Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 64
JFjérfaMw | I. mnningwr f/ Vertu víðháínin) vinntngi Vinningstölur 22 KIN FRÉTTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagbíað LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Lánasjóðsmálið: Titringur á flokksþingi Deila stjórnarflokkanna um breyt- - togar á útlánareglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, sem og lækkun endurgreiðslu lána, er óleyst. Fram- sóknarmenn vonuðust til að sam- komulag tækist áður en flokksþing- ið hæfist en menntamálaráðherra gaf ekki eftir og allt situr fast. Þingmennirnir Ólafur Örn Haralds- son og Hjálmar Árnason sögðu í sam- tali við DV í gær að ef deilan leystist ekki meðan á flokksþinginu stæði væri komin upp alvarleg staða. Tillög- ur um LÍN-málið, sem liggja fyrir þinginu, sem og afstaða ungra fram- sóknarmanna séu með þeim hætti að eftir flokksþingið geti Framsóknar- flokkurinn ekki bakkað í málinu. Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður .^félagsmálaráðherra og einn af for- fngjum ungra framsóknarmanna, sagði að þingmenn flokksins hefðu lofað að tekin yrði upp samtíma- greiðsla og endurgreiðsla yrði lækk- uð. Þetta væri ekki hægt að svíkja. -S.dór - sjá nánar á bls. 2 Ferskir bændur semja við " Hagkaup Hagkaup og Félag ferskra fjár- bænda hafa gert samning um kaup og sölu á fersku dilkakjöti á kom- andi ári. Um er að ræða tvöfalt meira magn en samið var um í ár milli Hagkaups og Félags sauðfjár- bænda í V-Húnavatnssýslu, eða um 400-500 dilka á viku. Bændur i Dalasýslu og Stranda- sýslu eru nú einnig aðilar að samn- ingnum en þeir hafa stofnað Félag ferskra fjárbænda með bændum i V- Húnavatnssýslu. -bjb L O K I 18 ára piltur sem lét höggin dynja á afgreiðslustúlku í söluturni í sumar: Ákæra fyrir að slá með hamri í höfuð stúlku - hefði gengið af mér dauðri ef viðskiptavin hefði ekki borið að, sagði stúlkan 18 ára piltur hefur verið ákærð- ur fyrir rán og stórfellda líkams- árás með þvl að hafa ráðist á af- greiðslustúlku og barið hana ít- rekað í höfuðið með hamri og tæmt peningakassa í sölutumin- um að Hraunbergi 4 í Breiðholti þann 9. júli síðastliðinn. Stúlkan hlaut sprungu á framanverða hauskúpuna, sár á ennið og mar á höfði, baki og úlnlið. Pilturinn, sem var 17 ára er hann framdi verknaðinn, var talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna og var handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Hinni tvítugu afgreiðslustúlku, Unni Bimu Reynisdóttur, sagðist svo frá í viðtali við DV eftir verknaðinn: „Þetta var hræðileg lífsreynsla. Hann réðst allt í einu inn í sjopp- una með lambhúshettu á höfðinu og áður en ég vissi af þá lamdi hann mig með hamrinum í höfuð- ið. Ég kom fyrst höndum fyrir andlit mér en hann hélt áfram að slá mig þar sem ég lá og í öðm og þriðja höggi sló hann mig fast í höfuðið. Þá allt í einu kom maður inn í sjoppuna og þá hljóp strák- urinn út. Ef maðurinn hefði ekki komið að er ég viss um að strák- urinn hefði gengið af mér dauðri." Hinn ákærði piltur náði að taka 40 þúsund krónur úr peninga- kassa áður en hann flúði út, sam- kvæmt sakargiftum. Framan- greindur viðskiptavinur, sem bar að garði á heppilegum tíma, veitti piltinum síðan eftirför á bifreið - að heimili piltsins. Þegar lögregl- an kom svo á vettvang hafði hann skipt um föt. Hann viðurkenndi að hafa komið í sjoppuna en neit- aði að hafa ráðist á Unni. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur sakbomingurinn ekki hlotið refsi- dóma áður. Réttarhöld heijast á næstunni í Héraðsdómi Reykja- vikur. -Ótt Grandi bauð reykvískum grunnskólabörnum í heimsókn í gær að skoða starfsemi fyrirtækisins. Ymisiegt bar fyrir augu, meðal annars þennan gríöarlega beinhákarl með golþorsk uppi í sér. Beinhákarlinn er 8 metra langur og veiddist á Halamiðum fyrir hálfum mánuði á einum togara Granda. Hér gægist einn nemandinn upp í opið ginið á hákarlinum. Aðdáunin leynir sér ekki í svip nemandans. DV-mynd Pjetur Sakamálið í Istanbúl: Halim ætl- ar að láta dæturnar bera vitni Halim A1 hefur óskað eftir að dætur hans, Rúna og Dagbjört, beri vitni í sakamálinu sem saksóknari i Istanbúl hefur höfðað á hendur honum vegna umgengnisréttar- brota. Hann hefur einnig óskað eft- ir að þriðja „varnarvitnið" komi fyrir sakadóm. í vikunni frestaði sakadómari réttarhöldum í sakamálinu til 23. desember. Hvort dæturnar munu bera vitni á þeim degi eða fyrr eða hvort þær fá það yfirhöfuð er hins vegar óljóst. í viðtali við DV í dag lýsir Halim yfir áhyggjum sínum vegna dætra sinna ef svo fer að sakadómur dæm- ir hann í fangelsi. - sjá fréttaskýr- ingu á bls. 4. -Ótt Veður á sunnudag: Austan- eöa noröaustan- gola eða kaldi Á morgun verður austan- og norðaustangola eða kaldi en stinn- ingskaldi og smáél við suðurströndina en annars þurrt að méstu. Frost verður 2 til 10 stig. Veður á mánudag: Frost og kuldi Á mánudag verður hæg breytileg átt og léttskýjað víða um land, stöku él norðaustanlands en annars þurrt. Frost verður 4 til 14 stig. Veður í dag er á bls. 65.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.