Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJANSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Otrygg matvörusamkeppni Verðsamkeppni í matvörum er of lítil hér á landi. Yfir- leitt eru stórmarkaðir með svo jafnt verð, að það minn- ir á fáokun olíufélaganna. Þetta eru ekki nýjar fréttar, en þær hafa rækilega verið staðfestar í nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar þeim, sem komu fram í verðkönnun DV í upphafi þessa árs. Keðjuverzl- anir og beztu kaupfélög eru í hnapp á verðbili, sem nær frá 91% af meðalverði upp í 95% af meðalverði. í þessum hópi eru 10-11 búðirnar, Hagkaup og Nóatún. Ljósi punktur könnunarinnar er Bónus sem fyrr. Mat- vörðuverðið er þar 73% af meðalaverði. Raunar er mjög ánægjulegt, að helmingseign Hagkaups að Bónusi hefur ekki dregið úr samkeppni þessara aðila. Það hefur til dæmis komið skýrt fram í lyfjabúðakeppni þeirra. Þetta er hins vegar ótryggt ástand, sem gæti breytzt fyrirvaralítið. Verzlunin, sem heldur niðri matvöru- verði, er bara ein. Öruggara fyrir neytendur væri, ef Bónus hefði samkeppni annarra verzlunarkeðja, sem einnig legðu áherzlu á einfalda þjónustu og lágt verð. Ástandið er raunar eins og það var fyrir nokkrum ára- tugum, þegar Hagkaup var sér á parti á matvörumark- aðinum og gerði meira fyrir almenning en samanlögð stéttarfélög landsins. Ekkert hefur gerzt annað en að Bónus hefur tekið að sér sparnaðarhlutverkið. Auðvitað er gott að hafa eina verzlun, sem fórnar vöruúrvali og þjónustu til að koma matvöruverði niður í 73% af meðalverði. Það kemur hins vegar sífellt á óvart, að keðjuverzlanir, sem búa við hagkvæmni magninnkaupa, skuli ekki koma sínu verði neðar en í 91-95%. Eðlilegt væri, að hér á landi væru til keðjuverzlanir, sem ekki fórnuðu vöruúrvali eða þjónustu, en næðu samt vöruverði, sem næmi innan við 90% af meðalverði smásöluverzlana. Þær gætu það með magninnkaupum sínum og beinum viðskiptum við framleiðendur. Athyglisvert er við könnun þessa og fyrirrennara hennar, að kaupmennirnir á horninu standa sig tiltölu- lega vel miðað við stórverzlanir og keðjuverzlanir. Marg- ir kaupmenn eru með um 105% af meðalverði án þess að eiga kost á magninnkaupum og beinum viðskiptum. Einnig er athyglisvert, að ýmis staðbundin kaupfélög hafa bætt stöðu sína og standa jafnfætis keðjuverzlun- um. Skagfirðingabúð kemst niður í 86% af meðalverði, Samkaup í Reykjaneskjördæmi í 91% og Kaupfélag Ár- nesinga í 94%, svo að nokkur þekkt dæmi séu nefnd. KEA á Akureyri hefur sérstöðu, sem felst í að hafa þrjá verðflokka verzlana undir sama hatti. Þar er Nettó- búðin með 77% af meðalverði, Hrísalundur með 92% og venjulegar KEA-búðir með 101% af meðalverði. Eyfirð- ingar ná því nokkurri samkeppni undir sama hatti. Engum kemur á óvart, að kaupmenn og kaupfélög á afskekktum stöðum, einkum á Vestfjörðum, skuli hafa hæsta verðið, 110-120% af meðalverði. Aðdrættir eru þar erfiðastir og markaðurinn minnstur. Þetta er einn þátt- ur herkostnaðarins af of mikilli dreifingu byggðar. í heild sýnir verðkönnunin töluverða samkeppni í matvöruverzlun. Verðsveiflan er frá 73% í 120% af með- alverði. Könnunin sýnir líka, að ódýri kanturinn hvílir of mikið á úthaldi og áræði eins kaupmanns. Loks sýnir hún, að keðjuverzlanir eru of miðlægar í verði. Matvöruverzlun snýst auðvitað um fleira en verðlagið eitt. Það er samt mikilvægasti þátturinn, af því að það hefur veruleg áhrif á lífskjör almennings í landinu. Jónas Kristjánsson Bandaríkin einangruð í skammarkróknum Veröi Boutros Boutros Ghali hrakinn úr starfi aðalritara Sam- einuðu þjóðanna er það í fyrsta skipti sem manni í þeirri stöðu er neitað um annað kjörtímabil vilji hann sitja áfram. Ekki fer milli mála aö Boutros Ghali nýtur trausts og stuðnings yfirgnæfandi meirihluta 185 aðildarríkja SÞ. Samt á hann í vök að verjast vegna afstöðu Bandaríkjanna einna. Við atkvæðagreiðslu í Ör- yggisráðinu greiddu fulltrúar ijórtán ríkja Egyptanum atkvæði, en fulltrúi Bandaríkjanna heitti neitunarvaldi til að hindra að meirihlutaviljinn næði fram að ganga. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur frá því í vor lagt Boutros Ghali í einelti af fúlmennsku og hroka. Með því hefur hann reynt að notfæra sér til pólitísks fram- dráttar verstu hneigðir þröng- sýnna landa sinna, kynþáttafor- dóma, útlendingahatur og drottn- unarsýki. Meginástæðan til framkomu Clintons er að það kom í ljós snemma árs að repúblikanar, og Robert Dole mótframbjóðandinn í forsetakosningunum sérstaklega, hugðust gera Boutros Ghali sem tákn SÞ að barefli á stjóm forset- ans. Dole hafði að áhersluatriði í máli sínu að kæmist hann á for- setastól skyldu bandarískar her- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson sveitir aldrei verða sendar í hættu „undir yfirstjórn Boutros Ghali“. Þama er skírskotað til banda- riskrar tilhneigingar til að kenna SÞ um ófarir bandarískra land- gönguliða í Sómalíu. Sú herferð var vissulega farin í umboði SÞ, en ekki aðalritarans heldur Ör- yggisráðsins. Og yfirstjórnin var öll í höndum bandaríska land- vamaráðuneytisins og SÞ komu þar hvergi nærri áætlanagerð né ákvörðunum. En af því illa fór vilja margir Bandaríkjamenn helst ekki af staðreyndunum vita og kjósa að skella skuldinni á SÞ. Lengi hefur verið alið á þeirri hugmynd meðal hægrisinna í Bandaríkjunum að SÞ séu í raun- inni hluti af alþjóðlegu samsæri feluafla bak við tjöld alþjóðamála um að koma á alheimsstjórn, sér í lagi í því skyni að ræna Banda- ríkjamenn frelsi og fullveldi. Meinlokan er nú komin á það stig að víða um Bandaríkin hafa myndast hópar sem safna vopnum og þjálfa vopnaburð í því skyni að verjast innrás alþjóðaliðs á vegum SÞ. Þessir hópar koma á loft og breiða út sögur um að sést hafi til sveita „svörtu þyrlanna“, sem séu í könnunarferðum og að koma upp vopnabúrum til undirbúnings væntanlegri hertöku landsins. Ferð kanadiskra flutningabíla með auðkennum SÞ til útflutn- ingshafnar í Bandaríkjunum til þátttöku í friðargæslu handan hafs varð að æsingamáli. Þetta ofsóknarbrjálæði hugðust repúblikanar notfæra sér til að fá höggstað á Clinton, og viðbrögð Bandaríkjaforseta urðu að níðast á Boutros Ghali. Haft er að yfir- varpi að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi að bæta rekstur al- þjóðasamtéikanna, en dómur kunnugustu manna er að engum aðalritara hafi oröið meira ágengt í því efni. Áburður af þessu tagi kemur líka úr hörðustu átt, þegar þess er gætt að ekkert hefur staðið mark- vissu starfi SÞ eins fyrir þrifum síðasta áratug og skuldaþrjóts- staða Bandaríkjanna. Þau skulda samtökunum 1,4 milljarða dollara, og Madeleine Albright, bandaríski aðalfulltrúinn hjá SÞ, lét sér sæma í umræðum í Öryggisráð- inu um endurskipun Boutros Ghali að veifa því að borin von væri að Bandaríkjaþing sam- þykkti að grynna á skuldinni með- an hann skipaði sæti aðalritara. Slíkar fjárkúgunaraðferðir full- trúa Clintons eru í samræmi við framkomu forsetans í málinu frá upphafi. Ákvörðunin um að beita sér gegn endurkjöri Boutros Ghali og nota til þess neitunarvald ef með þyrfti var ekki kynnt öðrum ríkjum í Öryggisráðinu né banda- mönnum Bandaríkjanna með eðli- legum hætti, heldur var undirtylla í utanríkisráðuneytinu í Was- hington látin leka henni til New York Times. Frá upphafi embættisferils síns hefur Bill Clinton aldrei gefið Boutros Ghali tækifæri tl að eiga við sig einkaviðtal til að skýra sinn málstað. Og tilboði Boutros Ghali um að taka framlengingu í aðalritarastarfi í tvö ár eða þrjú var hafnað. Boutros Boutros Ghali á fundi með fréttamönnum í Róm meðan mat- vælaráðstefna SÞ stóð þar yfir fyrr í mánuðinum. skoðanir annarra Aukið aðstoðina við Rúanda „Flestir flóttamannanna sem snúa aftur heim til Rúanda munu þurfa á utanaðkomandi aðstoð að halda i marga mánuði, bæði í formi matvæla og þaks yfir höfuðið. Samfélag þjóðanna ætti að við- j halda og jafnvel auka aðstoðina innan Rúanda. Stjóm Clintons gerði rétt 1 því að tilkynna um nýja neyðaraöstoð fyrir 140 milljónh' dollara á mánudag. Þjóðir heims verða að koma upp hlutlausu eftirliti með öryggismálum til að koma í veg fyrir að mann- drápin, hefndimar og fólksflóttinn endurtaki sig.“ Úr forustugrein New York Times 20. nóvember. Fortíðarþrá Rússa „Viðleitni Rússa til að halda í umfangsmikla geimrannsóknaáætlun endurspeglar þrá þeirra eft- ir stórveldisdögunum, sem þeir hafa tæpast efni á. Samvinna Bandaríkjanna og Rússlands í geimnum ætti að halda áfram að svo miklu leyti sem hún er varkár og fjárhagslega hagkvæm. En það er einnig eðlilegt að binda vonir við til að Rússar beini ein- hverju af þeim sem fjármunum sem fara í geimáætl- anir og hemaðarbrölt til að hækka laun kennara, berjast gegn glæpum og til annars sem auðveldar umskiptin frá sósíalisma til markaðsbúskapar." Úr forustugrein Washington Post 20. nóvember. Hungur í gær og hungur í dag „Fimmtungur jarðarbúa þjáist af viðvarandi nær- ingarskorti, jafnvel þótt næg fæða sé til fyrir alla. Þannig var það fyrir 22 árum þegar matvælastofn- un SÞ (FAO) hélt ráðstefnu um aðgerðir gegn hungri. Þannig er það einnig í dag, tveimur dögum eftir lok síðustu FAO-ráðstefnunnar í Róm. Orðin tóm metta ekki.“ Úr forustugrein Politiken 19. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.