Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 29
Efst: Námsmaðurinn. Að neðan t. v.: Ottmar Mergenthaler fann upp setjara- vélina (Linotype) 1886. Hér sést hann ásamt Whitelaw Reid, þáverandi ritstjóra New York Tribune, fyrsta dagblaðsins, sem sett var með Linotype. — Að neðan t. h.: I þessari frumstceðu prentsmiðju vann hinn hugvitssami Johann Guten- berg sigur sinn. Hér á myndinni er hann að sýna erkibiskupnum í Mainz prentað eintak of biblíunni. berg hafði verið fjárflettur og burtrekinn frá sínu eigin fyrir- tæki. Það tekur stundum marg- ar aldir að leiða sannleikann fram í dagsljósið, og hinar ill- kynjuðu tilviljanir, sem urðu á vegi Gutenbergs, liafa vafalaust lijálpað til að breiða skeytingar- leysis- og gleymskuhjúpinn yfir nafn hans. Því að það var ekki fyrr en árið 1837, þegar prentun úr lausu letri hafði verið iðkuð í 400 ár, að minnismerki var reist nafni snillingsins Johanns Gut- enberg rétt hjá dómkirkjunni í Mainz, þar sem Iiann var fædd- ur. En fáir munu þeir menn, sem með lífi sínu hafa reist sér jafn mörg minnismerki og Guten- berg, því að sérhvert prentað orð mun ætíð standa sem minnis- varði um þennan mikla hugvits- mann. — o — Pappír var fyrst fundinn upp í Kína, kringum árið 100, rúm- um 10 öldum áður en Evrópu- menn kunnu að framleiða hann. Sumar leifar jressa pappírs, sem fundist hafa í rústum ævafornra varðturna, eru merktar með ár- tölum frá þessum tíma. Þá er og sannað, að pappírs- gerð var stunduð í Samarkand (í Turkestan) um árið 751. í Baghdad varð pappírsgerðin fyrst kunn um 793, á Egypta- landi um 900, í Morokko um 1000, á Spáni árið 1150, á Frakk- landi 1189, á Ítalíu 1276, á Þýzkalandi (Núrnberg) 1391 og á Euglandi árið 1494. (Þýtt úr „Parade“). FRJÁLS VERZLUN 189

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.