Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Síða 30

Frjáls verslun - 01.10.1946, Síða 30
ÚR VIÐSKIPTAHEIHINUM Flugmál Hollendinga hafa tekið örum fram- förum, allt i'rá því er landið varð frjálst á ný. T. d. liefur Royal Dutcli Airline-flugfélagið nú nýlega flutt 100.000. farþega sinn, frá þeim tíma. Vöruflutningar í lofti Iiafa einnig farið fram úr því hámarki, sem náðist fyrir stríð, og er nú haldið uppi flutningum á þremur flugleiðum, sem sé til London, Zúrich og Stockholm. Vélarn- ar, sem notaðar eru til þessara flutninga, eru af Dakota-gerð, en vörurnar eru einkum lyfjavör- ur, blóm og ávextir, sem þola ekki langa geymslu. Góðar horiur eru á gúmmíframleiðslunni í löndum þeim, sem liertekin voru af Japönum á stríðsárunum, s. s. Austur-Indíum og Ceylon. Mun framleiðslan í ár verða um 600 þús. smál., og búizt er við að hún aukist í 1 millj. smál. á næsta ári. • Fundið hefur verið upp merkilegt áhald, sem sennilega mun ná mikilli útbreiðslu og verða til ómetanlegs gagns við varnir gegn skor- dýraplágunni. Eins og myndin sýnir er þetta eins konar lampi eða lukt, og er fótstallurinn úr alúminíum en rimlarnir úr vír, sem vafinn er með hvítu silkiefni. Þetta silkiefni hefur að geyma efnablöndu, sem inniheldur 100% DDT- skordýraeitur. Úr myndasafni V.R. v. Atlolf Björnsson. Skordýr, sem laðast að ljósinu og koma við lampann, drepast á samri stundu, en ekki þar með búið, því að öll skordýr, sem hrærast innan 5—6 metra fjarlægðar frá honum, láta lífið á skömmum tíma. Þessi vænlegi árangur orsakast af því, að sökum hitans frá ljósinu streymir ó- sýnilegur eimur frá efnablöndunni á lampan- um, svo að skordýr geta ekki þrifist innan áður- greindra takmarka. Þessi eimur er aftur á rnóti algjörlega óskaðlegur mönnum og húsdýrum. Lampinn, sem kallaður er Stop-Lite, er líka framleiddur í smekklegum gerðmn til vegg- eða loftlýsingar og sem garðljós. Sömuleiðis er hægt að fá fleurescent-lampa með þessurn útbúnaði. Upplýsingar um þennan nýja lampa fást hjá DDT-Lite Inc., 3757 Wilshire Blvd., Los An- geles. 190 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.