Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 16
i6 * menning LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Ljóðið er ekki einkaeign örfárra útvalinna Bubbi Morthens gefur um þessar mundir út ljóðadisk, geisladisk með frumútgáfu á eigin ljóðum, - ekki sungnum eins og búast mætti við af landsfrægum söngvara heldur lesn- um af honum sjálfum við undirleik margra þekktra listamanna. Tíma- mótaútgáfa á íslandi. Ljóð Bubba eru af öllu tagi, nátt- úruljóð, ástarljóð, bemskuminning- ar, ljóð um lokaða veröld vímuefn- anna. Allt þetta hefur Bubbi sungið um, oft. En er hann ekki að hætta sér út á hálan ís með því að gefa út ljóð, þó á geisladiski sé en ekki í venjulegri ljóðabók? Ljóðskáld risaeðlur „Nei,“ svarar hann, án þess að hika. „í fyrsta lagi er ljóðformið ekki einkaeign örfárra útvalinna. I öðru lagi tel ég mig vera að fara út á afskaplega styrkan ís, og líka aðr- ar leiðir á isnum en aðrir hafa far- ið. Það geri ég vegna þess hve lítill hópur les ljóðabækur. Hryggileg staðreynd. I hinni breiðu flóru bók- menntanna era ljóðskáld orðin risa- eðlur. Málarar, tónskáld, skáld- sagnahöfundar standa sterkt en ljóðskáldin höllum fæti. Æ færri kaupa ljóðabækur. Þó tel ég ljóðið öflugasta listformið. Ekki er ég þar með að segja að ég sé öflugasta ljóð- skáld landsins, af og frá. Ég yrki ljóð bara af innri þörf. En með því að setja þau á geisladisk er ég að at- huga hvort ekki megi rjúfa þessa stíflu á leið ljóðsins til fólksins og hleypa flóðinu af stað. Þá ímynda ég mér að fólk, sem alla jafna myndi ekki nenna að lesa ljóð, gerði það í mínu tilfelli, kannski út af því að ég hef nafn af öðrum vettvangi, kæm- ist þá að því að ljóð geta bara verið skemmtileg og færi og keypti bækur eftir betri ljóðskáld!" - Heldurðu að ljóðin þín verði leikin á rásunum eins og lögin þín? „Já, ég vona að þeir noti ljóðadiskinn þegar þeir þurfa til dæmis eitthvað mjög stutt milli at- riða. Ljóðin eru mörg svo knöpp, 30-40 sekúndur, það má grípa til þeirra þegar of stutt er í næsta dag- skrárlið til að spila lag. Ég geri mér hiklaust vonir um þetta.“ Þetta ættu fleiri að gera - En nú er miklu dýrara að lesa ljóð í útvarpi en spila lag, þess vegna er svona lítið um ljóðaflutn- ing. „Það er ekki dýrara að lesa ljóð en flytja verk eftir íslensk tónskáld. Klassísku tón- skáldin fá mun méiri peninga fyrir sín verk en dægur- lagatónskáld. Sem sýnir fyrst og fremst getu- leysi þeirra sem berjast fyr- ir réttindum okkar sem semjum dægur- lög og texta. En ég vona að þetta sé nógu skemmtilegt og nýstárlegt til að vekja forvitni, líka út af því hvað það era af- skaplega flinkir tónlistarmenn sem leika undir hjá mér. Þó það væri ekki annað sem laðaði að. Diskurinn er alger nýjung á ís- lenskum markaði en ég sé fyrir mér mörg skáld sem þetta form myndi henta; til dæmis Diddu, sem er mik- ill rokkari, það myndi styrkja ljóð hennar að lesa þau við undirleik. Annað ungt skáld er Linda Vil- hjálmsdóttir, ef hún fyndi sér sinn tón og sín hljóðfæri. Ég sé fyrir mér kvenleg hljóðfæri hjá henni, harm- óníku, selló, og svo groddalegri raf- magnshljóðfæri inni á milli. Gyrðir Elíasson ætti að nota dularfulla og svolítið drungalega tónlist með sín- um ljóðum. Sigfús Bjartmarsson er líka upplagður - og margir fleiri. Ég skil ekki hvers vegna ég ríð á vaðið en ekki einhver annar.“ - Er þetta dýrara en að gefa út ljóðabók? „Þetta er ódýrara ef eitthvað er. En til þess að það sé ódýrt þarf mað- ur auðvitað að hafa eitthvert innsæi í tónlist og vinnuna í hljóðveri. Þetta tók mig þrjá daga. Galdurinn er að velja vel; velja menn sem eru fluggáfaðir á hljóðfæri, og ég tel mig hafa fengið þá bestu sem völ var á og hentuðu mér í þessari útgáfu. Tómas R. Einarsson var verkstjóri plötunnar og kom mikið við sögu bæði áður en hún var unnin og í hljóðverinu." Allsherjar spuni „Málið er áð þarna er ekkert ör- uggt,“ heldur Bubbi áfram. „Menn kasta sér fram af bjargbrún og seinna kemur í ljós hvað kemur út úr því. Það gerir þetta svo spenn- andi. Við unnum þannig að ég las kannski upp eða sýndi tónlistar- mönnunum ljóð og skýrði myndir og hugmyndir mínar með því. Svo vora hljóðfærin valin eftir því sem hentaði ljóðinu, síðan byrjaði bara viðkomandi að spila, ég taldi upp að 15 í huganum og byrjaði svo að lesa. Og þeir spiluðu af fingrum fram það sem orðin blésu þeim í brjóst. Þetta var einn allsherjar spuni. Og ekki í eitt skipti var tvítekið. Það er ekki ein taka á þessum diski sem var tví- tekin. Einu sinni lestur og einu sinni leikið, og það lá. Þetta segir heilmikið um hvað þessir menn eru flinkir. Mest spennandi flnnst mér að vera að sameina tvö form, tónlist og ljóð. Beatnik-skáldunum banda- rísku þótti svalt að lesa upp í reyk- mettuðum búllum ögrandi ljóð um borgarastéttina og djassinn var leik- inn undir og menn voru á spítti og svona. Dagur Sigurðarson var full- trúi þessara skálda hér þó að hann notaði sér ekki þetta form. Það hef- ur aldrei náð fótfestu hér þó að djassleikarar og skáld hafi stundum stillt saman strengi sína. Enginn hefur hugsað: þetta form getur stað- ið eitt og sér og lifað: Tónlist og ljóð. Ég er mjög spenntur að vita hvernig disknum verður tekið. Og ég stefni auðvitað að því að selja meira en þúsund eintök, sem mér skilst að sé metsala á ljóðabók. Ég verð ekki ánægður nema ég selji alla vega þrjú þúsund! Hvort sem það tekst eða ekki.“ Brýnt að geyma raddir skálda - Er útgáfa á ljóðum á geisladisk- um bundin við að hafa músík með? „Nei, nei, diskurinn býður upp á hvað sem er. Þú getur gargað ljóðin þin, hvíslað þau, og þú getur farið miklu nær þeim í túlkun en með lif- andi flutningi. Þegar maður les upp fyrir fólk þarf lesturinn að yflr- gnæfa skvaldrið í salnum, það er kannski kokkteilhristari í gangi á barnum eða kaffivél sem keppir við þig um athyglina. En í hljóðveri get- ur maður farið á bólakaf, niður í 0,1 desíbel og það skilar sér, valið alls konar umhverflshljóð - hvað sem er. Þetta er mjög sniðugt fomi og við skulum ekki gleyma því að skáld hafa lesið inn á plötur, til dæmis Matthías Johannessen. Mér er i barnsminni platan hans Vilhjálms frá Skáholti þar sem hann stynur í dramatískri angist: „Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur, hvað gera þeir við ræfil eins og mig?“ Það er raunar agalegt hvað við eig- um fá gömul skáld á plötum. Ef heimurinn verður enn þá til eftir hundrað ár þá er brýnt að gefa út skáldin sem nú lifa handa komandi kynslóðum. Ég sé líka fyrir mér að skáld ræði verk sín á diskum, lesi Ijóðin fyrst og sitji síðan á eintali við hlustandann um það sem hann eða hún er að gera. Þetta býður upp á óteljandi möguleika. Ég sé ekkert hégómlegt eða hall- ærislegt við þetta form. Þetta getur verið einlægara en blaðaviðtal eða viðtalsbók, því maður sem situr einn i hljóðveri að ræða verk sín og sýn sína á tilveruna, hann talar frá hjartanu. Ég held ekki - og vona ekki - að skáldsagan eigi eftir að blómstra á geisladiskum. Hennar staður er bókin. En ljóðið í sínu knappa formi það á þar heima.“ -SA Bubbi Morthens les Ijóð sín á geisladisk undir áhrifum Vilhjálms frá Skáholti. DV-mynd ÞÖK Bubbi 1980. Skyldi þessi vilja kannast við Ijóðskáldið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.