Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1996 íþróttir 43 Kristján Arason og Viggó Sigurðsson gera það gott í þjálfarastörfum hjá þýsku félagsliðunum Wallau Massenheim og Wuppertal: Frabært umhverfi Það er óhætt að segja að íslenskir handknattleiksmenn hafi gert inn- reið í þýska handboltann í vetur. Ekki færri en tíu íslendingar leika með þýskum félagsliðum í þremur deildum. íslenskir þjálfarar hafa ekki látið sitt eftir liggja en tveir menn héðan eru við þjálfarastörf, Kristján Arason hjá 1. deildarliðinu Wallau Massenheim og Viggó Sig- urðsson hjá 2. deildarliðinu Wupp- ertal. Það sem af er hefur þeim fé- lögum vegnað vel og þegar þetta er ritað er Massenheim í fjórða sæti í 1. deild og Wuppertal i öðru sæti norðurriðils 2. deildar. íslenskir handboltamenn hafa iöngum sett svip sinn á þýskan handbolta en nú virðist sem þjálfar- ar ætli ekki að vera neinir eftirbát- ar i þeim efnum. Jóhann Ingi Gunn- arsson reið á vaðið á sínum tíma og gerði frábæra hluti hjá Essen. Krist- ján Arason þjálfaði Bayer Dor- magen um tveggja ára skeið áður en hann gerði tveggja ára þjálfara- samning við Massenheim sl. sumar. Viggó Sigurðsson hóf einnig störf hjá Wuppertal á sl. hausti. Báðir þekkja þeir þýskan handbolta vel af veru sinni sem leikmenn. Hvemig skyldi þeim félögum líka dvölin í Þýskalandi og annað henni tengt?. Kristján var fyrst fyrir svörum. Áhugaverðara hjá Massenheim hetdur en Dormagen „Ég leit á það sem visst ævintýri þegar ég fór í byrjun að þjálfa i Þýskalandi. Þetta átti ekki að vera neitt framtíðarstarf. Eftir dvölina hjá Bayer Dormagen vorum við hjónin eiginlega ákveðin í því að fara heim en síðan kom tilboð frá Wallau Masenheim sem var miklu áhugaverðara starf heldur en hjá Dormagen þar sem ég vildi ekki vera áfram. Það er miklu meiri pressa samfara starfinu hjá Massen- heim. Þar er stefnt að því að vera ávallt í fremstu röð. Það var vitað í byrjun að með ungt og nýtt lið yrði þetta erfitt. Það reyndist líka rétt þegar á hólminn kom. Okkur hefur smám saman gengið betur og betur en það hefur hins vegar komið ber- lega í ljós að ekki má slaka á í eina mínútu, einbeitingin verður alltaf að vera til staðar. Eftir að við töpuð- um einum leik á heimavelli sett- umst við niður með stjórninni og málin varu rædd niður í kjölinn. Það var gagnleg umræða því síðan hefur okkur gengið allt í haginn og skriðið hægt og bítandi upp töfluna. Annars likar okkur vel hér og and- rúmsloftið í kringum félagið er frá- bært,“ sagði Kristján Arason í spjallinu við DV. „Áhuginn á handbolta í kringum Frankfurt og Wiesbaden er mikill og það er virkilega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fjölmiðlar hafa enn fremur vaknað til lífsins og um- fjöllun þeirra, bæði í sjónvarpi og dagblöðum, hefur aukist til muna. Kristjáni Arasyni og lærisveinum hans í Massenheim vegnar vel þessa dagana í 1. deildinni. Viggó Sigurðsson segist mjög ánægður í Þýskalandi og markmiðið sé að fara upp í 1. deild. Ég sé álls ekki eftir þeirri ákvörðun að lengja veru mina hér í Þýska- landi og nýt mín mun betur hjá Massenheim heldur en nokkurn tíma hjá Dormagen," sagði Kristján. - Hefur ekki þýskum hand- bolta fleygt fram með tilkomu er- lendra leikmanna? „Á því er ekki nokkur vafi. Við getum sagt að í hverri stöðu sé topp- leikmaður. Flest liðin í 1. deild eru með einn til tvo leikmenn sem hafa leikið með heimsliði. Bosman-dóm- urinn opnaði dymar fyrir marga og meira fjármagn kom inn í deildina frá stuðningsaðilum. Það var lögð á það rík áhersla hjá liðunum að sækja vinsæla leikmenn sem draga að sér áhorfendur og fjölmiðla. Þetta hefur líka gengið eftir, um- fjöllunin er meiri og fjöldi áhorf- enda á leikjunum hefur tekið stökk upp á við. Þegar markaðurinn opn- aðist voru spænsk og frönsk lið í fjárhagskröggum og fyrir vikið gátu þýsku liðin keypt þaðan toppleik- menn. Flestir leikmenn úr röðum heimsmeistara Frakka eru allir komnir að hjá liðum hér.“ Markmiðið er að kom- ast í Evrópukeppni „Markmiðið hjá okkur verður að komast í Evrópukeppni. Það verður ekki auðvelt því boltinn hér hefur sjaldan verið sterkari. Þýski hand- boltinn hefur breyst mikið á undan- fömum fimm árum. Það er miklu meira keyrt á hraðaupphlaupum en áður og fyrir vikið er skorað meira. Handboltinn er bara miklu skemmtilegri en hann var fyrir 5-7 árum. I þessu sambandi eru fjöl- miðlar að vakna til lífsins og með tilkomu fleiri sjónvarpsrása á hand- boltinn eftir að njóta góðs af því. Hann verður æ vinsælli í sjónvarpi hér í Evrópu. Ég hef gagnrýnt IHF- forystuna fyrir að hún hefur verið sofandi fyrir því að selja handbolt- ann. Ég gat sagt að í dag er hand- boltinn orðinn vinsælli hér í Þýska- landi en körfuboltinn. Þýskur hand- bolti er kominn á þann stall sem hann var hér fyrir 10-15 árum. Um- hverfið allt er orðið miklu skemmti- legra og ég hef gaman af að starfa í því, hvað svo sem það verður lengi. Endastöðin verður samt alltaf í Hafnarfirði. Það er sterkt fyrir ís- lenskan handbolta þegar íslenskum þjálfurum er að vegna vel erlendis. Jóhann Ingi reið á vaðið, síðan ég og Viggó sem hefur verið að standa sig mjög vel hjá Wuppertal. Þetta opnar dyr fyrir þjálfara að heiman sem hlýtur að vera jákvætt. Það er góð auglýsing fyrir íslenskan hand- bolta þegar þjálfarar eru sóttir upp á hólmann,“ sagði Kristján Arason. Viggó Sigurðsson, sem þjálfar 2. deildarliðið Wuppertal, sagðist vera í alla staði mjög ánægður með ver- una í Þýskalandi og liðið væri enn fremur að leika vel og væri núna komið í efsía sætið. „Ég fór utan í júlí en þá hófst undirbúningur fyrir tímabilið. Síð- an þá er liðið búið að leika um 30 leiki og vinna alla nema tvo svo ég get ekki annað en verið ánægður. Okkur tókst að komast í efsta sætið eftir að helstu keppinautar okkar, Bad Schwartau töpuðu, en á sama tíma unnum við stórt og tókum efsta sætið á markahlutfalli. Barátt- an verður feikilega hörð í vetur en aðeins ellefu leikir eru að baki. Við höfum unnið tíu þeirra en tapað einum og það fyrir einmitt Bad Schwartau. Það er engin spurning að stefnan hefur verið tekið á 1. deildina og liðið ætti að hafa alla burði til þess,“ sagði Viggó. „Leikmennirnir Ólafur Stefáns- son, Dagur Sigurðsson og Dimitri Filippov, sem komu með mér að heiman, hafa verið að leika sérlega vel. Filippov hefur átt hvern stjörnuleikinn af öðrum. Hjá Wupp- ertal er um atvinnumennsku að ræða. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga í viku en hina dagana látum við okkur nægja að æfa einu sinni. Hérna er allt til alls og maður hugs- ar ekki um neitt nema handbolta. Liðinu er skapað gott umhverfi til aæflnga og keppni þannig að þetta getur varla betra verið. Væntingar voru miklar fyrir tímabilið og hefur liðið staðið undir þeim, að minnsta kosti enn sem komið er. í kjölfar góðs árangurs er áhuginn hér í borginni töluverður. Liðið var í raun óskrifað blað, nýir leikmenn voru komnir og allir vissu að það tæki ákveðinn tíma að slípa hlutina. Það er gífurleg lukka með ganginn fram að þessu og vonandi verður bara framhald á því. Það verður að segjast að það hlýtur að vera draumur hvers þjálfara að komast í svona umhverfi og vinna við slíkar aðstæður sem liðinu eru boðnar. Á sama tíma eru svo gerðar miklar kröfur til leikmanna og liösins í heild. Það er heldur ekki lítið atriði að fjölskyldunni líkar feikilega vel hér og börnin eru ánægði í skólanum. Þau fóru i þýskunám í byrjun og það hefur allt saman gengið vel,“ sagði Viggó. Stuðningsaðilar ánægðir „íþróttir í Þýskalandi eru i há- vegum hafðar. Þær fá mikið pláss í fjölmiðlum og kannski jafnvel meiri en þegar ég lék með Bayer Leverkusen. Umfjöllunin frá 1. deildinni hefur liklega aldrei verið meiri og þar er metnaðurinn settur á oddinn. Liðin eru öll með þetta 3-5 útlendinga innan sinna raða. í sambandi við útlendinga hér þá féll í vikunni dómur varðandi ís- hokkímann í tenglsum við Bosman- málið svokallaða. Liðið vildi meina að sá úrskurður næði ekki inn í ís- hokkí og þyrfti því ekki að greiða fyrir hann ef hann væri samnings- laus. Dómurinn féll þannig að ekki þyrfti að greiða fyrir hann og það gilti um allar íþróttagreinar í Þýskalandi. Það er eins og menn heima átti sig ekki á þessu, að það er ólöglegt að krefja félögin um greiðslu." Viggó sagði að það hefði verið til- finningalega séð erfitt fyrir suma þegar liðin tvö í Wuppertal samein- uðust í eitt fyrir tímabilið. Samein- ingin er ekki alveg gengin um garð enn þá. Stuðningsaðilar lögðu á það þunga áherslu að liðin gengju í eina sæng, annars hættu þau að styrkja þau. Þeir sem lagt hafa í þetta pen- inga eru í skýjunum með útkomuna í dag. „Það eru feikilega sterkir aðilar sem standa að félaginu og ég er bjartsýnn á framhaldið. Það eru uppi áform um að styrkja liðið enn frekar fyrir næsta vetur og skiptir þá engu hvort liðið fer upp eða ekki. Það eru 18 lið í deildinni og aðeins eitt fer beint upp,“ sagði Víggó. -JKS Nú getur þú sjáíf(ur) komið á námskeið og búið til hinar heimsþekktu postulínsbrúður frá Seeley’s. Sjón er sögu ríkari & f§t Brúðugerð ÖNNU MARÍU Sími 587 9595 Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, meö steinull frá Sauöárkróki. Ullinni er blásið á sinn staö hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eöa ofan á loftplötur. Getum komist að stöðum sem erfitt er aö komast aö. Ókeypis skoðun - Gerum tilboð JÓN ÞÓRÐARSON Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.