Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 11

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 11
SlykkishólmuT að um að landsmenn kæmust ekki í skuldir við þýzka kaupmenn, því að konungur hefur ekki viljað, að þeir yiðu þessum útlendu kaupmönn- um skuldbundnir, a£ pólitískum ástæðum. Skip Þýzkara komu venjulega á Krossmessu, en fóru aftur seint í júlí og þau síðustu í ágúst- lok, en þó bar við, ef illa áraði og fiskur var seint tilbúinn, að kaupmenn biðu til september- loka, en eftir þann tíma var ekki álitið gjörlegt að sigla frá landinu. Ég hef í sambandi við Þjóðverja og Englend- inga gjört rannsókn á því, hvernig verzlunin hefst á nokkrum verzlunarstöðum landsins, eink- um vestan- og sunnanlands, og ætla ég nú að skýra frá hver tildrög liggja að því, að Stykkis- liólmur varð verzlunarstaður, því að þar gjörist sögulegur viðburður, sem um leið er góður speg- ill af því, hvernig verzluninni var háttað á þeim tímum. Eins og áður hefur verið sagt, þurfti leyfi Danakonungs til þess að verzla á höfnunum. Því var það, að Friðrik II. Danakonungur, með opnu bréfi 17. júní 1851,1 gefur Jóhanni greifa af Aldinborg leyfi til þess að sigla upp Nesvog og Grundarfjörð, með einu skipi árlega. Nes- vogur, sem hér er átt við, er vogurinn fyrir ut- an Grunnasundsnes; takmarkast hann að norð- an af Búðarnesi, en að austan af Tanga, að vest- an skýlir Bænhúshólmi, en fyrir suðri er vogur- inn opinn. Vogurinn, sem skerst inn í Þórsnes- ið og er nú almennt kallaður Nesvogur, hét áður Mjóifjörður, og er það réttnefni hans. Greifinn af Aldinborg átti nú þessar hafnir næstu tíu árin, eða til 1594, en það ár er greif- anum send kæra frá ónafngreindum manni um það, að Hermann Kloppenborg hafi siglt upp Nesvog í óleyfi.l Nú var leyfi greifans fyrir Nesvogi útrunnið, og fer hann þess vegna aftur á stúfana og skrifar Danakonungi 27. ágúst 1594,2 þar sem hann fer þess á leit, að sér verði veittur Kumbaravogur og Nesvogur. — Hann segist gjöra þetta, til þess að sér veitist hirðhald sitt léttara, svo og þegnum sínum til gagns. — Greifar þessir höfðu stóra hirð, og var ærið dýrt að halda hana, en a£ því að greifadæm- ið var heldur rýrt, þótti það talsverður búbætir að eiga þessa selstöðu hér úti í Nesvogi. — Það voru heldur ekki allfáir menn úr greifadæm- inu, sem höfðu atvinnu við þessa verzlun greif- ans, því að á kaupskipum voru þá að jafnaði allt að 100 manna; svo marga þurfti til að haga seglum og til annarra skipsverka. — í bréfi þessu kvartar greifinn yfir því, sem gjörðist í Nes- vogi árið áður. Skipherra greifans, Hans Kocli að nafni, andaðist í Nesvogi, en þá kom þang- að annar skipherra, Hans Honne frá Brimum, og lagði undir sig höfnina, reif niður búðir 1 Acta Grafscliaft Oldenburg Tit. XXV,6. FRJÁLS VERZLUN 1 S. st. dags. 26. ágúst 1594. 2 S. st. 171

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.