Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 54

Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 54
ekki að fyrirverða sig fyrir. Hún hafði, þegar bezt lét, í hæsta lagi vogað að hugsa sér hann sem meðalmann í útliti. En Jonathan Barker var meira en í meðal- lagi. Hann var hár og gjörvilegur —- og framúrskar- andi viðkunnanlegur. Þegar hún kom niður til hans aftur, tók hann fram dálítinn kassa og opnaði hann. „Leyfist mér?“ spurði hann. Það voru tvær fallegar orkideur. Hann festi þeim í barminn á kjólnum hennar og brosti. Þær fóru Ijómandi vel við kjólinn. Er þau voru sezt inn í bílinn, hallaði hann sér að henni og spurði: „Viljið þér leyfa mér að kalla yður Cherry? Agnes frænka kallar yður alltaf því nafni“. „Já, gjarnan“. Cherry brosti inn í augu hans. „Viljið þér þá ekki kalla mig John?“ Hann hló við. „Það kallar mig enginn Jonathan — nema frænka gamla“. „Frænka yðar er afbragðskona“, sagði Cherry. „Já, finnst yður það ekki?“ Hann hló við aftur. „Ef hún bara vildi hætta þessu prjónastússi sínu. Hún er sýknt og heilagt að gefa mér hin fráleitustu föt, sem hún hefur prjónað handa mér. Ég hef margsinnis óskað þess, að hún gæfi þau heldur til einhverrar líkn- arstofnunar fyrir klæðlausa. Ég á fullar skúffur af þessu, því að ég gæti ekki gengið í neinu af því, hve feginn sem ég vildi — en ég vil ógjarnan særa hana, með því að neita að taka við því“. Þau hlógu bæði. En allt í einu varð hann alvar- legur og sagði: „Að einu leyti hefur gamla frænka ágætan smekk —- að því er snertir ungar stúlkur. Þér eruð — þér eruð alveg yndislegar. Þér megið til að gefa mér kost á að kynnast yður vel. Hvílík tilhlökk- uri, ef maður mætti eiga þess von að hitta yður endrum og eins — að afloknu dagsverki í rannsóknar- stofunni“. „Það verður kannske hægt að komast að samkomu- lagi um það“, sagði Cherry hlæjandi. í sömu mund staðnæmdist bíllinn framan við hótelið. Tveim stundum seinna fylgdist hún með honum út í hótelgarðinn. Hana svimaði af gleði, en þó var eitt- hvað, sem íþyngdi henni. Svolítið, sem hún varð að segja honum. Hann hafði verið svo hreinskilinn við hana. »Ég má til að segja þér eitt“, sagði hún svo allt í einu. „Það er ekki gott til frásagnar — en ég sendi þér símskeyti í dag — með afboðun. Ég var svo smeyk um að systursonur fröken Thistlewaite væri kannske eitthvað — eitthvað undarlegur“. Hún fékk kökk í hálsinn af orðum sínum. John horfði á hana, alvar- legur í bragði. Svo hélt hún áfram: „En þú hefur sjálfsagt ekki fengið skeytið. Og þegar þú komst svo —“. Lengra komst hún ekki. ,jÞú ert hrífandi!“ Hann tók í hendur hennar. „Nú er öllu af mér létt. Ég fékk skeytið, þegar ég hafði nýlokið við að búa mig. Mér fannst það hreinasta ranglæti, að kasta blómunum á glæ, og þess vegna afréð ég að fara í heimsókn til þín og færa þér þau, því að ég hélt að það gæti kannske glatt þig svo- lítið, í lasleikanum. Svo þegar ég sá þig koma. til móts við mig, klædda í samkvæmiskjól, varð ég eins og álfur út úr hól. Ég skildi hvorki upp né niður í þessu. En það er fallegt og heiðarlegt af þér að segja mér, hvernig í þessu lá. Og ég gleðst yfir því, að þér skuli ekki finnast að ég sé — eitthvað undarlegur!“ Hann Iækkaði röddina og hélt áfram: „Því að mér finnst þú vera fallegasta og undursamlegasta stúlkan, sem ég hef kynnzt“. „HVORT ER BETRI BRÚNN EÐA RAUÐUR?“ Eftir því sem ameríski verzlunarskólinn University of Denver School- of Commerce hefur látið kanna, munu amerískir kaupsýslumenn fremur kjósa stúlkur en karlmenn til einkaritarastarfa — einna helzt, ef þær eru jarphærðar. Þessi skoðanakönnun leiddi í ljós, að 69% af karl- mönnum í forstjórastöðum tækju kven-einkaritara fram yfir kynbræður sína, en 28% voru á andstæðri skoðun. 3% létu sér á sama standa. Meirihluti þeirra, sem voru fyrir kvenhöndina, kváðust helzt vilja hafa hrúnhærðar stúlkur í kringum sig, og þótt þeir hefðu kannske ekki á móti því, að vera í „ljóshærðum sel- skap“ eftir vinnutíma, þá náði skoðanakönnunin ekki til slíkra hugrenninga. Kaupsýslumennirnir sögðust hafa meira dálæti á stúlkum, vegna þess að þær væru „samvinnuþýðari, gæfu meiri gaum að smáatriðum og væru betur hæfar til að framfylgja fyrirskipunum og koma kurteislega fram“. Þeir, sem voru svo „stéttvísir“ að telja karlmenn hetri einkaritara, færðu svofelld rök: „Staðfesta í starfi (ekki glaptir frá vinnu, þótt gifting hendi þá, eins og raunin er um stúlkur), meiri áhugi og meira þolgæði“. HEYRNARDEYFÐ OG SKULDSEIGLA. Broddi karl var keskinn og smá-hrekkjóttur. Hann hafði það til dæmis til að gera sér upp heyrnarleysi. Einu sinni gengur Jón kaupmaður í veg fyrir hann á götu og fer að rukka hann um skuld. „Ég heyri svo illa með þessu eyra“, segir Broddi. Kaupmaður snéri sér þá að hinu eyranu og ítrekaði rukkunina. „Æ, nú hljóp hella fyrir hitt“, sagði Broddi og hélt leiðar sinnar. — „ÍSLENZK FYNDNI“. 214 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.