Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 51
SMÁSAGA um aígreiðslustúlku og „undarlegan" mann: ■■ Orvilmm og ást Eftir Enid Ross Graham. Cherry Carstairs var í slæmu skapi. Þó ávítaði hún samtímis sjálfa sig fyrir það og viðurkenndi hið innra með sér, að hún hafði í raun- inni enga ástæðu, til að fárast yfir högum sínum. Hér hafði hún ágæta stöðu í stóra tízkuhúsinu Bar- stead, sem deildarstjóri prjónavörudeildarinnar. Hún hafði aðsetur sitt á fimmtu hæð í hinni risavöxnu verzlunarbyggingu og hafði þar rúmgóðan og vist- legan sal til umráða. í hillunum og á sýningarborðum voru til sýnis smekklegar prjónavörur af öllu mögu- legu tagi, og á stóru borði í miðjum salnum lágu bæk- ur og blöð með allskonar prjónamynstrum. Umhverf- is borðið var raðað hægindastólum, þar sem viðskipta- konurnar gátu látið fara vel um sig, meðan þær kynntu sér ýmsar útprjónsgerðir og fleira, þar að lútandi. Jafnframt hélt verzlunardeildin uppi endurgjaldslausri tilsögn í prjóni, og annaðist Cherry Carstairs einnig þá hlið starfseminnar, ásamt tveimur aðstoðarstúlkum sínum. Þetta var afbragðsstaða og Cherry féll hún einkar vel í geð, enda stafaði þunglyndið, sem hafði gripið hana í dag, ekki af því, að hún væri óánægð með vinnuskilyrði sín. Þar voru allt aðrar orsakir að völd- um: Hana vantaði samkvæmisherra og hafði ekki hugmynd um, hvernig hún ætti að útvega sér hann. Svo var mál með vexti, að næsla dag — sem var laugardagur — var ákveðið að starfsfólkið í Barstead héldi hinn árlega dansleik sinn, og síðustu vikuna hafði Cherry heyrt að hinar stúlkurnar í verzluninni töluðu ekki um annað en kjólana, sem þær hugsuðu sér að vera í, og herrana, sem þær ætluðu að bjóða. Þetta mundi verða mikill gleðskapur, enda átti hann að fara fram í mesta viðhafnarhóteli borgarinnar, og hin fræga hljómsveit Nino Puncellis hafði verið feng- in til þess að leika undir dansinum. Samkvæmið skyldi hefjast með borðhaldi. Cherry hafði yndi af að dansa, og hún átti skínandi fallegan samkvæmiskjól. En hvað stoðaði það? Hún átti ekki völ á neinum samkvæmisherra. Og ein gat hún ekki farið. Það bjuggu engir karlmenn í veitingahúsinu, þar sem hún átti heima, að undanteknum rosknum bók- haldara á sjötugs aldri og ungum skrifstofulæring, FRJÁLS VERZLUN sem var seytján ára. Og í tízkuhúsinu sjálfu störfuðu næstum eingöngu stúlkur. „Ætlarðu ekki að fá aðgöngumiða að dansleiknum, Clierry?“ Það var Belle Harford, sem spurði, hin dökkeygða fegurðardís úr snyrtivörudeildinni. Hún kom inn í þessu með áskriftarlista og aðgöngumiða- hefti, því að hún var í undirbúningsnefndinni. Cherry hristi höfuðið. „Nei, þakk! Ég verð upp- tekin annað kvöld“. Víst mundi hún verða upptekin ■—- þó ekki væri nema við skáldsögulestur. En hún kærði sig ekki um að básúna það út um allt, að hin gæti ekki tekið þátt í dansleiknum, vegna þess að hún hefði engan boðsgest á takteinum. Belle Harford rak upp stór augu. „Það er leiðin- legt“, sagði hún svo. „En ég kem við hjá þér aftur seinna í dag, ef ske kynni að þú gætir breytt ákvörðun þinni“. Svo hélt hún áfram hringsóli sínu með listann. Cherry tók til á borðinu og lét hvaðeina á sinn stað. Nú mátti eiga von á fyrstu viðskiptamönnunum á hverri stundu. Hún brosti örlítið, er henni kom í hug. hvort Thistlewaite garnla mundi nú koma í dag. Cherry gat ekki stillt sig um að hafa smágaman af þeirri gömlu. Hún hét svo bráðskrítnu nafni, og hún var svo einkennilega kátbrosleg í útliti og hátt- um: lítil vexti, með langt og egghvasst nef, sem var rautt fram í brodd, grátt liárið þéttgreitt í svolítinn hnykil afur á linakka, augun vatnsblá og fljótandi, brosið innilegt og viðmótsþýtt. Þessi gamla kona var næstum daglegur gestur í prjónavörudeildinni hjá Cherry og kom ætíð mjög vingjarnlega fram við hana. Það var í rauninni skamm- arlegt að henda gaman að henni, fannst Cherry. Hún varð vör við, að Thistlewaite gamla taldi sig vera í þakkarskuld við liana fyrir að hafa hjálpað lienni nokkrum sinnum við að velja garn í sportsokka, eða eitthvað slíkt. Því sú gamla var sí og æ prjónandi. Það var heldur ekki vanþörf á að leiðbeina gömlu konunni eftir megni. Ef hún var látin einráð valdi hún ólíklegustu liti, svo hrópandi sterka og smekk- lausa, að þeir skáru í augun. Cherry þóttist vera viss um, að hún væri litblind. Samt sem áður geðjaðist Cherry mæta vel að henni. 211

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.