Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 3D V 14 giðta[ Ragnhildur Sverrisdóttir er á batavegi á Grensásdeild eftir fallhlífarslys í vor: Fékk að fara í sund í fyrsta skipti fyrir viku - saknar mömmumatar og vonast til að komast heim fyrir áramót „Eg man eftir því þegar við vor- um í loftinu en ekki eftir lending- unni sjálfri. Mér fannst rosalega gaman að vera í lausu lofti og var að skoða mig um því að ég hélt að kennarinn væri að laga fallhlífina. Hann var svo lengi að því að ég spurði hvort ekki væri allt í lagi. Svo heyrði ég hann segja „guð minn góður, guð hjálpi okkur“ og þá sá ég Valsheimilið, bílana og göturnar. Ég trúði þvi ekki að þetta væri að gerast. Þegar við vorum að lenda öskraði ég eins hátt og ég gat. Það er það eina sem ég man fyrir lend- ingu,“ segir Ragnhildur Sig- urðardóttir, 20 ára. Ragnhildi hafði alltaf langað til að prófa fall- hlífarstökk. Þann 23. " maí í vor ákvað hún að láta verða af þessum draumi og fara með kennara sínum í fallhlífarstökk. Skömmu áður hafði vinkona hennar far- ið í sitt fyrsta stökk ásamt sama kennara en systir Ragnhildar var á jörðu niðri að horfa á. 1 stökkinu, sem Ragnhildur fór í, var fallhlífin biluð og lenti hún á miklum hraða á mal- bikuðu bílastæði bak Ragnhildur hefur dvalist á sjúkrastofnunum frá því í vor að fallhlífar biluðu í í stökki og hún lenti á miklum hraða á bílastæðinu bak við hús Krabba- meinsfélag íslands ásamt kennara sínum. Hún segist aldrei hafa trúað því al- mennilega sem var að gerast. Allir hafa reynst Ragnhildi mjög vel eftir slys- ið en litla systir hennar færði henni bangsann daginn eftir að hún kom á gjörgæslu. DV-myndir Sveinn Krabbameinsfélag íslands ásamt kennara sínum, eins og margir muna eftir. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu Gólfla leNAOÁROÖ 6ml»juvea«f 70,200 Kápflvegur glmar: 6641 ?4fl, 892 4178, Pfl*i 664 1769 Gengur við hækjur í slysinu brotnaði Ragnhildur illa á báðum fótleggjum, var með opið lærbrot á hægri fæti, brotnaði á hægri handlegg, brákaðist á mjaðmagrind og marðist á heila en kennari hennar slapp betur. Strax var farið með Ragnhildi á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, Borgarspítala, og þar dvaldist hún í fimm daga. Hún lá á Borgarspítalanum í nokkra mánuði og er nú búin aö vera i endurhæf- ingu á Grensásdeild í tvo og hálfan mánuð. Ragnhildur er loksins laus úr hjólastól og komin á hækjur en er í spelku upp að nára á hægri fæti. „Læknamir eru vongóðir um að ég nái mér en það tekur sinn tíma. Þeir vita í rauninni ekkert ná- kvæmlega um hvenær það verður, það fer líka eftir því hvemig mér gengur að beygja fótinn og hvað ég er dugleg en það er ofboðslega sárt að beygja hann. Þetta fer líka eftir því hvemig fóturinn grær,“ segir hún. Ragnhildur hefur smám saman verið að ná bata enda er hún í æf- ingum nokkrum sinnum á dag. Auð- vitað hefur þó gengið á ýmsu og stundum hefur hún verið á sýkla- lyfjum. Hún gengur nú við hækjur þó að hún sé óskaplega völt og fær að fara heim til sín um helgar og sofa þar. Hún fékk að fara í sund á Grensásdeild í fyrsta skipti fyrir viku því að þá var skurðurinn á hælnum loks orðinn nægilega gró- inn og var þá ofan í vatninu í klukkutíma. Það hafi verið rosalega skemmtilegt. Hún býst við að fá að fara heim fyrir áramót og þarf þá bara að koma í endurhæfingu á dag- inn. Langarað komast heim Á Grensásdeild eru fimm einstak- lingar á svipuðum aldri og Ragn- hildur og halda þau hópinn. Þau geta öll bjargað sér sjálf og því hafa þau stundum farið saman í Kringl- una eða gert eitthvað skemmtilegt. Unga fólkinu á Grensásdeild leiðist því aldrei. Ekki segist Ragnhildur þó munu sakna Grensásdeildar þó að starfsfólkið þar sé indælt. Slysið var gríðarlegt áfall fyrir fjölskyldu Ragnhildar og litla systir hennar færði henni bangsa fyrsta daginn á gjörgæslunni. Allir hafa gert sitt besta til að létta henni lífið og fékk hún til dæmis heila stofu undir afmælisveisluna sína meðan hún lá á Borgarspítalanum. Og auð- vitað styttast stundirnar þegar gest- ir koma reglulega í heimsókn, systkini, foreldrar og vinkonur. Heimþráin er samt mikil. „Mann langar bara að komast heim, í sitt rúm og fá mömmumat. Ég er orðin brjáluð á matnum hérna þvi að hann er hrikalega vondur,“ segir hún. Óhrædd að rifja upp -En hvernig er með þessa hug- rökku stúlku sem fór í fallhlífar- stökk. Ætlar hún að fara aftur þeg- ar hún ér búin að ná sér? Því er fljótsvarað: „Nei,“ segir hún og bætir við: „Aldrei aftur. Þetta átti bara að vera fyrsta og síðasta stökkið mitt. Það átti aldrei að vera neitt meira,“ -En hefurðu alltaf verið svona mikil ævintýramanneskja að prófa ótrúlegustu hluti? „Nei. Ég veit ekki af hverju fall- hlífarstökk varð fyrir valinu. Ég gæti ekki hugsað mér teygjustökk eða svifflug eða neitt þvíumlíkt," segir hún. Ragnhildur er óhrædd að rifja upp slysið og segja frá heilsu sinni enda segir hún það bara hjálpa sér að tala um þetta. Hún man alls ekki allt frá slysinu, á frekar minninga- brot frá því, til dæmis þegar kenn- arinn opnaði hurðina á flugvélinni og hún heyrði vindinn blása. Hún segist aldrei hafa verið neitt hrædd meðan á þessu stóð enda hafi hún verið í fór með reyndum kennara. Þegar spurt er um framtíðina seg- ist Ragnhildur stefna að því að ná fulium bata sem fyrst og svo langi sig til að læra á tölvur en hún starf- aði einmitt hjá föður sínum, Sigurði Ágústi Sigurðssyni, hjá Happdrætti DAS, þegar slysið varð. -GHS «» AMMMI ag va,Bf«HWtí MfcU« ,.m,n „ au 9„u, „, þ„. Meij, DV-myr" Alvarlegt slys við fallhlífarstökk í gærkvöld: Brotnuðu bæði mikiö nemandinn var í sinu fyrsta fallhlífarstökki •vwiiwri og neaandi i faíílilífar- stökki riösuðust aivarlega þegar að aJhlif *.« varahlif ílmklusl samw í «to«ar»tókki yfir Reykjavlk í pet xvðW. Kerlmaöux var að kentu en kwm að ki?ra og stúkku |«n með «ðmvi fflllhJU. Komu þau niður ð fcfiastæði við hfts Krabbameínsft-lags in- viö Skógarhlið r,g hroir.tlðu basði mikið Konan bruinaö* * u;í>rgum stóð- iin og hiau? nia opir. beialirat. Hun cr a sárgæsJu er. samt ekki t.iJ- in 1 Ufsha'ttu. Kmnaiinn brotnnöi á bfcáðuni íótum. Ktmnn var 1 sinu fyrsta stökki m kennarinn huföi la«v?a toynsJu. NAkva m tildróg siyssfas vvrða rannsðkuð i áug h>i ranr.iúknar !t.'ft«J ftujBÍysa. Tatíð ct »f> feUiilíi anvw hafi fhekst saman þegar un iSOó metrar voru tit Jarðar (ig rftöjn l«;r írffir það lltið úr faitinu. -Gi DV birti frétt af slyslnu daginn eftir. Ragnhildur fékk að fara í sund í fyrsta skipti fyrir viku og er harðánægð með það. Hún er laus úr hjólastól og geng- ur við hækjur en getur ekki stigið af fullum þunga í hægri hælinn. Hún vonast til að fá að fara fljótlega heim af Grens- ásdeild og þarf þá bara að koma í æfingar yfir daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.