Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 39

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 39
Starfsmannadeildir V. R. Aðalfundur Skrifslofumannadeildar V.R. var hald- inn 22. nóv. s.l. Form. setti fundinn og tilnefndi Guðjón Einars- son til fundarstjórnar, en hann fól Pétri Nikulássyni fundarbókun. Síðan flutti form. skýrslu um starfsemi deildar- innar á fyrsta starfsári hennar. Voru haldnir 2 deild- arfundir og tekinn þáttur í 3 launþegafundum, auk nokkurra stjórnarfunda. Félagatalan er næstum hin sama sem á stofnfundi, ca. 80 manns, og er þess að væhta að aðalfélags- stjórnin gefi bráðlega út skipun um, að allir laun- þegar í félaginu skuli sjálfkrafa ganga inn í viðkom- andi starfsmannadeild. En þá fyrst fenginn sjálfsagð- asti starfsgrundvöllur deildanna. Stjórnarkosning: Baldur Pálmason var endurkosinn form. til næsla árs. Meðstjórnendur: Pétur Nikulás- son, endurk., og Olafur Sveinsson. Varastjórn: Sveinn Ólafsson, Kristmann Hjörleifsson og Jóhann Ólafsson. Form. bar fram svohljóðandi tillögu, sem var sam- þykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Skrifstofumannadeildar V.R., haldinn 22. nóv. 1946 að félagsheimilinu, lieimilar stjórn deildarinnar að skipa trúnaðarmann á hverjum vinnu- stað (skrifstofu), þar sem deildarmeðlimir eru starf- andi, og hafi þeir umsjón með að launa- og kjara- samningar V.R. séu í hvívetna haldnir á hverjum stað en tilkynni stjórn deildarinnar tafarlaust, ef út af er brugðið, og skal hún þá, eða launakjaranefnd V.R. skerast í málið og fá það leiðrétt. Skal atvinnu- rekendum tilkynnt í hverju tilfelli, hver sé úlnefndur trúnaðarmaður deildarinnar á vinnustað. Farið skal með þessi mál sem alger trúnaðarmál“. Fleira gerðist ekki á fundinum. Sölumannadeild V.R. hélt aðalfund sinn 23. nóv. s.l. Form. setti fundinn og skipaði Marinó Ölafsson sem fundarstjóra. Guðmundur Sölvason var lilnefndur fundarritari. Form. flutli skýrslu um störf deildarinnar á liðnu félagsári. Hann hvatti og deildarmeðlimi til að sýna áhuga' gagnvart málefnum deildarinnar og V.R., svo og stundvísi. Stjórnarkosning: Carl Hemming Sveins var endur- kosinn form. næsta starfsár, í einu hljóði. Meðstjórn- endur voru kjörnir: Bjarni Halldórsson og Jón Guð- FRJÁLS VERZLUN bjartsson. í varastjórn hlutu kosningu: Guðmundur Sölvason, Haraldur Jóhannesson og Marinó Ólafsson. Fleiri mál komu ekki fyrir fundinn. Aðalfundur Afgreiðslumanandeildar V.R. var hald- inn 27. nóv. s.l. Form. setti fundinn og tilnefndi Lárus Hermanns- son sem fundarstjóra. Ritari var skipaður Guðmundur Friðriksson. Að svo búnu gaf form. yfirlit um starfsemina á liðnu starfsári. I lok máls síns beindi hann tilmælum til verðandi deildarstjórnar um að hún komi af stað málfundum innan deildarinnar. Nokkrir menn létu í Ijós fylgi sitt við þessa tillögu. Stjórnarkosning: Fráfarandi form., Björgúlfur Sigtirðsson, baðst undan endurkosningu. í hans stað var kosinn Jón Ólafsson. Til meðstjórnar voru kosin: Guðrún Þórðardóttir og Sigurður H. Ólafsson, endurk. I varastjórn: Einar Ingimundarson, Guðrún Þorsteins- dóttir og Svavar Ármannsson. Eftirfarandi tillaga kom fram frá Sigurði H. Ólafs- syni, og var hún samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Afgreiðslumannadeildar V.R. heimil- ar stjórn deildarinnar að skipa allt að 30 manna trún- aðarráð. Verkefni ráðsins sé m. a. að fylgjast með því, að samningar V.R. við atvinnurekendur séu haldn- ir. Ennfremur að vekja áhuga afgreiðslufólks fyrir deildinni“. Fleira var ekki tekið fyrir, en áður en fundi var slitið, tók hinn nýkjörni form. til máls, þakkaði traust- ið og hvatti menn til að sækja vel fundi. 199

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.