Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1996 bókarkafíi 45 Menn skiptust líka á að standa stýrisvaktir. Þrjú stór stýrishjól voru á Eagle og voru þau undir berum himni. Þegar mest á reyndi voru sex menn við stýri, tveir á hverju hjóli, og máttu hafa sig alla við. Það var líka hlutverk nýlið- anna að standa vaktir á útkikki. Þá klifruðu menn upp í formastrið og komu sér þar fyrir í körfu. Og það var betra að hafa augun hjá sér. Þegar skipið var undir fullum segl- um sáu þeir, sem voru við stýrið,. ekkert hvað var fram undan. Það var lika betra að vera ekki loft- hræddur, sérstaklega ef menn voru sendir í það sem kallað var „top royaI“, efstu rána á mastrinu. Þá voru þeir komnir í um 150 feta hæð frá dekkinu. Þegar nær dró landi eða þegar Eagle var á siglingaleið- um var þeim, sem voru á útkikki, fjölgað og þá hafðir menn í mastri, stefni og á stjómpallinum. Þess var vandlega gætt að sá, sem var á útkikki í mastri, gleymdi sér ekki og þurfti hann að kalla til félaga sinna með ákveðnu millibili, sama hvort eitthvað var að sjá eða ekki. Sendiboðahlutverk, á borð við það sem ég var settur í fyrsta daginn, var líka hlutverk nýliðanna. Og það var betra að skilaboð skoluðust ekki til. Meðal þess sem sendiboðar áttu að sjá um var að ræsa mann- skapinn eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Eitt sinn í ferðinni, þegar ég var kominn á Campbell, urðu ein- um félaga minna úr flokki fimm á þau mistök í sendiboðastarfinu að ræsa út herra Jones „upperclass“ mann þegar hann átti að ýta við Jo- nes „lowerclass" manni. Sá fékk al- deilis fyrir ferðina. „Upperclass" Jones þótti sér stórlega misboðið og ákvað að veita hinum óheppna sendiboða ráðningu. Hann taldi sig heppinn þegar hann sá að Sinbad hafði skitið á dekkið og skipaði ný- liðanum að þrífa upp skítinn og gætti þess vandlega að við, félagar hans, yrðum vitni að niðurlæging- unni. Það sauð á mönnum en eng- inn þorði að hreyfa andmælum. Slíkt hefði aðeins leitt af sér refsi- stig. - Ætli það næsta verði ekki að þeir skipi mönnum að reka andlit- in niður í grautarskálarnar, hugs- aði ég með mér, en við höfðum frétt að slíkt hefði gerst í busavígslu í Strandgæsluskólanum." Sendiboði aðmíráisins “Dag nokkum kallaði yfirmaður minn mig til sín. Hann var dálítið hátíðlegur á svipinn. „Gallaðu þig upp, sagði hann.“ „Settu upp legghlífarnar, gættu þess að buxumar séu vel pressað- ar, skórnir gljáburstaðir, hendur hreinar og neglur snyrtar. Það er komið að því að þú verðir sendiboði aðmírálsins. Eins og alls stað ar þar. sem heragi rík- Vaktfélagar i flokki fimm. Hannes fyrir miðju í aftari röð. mn, æðsta yf- irmanninn sem goðum- borna veru. Hann hafði stóra káetu aftast í skipinu og var það eitt af hlutverk- um hinna óbreyttu að skiptast á um að standa vörð við káetudyrnar og fara í sendiferðir fyrir að- mírálinn ef slíks var þörf. Eg hugsaði sem svo að betra hefði nú verið að sleppa við þetta en datt ekki í hug að malda í móinn og var óðar til þjón- ustu reiðubúinn. Ég leysti félaga minn af og tók mér stöðu við káetu- dyrnar með þanið brjóst og sperrt stél. Það er þreytandi að standa lengi teinréttur í sömu sporum og ég var því dauðfeginn þegar káetuhurðin opnaðist og goðið gægðist fram. Sennilega þurfti aðmírállinn að koma boðum til einhverra á skip- inu en þegar hann sá mig kom spurnarsvipur á andlitið og síðan spurði hann hvort þarna væri pilt- urinn sem væri gestur þeirra á skipinu. „Ég vil nú ekki kalla mig gest. Ég er námsmaður hér um borð,“ svaraði ég. Aðmírállinn glotti. „Komdu inn til mín og spjallaðu við mig,“ sagði hann svo. Hann gekk að borðinu sínu og ég fylgdi í humátt á eftir og gætti þess að halda hátíðarstellingunum. Tók ekki ofan húfuna fyrr en mér var boðið sæti. Þótt ég væri vanur því heima á íslandi að menn umgengjust sem jafhingjar, sama hver staða þeirra var, vissi ég mætavel að þess- um manni varð ég að sýna tilhlýðilega virð- ingu. Aðmírállinn var hinn alúðlegasti og hafði greinilega gaman af því að spjalla. Honum lék forvitni á að vita af hverju ég hefði val- ið þann kost koma til Strand- gæslunnar í þjálf- un, spurði hvernig mér líkaði og hvað ég hygðist fyrir. Einnig spurði hann margs um ísland og Islend- inga. Meðan við vorum að spjalla saman heyrðist allt í einu mikill fyrirgangur á þilfarinu fyrir ofan, fótatak manna sem hlupu fram og til baka. Síðan var greinilegt að einhver flýtti mjög for niður stig- ann að káetunni og í kjölfar þess var bankað hressilega á dyrnar. Aðmírállinn svaraði bankinu með því að kalla „kom inn“. Þarna var einn af vakthafandi „upperclass" mönnum á ferð. Honum hafði verið litið niður og sá að enginn varð- maður var við káetu aðmírálsins. Það var ekki alveg eftir reglunum og honum datt strax í hug að ég hefði ekki vitað um alvarleika emb- ættisins og brugðið mér fram á þilj- ur og lent á kjaftatörn. Þegar hann sá að undirsáti hans sat í rólegheit- um inni hjá aðmírálnum varð hon- um orðfátt og varð hálf kindarlégur á svipinn. Aðmírállinn vissi strax um hvað málið snerist og sagðist hafa boðið vaktmannin- um inn til að spjalla við sig. Yfirfor- inginn hvarf á braut við svo búið en við héldum áfram tali okkar eins og ekkert hefði í skorist. Að góðri stund liðinni stóð aðmírállinn upp, rétti mér höndina, kvaddi með virktum og óskaði mér velfarnaðar. Ég setti upp húfuna, rétti úr mér og hóf varðstöðuna að nýju. Ég óttaðist reyndar að fá tiltal frá yfir- mönnum mín- um en komst fljótt að þvi að það þótti mikil upphefð og virðingar- auki að hafa verið boðið í káetu aðmírálsins." w A Kanaríeyjum Eftir stopp á Azoreyjum var haldið til Lundúna og þaðan til Kanaríeyja þar sem eyjaskeggjar hækkuðu vöruverð upp úr öllu valdi og litlir strákar falbuðu syst- ur sínar og mæður: „Það var líklega eins gott að eiga takmörkuð viðskipti við innfædda. Sumir þeirra voru ekki allir þar sem þeir voru séðir. Að því komumst við á Eagle morguninn sem við héldum brott. Flokkur undirmanna var þá að skrúbba dekkið á Eagle og var ég í hópi þeirra. Allt í einu heyrðist mikil Farþegasæti úr franska flugbátnum komiö um borö í Campbell. háreisti uppi á bryggjunni og þegar við litum þangað sást þar hálfstríp- aður maður á hlaupum. Strákarnir kölluðu til hans en það var ekki fyrr en ég blandaði mér í málið sem skýring fékkst á því hvað þarna var um að vera. Norskur sjó- maður af skipi, sem lá við sömu bryggju og Eagle, hafði brugðið sér í land kvöldið áður, náð sér í stelpu og farið heim með henni. Áður en eiginleg viðskipti þeirra hófust var Norðmanninum boðið upp á hress- ingu sem hann þáði og fyrr en varði missti hann meðvitund. Þeg- ar hann loks vaknaði upp var búið að rýja hann inn að skyrtunni í þeirra orða fyllstu merkingu. Öll fótin hans voru horfin, jafnt nær- buxur sem sokkar og skór og hann stóð uppi á nærbolnum einum fata. Þannig til reika þurfti hann að ganga í gegnum bæinn og koma sér til skips og allir þeir, sem komnir voru á stjá og urðu ferða hans var- ir, gerðu athugasemdir við útgang- inn á honum og leyndu ekki van- þóknun sinni.“ Neyðarkalli svarað Eftir dvölina á Eagle var Hannes á flugbátnum Campbell. Fljótlega barst neyðarkall frá frönskum flug- bát með hátt í 60 manns um borð og var Campbell sett á fulla ferð. Á þriðja degi leitarinnar fannst brak á sjónum og fundust m.a. tvö far- þegasæti, hurð, björgunarbelti og ýmsir smáhlutir: „Af brakinu var strax hægt að ráða að sprenging hefði orðið í flugbátnum og hann orðið alelda. Það voru aðeins farþegasætin sem voru sæmilega heilleg. Meðan ver- ið var að ná brakinu um borð veittu menn því athygli að risahá- karlar voru þarna á sveimi. Bakuggar þeirra ristu hafílötinn eins og tundurskeyti og þeir komu alveg að björgunarbátunum, veltu sér og sýndu kvið og kjaft. Það var eins og þeim þætti eitthvað frá sér tekið þegar brakinu var komið um borð í bátana. Eftir að hafa tínt upp brakið héldu björgunarbátarnir að skips- hlið. Ég var einn þeirra sem stóð á dekki, tilbúinn að hjálpa til við að koma brakinu um borð, rauðeygð- ur og hálfbólginn um hvarma eftir að hafa verið lengi á útkikkinu. Þegar bátarnir komu að Campbell kom einn af skipstjórnarmönnun- um niður á dekkið og kallaði til bátsverja og spurði hvað þeir hefðu fundið. í augnabliks unggæðingshætti kallaði einn bátsverja að bragði á móti að þeir hefðu fundið „French toast“. Einhver á dekkinu fór að flissa en ég sá að yfirmaðurinn bókstaflega þrútnaði í framan og æðarnar á gagnaugum hans stigu trylltan dans. Það var greinilegt að honum þótti þetta svar síður en svo fyndið og þeir, sem höfðu verið að gantast, urðu eins og barðir rakkar. Þarna hafði á sjötta tug manna týnt lífi og kannski lent í hákarlakjöft- um. Sá, sem kallaði úr bátnum, var „tekinn á beinið" eins og það var kallað í MA. Leitinni var siðan haldið áfram en hún bar engan árang- ur. Undir kvöld kom franska frei- gátan Cross of Lorraine á svæðið. Brak- ið úr flug- bátnum var flutt um borð í hana og ákveðið að hún leysti Campbell af við leitina. Stefnan var sett á Bermúda og þegar komið var til Hamilton var Eagle þar fyrir, hafði komið þangað nokkru áður. Vegna leitarinnar varð viðdvöl Campbell á Bermúda styttri en ráð var fyrir gert. Það var rétt tími til þess að bregða sér í land og fara í stutta skoðunarferð áður en haldið var af stað að nýju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.