Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 4

Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 4
Markaðshorfur á íslenzkum fiski í Ameríku Viðtal við Sverri Júlíusson. Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður í Ke£lavík, form. Landssambands íslenzkra útvegsmanna, er nýlega kominn heirn, eftir 8 mánaða dvöl í Bandaríkjunum og Kanada. „Frjáls Verzlun" hefur snúið sér til Sverris og innt hann tíðinda úr ferðalaginu. — Hvað vita þeir um okkui, þarna fyrir vestan? Herseta Bandaríkjamanna hér og hin stór- auknu viðskipti okkar vestanhafs hafa orðið til þess að auka þekkingu Bandaríkjamanna á landi okkar og þjóð. Rakst ég t. d. oft á menn, sem sögðust hafa átt bróður, frænda eða vin í banda- ríska setuliðinu á íslandi. Einnig hitti ég menn, sem þekktu til þess, að hingað hefði verið flutt mikið af amerískum vörum á stríðsárunum, a. m. k. miðað við fólksfjölda íslendinga. Svo hitti maður nú líka fyrir fólk, sem trúði því í hjart- ans einlægni, að hér byggju eintómir Eskimóar, eða fólk á svipuðu menningarstigi. — Hvernig gengur að selja íslenzka fiskinn til Bandaríkjanna? — Eins og kunnugt er, seldu íslendingar allar sjávarafurðir sínar árin 1940—44 til Englands, og árið 1944 voru aðeins 300 tonn af hraðfrystum fiski, sem íslendingar höfðu til ráðstöfunar á aðra markaði. Árið 1945 jókst þetta magn upp í 1000 tonn, auk nokkurs magns af ódýrari fisk- tegundum, svo sem ufsa og steinbít, sem munu hafa verið seldar til hersins. Það er því ekki fyrr en í byrjun þessa árs, sem alvarlega eru tök á að pakka hraðfrystan fisk hér, við hæfi amerískra neytenda, og þegar ég fór frá New York í byrjun september s. 1., mun Sverrir Júlíusson. liafa verið búið að selja þar í landi ca. 2000 tonn af hraðfrystum fiski, á þessti ári. Þá lágu þar óseld ca. 450 tonn, sem svo hafa selzt þar síðan, auk þess sem seinna voru send um 150 tonn með leiguskipum. Þetta magn er talsvert minna en menn gerðu sér almennt vonir um að liægt yrði að selja strax á þessu ári í Bandaríkjum N.-Ame- ríku, og mun það m. a. stafa af því, að stærsti farmurinn, sem fór vestur, kom þangað ekki fyrr en fiskveiðar voru byrjaðar frá fiskiborgum Norður-Ameríku, en þær byrja þar síðari liluta marzmánaðar. Svo er alltaf mikið af vatnafiski á boðstólum, þegar fram á vorið kemur. Bezti markaðstíminn fyrir okkur ætti að vera mánuð- irnir nóv.—marz, hvern vetur. Og nú er í ráði að senda Brúarfoss vestur í byrjun desember, með farm af ísfiski, og mun það vera það sem eftir er af fiskinum, sem verkaður hefur verið fyrir Ameríkumarkaðinn. — Er sá farmur seldur? — Nei, svo mun ekki vera. En eftir því, sem ég bezt veit, er talsverð eftirspurn eftir fiski þar FRJÁLS VERZLUN 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.