vímuefnavama. Ráðstefna um kynþáttafordóma Á morgun kl. 15.00 verður haldin á Sóloni íslandusi ráðstefna um kyn- þáttafordóma á íslandi. Erindi flytja Kjartan Jónsson, Ágúst Hjörtur Ing- þórsson, Össur Skarphéðinsson, Þor- bjöm Broddason, John Alwood og Hólmfríður Gísladóttir. Hagsmunir fjölmiðla í tilefni tíu ára afinælis Norður- landsdeildar Blaðamannafélags ís- lands boðar félagið til opins fundar á Hótel KEA í dag kl. 14.00. Verður rætt um hagsmuni fjölmiðla. Samkomur Skátastarf á skólatíma Bandalag skáta boðar til málþings um hlut skátahreyfmgarinnar i heilsdagsskóla í dag kl. 9.30. Mál- þingið verður í Skátahúsinu, Snorra- braut 60. Listirog menning eskimóa í Alaska Bandaríska listakonan Jo Going mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu um listir og menningu eski- móa í Alaska á morgun kl. 16.00. dagsönn 65 Talsvert frost Yfir Skandinavíu er víðáttumikil 990 mb lægðasvæði. 1032 mb hæð yfir Norðaustur-Grænlandi þokast suður en heldur dýpkandi smálægð Veðríð í dag er á vestanverðu Grænlandshafi. Yfir Nýfundnalandi er vaxandi lægð sem hreyfist austnorðaustur. f dag verður norðan- og norðau- stangola eða kaldi, él norðan- og norðaustanlands en annars víða léttskýjað. Frost verður talsvert á landinu, mest inn til landsins þar sem tveggja stafa tölur ættu að sjást en frostið gæti einnig farið upp und- ir tíu stig víða annnars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu verður 6 til 8 stiga frost. Sólarlag í Reykjavík: 16.01 Sólarupprás á morgun: 09.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.34 Árdegisflóð á morgun: 06.52, stórstreymi. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -5 Akurnes léttskýjaö -5 Bergstaðir rigning -6 Bolungarvík alskýjað -6 Egilsstaóir skýjaó -6 Keflavíkurflugv. skýjað -5 Kirkjubkl. léttskýjað -7 Raufarhöfn alskýjaó -5 Reykjavík léttskýjaó -5 Stórhöfði léttskýjað -6 Helsinki rign. á síð. kls. 6 Kaupmannah. léttskýjað 2 Ósló skýjaó 0 Stokkhólmur skýjaó 1 Þórshöfn snjóél 0 Amsterdam léttskýjað 5 Barcelona léttskýjað 15 Chicago alskýjað -1 Frankfurt léttskýjað -1 Glasgow hálfskýjað 0 Hamborg skúr á síó. kls. 3 London léttskýjað -1 Los Angeles rigning 17 Madrid skýjað 11 Malaga léttskýjað 13 Mallorca léttskýjað 16 París léttskýjaó -1 Róm rigning 10 Valencia léttskýjaó 15 New York Nuuk skýjað 3 Vín Washington súld 3 Winnipeg heiöskírt -23 Útgáfutónleikar Páls Úskars í Tunglinu: Frumsamin lög af Seif Páll Óskar var í fyrra með eina söluhæstu plötu ársins, Palla. Hann fylgir henni eftir með Seif, sem inniheldur frumsamda, melódíska popptónlist með danstakti samtímans. í kvöld er hægt að heyra og sjá Pál Óskar flytja lögin af plötu sinni á útgáfu- tónleikum hans í Tunglinu. Um þessa nýju plötu sina segir Páll Óskar: „Þessi plata er algjör U- beygja frá öllu sem ég hef verið að bardúsa alla mína hunds- og kattartíð, en samt hef ég aldrei nálgast mitt eigið sjálf jafh flott og Skemmtanir í þessum lögum. Þetta er bjart og pöntjsí uppgjör við sjálfan mig og minn samtíma, með sándi samtim- ans og það attitúd sem ég hef gagn- vart því.“ Eins og fyrr segir semur Páll Óskar öll lögin sjálfur með aðstoð kappa úr tölvu- og tækniheimin- um, fyrir utan eitt lag, sem er eft- ir Rósu Ingólfsdóttur. Þess má geta að í kvöld mun Páll Óskar birtast í leðurbúningnum sem Páll Óskar syngur eigin lög í Tunglinu í kvöld. hann hefur látið mynda sig í fyrir plötu sína og verður það í eina skiptiö sem hann kemur fram i honum, enda þarf víst nánast að sauma búninginn á hann þegar hann klæðist honum. Tónleikarn- ir hefjast kl. 23.00. Klassískir farsar eru fyrirmyndin í Ef væri ég gullfiskur. Ef væri ég gullfiskur í kvöld er næstsíðasta sýning á farsanum Ef væri ég gullfiskur sem frumsýndur var í byrjun september og hefur verið sýndur á stóra sviði Borgarleikhússins. Ef væri ég gullfiskur er eftir Áma Ibsen og er fyrirmyndin farsaleikir meistara á borð við Georges Feydou. Leikhús V. Viðfangsefni leikritsins er ís- lenskur samtími, íslensk stórfjöl- skylda. Fjármál, frami og fram- hjáhald. í hlutverkunum eru Egg- ert Þorleifsson, Halldóra Geir- harðsdóttir, Helga Braga Jóns- dóttir, Sigurður Karlsson, Kjart- an Guðjónsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir, Þórhallur Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir, Guölaug Elisa- bet Ólafsdóttir og Ásta Amardótt- ir. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Nýtt úr notuðu Hallfríður Tryggvadóttir, kenn- ari við textíldeild Kennaraháskóla íslands, sýnir um helgina vesti unnin úr notuðum karlmanns- silkibindum í Homstofu Heimilis- iðnaðarfélags íslands, Laufásvegi 2. Hallfríður, sem er vefnaðar- kennari og handmenntakennari, hefur áhuga á gamalli handa- Sýningar vinnu, sérstaklega hekluöum, prjónuðum og útsaumuðum nytja- hlutum. Um árabil hefur hún sótt efnivið í textílverk sín á fomsölur og flóamarkaði hér heima og er- lendis. Þetta er fyrsta einkasýning Hcillfríðar og er hún aðeins opin i dag frá kl. 10.00-18.00 og á morgun kl. 13.00-18.00. Sund, körfubolti og handbolti Það verður mikið um að vera í íþróttum um helgina. Hæst ber úrslitaleikinn í Lengjubikarnum sem fram fer í Laugardalshöll í dag. Þar leika KR og Ketlavík, en bæði liðin unnu nokkuð örugg- lega leiki sína í undanúrslitum. Leikurinn hefst kl. 16.00. Einn leikur er í 1. deild hand- bolta karla í dag, KA tekur á móti Stjörnunni í KA-heimilinu á Ak- ureyri og hefst leikurinn kl. 16.30. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna í dag, kl. 14.30 leika Víkingur og Valur og kl. 16.30 leika Fylkir og Haukar. Iþróttir Allt okkar besta sundfólk verð- ur að keppa um helgina, en á laug- ardag og sunnudag fer fram bikar- keppnin í sundi og er keppt í 1. og 2. deild. Gengið Eining Samhengi Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambasndi. Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr Sænsk kr. Fi. mark Fra. franki Belg. franki Sviss. franki Holl. gyllini Þýskt mark ít. líra Aust. sch. Port. escudo Spá. peseti Jap. yen írskt pund SDR ECU Almennt gengi LÍ nr. 275 22.11.1996 kl. 9.15 Kaup Sala Tollnenni 65,720 66,060 66,980 110,740 111,310 108,010 49,030 49,330 49,850 11,4150 11,4750 11,4690 10,3850 10,4420 10,4130 9,9200 9,9740 10,1740 14,5120 14,5980 14,6760 12,9200 12,9930 13,0180 2,1267 2,1395 2,1361 51,8500 52,1400 52,9800 39,0900 39,3200 39,2000 " 43,8700 44,1000 43,9600 0,04385 0,04413 0,04401 6,2320 6,2700 6,2520 0,4335 0,4361 0,4363 0,5210 0,5242 0,5226 0,58980 0,59340 0,58720 110,850 111,530 108,930 95,52000 96,09000 96,50000 84,2100 84,7100 84,3900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.