Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 45
eru 10, og að þeim meðtöldum eru nú samtals 1528 fullgildir félagsmenn í V. R. Launa- og kjaramálið er óefað veigamesta málið, sem félagið hefur haft til úrlausnar á árinu. Hinn 18. jan. s.l. voru í fyrsta sinn undirrritaðir heildarsamn- ingar um kaup og kjör verzlunarfólks, og lá mikil vinna að baki því bráutryðjendastarfi. Launakjara- nefnd félagsins hefur verið starfandi að launamálun- um allt árið. Hún hefur leyst hlutverk sitt af hendi með mestu prýði og komið fram með sanngirni og trúmennsku. Vil ég hér með færa henni þakkir stjórn- arinnar og félagsmanna fyrir vel unnin störf. I nefnd- inni eiga sæti: Adolf Björnsson form., Baldur Pálma- son, Björgúlfur Sigurðsson, Carl Hemming Sveins og Gyða Halldórsdóttir. Launasamningurinn er öllum fé- lagsmönnum kunnur, og því ekki ástæða að skýra frá honum sérstaklega. Hann hefur almennt reynzt vel, og var honum ekki sagt upp nú í haust, svo að hann framlengist sjálfkrafa til áramóla 1947—48. Hins vegar var í haust samið sérstaklega um lokunartíma sölubúða og skrifstofa og það samkomulag síðan fellt inn í launasamninginn. Samninganefndir kaupsýslu- manna liafa og komið afar vel fram, og vil ég hérmeð þakka þeim skilning þeirra og samvinnulipurð. Kaup- sýslumannanefndirnar voru þannig skipaðar: Bergur G. Gíslason form., Gunnar Hall, Isleifur Högnason, Páll Sæmundsson, Sigurliði Kristjánsson og Sveinn Helgason; — við lokunarlímasamningana: Bergur G. Gíslason form., Árni Árnason, Björgvin IL Jónsson, Eyjólfur Kristjánsson, Gunnar Pétursson, Kristjón Kristjónsson, Lúðvík Bjarnason, Óskar Norðmann og PáB Jóhannesson. Auk þess var Helgi Bergsson þeim til aðstoðar í bæði skiptin. — Þá má og láta þess get- ið, í sambandi við launamálið, að gerðardómur í launamálum verzlunarfólks hefur fellt úrskurð í 2 ágreiningsmálum. Við samningana nú í haust komu samninganefndirnar sér saman um að framvegis verði starfandi allt árið nefndir frá báðum aðiljum, sem laki til meðferðar ágreiningsmál út af kaupi og kjör- um. áður en þau eru lögð fyrir gerðardóm, og hafi með höndum endurskoðun launasamningsins. Snemma á árinu var tekið að svipast um eftir rit- stjóra að blaði félagsins, „Frjáls Verzlun“, þar eð það hafði þá verið ritstjórnarlaust og útgáfan legið niðri um alllangan tíma, utan þess sem ritnefndin sá um útgáfu eins tölublaðs. Komu því ekki út nema 5 hefti á árinu 1945. Stjórn og ritnefnd félagsins kom sér þá saman um að ráða Baldur Pálmason til starfsins um eins árs skeið, en hann var annar maður af tveim- ur, sem völ var á. Vegna fyrri atvinu sinnar, gat hann þó ekki byrjað starf sitt við blaðið fyrr en í maí, og hefur hann síðan séð um útgáfu 5 tölublaða. 6.—7. tölublað er nú full])rentað og verður sent út til áskrif- enda eftir 2—3 daga, og í undirbúningi er þrefalt liefti, sem reynt verður að koma út fyrir jól, ef þess er nokkur kostur, en í síðasta lagi um áramót. Sam- tals verður því árgangurinn í ár 10 tölublöð, og má það teljast allmikil framför frá því sem verið hefur síðustu árin, auk þess sem lesmál hvers heftis hefur verið stækkað talsvert að blaðsíðutali. Að ekki hefur þó náðst enn betri árangur má kenna því, að mjög erfiðlega gekk um prentun framan af ári, og fór svo, að ekki var annars kostur en skipta um prentsmiðju, en það hafði líka tafir í för með sér, sem vonlegt var. 1 öðru lagi, og ekki síður, hafa verzlunar- og kaup- sýslumenn reynzt næstum ófáanlegir til að skrifa um hagsmunamál stéttarinnar í blaðið, og er af þeim undirtektum helzt að sjá svo, sem þeim liggi blaðið í létlu rúmi og jafnframt hagsmunir sínir og mál- staður stéttarinnar. Ef úr rætist í þessu efni, er ekki að efa, að hægt muni að halda útgáfunni í góðu horfi. Þótt tap hafi orðið nokkurt á útgáfu blaðsins í ár, er það ekki í fyrsta skiptið, sem það hefur komið fyr- ir, né hið mesta, sem orðið hefur. Tapið er heldur ekki óskiljanlegt, með tilliti til þeirrar niðurníðslu, sem útgáfan var komin í. Ekkert hafði verið gert, til þess að afla blaðinu nýrra áskrifenda, svo að þeim fór fremur fækkandi en liitt, en nú í ár hefur verið reynt að útbreiða það, eins og kostur hefur verið, og liefur sú tilraun borið þann árangur, að á annað hundrað nýir áskrifendur hafa bætzt í hópinn, sem telur nú um 1450 manns. Er það raunar óhæfilega lág tala, miðað við fjölmenni verzlunarstéttarinnar um allt land, en væntanlega raknar betur úr því atriði, þegar útgáfan kemst á eðlilegan rekspöl oð nýju. — Ég lief gerzt nokkuð langorður um blaðmálið, vegna þess að í því máli hafa orðið allmiklar fyrir- komulagsbreyingar, í tíð fráfarandi stjórnar. Þá kem ég að öðru máli, sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á s.l. ári, sem sé félagsheimilið. Eins og flestir félagsmenn munu vita, var rekstur þess all- mjög kominn út um þúfur í byrjun starfsársins og liafði svo verið þá að undanförnu, svo að einsætt var, að gera þurfti þar á einhverjar breytingar til bóta. Var hvorttveggja, að reksturinn stóð naumast undir sér, og ekki síður liitt, að á heimilinu var höfð um hönd allskonar óregla, svo að til stórrar skammar var. Á áliðnum s.l. vetri komst stjórn og veitinganefnd í samband við Steingrím Karlsson veitingamann og systur bans, Ingibjörgu, og höfðu þau hug á að taka að sér rekstur félagsheimilisins á eigin reikning, sem leigutakar, en þó undir umsjón veitinganefndar og með tilliti til áframhaldandi reksturs félagsheimilis. Eftir vandlega yfirvegun stjórnar, veitinganefndar og húsnefndar, og með samþykki þessara aðila, var geng- ið til samninga um leigu heimilisins til 14. maí n.k., og tóku fyrrnefnd systkin við rekstri þess, seint í júní s.l. Með þessu ávannst margt. Reksturinn var tryggð- ur fjárhagslega, umgengni heimilisins tók gagngerð- um breytingum, fæðissala handa félagsmönnum komst á, sem lengi hafði verið áhugamál þeirra, o. s. frv. Það var aðeins eitt, sem félagið þurfti að láta koma FRJÁLS VERZLUN 205

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.