Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 46

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 46
í móti, og það var breyting á húsaskipun, vegna fyr- irhugaðrar matsölu, og standsetning hússins að öðru leyti. Þessi kostnaður reyndist vera allmiklu meiri en áætlað var í fyrstu, eins og oftast vill verða, en þrátt fyrir það tel ég að sjálfsagt hafi verið að ráðast í hann, enda mun hann að öllu forfallalausu verða fljótur að vinnast upp. Árangurinn af þessari nýskip- an er alkunnur. Félagsheimilið er nú orðið eitt góð- kunnasta matsöluhús bæjarins og hefur aftur fengið á sig þann heimilislega hlæ, sem þar ríkli á fyrstu starfsárum þess. Þakka ég hérmeð núverandi veitinga- mönnum heimilisins fyrir, hve annt þeir hafa látið sér um reksturinn og sýnt góða samvinnu við stjórn og veitinganefnd. Um leið og félagsheimilið tók til starfa í hinni breyttu mynd, efndi stjórnin til matboðs og bauð þangað öllum starfandi nefndum félagsins, forráðamönnum Verzlunarráðs fslands og formönn- um sérgreinafélaga kaupsýslumanna. Gerði stjórnin þetta í þeim tilgangi, að kynna þessum áhrifamönn- um stéttarinnar húsakynni félagsins og hið breytta rekstursfyrirkomulag. Létu þeir í ljós hrifningu sína yfir þessum aðgerðum stjórnarinnar og luku upp lofs- orði yfir veitingunum. Það skal upplýst í sambandi við rekstur félagsheim- ilisins, að nú að undanförnu hefur félagið staðið í málaferlum, til þess að fá úr því skorið, hvort félags- reksturinn væri skattskyldur eða ekki. Hefur á síðustu árum verið lagður á félagið tekjuskattur og veitinga- skattur, en þessir skattar hafa aldrei verið greiddir, þar eð stjórn félagsins hefur ávallt talið, að þeir væru byggðir á röngum forsendum. Er því nú orðið um stóra upphæð að ræða — nokkra tugi þúsunda — sem safnast hefur saman á þennan hátt. Ekki er enn vitað, hver málslokin verða, en telja má sennilegt að greiðsluskyldan lendi á félaginu, a. m. k. að veru- legu leyti, og kemur þetta afar þungt niður á næsta fjárhagsári, eins og gefur að skilja. Mundi þá ekki af veita að stofna til öflugrar tekjuöflunar, til þess að fylla þar upp í skarðið. Hvað eign félagsins í Tjarnargötu 8 áhrærir, er rélt að geta þess, að þar hafa farið fram nokkrar lagfær- ingar á húsinu og lóðinni, að miklu leyti á kostnað bæjarins, sem óskað hafði eftir að hreinsað yrði til þar á staðnum. Næst kem ég að frídegi verzlunarmanna, sem var að þessu sinni 5. ágúst. Stjórn félagsins gekkst fyrir vandaðri útvarpsdagskrá, bæði síðdegis og um kvöld- ið, og kom þar meðal annarra fram Pélur Magnússon, viðskiptamálaráðherra, sem flutti snjalla ræðu. Við undirbúning útvarpsdagskrárinnar naut stjórnin af- bragðs góðrar hjálpar Vilhjálms Þ. Gíslasonar, skóla- stjóra, sem ég flyt honum þakkir fyrir. Þá um kvöld- ið efndi félagið svo til dansskemmtunar í Sjálfstæð- ishúsinu, og tókst hún ágætlega. Einnig hafði stjórnin áður boðið verzlunarfólki tækifæri til ferðalaga um fríhelgina, en of fáir þátttakendur gáfu sig fram, til þess að úr ferðunum gæti orðið. Hins vegar gerði stjórnin ráðstafanir til nýbrigða á næsta frídegi. Fékk hún loforð um lán á ágætum útiskemmtistað hér í bænum og einnig vilyrði ágætra manna um aðstoð við félagið, ef það tæki að sér að heiðra minningu Skúla Magnússonar, landfógeta, svo sem mjög væri viðeigandi. 1 septembermánuði s.l. barst félaginu bréf frá Verzl- unarráði íslands, varðandi frídaginn. Stjórn félagsins tók það til meðferðar og sendi aftur svarbréf til Verzl- unarráðsins. Þar sem hér er um veigamikið félagsmál að ræða, sem er jafnframt rótgróið metnaðarmál, ætla ég nú að lesa bæði þessi bréf, svo að aðalfundurinn fái hugmynd um efni þeirra og geti látið í ljós skoð- anir sínar á málinu og gerðum stjórnarinnar. Bréf Verzlunarráðsins er dagsett 17. sept. og hljóðar svo: „Á fundi fulltrúaráðs V.Í., sem haldinn var mánudaginn þ. 9. þ. m., var rætt um nauðsyn þess að auka á fjölbreytni og hátíðleika frídags verzlunarmanna og að auka þátttöku verzlunar- stéttarinnar í hátíðahöldunum, svo það megi koma sem greinilegast fram, að stéttin standi samstillt og einhuga að hátíðahöldum sínum. Var ])að skoðun fundarins, að bezt færi á því, að sem nánast samstarf yrði milli hinna ein- slöku sérgreinafélaga kaupsýslumanna og Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, en það félag hef- ur til þessa borið hita og þunga dagsins. í þeim tilgangi að koma slíku samstarfi á laggirnar samþykkir fundurinn að óska eftir því við yður, að þér kjósið einn mann í nefnd, ásamt fulltrúum hinna sérgreinafélaganna og manni tilnefndum af stjórn V.Í., og taki hún til athugunar og geri tillögur í málinu til stjórn- ar V.í. . Virðingarfyllst“. Svarbréf stjórnar V.R., dags. 17. okt., er svohljóð- andi: „Vér þökkum bréf yðar, dags. 17. sept. s.l., sem vér höfum tekið til meðferðar á stjórnar- fundi í dag. Var þar ákveðið að senda yður eftirfarandi svar: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur um hálfrar aldar skeið liaft forgöngu um öll hátíða- höld 2. ágúst, eða á frídegi verzlunarmanna, og leyst það hlutverk af hendi eftir fremstu getu og oft með mikilli sæmd, enda lagt á sig mikla fyrirhöfn og kostnað, til þess að gera þennan dag sem eftirminnilegastan, hverju sinni. Fyrrum efndi félagið jafnan til skemmri eða lengri skemmtiferða fyrir verzlunarfólkið á þessum degi. En nú hin síðari ár liefur ekki fengizt næg þátttaka til þeirra, þótt boðin hafi verið, og valda þar að sjálfsögðu um hin sí- auknu ferðalög um helgar, sem hver og einn á nú kost á allt árið um kring, svo og sá almenni 206 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.