Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 11
I>’V LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 11 Island í vetrarklæðum náttúrunnar. Pótt fyrirmæli um aukið jafnræði einstaklinga og fyrirtækja berist nú um stundir í stríðum straumi að utan er Ijóst að í mörgum greinum hefur í engu verið hnikað við rótgrónum hagsmunum sem náð hafa sterkri stöðu vegna óeðlilegrar verndar ráðandi stjórnmálaafla á hverjum tíma. DV-mynd GVA Undir okinu frá Jante Aukin tengsl íslendinga við umheiminn hafa ráðið mestu um að athafnafrelsi einstaklinganna hefur stóraukist hér á landi á undanfomum áram. Vegna aðildar okkar að evr- ópskum mannréttindadómstóli og ýmissa ákvæða í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa landsmenn fengið möguleika á að leita réttar síns erlendis gegn þröngum hagsmunum ríkjandi valdahópa. Oftar en ekki eru það fyrirmæli að utan sem knýja fram breytingar hér innanlands. Það mun væntanlega gerast í auknum mæli á komandi árum. Þetta á fyrst og fremst við í at- vinnurekstri og viðskiptum, þar sem leikregur Evrópusambands- ins gilda nú líka á fjölmörgum sviðum á íslandi. Ekki fer á milli mála að sú breyting hefur dregið úr ýmiss konar misrétti, jafnað samkeppnisaðstöðu fyrirtækja og einstaklinga og komið neytendum almennt til góða. Vaxandi gjá En þótt fyrirmælin berist í stríðum straumi að utan nú um stundir er auðvitað ljóst að í mörgum greinum hefur í engu verið hnikað við rótgrónum hags- munum sem náð hafa sterkri stöðu vegna óeðlilegrar verndar og/eða fyrirgreiðslu pólitískra stjórnvalda. Það er reyndar á sumum þeim sömu sviðum og gengur og gerist annars staðar í Evrópu því þar halda hliðstæðir pólitískir hagsmunir lika vemd- arhendi yfir forréttindum hópa sem hafa veruleg áhrif á stjóm- málaflokka viðkomandi landa. Þetta á til dæmis við í öllu því sem varðar framleiðslu og sölu margvíslegra landbúnaðarafurða. Þess vegna er einokun og fá- keppni enn algeng hér á landi og misskipting eigna og tekna í þjóð- félaginu mjög mikil. Það á enn frekar við nú en áður að í efna- legu tilliti búa tvær þjóðir i land- inu. Gjáin á milli þeirra fer því miður vaxandi - og ekkert útlit er fyrir að þeirri þróun verði snúið við á næstunni. Að vísu eru kjarasamningar framundan og forystumenn ým- issa stéttarfélaga eru þegar famir að tala um nauðsyn þess, einu sinni enn, að bæta þurfi sérstak- lega kjör þeirra sem verst eru settir. En hvers vegna ætti niður- staðan í næstu samningum að vera önnur en undanfarin ár, en þá hefur misréttið aukist en ekki minnkað. Gluggarnir opnast Sennilega felst eitt hið mikil- vægasta, sem fylgir þessu aukna frelsi Islendinga, í þeim nýju möguleikum sem einstaklingar hafa til að leita gæfu sinnar og gengis út fyrir landsteinana. Hefðbundin landamæri hafa að nokkru glatað merkingu sinni hin síðari ár. íslendingar geta í vax- andi mæli fengið ekki aðeins allar þær upplýsingar erlendis frá sem þeir hafa áhuga á heldur líka grip- ið þar óteljandi tækifæri sem bjóðast þeim eins og öðrum Evr- ópubúum. Þessa möguleika hafa ýmsir landar okkar nýtt siðustu misser- in til hins ýtrasta. Sumir hafa náð stórkostlegum árangri á sínu sviði og vakið af þeim sökum at- hygli fjölmiðla og almennings. Aðrir hafa fundið nýja lífsfyllingu fyrir sig og fjölskyldu sína meira og minna í kyrrþey. Gluggarnir eru sem sagt að Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson opnast fyrir alla þá sem hafa eitt- hvað það fram að færa sem eftir- sóknarvert þykir úti í hinum stóra heimi. ísland er ekki lengur lítið, hálflokað þorp sem óttast vonda heiminn handan við hafið, þótt ýmsir hagi sér óneitanlega enn eins og þröngsýnir og hrædd- ir þorpsbúar. Lögin frá Jante Norsk/danski rithöfundurinn Aksel Sandeftiose skráði nafn sitt í norræna bókmenntasögu með því að lýsa á einkar eftirminnileg- an hátt hinum lokaða huga þorps- búans, sem bregst við öllum, sem með einum eða öðrum hætti standa upp úr gráum hversdags- leikanum, af þröngsýni og öfund lítilmennisins. Hann bjó til í skáldsögum sin- um lítið þorp sem hann kallaði Jante. Og þar liggja hin svoköll- uðu Jantelög eins og lamandi mara yfir mannlífinu - eins og alls staðar annars staðar þar sem lokaðir hugar ráða ferðinni. Jantelög Sandemoses eru birt fremst i skáldsögunni „En flygtn- ing krydser sit spor“ og hljóða svo í lauslegri þýðingu: 1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað. 2. Þú skalt ekki halda að þú sért eins mikill og við. 3. Þú skalt ekki halda að þú sért klárari en við. 4. Þú skalt ekki ímynda þér að þú sért betri en við. 5. Þú skalt ekki halda að þú vit- ir meira en við. 6. Þú skalt ekki halda að þú sért meira virði en við. 7. Þú skalt ekki halda að þú dugir til neins. 8. Þú skalt ekki hlæja að okkur. 9. Þú skalt ekki halda að nokk- ur kæri sig um .þig. 10. Þú skáft ekki halda að þú getir kennt okkur neitt. Þessi lög eða boðorð eru því miður algilt lögmál, eins og Sandemose benti sjálfur á í for- mála að einni útgáfu skáldsög- unnar, og sterkust þar sem smá- mennin fá að gera sig mest gild- andi, hvort sem er í litlu samfé- lagi eða stóru, i þorpi, kaupstað, borg eða ríki. Hroki og þröngsýni Það hefur löngum reynst erfitt að losna undan ægivaldi Jantelag- anna, sem virðast eiga sterkar rætur í mannlegu eðli, en þessi boðorð lágkúrunnar gera sig eink- um gildandi í verki þegar meðal- menni óttast að einhver annar sé að skera sig úr eða ná góðum ár- angri. Líklega er besta leiðin til að losa um fjötra Jante-laganna að efla sem mest upplýsingastreymi og samskipti milli einstaklinga og þjóða og leggja áherslu á góða menntun á öllum þeim sviðum sem geta tengt fólk saman án til- lits til landamæra. Það gerir mikl- ar kröfur til menntakerfis þjóða - kröfm: sem það stendur því miður sjaldnast undir nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Sumir myndu að óreyndu ætla að öll menntun ætti að hafa í för með sér aukna víðsýni og vinna þannig gegn áhrifum þrúgandi andleysis Jante-liðsins en því er alls ekki fyrir að fara. Þvert á móti virðast sumar greinar svo- kallaðrar æðri menntunar hafa þróast inn í blindstræti þar sem endalaus eftirsókn eftir vindi í myrkum "völundarhúsum rugl- 'ingslegra kenningakerfa lokar hugum manna í sfað þess að opna þá og elur í leiðinni á hrokagikks- hætti og þröngsýni. í Evrópu fyrri alda, og í sumum löndum íslams nú á dögum, voru það trúarbrögðin sem færðu ungt fólk í slikra fjötra. En eins konar bókstafstrú á jafnvel hinar hjákát- legustu kenningar er stunduð víð- ar í menntastofnunum sem eiga þó að opna hugi ungs fólks i stað þess að loka þeim. Þar eru Jante- lögin enn í fiúlu gildi. Það er dap- urlegt vegna þess að þar sem ok meðalmennskunnar frá Jante liggur eins og myrkur yfir mann- lífinu heftir það alla sjálfstæða, skapandi hugsun og framtak ein- staklingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.