Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 32
w 32 Hielgarviðtal -1+ LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1996 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 helgarviðtal 41 x i& Sigurður A. Magnússon kvænist konu sem er þrjátíu og þremur árum yngri: Hann varðveitir barnið í sér en ég er gömul sál „Það er einhver ungæðisháttur í mér og mér finnst ég einhvern veg- inn vera miklu yngri en árin segja til um. Ég reyni ekki meðvitað að vera yngri en ég er en mér finnst sumir jafnaldrar mínir miklu eldri en ég,“ segir Sigurður A. Magnússon rithöf- undur í samtali við Helgarblaðið. Sigurður gekk að eiga sína heittelsk- uðu Sigríði Friðjónsdóttur tón- menntakennara um síðustu helgi. Það væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi ef ekki væri á ferð þjóð- þekktur rithöfundur sem kvænist þrjátíu og þremur árum yngri konu. Sigurður er 68 ára að aldri en Sig- ríður 35 ára en þau láta aldursmun- inn ekki á sig fá og voru geislandi af hamingju á hveitibrauðsdögunum. Frá því þau kynntust fyrir þremur árum hafa þau fengið að heyra glós- ur um aldursmuninn og fólk hefur verið steinhissa á sambandi þeirra. Sigríður er yngri en dætur Sigurðar af fyrra hjónabandi en þetta er í þriðja sinn sem Sigurður gengur upp að altarinu og í annað skipti sem Sig- ríður gengur í hjónaband. „Ég segi samt sem áður við fólk að Sigríður sé fyrsta konan mín og sú eina. Við höfum áreiðanlega ekki átt að hittast fyrr en núna þar sem við vorum ekki tilbúin fyrir hvort ann- að,“ segir Sigurður. Kertaljós í Árbæ Séra Sigurbjöm Einarsson biskup og náinn vinur Sigurðar gaf hjónin saman í litlu kirkjunni í Árbæjar- safni. Athöfnin var falleg og látlaus og eina lýsingin í litla húsinu var kertaljós. Laufey Sigurðardóttir lék á fiðlu og gestirnir sungu hver með sínu nefi sálm eftir séra Sigurbjörn Einarsson við lag Þorkels Sig- urbjörnssonar. Einungis nánasta fjölskylda og vinir voru viðstödd at- höfnina. Sigríður teiknaði kjól sem hún lét sérsauma á sig fyrir brúð- kaupið og Sigurður klæddist smók- ing og bar linda og slaufu i stíl við kjólinn hennar. Sigríður segist vera orðin mjög leið á hefðinni með hvíta blúndubrúðarkjóla. „Athöfnin var mjög falleg og það var yndislegt að fá að njóta blessun- ar séra Sigurbjöms en hann hélt mjög fallega ræðu,“ segir Sigríður. , „Séra Sigurbjörn er svotil hættur að gifta fólk en hann gat ekki neitað mér um greiðann því við höfum lengi verið góðir vinir,“ segir Sigurð- ur. Skálað í Norræna húsinu Brúðkaupsveislan var síðan hald- in í Norræna húsinu að viðstöddum fjölskyldu og vinum. Þar gat að líta forseta íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og eiginkonu hans, Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, ásamt landsliðinu úr íslensku menningar- og listalífi. Sif Ragnhildardóttir söng nokkur lög og Zorbahópurinn flutti lög á grísku og íslensku. Auk þess var leikið á fiðlu og brúðurin greip í píanóið. Margir merkismenn héldu ræður og lásu ljóð brúðhjónunum til heiðurs. Hallgrímur Helgason og Hlín Agnarsdóttir fóru á kostum sem veislustjórar. Dagurinn var í alla staði mjög minnisstæður og þetta var mjög skemmtilegt, segja þau. Hjónin eyddu brúðkaupsnóttinni heima hjá Sigríði í Kópavoginum og segjast ekki fara í brúðkaupsferð að sinni. Ólíkur bakgrunnur Hin nýgiftu benda á að bakgrunn- ur þeirra sé talsvert ólíkur þar sem þau hafi alist upp á gjörólíkan hátt. Þau hugsa ekki um það en einbeita sér frekar að því sem þau eru að fást Sigríður tekur oft í píanóið en hún er tónmenntakennari að mennt. Siguröur nýtur þess einnig aö hlusta á góða tónlist DV-mynd ÞÖK við hverju sinni en því sem er liðið. Sigríður er fædd og uppalin í Borg- arnesi þar sem faðir hennar, Friðjón Sveinbjömsson, var sparisjóðsstjóri í mörg ár en hann lést fyrir nokkrum árum. Móðir hennar heitir Björk Halldórsdóttir. Sigríður var mikið hjá afa sínum og ömmu á Snorra- stöðum í Kolbeinsstaðahreppi og var það mikið menningarheimili. „Ég á mjög góðar og yndislegar minningar frá þessum tíma og þessi reynsla kemur sér oft vel í starfi mínu. Sem betur fer er ég miklu nær Sigurði í tíma þar sem ég kynntist því að vera í sveit en það var gjöró- líkt því að alast upp hér i Reykjavík. Ég kynntist í raun og veru líka hans heimi í sveitinni. í tengslum við náttúruna Ég er afskaplega þakklát fyrir það að hafa fengið að alast upp úti á vöru og hefur lokið kennaraprófi frá , Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún kennir tónmennt við Smáraskóla í Kópavogi. Sigurður ólst upp í Laugarnesinu sem þá var hálfgerð sveit. Þar voru þá bújarðir og átti faðir hans mikið af hestum sem hann nýtti sér út í ystu æsar. „Ég er nátengdur náttúrunni og finnst mjög gott að hafa alist upp í Laugarnesinu. Foreldrar mínir bjuggu í tjaldi þegar ég var lítill en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Sig- urður. Bæði telja þau að það hafi verið betra að alast upp þegar þau voru að vaxa úr grasi heldur en það er núna. Að sögn Sigurðar er þjóðfélagið harð- ara núna þó svo fátæktin sé minni. Nóg af börnum Sigurður á fimm börn með fjórum konum en þau heita Kristín, Hildur, Magnús Aðalsteinn, Sigurður Páll og Þeodóra Aþanasía, fimm ára. Hann á sex barnabörn. Sigríður og Sigurður hafa ekki hugsað sér að eignast börn saman því þau segja að það sé nóg af börn- um í kringum þau. „Ég gæti ekki far- ið að eiga barn núna barnsins vegna þar sem ég er að nálgast sjötugt og maður veit ekki hversu langan tíma við höfum saman. Við höfum líka um nóg annað að hugsa. Annars hugsum við ekki um framtíðina heldur lifum fyrir einn dag í einu,“ segir Sigurður. Sgreyaði einhverju yfir mig Sigríður og Sigurður kynntust fyr- ir þremur árum en sameiginleg vin- kona þeirra kynnti þau. Það fór vel á með þeim og urðu þau ásátt um að fara saman í bió. Sigurður bauð henni á kvikmyndasýningu hjá Grikklandsvinafélaginu. Það var alls ekki inni í myndinni að verða ást- fangin af eldri manni en hann spreyaði einhverju yfir mig og ég kom engum vörnum við,“ segir Sig- ríður. Sigurður bætir við að gríska kvik- myndin hljóti að hafa heillað Sigríði svona. Sigurður viðurkenndi að hafa svitnað mikið á kvikmyndasýning- unni þvi hann var strax orðinn heill- aður af Sigríði og var frekar taugaó- styrkur. „Ég var þó ekki tilbúin strax að stökkva fram af klettinum og láta sjá mig með honum opin- berlega,“ seg- ir Sigríður. Tvíburasál- ir sum hjón hafi. Þau benda á að árin sem eru á milli þeirra séu liðin og skipti þar af leiðandi ekki máli leng- ur. Finna lítinn aldursmun Að sögn þeirra tóku vinir þeirra og kunningjar sambandi þeirra nokkuð vel en þau voru til að byrja með hrædd við hvort bömin þeirra yrðu fyrir aðkasti. Það var auðvitað erfitt fyrir fjölskyldumar að kyngja því að á milli þeirra væru 33 ár. Áð sögn Sigurðar segir enginn Sigríði fyrir verkum því hún fer sínar eigin leiðir í lífinu og það þýðir ekki að reyna að hafa vit fyrir henni. „Það er ekki hægt að stjórna henni og það var svo sem enginn hissa á þessu. Ég finn alls ekki fyrir neinum aldursmun á milli okkar. Það er kannski líklegra að hún finni fyrir þvi vegna þess að hún er yngri," seg- ir Sigurður. „Ég finn ótrúíega lítið fyrir aldurs- muni okkar en það er vegna þess hvernig Sigurður hugsar. Frá því við kynntumst hef ég lært ýmislegt af honum, eins og það að lifa fyrir dag- inn í dag. Það er mér að takast en það er takmark sem mörgum reynist erfitt að ná,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar er aldur og þroski ekki endilega bundinn við árin sem fólk hefur lifað. Hún segir margar konur á sínum aldri komnar í vissan farveg á meðan hún vill frek- ar stökkva og taka einhverja áhættu. Hún segist vera mjög opin og njóta þess að umgangast skemmtilegt fólk. „Mér finnst fólk oft detta niður í mjög fastan farveg á íslandi en það er kannski vegna smæðar samfélags- ins. Fólk hræðist um of það sem öðru fólki finnst," segir Sigurður. Fjarbúð en ekki sambúð Hjónakomin búa ekki saman og hafa ekki hugsað sér að gera það í framtíðinni. Þau líta þó frekar á heimili Sigríðar sem heimili sitt en heimili Sigurðar sem vinnustað. „Við verðum ekki í sambúð en þetta verður ijarbúð. Ég er með allar bækumar mínar í kringum mig og ég sagði síðast þegar ég flutti að ég ætlaði ekki að flytja bækumar mín- ar aftur. Ég er ómögulegur í sambúð því ég sný sól- arhringnum við og vinn á nóttunni en Sigríður fer upp eldsnemma á morgnana. Þetta fyrir- komulag hentar okkur ágætlega en við hittumst stundum í miðri viku en annars alltaf um helgar,“ segir Sigurður. Stundum fara þau í bíó eða leik- hús í miðri viku en annars láta þau helgamar duga. Þau hafa gaman af því að umgangast skemmtilegt fólk og er oft gestkvæmt hjá þeim um helgar. Sigríði þykir einnig gaman að bjóða fólki í mat og þau kíkja stundum á Kaffi List. Sérvitur og vanafastur „Sigurður er svolítið sérvitur mað- ur og vill hafa hlutina eftir sínu höfði. Hann er mjög vanafastur í sumu en í öðru mjög opinn og frjáls- lyndur. Mér finnst hann mjög skemmtilegur maki og það er gaman að tala við hann,“ segir Sigriður. Að sögn þeirra vitna vinir þeirra stundum í þau hvað þau eru ham- ingjusöm og sátt við hlutina eins og þeir eru. „Sigurður er mjög þægilegur maður og hann er yfirleitt með jafnaðargeð. Samt er hann skapmikill og á til að rjúka upp en það líður fljótt hjá. Okkur gengur bærilega að vinna með þetta," segir Sig- ,,/ya gegnir um Sigurð. „Hún er mjög góður kokkur og ég kann vel að meta það. Ég kann að elda einn rétt en það er soðin ýsa sem ég borða með ólífuolíu og kart- öflum fimm daga vik- Sigríður. „Okkur finnst samt verkaskipting á heimilum alveg sjálfsögð þar sem konurnar eru líka úti- vinnandi. Þetta er allt öðruvísi held- riður. „Ég er mjög hreinn og beinn og afar hrifnæmur og opinn fyrir nýjungum. Ég rýk yfir- leitt af stað til þess að láta fólk vita ef ég heyri af einhverjum nýjung- um,“ segir Sigurður. „Sigurður er mjög tilfinningaríkur maður og opinn. Hann er hreinn og beinn og lætur allt flakka. Mér finnst hrifnæmi hans mjög heillandi kost- ur. Það er líka mjög skemmtilegt en þó skrítið að vera með manni sem hefur langa og mikla fortíð og reynslu að baki,“ segir Sigríður. Ýsa fimm daga vikunnar Þau eiga auðvelt með að eyða tímanum saman. Þau tala mikið saman og 'er*Z9oft o0a ' *ð ð 0fb, '°ðs/Í>bor landi. Maður er í miklu betri tengsl- um við náttúruna. Oft hvarflar að mér að erfiðara sé að alast upp í borginni," segir Sigríður. Sigríður á tvö böm, þau Friðjón Snorra, átján ára, og Guðnýju, tólf ára, en hún á að baki níu ára hjóna- band. Hún fluttist með fyrrverandi manni sínum í Kópavoginn en þegar þau skildu var hún orðin gróin í Kópavoginum. Fyrir fimm árum hóf hún að stunda tónlistamám fyrir al- „Sigurður sagði mér margoft að ég væri tvíburasálin hans. Ég hef aldrei hitt manneskju sem er svona ofboðslega lifandi og víð- sýn. Það var svo gaman að heyra viðhorf hans á hin- um og þessum hlutum. Sam- band okkar gengur vegna þess að hann varðveitir bam- ið í sér svo vel og ég er gömul sál,“ segir Sigi’íður. „Það sem heillaði mig fyrst við Sigríði var auðvitað hennar ytri fegurð og svo sálin. Hún hefur svo mjúka, fallega sál og við mætumst einhvem veginn á miðri leið í aldri,“ segir Sigurður. Að sögn þeirra hjóna, sem geisla af hamingju, er betra að hafa mörg ár á milli sín heldur en ekkert eins og hitta vini sína bæði heima og heim- an. Sigríður er mikið fyrir að elda góðan mat en öðru máli unnar. Mér finnst ýsa mjög þægilegur og fljótlegur matur. Sigriður skilur ekki hvemig ég get borðað sama matinn á hverjum degi. Mér finnst eigi að síður mjög gaman að borða matinn hennar og gott að láta hana stjana við mig eins og hún ger- ir,“ segir Sigurður. „Ég er örugglega talsvert gamal- dags og mér finnst gaman að stjana við Sigurð. Ég fæ auðvitað mjög margt í staðinn. Ég gæti aldrei borðað einn rétt alla vikuna, ég er miklu meiri nautnaseggur en svo. Ef mig langar í eitt- hvað get ég staðið yfir pott- irnum heillengi til þess að búa það til,“ segir Sigríður. Að sögn hjónanna verð- ur oft spenna í hjóna- böndum vegna þess hver á að sinna hvaða hlutverki á heimilinu. Þau eru fegin því að eiga ekki sameigin- legt heimili og þurfa ekki að þrátta um hvort þeirra gegnir hvaða hlut- verki. Að sögn Sigríðar sér hún um sitt heimili og hann um sitt. Hún gerir engar kröfur til Úess ^ hann taki þátt í ^ sé'a heimilishaldi á ‘ hennar heimili þó hann vaski stöku sinnum upp þar. Hún gerir heldur ekki kröfur um að hann skipti um dekk á bílnum hennar ef það springur á honum. „Ég vil frekar eyða tímanum í eitt- hvað skemmtilegt heldur en að búa til vandamál úr hlutunum," segir ,r> h* ^“jQhef 9r'Ö0r h>tt ur en það var áður fyrr þegar konurnar voru heimavinn- andi,“ segja þau. Kvennamaður eða kvennagull „Ég kannast auðvitað við að hafa orð á mér fyrir að vera kvennamað- ur en mér finnst ég ekki vera það þó þetta sé þriðja hjónaband mitt. Ég hef aldrei verið á eftir hverju pilsi og hef aldrei hlaupið á eftir kvenfólki eins og kvennabósar gera. Það var líka sagt um föður minn að hann hefði verið kvennamaður en hann var það ekki heldur í þeim skilningi sem ég legg í það. Þegar hann hafði konu þá nægði það, eins gerir það hjá mér. Ég er ekkert ógurlega hrif- inn af því að vera kallaður kvenna- maður en kvennagull get ég sætt mig við,“ segir Sigurður aðspurður um hvort hann sé mikill kvennamaður. Hann segist einnig vera rómantískur og Sigríður segir hann skána stöðugt. „Sigurður er maður sem laðar aö sér konur og hefúr þess vegna þetta orð á sér. Mér finnst ekkert óeðlilegt að svo sé. Sigurður er auðvitað þekktur fyrir að vera kannski ekkert lamb að leika sér við, svo ég er nú ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Sigríður. Pílaprímsför til Grikk- lands Sigurður byrjaði snemma að ferð- ast og hefur haldið því áfram og leit- aði sér menntunar og þekkingar víða um heim. Hann gekk eitt ár í háskóla í Kaupmannahöfn þar sem hann nam bókmenntafræði. Þaðan fór hann i pílagrímsfor til Grikklands þar sem hann dvaldi í eitt ár. „Ég átti enga peninga til þess að komast heim aftur en hafði hugsað mér að komast á skip. Mér var þá boðin veturseta í klaustri þegar ég komst ekki heim. Þetta var reyndar klaustur og stúdentaheimili. Ég fékk meira frjálsræði heldur en hinir sem bjuggu í klaustrinu þar sem ég var lútherskur en ekki orþódox. Vinir mínir í Aþenu voru betur settir held- ur en ég þar sem þeir fengu matar- pakka að heiman frá sér. Kost- urinn var svo rýr í klaustrinu að ég horað- ist alveg niður. Félagar mínir buðu mér stundum í mat en klaustrinu var lok- að kl. 19 á kvöldin. Ég gerði samkomulag við strák sem var með mér í herbergi um að opna glugga fyrir mig. Ég las mjög mikið á þessum tíma í Grikklandi. Einnig safnaði ég efni í fyrstu bókina mína og samdi hana,“ segir Sigurður. Sigurður talar ágætis grísku en hann er heillaður af grísku samfé- lagi og hefur margoft dvalið þar lengri og skemmri tíma eftir þetta. Hann hefur þýtt nokkrar bækur úr grísku. „Ég eyddi tímanum mikið á bóka- söfnum og las gríska sögu. Þetta var meira og minna sjálfsnám hjá mér. Ég fer til Grikklands næstum því á hverju sumri því ég kann svo vel við mig þar. Ég er að reyna að fá Sigríði til þess að kunna að meta það líka en það hefur ekki gengið neitt of vel. Ég á reyndar eftir að kynna hana betur fyrir Grikklandi," segir Sigurður. Sigurður fór einnig í nám í saman- burðarbókmenntum í Ameríku þar sem hann dvaldi í þrjú ár við nám og kennslu. Fyrsta bindið í uppvaxtarsögunni Undir kalstjörnu (1979) kom undir hann fótunum og hefur honum geng- ið vel að lifa af ritstörfum síðan. Hjónin unnu saman að bókinni ír- landsdagar og dvöldu um tíma í ír- landi. Sigríður varð ástfangin af landi og þjóð og langar helst af öllu til þess að flytjast til Irlands. Ný sjálfsævisaga Nú er á leiðinni framhald af sjálfsævisögu Sigurðar. Það voru ekki allir jafnsáttir við innihaid upp- vaxtarsögunnar, sérstaklega þeir sem tengdust föður hans mjög. „Pabbi minn átti tuttugu og þrjú börn með sjö konum. Ævisagan mín var aðallega viðkvæm fyrir sum barnanna hans pabba en þau þekktu hann ekki öll og voru ósátt við hvernig ég skrifaði um hann. Ég skrifaði auðvitað eingöngu um hvernig ég upplifði hann þegar ég var barn. Hann breyttist í gegnum árin og þeir sem hafa lesið síðari bækumar sjá auðvitað að viðhorf mitt til hans breyttist," segir Sigurð- ur. Sigurði þykir mjög mikilvægt að framkvæma það sem hann langar til þess að gera strax. Hann kynntist manni í Vestmannaeyjum sem hafði skrifað bók um lundapysjuna. Hann ákvað að þýða bókina og verður hún gefin út í vor. Það er nóg að gera í bókmenntunum og í tónlistarlífinu hjá þeim nýgiftu og þau líta mjög já- kvæðum augum fram á veginn. „Við hugsum ekki fram í tímann og skipuleggjum ekki framtíðina heldur viljum nýta þennan tíma vel sem við höfum. Þetta snýst ekki ein- göngu um aldur hans, ég gæti orðið fyrir bíl á morgun, er ekki svo?“ seg- ir Sigríður og Sigurður tekur undir það. -em - sjá einnig svipmyndir úr brúðkaupinu á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.