Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Blaðsíða 59
67 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 Meg Ryan leikur í Courage Under Rre: Hóf ferji sinn í sápuóperu Meg Ryan leikur aðalMut- verkið á móti Denzel Was- hington í kvikmyndinni Courage under Fire sem Regnboginn og Laugarásbió frumsýndu í gær. Þar leik- ur hún þyrlu- flugmann sem lét lífið í átök- um við íraka eftir að þyrlu hennar leikkona þegar Ryan var fimmtán ára gömul. Hún varð þó aldrei leik- kona heldur var það dóttirin sem sló í gegn. Ryan lék fyrst í sápuóp- erum og síðan fór hún að fá lítil hlutverk í kvikmyndum. Árið 1989 komu ótvíræðir hæfileikar Ryan í gamanhlutverkum í ljós þegar hún lék í kvikmyndinni When Harry Met Sally. Hún vakti mesta athygli fyrir senuna þar sem hún lék uppgerðarfullnægingu og vann fyrir leik sinn í mynd- inni Golden Globe-verð- launin sem besta leik- konan. Árið 1991 giftist hún leikaran- um Dennis Quaid sem þá var ný- kominn úr áfengismeð- ferð. Hún gerði hann miklu hamingjusamari en hann hafði áður verið. Meg Ryan sló aftur í gegn í kvikmyndinni Sleepless in Seattle og var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir það hlutverk. Hún sneri síðan blað- inu við og lék mjög alvarlegt hlut- verk í kvikmyndinni When a Man Loves a Woman. Eftir það fór hún aftur í gamanmyndirnar og lék í kvikmyndinni French Kiss árið 1995. Meg Ryan hefur leikið í kvik- myndunum Rich and Famous, Amityvilli, The Demon, Top Gun, Armed and Dangerous, Innerspace, Promised Land, D.O.A. The Presi- dio, Jo Versus the Volcano, The Doors, Prelude to a Kiss, Flesh and Bone, I.Q, Restoration, auk þeirra mynda sem áður voru nefndar. -em Meg Ryan ásamt Denzel Washington og leikstjóranum Ed- ward Zwick við tökur á Courage Under Fire. Hetjudáð í Regnboganum og Laugarásbíói: Mistök í Persaflóastríðinu og hetjudáð þyrluflugmanns í gær var frumsýnd í Regnbogan- um og Laugarásbíói Hetjudáð (Courage under Fire), ný bandarisk kvikmynd sem notið hefur vinsælda í Bandaríkjunum. Baksvið myndar- innar er Persaflóastríðið og segir annars vegar af afdrifaríkum mis- tökum og hins vegar af einstakri hetjudáð. Mistökin skrifast á Nat- haniel Serling ofursta sem ber ábyrgð á því að bandarískum skrið- dreka var grandað vegna mistaka í næturárás á herdeild íraka. Yfir- menn Serlings vilja draga fjöður yfir rannsókn málsins enda er ekki æskilegt að fjölmiðlar komist yfir upplýsingar er málið varða. Sektar- kenndin hvílir aftur á móti þungt á herðum Serlings. í von um að það dreifi huga Serl- ings frá atburðinum er honum falið að meta og rannsaka fyrstu tilnefn- ingu sem kona fær til æðsta heið- ursmerkis fyrir hugrekki. Sú til- nefnda er Karen Walden sem Meg Ryan leikur. Hún var þyrluflugmað- ur sem lét lífið i átökum við íraka eftir að þyrlu hennar var grandað í björgunarleiðangri. Við rannsókn- ina kemur fram aö það er ósam- ræmi í frásögn hermannanna sem störfuðu með henni um hvað raum- verulega gerðist. Með hlutverk Serlings fer Denzel Washington en Meg Ryan leikur Karen Walden. í öðrum hlutverkum eru margir þekktir leikarar. Má nefna Lou Diamond Phillips, Mich- ael Moriarty, Scott Glenn, Matt Damon, Bronson Pinchot og Reginu Taylor. Leikstjóri er Edward Zwick og er þetta í annað skipti sem hann og Denzel Washington vinna saman en það var einmitt Edward Zwick sem leikstýrði Glory en fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk Denzel Was- hington óskarsverðlaun. Zwick var mörg ár í sjónvarpinu sem framleið- andi, leikstjóri og handritshöfundur ýmissa þátta áður en hann leik- stýrði fyrstu kvikmynd sinni, About Last Night, fyrir tíu árum. Rob Lowe og Demi Moore léku aðalhlut- verkin í henni. Næsta kvikmynd hans var Leaving Normal. Er hún um tvær ungar konur sem eru orðn- ar leiðar á venjulegu lífi og ákveða að flytja til Alaska. Christine Lathi og Meg Tilly léku aðalhlutverkin. Þriðja mynd hans, Glory, fékk síðan tilnefningu til óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin. Næsta mynd Zwicks, Legends of the Fall naut mikiUa vinsælda og gerði Brad Pitt að stórstjömu. Courage under Fire er fimmta kvikmynd hans. Courage under Fire var ekki tek- in á þeim slóöum þar sem hún ger- ist enda ekki hægt fyrir kvikmynda- gerðarmenn að athafna sig þar sem Persaflóastríðið var háð og Saddam ræður enn ríkjum, heldur voru þau atriði sem gerast eiga í stríðinu tek- in í Texas, nánar tiltekið E1 Paso, og í átta vikur dvaldi kvikmyndahóp- urinn í eyðimörkinni og í borginni Austin við tökur myndarinnar. I fyrstu höfðu Edward Zwick og félag- ar gert sér vonir um að bandaríski herinn myndi veita þeim aðstoð og voru búnir að fá jáyrði en aðeins tveimur vikum áður en tökur hófust snerist hernum hugur og hann neit- aði allri samvinnu. Þar með þurfti að fara að leita að skriðdrekum og öðrum hemaðartólum út um allan heim. Skriðdrekarnir voru fengnir frá Ástralíu og vom það 40 ára gamlir breskir skriödrekar sem fengu yfirhalningu svo þeir litu út eins og þeir sem notaðir voru í stríðinu. Einhver mikilfenglegustu atriðin í myndinni eru þau sem gerast með herþyrlum í lofti og sá sem hannaði þau atriði og sviðsetti er David Jo- nes en meðal slíkra atriða sem hann ber ábyrgð á eru þyrluratriðin í Apocalypse Now. -HK Ekki bara Michael Jordan Eins og flestum er kunnugt leikur Michael Jordan aðal- hlutverkið í Space Jam, vin- sælustu kvikmyndinni í Bandaríkjunum um þessar mundir og er þetta fyrsta kvik- myndin sem hann leikur i. Önnur stórstjarna úr körfu- boltanum, Shaquille O’Neal, - sem einnig reyndi fyrir sér í kvikmyndum, lék í Kazam í sumar, og hlýtur að líta öf- undaraugum til Jordan því myndin kolféll. En það eru fleiri körfuboltasnillingar í J Space Jam. í Jarðarliðinu, sem Jordan og Bugs Bunny þjálfa, eru Larry Bird, Charles Barkley og Patrick Ewing ásamt Daffy Duck, El- mer Fudd og Porky Pig. Andy Garcia fram- leiðir og leikstýrir . _ Andy Garcia bætist bráð- lega í hóp þeirra kvikmynda- leikara sem gerast bæði fram- leiðandi og leikstjóri. Hann mun framleiða og leika aðal- hlutverkið i The Scalper sem Richard Wenk leikstýrir en hann skrifar einnig handritið. Fjallar myndin um smá- krimma sem reynir að rétta sig af til að halda kærustunni. Ný- lega lauk Garcia við að leik- stýra The Lost City sem er ást- arsaga er gerist í Havana með- an á uppreisninni stóð. Meðal leikara í henni eru Edward James Olmos, Kevin Spacey, Robert Duvall, Isabella Rossellini og Joe Mantegna. Sophia Loren í franskri kvikmynd Sohia Loren, sem minnti rækilega á það í Grumpier Old Men að hún er enn hið fegursta fljóð þótt ekkert ung- lamb sé lengur, er um þessar mundir að leika í franskri kvikmynd, Soleil. Leikstjóri er ‘ Roger Hanin en hann er þekkt- ari sem leikari. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og leikur Sophia Loren móður af gyðingaættum sem býr við mikla óvissu um örlög fjöl- skyldu sinnar. Meðleikarar Sophiu Loren eru Philippe Noiret, Marianne Sagebrecht, Michel Creton, Jean-Claude Caron og Roger Hanin. Mynd af konu Ein þeirra kvikmynda sem beðið er með hvað mestri eft- irvæntingu er The Portrait of a Lady, sem leikstýrt er af Jane Campion (Piano). Er myndin gerð eftir þekktri skáldsögu Henry James. í aðalhlutverki er Nicole Kid- man. Mikill fjöldi þekktra leikara er í öðrum hlutverk- um. Má nefna John Mal- kovich, Barbara Hersey, Mary-Louise Parker, Martin Donovan, Shelley Winters, Richard E. Grant, Shelley Duvall, Christian Bale, Viggo Mortensen og John Gielgud. Portrait of a Lady verður sýnd rétt fyrir áramót- in í New York, svo hún verði gjaldgeng í óskarinn, en al- mennar sýningar hefjast síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.