Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 31

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 31
Úr myndasafnL V.R. V’. Bergur G. Gislason. Svo er að sjá af amerískum verzlunarblöðum, að farið sé að veita þarlendum kaupsýslumönn- um leyfi til að ferðast til hernámssvæðis Banda- ríkjamanna í Þýzkalandi, í verzlunarerindum. Hefur vonum fvrr ræzt úr framleiðslu surnra vörutegunda á þessu svæði, svo að hægt er að stofna til útflutningsviðskipta með þær, eða jafnvel beinlínis nauðsynlegt. Meðal þeirra vörutegunda, sem munu verða á boðstólum til útflutnings, eru: Leirvörur, leik- föng, útvarpsviðtækja-kassar, skartgripir, úr, klukkur, vín og líkörar. Sú tilhögun er höfð á þessum Þýzkalandsferð- um amerískra kaupsýslumanna, að lítill liópur fær fararleyfi á mánuði hverjum, og þeir einir, sem verzla með þær vörur, sem hægt er að flytja út þaðan. Þeir, sem sækja um leyfi til slíkra FRJÁLS VERZLUN ferða, verða að láta getið um fyrirætlanir sínar í ferðinni og fyrri viðskiptareynslu í viðkomandi verzlunargrein. Þeir verða og að vera reiðubúnir að greiða allan ferðakostnað sinn, en hernáms- yfirvöldin sjá þeirn fyrir húsnæði, fæði og flutn- ingum fyrir sanngjarnt verð, meðan þeir dvelja í Þýzkalandi. Annars eru erfiðleikarnir á slíkri fyrirgreiðslu aðalhindrunin gegn þessum verzl- unarferðum. Stofnunin, sem fararleyfin veitir, lieitir: U.S. State Department, Passport Division, Washing- ton, D.C. • Nýfundnalandsmenn munu flytja út um 5000 srnál. af þorska-, síldar-, sela- og hvallýsi af frarn- leiðslu ársins 1946. • Nýlega er komin á markaðinn ný gerð af teikniblýöntum, sem framleidd er af Elastichuck Sales Company, Inglewood, California. Blýantur þessi er gerður úr alúminíum, en blýklemman fremst í honum er úr gúmmí, sem lætur undan við mikinn þrýsting, og er því lít- il sem engin hætta á að blýið brotni af þeinr sökum. Er þetta talinn allmikill kostur fram yfir málmklemmurnar vanalegu, sem eru oft æði blýfrekar. Þá fylgja jressum blýanti einnig þau jrægindi, að hægt er að nota í hann hvaða venjulega blý- gerð sem er. Blýantarnir eru fáanlegir ein- og tvíodda, sbr. rnynd. í tvíodda blýöntunum er hægt að nota tvær gerðir af blýi samtímis, eða tvo mismunandi liti. 191

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.