Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 1

Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 1
S.IO TBL. S. ÆR.G. 19-16 VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR FRJALS VERZLUN Sjálísagt vitið þér, lesandi góður, hvað landsverzlun er. Landsverzlun er íyrirtœki, sem ríkisvaldið ícer í hendur einhverjum gœðingum sínum, sem þurfa ekki að hafa neitt við á verzlun eða þeim varningi, sem flytja þarf inn til nota og neyzlu þjóðarinnar, sem verður að láta sér lynda að kaupa slœma vöru við dýru verði, sem stafar af kunnáttu- og kceruleysi innflytjendanna við vöruinnkaup, sem aftur leið- ir af sér það, að fyrirtcekið lendir í sukki og er rekið með tapi, sem kem- ur fram í hcekkuðum útgjöldum á öllum almenningi, sem stendur högg- dofa og uppiskroppa gagnvart spurningunni: Hvers á ég að gjalda? Flestir scemilega hugsandi menn vita að landsverzlun er einmitt slík hringavitleysa, og fslendingar cettu að vera öðrum betur fallnir til skiln- ings á endemum einokunarverzlunar. Hún hefur ekki gefið þeim svo góða raun, hvorki í höndum kóngs né preláta. Mikill meirihluti verzlunarstéttarinnar skilur þetta manna bezt, eins og fylgi þeirra við eftirfarandi tillögu, sem fram kom á síðasta aðalfundi V. R., ber greinilega með sér: ,,Aðalfundur Verzlunarmannafélaas Reykjavíkur, haldinn 2. des. 1946, lýsir sig eindregið andvígan þeim tillögum, sem fram hafa komið opin- berlega um stofnun landsverzlunar á fslandi, og telur, með tilvísun til þeirrar reynslu, sem fengist hefur af ríkiseinkasölum hér á landi, að með stofnun landsverzlunar vœri stigið spor í öfuga átt í verzlunarmálum vorum. Fundurinn lítur svo á, að stefna beri að sem frjálsastri og haftalausastri verzlun í landinu og skorar á stjórn félagsins og félagsmenn alla að vinna að því markmiði, eftir því sem ástceður leyfa". Tillagan var samþykkt af hundruðum manna. Örfáir á móti. Spegilmynd af skoðun fslendinga á landsverzlun.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.