Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Síða 28

Frjáls verslun - 01.10.1946, Síða 28
eins og liann orðar það. Gegn láninn setti hann að veði verksmiðju sína og áhöld. Tveimur árum síðar lánaði Fust lionum aðrar 800 florínur, með því skilyrði að hann yrði tekinn til meðeignar í fyrirtækinu. Seinna kom upp missætti þeirra í milli, og árið 1455 sigr- aði Fust í málssókn á hendur Gutenberg, er hann heimtaði fjárframlag sitt endurgreitt. Voru honum dærndar til eignar allar birgðir og verkfæri verk- smiðjunnar, nema fyrsta prent- stafrófið, sem Gutenberg fékk að lialda. Var hann síðan lýstur gjaldþrota. Allt frá þeim degi heyrist ekkert framar um Guten- berg — hugvitsmanninn, sem fann upp lausa prentletrið — annað en það, að liann lézt kringum árið 1468 og var þá á framfleyti erkibiskupsins í Mainz. Enda þótt langflestir sagn- fræðingar telji Gutenberg upp- hafsmann prentlistarinnar eru þó til sögusagnir um, að Hol- lendingur, að nafni Laurens Janszoon Koster frá Haarlem, hafi prentað úr tré og málmi árið 1430. En mjög er vafasamt hvort rnark er á því takandi. Þareð láðst hefur að setja ártö! á hin fyrstu prentrit, er næsta erfitt að komast að hreinni nið- urstöðu um slík vafaatriði sem þetta. Fyrsti maðurinn, sem prentaði ártal á bók, var Peter Schöffer. Hann var aðstoðar- maður Gutenbergs, áður en við- skiptum lians við Fust lauk. Fust og Schöffer ráku prent- smiðjuna áfram, eftir að Guten- Myndimar, sem fylgja þessarri grein, eru af frábœrum málverkum eftir ame- ríska málarann Edward. Laning og segja sögu prentlistarinnar. Málverkin prýða veggi almenna bókasafnsins í New York (New York Public Library). Efst: Lœrt að lesa. Að neðan t. v.: Móses kemur ofan af fjallinu Sínaí með boðorðin grafin á steintöflu. Að neðan t. h.: Munk- ar á miðöldum endurskrá forn handrit á bókfell. 188 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.