Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 32
— qriðland eda oígahn 'óttur ? Eftir Henry Steele Commager. Höfundur þessarar greinar er þrófessor i sögu við Columbia JJniversity og einn af fremstu sagnfrœðingmn Bandaríkjanna. Hann er með- ritstjóri timaritanna A m e r i c an S c li o l ar ogScholastic M a g a z i n e og hefur ritað allmargar bœkur um ameriska sögu. Lesendur greinarinar hafi i huga þjóðerni höfundarins, því að hann talar þar fyrst og fremst frá sjónar- miði heimalands sins. Óneitanlega sýnist svo, sem Rússland og Bandaríkin séu á leiðinni út í gagnkvæma styrj- öld. Flestir Ameríkumenn ganga út frá þessu sem staðreynd. Þeir finna, að eitthvað virðist draga þessar tvær þjóðir til allsherjarreiknings- skila, en þó skilja þeir ekki, hvað þessu veldur né hvers vegna þetta þarf svo að vera. I þessarri grein mun verða reynt að skýra ástæðurnar fyrir árekstri þeirn, sem á sér stað milli þessarra landa, draga fram þau rök, sem færð eru með og móti hugsanlegum úrslita- átökum þeirra, og að lokum undirstrika stað- reyndirnar og áhrif þeirra, eins og helzt má lesa þetta úr framkomu þjóða þessarra. Við skulum reyna að gera okkur ljósa væntan- lega útkomu slíks stríðs og rökin fyrir því, að það geti unnizt af hálfu Rússa. Þar að auki mun hér verða rætt um þær leið- ir, sem vænlegastar eru til að forðast stríð, þ. e. fresta eða hindra algera tortímingu. Svo að segja daglega má sjá af fréttum, hve hinum demokratiska og kommúnistiska hugsun- arhætti slær hark'alega saman víðsvegar um heiminn. Margir Ameríkumenn livetja til öflugr- ar skipulagningar á vestrænu varnarbelti þegar í stað, til gagnverkunar móti hinu rússneska belti, sem nú er í uppsiglingu. Þessi tillineiging til „tveggja heima", er nú 192 skýtur upp lymskukollinum og hótar öllu illu hugmyndinni um „einn heim“, sem við ólum af bjartsýni í brjósti á skuggadögunt styrjaldar- innar, er of kunn, til þess að hér sé þörf á ítar- legri endurtekningu eða nákvæmri frásögn. Nægja mun að drepa á hana í stuttu máli. Rússland er í óðaönn að skipuleggja stórkost- legt hagsmunabelti í Ev- rópu (segir orðrómur- inn), í beinni misvirð- un á anda og bókstaf Sameinuðu þjóðanna, — ekki til sjálfsöryggis heldur í árásarskyni. Enn sem komið er nær þetta belti milli „járn- tjaldsins“, frá Trieste til Stettin, og austur að Kúrelaeyjum. Þrátt fyrir þessi víðfeðmu yfirgrip, er Rúss- land ekki í rónni heldur vinnur sleitulaust að þenslu þeirra. Ef áform þess fara að áætlun, mun hagsmunaflæmi þess væntanlega ná yfir hluta af Afríku, löndin Iran og Iraq, e. t. v. norðurhér- uð Indlands og stór svæði af — kannske jafnvel allt -■ Kína. Þegar svo er komið, hefur Rússland þriðjung af löndum hnattarins og helming jarðaríbúa í greipum sínum, og verður þá hægra um vik fyr- ir það að færa út áhrif sín vestur að Atlantshafi, ná tangarhaldi á Suður-Ameríku, læða vilja sín- um inn í Japan, umlykja Bretland og Banda- ríkin með kommúnistiskum hring og þröngva þeim inn á hnattabraut áhrifakerfis síns. Þetta er martröðin, sem heldur vöku fyrir mönnum eins og Bullitt, fyrrv. sendiherra, og jafnvel ruglar drauma skarpskyggnra áhorfenda eins og t. d. Walters Lippmann. Því að augljóst er, að engin ein þjóð getur staðið gegn fram- FRJÁLS VERZLUN RÚSSNESKA ÁHRIFABELTIÐ.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.