Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 27
JjV LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 27 Timman sigraii í einvígi íslandsvina Stórmeistararnir Jan Timman og Ivan Sokolov áttu óuppgerðar sakir frá því í sumar er þeir deildu efsta sætinu á hollenska meistaramótinu. Einvígi þeirra um titilinn er nýlok- ið í Amsterdam og hafði Timman betur eftir spennandi baráttu. Þetta er í níunda sinn sem Timman verð- ur skákmeistari Hollendinga en sið- ast hrósaði hann sigri 1987 - fyrir níu árum. Sokolov hafði hins vegar titil að verja. Á meistaramótinu var lengstum útlit fyrir að ekki kæmi til einvígis um titilinn. Timman hafði örugga forystu en tapaði í síðustu umferð fyrir Jeroen Piket. Sokolov komst Umsjón Jón L. Árnason upp að hlið hans með því að bera sigurorð af Rini Kuijf. Timman og Sokolov fengu 8,5 vinninga af 11 mögulegum, síðan komu Nijboer og van der Wiel með 7,5 v., Piket með 6,5, van der Sterren með 6, Sosonko með 5, Cifuentes og Kuijf með 4,5, Bosch og Reinderman með 3 og Hendriks með 1,5 v. Mótið var af 11. styrkleikaflokki FIDE og er það sterkasta til þessa. Einvígi kappanna var háð í anda ungverska stórmeistarans Andras Adorjan sem hefur haldið uppi lát- lausum áróðri fyrir ágæti svörtu mannanna, þrátf fyrir að hvitur sé almennt talinn eiga frumkvæðið frá fyrsta leik. Sokolov byrjaði vel með því að vinna fyrstu einvígisskákina á svart í 33 leikjum. Svartur hrókur og riddari Timmans í 2. skákinni reyndust síðan ofjarlar hróks og biskups Sokolovs og réðu lögum og lofum á borðinu. í þriðju skákinni varð jafntefli en þá fjórðu vann Timman - auðvitað á svart - með glæsilegum varnarleik þegar marg- ir héldu að í óefni væri komið. Vart þarf að taka fram að Timm- an og Sokolov hafa báðir verið góð- ir gestir hér á landi og nú nýverið var Timman settur á skrá hjá Tafl- félagi Reykjavíkur. Þetta er trúlega í fyrsta sinn sem félagsmaður í ís- lensku taflfélagi verður skákmeist- ari Hollands. 4. einvígisskákin: Hvítt: Ivan Sokolov Svart: Jan Timman Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 g6 8. Hcl Rd7 9. Bd3 dxc4 10. Bxc4 Bg7 11. 0-0 0-0 12. De2 De7 13. Hfdl a6 14. Bb3 a6 15. e4 Bb7 16. De3 c5 17. d5 b5 18. Df4 c4 19. Dc7? Ekki ber á öðru en að hvitur hafi komið ár sinni vel fyrir borð en þessi beitti leikur reynist þó vind- högg. Hvítur hyggst svara 19. - cxb3 með 20. Dxb7, eða 20. dxe6, en I því tilviki virðist 20. - Dxe6! engu að sið- ur gefa svörtum skemmtileg gagn- færi. Timman á hins vegar enn þá betri möguleika í fórum sínum sem hreytir mati stöðunnar í einu vet- fangi. 19. - Dd8! Ef nú 20. Dxb7 Rc5 21. Dc6 Hc8 og þar sem drottningin er fangin kemst hvítur ekki hjá liðstapi. Hvít- ur á því ekki annars úrkosti en að skipta upp á drottningum. í enda- taflinu er staða svarts sterk sem helgast af biskupaparinu og peða- meirihluta á drottningarvæng. 20. Dxd8 Haxd8 21. dxe6 fxe6 22. Bc2 Rc5 23. Hel Gefur svörtum eftir einu opnu línuna sem vitaskuld er óyndislegt úrræði en kóngspéðsins varð að gæta. 23.- Bc6 24. a3 g5 25. h3 Rd3 26. Bxd3 Hxd3 27. He2 Hfd8 28. Rel Hd2 29. Hc2 H2d7 30. e5 Hd4 31. Rf3 Hf4 32. He3 Hd7 33. Hce2 Bxf3 34. Hxf3 Hxf3 35. gxf3 Kf7 36. Kg2 Hd4 37. a4 b4 38. Re4 Bxe5 39. Rc5 Ef 39. Rxg5 gæti teflst 39. - hxg5 40. Hxe5 Hd2 og svörtu peðin á drottningarvæng eru erfíð viðfangs. T.d. 41. Hc5 Hc2 42. Kg3 b3 43. Kg4? Hcl 44. Kxg5 c3! 45. bxc3 b2 og vinn- ur. 39. - Hd5 40. Rxa6 Bd6! Þetta stef þekkja allir skákmenn. Riddarinn er lokaður inni. 41. He4 Ha5 42. Rxb4 Bxb4 43. Hxc4 Bd6 44. b3 Ha8 Nú er eftirleikurinn auðveldur. 45. h4 Hb8 46. hxg5 hxg5 47. Hc3 Be5 48. Hd3 Hb4 49. Hd7+ Kf6 50. Hd3 Bd4 51. Kg3 e5 52. Kg2 Kf5 53. Kg3 Hb8 - Og Sokolov gafst upp. Litla skákdæmabókin Skákþættinum hefur borist óvenjuleg bók sem sannarlega fer vel í vasa en hún er í örsmáu broti, aðeins 8,5x6,5 cm. Hún er efnismik- il miðað við stærð en í henni er að finna 101 skákdæmi sem Eyjólfur Ó. Eyjólfsson hefur tekið saman. Dæm- in eru úr ýmsum áttum, eftir ís- lenska og erlenda höfunda. Aftast eru lausnarleikirnir sýndir með skýringum og eru þá gjarnan nefnd þau stef sem í lausninni felast. Út- gefendur „Litlu skákdæmabókar- innar“ eru Eggert ísólfsson og Hall- steinn Magnússon. Bókin er vönduð að allri gerð og gleðigjafi þeim sem yndi hafa af því að fást við skákþrautir. Flest eru dæmin tvíleiksdæmi (mát í 2. leik) en þó má finna í bókinni dæmi um mát í 11. leik. Þetta er þraut nr. 99 og er eftir Eyjólf Ó. Eyjólfsson, birt í bréfskáktíðindum 1992: Lausnin hefst með óvæntri drottningarfórn: 1. Dxe5+! Kxe5 2. Bg4+ hxg4 3. hxg4 (hótar 4. f4 mát) Bxc3 4. Kd3! d4 5. f4+ Kd5 6. e4+ Kc5 7. bxc3 b4 8. cxd4 Kb5 9. Rd6+ Kxa5 10. Rc4+ Kb5 11. a4 mát! Ingvar á HM öldunga Ingvar Ásmundsson tekur nú þátt í heimsmeistaramóti öldunga sem fram fer í Bad Liebenzell í Þýska- landi. Að loknum níu umferðum hafði Ingvar hlotið 6 vinninga og kom í humátt á eftir efstu mönnum. Stórmeistarinn kunni, Wolfgang Uhlmann, var einn efstur með 7,5 v. en í 2.-5. sæti voru Vasjukov, Krog- ius, Klovans og Suetin með 7 v. Tefldar verða 11 umferðir og lýkur mótinu í dag. Þetta er í sjötta sinn sem skák- kempur tefla um heimsmeistaratit- ilinn. Fyrrverandi heimsmeistarar eru Vassily Smysloy (1991), Efim Geller (1992), Mark Tajmanov (1993 og 1994) og Evgení Vasjukov (1995). Þessir kappar eru skákunnendum að góðu kunnir og allir hafa þeir tekið þátt í skákmótum á íslandi. íslandsmótið í netskák Taflfélagið Hellir brýtur blað í skáksögunni á morgun, sunnudag, kl. 20 en þá stendur félagið fyrir fyrsta íslandsmótinu í netskák. Þetta mun jafnframt vera fyrsta landsmótið í skák sem fram fer á netinu. Einar J. Skúlason hf. styrk- ir mótshaldið og gefur verðlaun. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunar- tími heldur knappur, eða 4 mínútur á keppenda á skák, að viðbættum tveimur„Fischer-sekúndum“ fyrir hvern leik. Keppendur munu tefla undir dulnefnum sem verða ekki gerð heyrinkunnug fyrr en að mót- inu loknu. Þetta á eflaust eftir að auka enn á spennuna. Áhugasamir geta fylgst með keppninni með þar til gerðum hún- aði sem nálgast má hjá umsjónar- manni mótsins Halldóri Grétari Einarssyni. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV oWmil lihimin<l °Q/ % Smáauglýsingar 550 5000 Frá Manntali Kópavogsbæjar Þeir sem flutt hafa í Kópavog og eins þeir sem hafa flutt innan bæjarins eru beönir aö tilkynna nýtt heimilisfang fyrir 1. des. nk. á þar til geröum eyðublöðum sem liggja frammi á bæjarskrifstofunum, Fannborg 2, og á lögreglustööinni, Auöbrekku 10. Manntalsfulltrúi lsiHulilai'praitsiniiij» lit. (safoldarprentsmiöja óskar eftir að ráöa prentsmiöi og prentsmíðanema í vaktavinnu. Áhugasamir sendi inn skriflegar umsóknir fyrir 10. desember 1996. Nánari upplýsingar veitir Jón Breiöfjörö verkstjóri í síma 550-5982 eftir kl. 15.00. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Er lögheimili yöar rétt skráð í þjóöskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé réti skráð í þjóðskrá. Hvaö er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvaö er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýöir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvaö er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d., vegna orlofs, vinnuferða og veikinda, er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígri sambúð aö vera skráö? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvaö barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aöilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutninginn? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími: 560 9800 Bréfsími: 562 3312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.