Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 66 liD A Y NI Regnboginn - Saklaus fegurð: í leit að sjáHri sér ★★★ Eftir þrjár epískar stórmyndir í röð, The Last Emperor, The Sheltering Sky og Little Buddha, sem allar tengjast Austurlöndum, er einn fremsti kvik- myndaleikstjóri nútímans, Bemardo Bertolucci, á heimaslóðum í Saklausri fegurð (Stealing Beauty) og kann greinilega vel við sig í hinu fallega og gróður- sæla landslagi í Toscana á Ítalíu. í þessu landslagi hef- ur Bertolucci plantað persónum sínum á bóndabæ einn þar sem listir era í hávegum hafðar og frjálst líf- emi setur svip sinn á daglegt líf. Ábúendur, sem sum- ir hverjir voru upp á sitt besta á hippaárunum, blandast saman við ungt fólk sem er með farsímann í vasanum. Inn í líf þeirra kemur bandaríska frænkan Lucy og hrærir upp í minningunum hjá eldra fólkinu um leið og hún heillar alla í kringum sig. Hin nítján ára Lucy er komin í tvennum tilgangi. Hún er að leita uppi ungan pilt sem fyrstur kyssti hana og hefur valið hann sem sinn fyrsta elskhuga, þá skildi látin móðir hennar, sem var ljóðskáld, eftir hugleiðingar í dagbók sinni sem Lucy vill fá svör við. Saklaus fegurð er falleg gefandi kvikmynd en dýpra hefði mátt kafa í persónumar. Lucy, sem Liv Tyler túlkar óaðfmnanlega er áhugaverðust og sýnir Tyler þroska í krefj- andi hlutverki. Bertolucci er mikill sviðsetningarmaður og era hópatriöi, eins og við mat- arborðið og kvöldskemmtun sem heimilisfólkið tekur þátt í, ákaflega vel unnin og mynd- ræn. Það er í raun ekki mikið að ske í Saklausri fegurð, en handritið er vel skrifað og leikstjóm góð, þaimig að slíkt stendur myndinni alls ekki fyrir þrifum. Bemardo Bertolucci olli nokkrum vonbrigðum með The Sheltering Sky og Little Buddha. Ekki vantaði metnaðinn í myndimar en efnið bar þær ofurliði. í Saklausri feg- urð er Bertolucci í góðu formi og stýrir myndinni af miklu öryggi í gegnum allar hættur sem melódramatískur söguþráður gefur tilefni til og gerir góða og skemmtilega kvik- mynd - ekki sína bestu kvikmynd en mynd sem er meðal hans bestu. Leikstjori: Bernardo Bertolucci. Handrit: Susan Mlnot eftir sögu Bemardo Bertolucci. Kvikmyndataka: Darius Kondji. Tónllst: Richard Hartley. Aðalleikarar: Liv Tyler, Jeremy Irons, Sinead Cusack, Donald McCann, Stefanla Sandrelll, Rachel Weist og Jean Marals. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Allt í ytænum sjó Vinafundur í Cornwall irk Það er mikill uppgangur í breskri kvikmyndagerð um þessar mundir og það má vel vera að leikstjórinn Carl Prechezer hafi hæfileika til að vera virkur þátttakandi í þessum uppgangi - hann á að baki stuttan en glæsilegan feril - en hann verður þá að gera betur en í Allt í grænum sjó (Blue Juice). Myndin er f besta falli miðlungs afþreying um fjóra > vini sem era að nálgast þrítugsaldurinn og hittast í smábæ í Comwall þar sem gert er út um hlutina. í Comwall lifir einn þeirra, JC, mikill brimbrettakappi sem á ákaflega erfitt með að sætta sig við það að hann er að verða þrítugur. í heimsókn koma þrír vinir hans, Terry, Dean og Josh; tveir af sjálfsdáðum en einn óviljugur. Málið er að Josh og Dean hafa rænt Terry sem er í miðjum undirbúningi fyrir brúðkaup sitt. Þegar þá ber að garði er kærasta JC að henda honum út. Og eins og hann eigi ekki nóg með sín vandamál þá þarf hann nú að taka á herðar sér vandamál hinna þriggja sem era af ýmsum stærðum og gerðum. Ailt í grænum sjó líður fyrir það að persónumar era ákaflega óspennandi og ágætir leikarar ná litlu út úr þeim. Áhugaverðust er Chloe, kærasta JC, enda sú eina sem hefúr einhvem þroska. Sjálf sagan um vinina sem hittast og vandmál þeirra er góðra gjalda verð en fellur eiginlega um sjálfa sig í ódýrum lokalausnum. Inn á milli era vel gerð og skemmtileg atriði, sérstaklega þau sem tengjast hinum tilvonandi brúðguma og hrakfór- um hans. Þar er húmorinn í lagi en ofnotkun veldur því að persónan hættir að vera fyndin. Ágæt brimbrettaatriði eru í myndinni en þar sem þetta er íþrótt sem við hér á klakanum tengjum við sumar, sól og hvítan sand era þau í heildina frekar kuldaleg. Leikstjóri: Carl Prechezer. Handrlt: Carl Prechezer og Peter Salml. Kvlkmyndataka: Rlchard Greatrex. Tón- llst: Slmon Davlson.Aöallelkarar: Sean Pertwee, Catherine Zeta Jones, Ewan McGregor, Steven Mackln- tosh og Peter Gunn. Hilmar Karlsson Sambíóin - Aðdáandinn: Öfgar hnrfasölumannsins Þegar þrír þungavigtarmenn á borð við Robert De Niro, Wesley Snipes og Tony Scott gera saman kvik- mynd er sú krafa ekki óeðlileg að útkoman verði í góðu meðallagi og kannski rúmlega það. Aðdáandinn nær tæpast þeirri einkunn þótt vel sé til verksins vandað í flesta staði. Fagmennskan er í fyrirrúmi en nánast alla framlega hugsun vantar. De Niro leikur hnífasölumanninn Gil Renard sem jafnframt er sjúklegur aðdáandi hafnaboltaliðsins San Francisco Giants og þá sérstaklega nýjasta liðs- mannsins, stórstjömunnar Bobbys Rayburns, sem Wesley Snipes leikur. Gil þessi er óttalega lítill kail og til að gera illt verra gengur eiginlega allt á aftur- fótunum í lífi hans. Konan er farin frá honum, ekki líður á löngu áður en hann missir vinnuna og þessu næst er honum meinað að hitta son sinn. Á sama tíma á átrúnaðargoð- ið í hinu mesta basli úti á vellinum þar sem hann stendur alls ekki undir þeim vænting- um sem til hans vora gerðar. Bæði er að hann hittir ekki boltann og hitt að helsta keppi- nauti hans innan liðsins gengur allt í haginn. Gil tekur til sinna ráða en þegar Bobby hunsar hann, eins og aðra aðdáendur, fer nú heldur að káma gamanið og endar það með því að hnífagæinn rænir syni hafnaboltahetjunnar. Tony Scott hefur bragðið á það ráð að hafa sem mestan fyrirgang og óróa í mynd sinni, kannski til að fá áhorfandann til að trúa að um spennu sé að ræða. Þá er hávað- inn alveg gegndarlaus, bæði af völdum tónlistar og umhverfishljóða. Fyrsti hluti mynd- arinnar, þar sem fylgst er með niðurleið hnífasölumannsins, og lokakaflinn um bams- ránið era þokkalegasta skemmtun en of langur miðkafli þar sem lítið gerist dregur myndina niður. De Niro og Snipes skila hlutverkum sínum hins vegar ágætlega, sérstak- lega De Niro, svo og ýmsir aukaleikaranna. í heildina er þetta því þokkaleg skemmtun. Lelkstjóri: Tony Scott. Handrit: Phoef Sutton, eftlr skáldsögu Peters Abrah.ims. Kvikmyndataka: Dariusz Wolski. Leikendur: Robert De Nlro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, John Legiuzamo, Beniclo Del Toro. Bönnuö Innan 12 ára. Guðlaugur Bergmundsson kirk K V I K IVI Y jj Hættuspil í Stjörnubíói: Van Damme í átökum við rússnesku mafíuna Belgíski leikarinn og slagsmála- sérfræðingurinn Jean-Claude Van Damme hefur verið á uppleið í Bandaríkjunum og hafa síðustu myndir hans fengið dágóða að- sókn. Hættuspil (Max- imum Risk) er nýjasta kvikmynd hans. í henni leikur hann fyrrverandi sérsveitar- skyttu, Alain Moreau, sem uppgötvar einn góð- an veðurdag að hann á tvíburabróður, Mikhail, en móðir hans hafði á sín- um tima ekki haft efni á að ala báða drengina upp. Mor- eau kemst að þessu þegar vin- ur hans, rannsóknarlögreglu maður í Frakklandi, rekst á lík af manni sem er nauða- líkur Alain. Alain sér nú fyrst tvíburabróður sinn og þar sem ljóst er að hann hef- ur ver í Species og Jean-Hugues Anglade, þekktur franskur leikari, sem meðal annars hef- ur leikið I Betty Blue og Queen Margot. Leikstjóri frá Hong Kong í Hong Kong er rekinn öflug- ur kvikmyndaiðnaður og hefur sá iðnaður verið að teygja sig til Bandaríkjanna. Er skemmst að minnast góð gengis Jackie Chans og ekki hefur leikstjórinn John Woo heldur farið fram hjá nein- um en hann er nú búinn að gera tvær myndir í Hollywood. Maximum Risk er að nokkru leyti Hong Kong framleiðsla og leikstjórinn, Ringo Lam, kem- ur þaðan. Lam er einn þekktasti leikstjórinn í kvikmyndaiðn- aðinum 4 «r Jean-Claude Van Damme leikur í Hættuspili fyrrum sérsveitarmann sem kemst að því að hann á tví- burabróður. myrtur er hann ákveöinn f að klófesta morð- ingjana. Leið hans liggur til New York, nánar tiltekið til Little Odessa, þar sem rússneska mafían hef- ur bækistöðvar. Þar hittir Alain kærastu bróð- ur síns, Alex, og tekur hún honum opnum örm- um, enda heldur hún að þar sé Mikhail á ferð- inni. Þegar Alain hefur sannfært hana um að svo sé ekki segir hún honum sögu bróðurins. Mikhail hafði verið liðsmaður rússnesku mafí- unnar en ákveðið að hætta og hefja nýtt líf með unnustu sinni. En enginn yfirgefur mafíuna lif- andi og þegar Alain sést á gangi um hverfið halda mafíósamir að Mikhail sé enn á lífi og þarf hann að taka á allri sinni kunnáttu til að halda lífi. Þegar Alain rannsakar eigur bróður síns kemst hann að því að hann hafði viðað að Eins og ávallt í kvikmyndum Jean-Claude Van Damme er boðið upp á mikil hasaratriði með eitingarleik og öðru slíku. sér upplýsingum um starfsemi rússnesku mafí- unnar þar sem meðal annars kemur fram að hún teygir anga sína til liðsmanna FBI. Auk Jean-Claude van Damme leika í mynd- inni Natasha Henstridge, fyrrum ofurfyrirsæta, sem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hún lék í Hong Kong og hefur hann nokkuð sérstakan stíl í gerð átakaatriða. Sker hann sig nokkuð frá Hollywoodleikstjóram að því leytinu til að hann er ekki hrifinn af tæknibrellum heldur vill hafa allt sem eðlilegast. Handritið er þó eftir Bandaríkjamann, Larry Ferguson, en hann er þekktur handritshöfund- ur spennumynda og meðal handrita sem hann hefur skrifað einn eða með öðrum má nefna The Hunt for Red October, Highlander, Alien 3 og Beverly Hills Cop II. Á vísan aðdáendahóp Jean-Claude Van Damme er þrjátiu og fímm ára gamall og hefur síðustu tíu árin búið í Bandaríkjunum þar sem hann hefur átt mikilli velgengni að fagna og í dag á hann sér visan aðdáendahóp. Gagnrýendum hefur hingað til ekki þótt mikið til leikhæfileika hans koma og myndir hans hafa yfirleitt fengið lága einkunn hjá þeim. Það hefur samt ekki komið i veg fyr- ir góða aðsókn og má geta þess að vinsælasta kvikmynd hans, Time Cop, hefur þénað um 135 milljónir dollara þegar miðað er við alla heims- byggðina. Van Damme hefur nánast ekki unnt sér hvíldar síðustu þrjú ár og hver myndin með honum rekið aðra. Má þar nefna Sudden Death, Hard Target, Universal Soldiers, Nowhere to Run, Death Warant, Double Impact, The Quest og Street Fighter. Þessa dag- ana er hann að leika i The Colony. Aðeins rétt rúmlega tvítugur var Jean- Claude van Damme orðinn meistari í karate, verðlaunaður líkamsræktarmaður og atvinnu- dansari. Hann fékk tilboð um að leika í evr- ópskum kvikmyndum, en draumur hans hafði alltaf verið að slá í gegn i Holywood og þangað hélt hann. Eftir að hafa rétt haft í sig og á í nokkurn tíma fékk hann aðalhlutverkið í Bloodsport og hefur ekki þurft að kvarta um at- vinnuleysi síðan. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.