Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 21 Engjateigi 5, sími 581 2141 Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18, laugardaga kl. 10-16 Herraskór frá Norbergio Costa FIMMTUDAGS- TILBOÐ VERÐ ÁÐUR 6.995 VERÐ NÚ 4.995 Litir: svart-brúnt Stærðir: 40-46 · Hús 146,6 fm · Innbyggður 23,3 fm bílskúr · Íbúðin er á tveimur hæðum · 4 svefnherbergi · Rúmgóð stofa · Sjónvarpsherbergi · Góður suðurgarður · Hellulagður sólpallur · Suðursvalir · Rólegt hverfi · Verð 24,9 millj. Birtingakvísl 26 - Raðhús - Opið hús í dag kl. 18 - 19:30 GÓÐ STAÐSETNING Í ÁRTÚNSHOLTINU Teitur Lárusson, sölufulltrúi, sími 894 8090 HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali LANDIÐ Vestmannaeyjar | Þegar gengið er fram hjá Tónlistarskólanum þessa dagana má heyra ýmist flautu-, fiðlu-, píanó- eða sellótóna nánast sama hvenær er dagsins. Þeir berast frá áhugasömum nemendum sem nú stunda nám af miklum krafti á Mast- erclassnámskeiði sem haldið er í fjórða sinn á Tónlistardögum í Vest- mannaeyjum. Upphafsmaður er Áshildur Har- aldsdóttir, flautuleikari, en meðal kennara er Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Guðný, sem hefur kennt á svona nám- skeiðum víða erlendis, segir að nám- skeiðið hér standist allan samanburð og nemendurnir séu bæði efnilegir og áhugasamir. Hápunkturinn er klukkan 20 í kvöld, fimmtudagskvöld, Gala- tónleikar kennara og úrvalsnem- enda í sal Tónlistarskólans þar sem aðgangur er ókeypis. Guðný lofar skemmtilegum tónleikum sem eng- inn tónlistarunnandi í Vestmanna- eyjum megi láta fram hjá sér fara. Masterclassnámskeiðið hefur á vissan hátt lengt sumarið í Vest- mannaeyjum og líka sannað að það er líf eftir þjóðhátíð. Með nokkrum sanni má líka líkja námskeiðinu við hin fjölmennu íþróttamót sem hér eru haldin ár hvert þar sem góð að- staða til íþróttaiðkunar, kunnátta Eyjamanna til að taka á móti fjöl- menni og landafræðileg sérstaða Eyjanna er nýtt til að ná upp stemn- ingu þar sem hópurinn verður að vinna saman. Námskeiðið hófst á laugardaginn og því lýkur á sunnu- daginn. Hátíðleiki yfir Höllinni Guðný segist strax hafa heillast af hugmynd Áshildar, að halda tónlist- arnámskeið í Vestmannaeyjum, en fyrstu tvö árin var hún búin að lofa sér á slík námskeið erlendis. „Það var svo í fyrra sem við mættum, ég og maðurinn minn, Gunnar Kvaran, sem kennir krökkunum á selló. Þetta var frábær tími og aðstæður allar hinar bestu. Tónlistarskólinn hentar mjög vel undir lítil námskeið eins og þetta, það er viss hátíðleiki yfir því að fá að leika í Höllinni og salurinn í Tónlistarskólanum er góð- ur,“ segir Guðný, sem sjálf stóð fyrir námskeiði á Seltjarnarnesi ásamt manni sínum fyrir nokkrum árum. „Það kostaði mikla vinnu og skipulagningu og það varð ekki framhald á því en í staðinn höfum við tekið með okkur nemendur frá Ís- landi á námskeið sem við höfum kennt á erlendis. Núna geta krakk- arnir komið með okkur til Vest- mannaeyja sem er eins og að koma til útlanda. Hér eru allir á einum stað þar sem allt er til alls og krakk- arnir eru virkilega duglegir og það vantar ekki áhugann.“ Betra að halda námskeiðið á eyju Segir Guðný að þau sæki tíma af mikilli samviskusemi og svo æfa þau sig frá morgni til kvölds. „Það mun- ar svo miklu að vera á eyju því nú er ekki hægt að skreppa eitt eða neitt og kunningjarnir eru ekki að banka upp á eins og væri ef námskeiðið væri haldið suður með sjó.“ Þegar Guðný er spurð um gæði námskeiðsins segir hún það standast samanburð við sambærileg nám- skeið erlendis. Nefnir hún í því sam- bandi námskeið í Bandaríkjunum þar sem hún og Gunnar kenndu á fyrr í sumar. „Áhuginn og eldmóð- urinn er ekki minni og ég veit að tón- leikarnir í kvöld eiga eftir að koma á óvart. Flest stefna þau á að gera tón- listina að sínu ævistarfi og einhver eiga eftir að ná langt.“ Þegar talið berst aftur að tónleik- unum í kvöld, færist Guðný öll í aukana og lofar hún Eyjamönnum skemmtilegri kvöldstund. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir tónlistarunn- endur til að hlusta á okkar fram- tíðartónlistarfólk. Við kennararnir ætlum líka að láta ljós okkar skína og ég vonast til að sjá sem flesta við þetta tækifæri,“ sagði Guðný að lok- um. Námskeið fyrir tónlistarfólk Morgunblaðið/Sigurgeir Hlín og Edda María stunda nám í flautuleik og eru meðal þátttakenda á Masterclass-námskeiðinu, og verða því að sjálfsögðu á tónleikunum í kvöld. Hápunkturinn á tónleikum í kvöld komið upp einhver vandamál hafi þau verið auðleyst. Hópurinn hélt frá Blönduósi eftir nóttina austur á bóginn. Líf og fjör var á tjald- svæði Blönduóss þegar hinum stórbrotna bílaflota hafði verið lagt nánast í hvert stæði. alls 114 bílum, keyrði frá borði úr ferjunni Norrænu á Seyðisfirði 5. ágúst, og meiningin að keyra hringinn í kringum Ísland á þrem vikum. Að sögn forsvarmanna hópsins hefur flest allt gengið upp og hafi Blönduós | Húsbílaeigendur alls 114 húsbíla áðu á Blönduósi á dögunum og héldu heljarinnar veislu í félagsheimili bæjarins með aðstoð heimamanna. Hóp- urinn, sem í eru 230 húsbíla- eigendur frá Norðurlöndunum í Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Yfir 100 húsbílar áðu á Blönduósi Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.