Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 I^"V 20 &í$t3l 'ik Hjörtur Guðmundsson segir að lög um rátt feðra séu marklaus og þverbrotin: Fær ekki umgengni við sex ára dóttur sína - þrátt fyrir mikla baráttu - stelpan býr nú á Nýja-Sjálandi reglulega og veita þeim ást og um- hyggju. Það getur verið mjög erfitt fyrir þá að ná fram rétti sínum,“ segir Hjörtur Guðmundsson, 26 ára nemi frá Grimdarfirði, en hann er bitur og sár og telur á sér brotið vegna dóttur sinnar. Fyrir sex árum eignaðist Hjört- ur dóttur, Matthildi, með þáver- andi sambýliskonu sinni en þar sem sambúðin gekk illa skildu þau átta mánuðum eftir fæðingu stelpunnar. Móðirin fór með dótturina til móður sinnar og sambýlismanns hennar á Nýja- Sjálandi. Hjörtur samþykkti að móðirin færi utan með bamið enda stóð aðeins til að þær mæðg- ur dveldust þar í þrjá mánuði. Dvölin varð hins vegar tíu mánaða löng. Þá kom móðirin heim og tók saman við Hjört á nýjan leik, þau ætluðu að reyna að vinna í sínum málum en þá fyrst hófst forræðis- deilan af alvöru. Skildi dótturina eftir „Konan skildi bamið eftir hjá móður sinni en hún ætlaði að koma til landsins eftir einn til tvo mánuði með bamið eða þegar við væmm „Mér var beinlínis skipaö aö hætta þessari vitleysu og skrifa undir forræöissviptingu þegar í staö. Og því var haldiö fram og lofaö aö barniö væri komiö hingaö fyrir fulit og allt,“ segir Hjört- ur Guömundsson. Hann tel- ur aö öll loforö hafi veriö svikin enda hefur dóttir hans meira eöa minna dvalist á Nýja Sjálandi frá eins árs aldri og umgengnisréttur því á honum brotinn. DV-mynd GVA „Það virðist iila séð hjá yfir- völdum hér á landi að bamið fái umgengni við foður. Réttur hans er fótum troðinn og það er litið á hann sem sökudólg að öllu leyti. Það eru notuð öll ráö til að ná fram hefndum. Að vísu eru til feður sem eru ekki hæfir né hafa áhuga á að taka börnin sín en á móti eru marg- ir feður fullhæfir til að sjá um sín börn, taka þau til búin að koma okkur fyrir. Við kom- um okkur mjög vel fyrir og höfðum allt tii alls en móðuramma bamsins lét ekki sjá sig. Við skildum aftur og ég fór í skóla. Ég þráaðist við að gefa forræðið eftir því að ég vildi vita hvað yrði um bamið. Ég vildi líka að barnið kæmi heim til móður sinnar eða mín en biðin eftir bam- inu varð þrjú og hálft ár,“ útskýrir Hjörtur. Móður- amman kom með stelpuna til íslands vor- ið 1995 með því skilyrði að Hjörtur gæfi forræð- ið eftir sem hann og gerði eftir langt þras. Áður var hann búinn að lýsa því yfir að hann vildi fara fram á sam- eiginlegt for- ræði og hjálpa kon- unni sinni fyrrverandi við að framfleyta bam- inu og sjá um það. Móðirin og móð- uramman tóku það hins vegar ekki í mál og dvaldist móðuramman með stúlkuna í Danmörku meðan gengið var frá forræðinu. „Mér var beinlínis skipað að hætta þessari vitleysu og skrifa undir forræðissviptingu þegar í stað. Og því var haldið fram og lof- að að bamið væri komið hingað fyr- ir fullt og allt. Vegna álags í skólan- um og þrýstings gerðum við sam- komulag um að ég gæfi eftir forræð- ið og bamið yrði á íslandi hjá móð- ur sinni og hennar sambýlis- manni,“ útskýrir Hjörtur. Matthildur Hjartardóttir. Enginn tími til ráðstafana Þegar móðuramman kom loks með bamið til íslands segist Hjörtur hafa séð fljótlega að móðir stelpunn- ar hafi ekki haft neina þolinmæði til að hugsa um hana eða gefa henni tíma. Hún hafi sjaldan mátt fara út á nærliggjandi leikvöll til að leika sér með hinum krökkunum og hann segist geta nefht mörg svona dæmi. Nokkmm dögum áður en móðirin fór með stelpuna aftur til Nýja-Sjá- lands fékk Hjörtur að vita að hún væri á förum og þá segir hann að enginn tími hafi verið til að grípa til neinna ráðstafana. „Mér var einnig þá skipað að hafa mig hægan, ekki mótmæla né rífast út af þessu heldur taka þessu þegj- andi og hljóðalaust. Ég ræddi málið við lögfræðing. Það var ekkert hægt að gera til að halda baminu á land- inu nema ég færi fram á forræðið og það var alveg vonlaust vegna þess hve lítill tími var til stefhu. Ég hafði afsalað mér forræðinu fyrr á árinu og var einstæður og ekki styrkti það stöðu mína,“ segir hann. Óheiðarlegt Það eina sem Hiörtur og lögfræð- ingur hans gátu gert var að beita 40. grein bamalaga um rétt föður til að tjá sig um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.