Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 29. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is DRAUMALEIKURINN VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR VERÐUR KVIK- MYNDALEIKARI Í BANDARÍKJUNUM >> 36 NOKKRAR þeirra fjárfest- ingarleiða fyrir séreignasparn- að sem eru í vörslu banka skiluðu nei- kvæðri raun- ávöxtun í fyrra. Ávöxtun ann- arra sparnaðarreikninga var yfir- leitt mun minni í fyrra en á árinu á undan. Aðeins Íslenski lífeyris- sjóðurinn (Landsbankinn) skilaði jákvæðri raunávöxtun allra leiða. Algeng nafnávöxtun nokkurra fjárfestingarleiða hjá öðrum var á bilinu 1 til 5%. Verðbólga í fyrra var um 5,8% og því ljóst að raun- ávöxtun þeirra var neikvæð. Sparnaðarreikningar sem taka minni áhættu skiluðu hins vegar betri ávöxtun. Ávöxtunarleið hjá Almenna lífeyrissjóðnum (Glitni) sem ber heitið Ævisafn IV hækk- aði t.d. um 12,8% en það ávaxtar eignir sínar fyrst og fremst í stutt- um óverðtryggðum skuldabréfum. Söfn sem eiga hátt hlutfall í hluta- bréfum og löngum skuldabréfum voru með um 4% neikvæða raun- ávöxtun. Hæsta nafnávöxtun líf- eyrissparnaðar í vörslu Kaupþings var 13%, af fjárfestingarstefnu þar sem inneignin er bundin í innlán- um. Ávöxtun af fjárfestingarstefnu sem fjárfestir í erlendum hluta- bréfum var neikvæð um 5%. | 4 Minni ávöxtun séreignar Dæmi um neikvæða ávöxtun sparnaðar Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG ÆTLA að leita fyrir mér í rólegheitum. Þeir verða víst að segja mér upp með sex mán- aða fyrirvara,“ segir Grettir Ásmundur Há- konarson, tækjamaður hjá HB Granda á Akra- nesi, sem líkt og öllum starfsmönnum í landvinnslunni var sagt upp störfum nýverið. Grettir og kona hans, Kristín Ragnarsdóttir, hafa bæði unnið hjá fyrirtækinu frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Grettir hóf störf hjá Haraldi Böðvarssyni árið 1964 þegar hann var tvítugur að aldri. Hann man því tímana tvenna og segist hafa grunað í hvað stefndi strax í haust. „Þegar þeir hættu við að flytja starfsemina hingað upp eftir því það var ekki raunhæft að klára allar framkvæmdir sem gera þurfti á þeim tíma sem þeir ætluðust til. Þetta voru svo miklar framkvæmdir.“ Afar þungt hljóð er í bæjarbúum, að sögn Grettis, og ekki síst starfsmönnun HB Granda sem vita ekki hvað þeirra bíður. Hann þakkar þó fyrir stöðu sína, þar sem aðeins þrjú ár eru í að hann fari á ellilífeyri, en ljóst er að margir starfs- menn hafa það töluvert verra, s.s. fólk sem þekk- ir vart annað en fiskvinnslu og á því erfitt með að finna sér önnur störf í bænum. Hjá Verkalýðs- félagi Akraness fengust þær upplýsingar að mikið væri um slíkt en reynt væri eftir fremsta megni að aðstoða alla við að finna ný störf. Nú starfa um 100 manns hjá HB Granda í Reykjavík og segir Eggert Benedikt Guðmunds- son, forstjóri HB Granda, að einhverjir starfs- menn á Akranesi hafi spurt hvort þeim standi til boða að fá þar vinnu. „Það hefur verið vel tekið í það. Við höfum sagt að við séum tilbúnir að lið- sinna fólki eins og við getum við að finna önnur störf. Þetta er einn af þeim þáttum.“  Nýjar útfærslur | Miðopna Sagt upp hjá HB Granda eftir 44 ár Grettir Hákonarson á þrjú ár eftir í ellilaun en mun samt leita að annarri vinnu Árvakur/Þorkell Uppsögn Öllum starfsmönnum landvinnslu HB Granda á Akranesi hefur verið sagt upp. KÁTT var á hjalla þegar foreldrafélagið á leikskólanum Laufásborg stóð fyrir sinni árlegu ljósahátíð í gær. Ljósin fengu að njóta sín með ýmsum hætti á hátíðinni, þannig loguðu kyndlar í garðinum utan við leikskól- ann auk þess sem leikskólabörnin kveiktu á stjörnuljósum í tilefni dagsins. Stysti dagur vetrarins er að baki og nú fer daginn óðum að lengja mörgum til mikillar gleði og yndisauka. Árvakur/Ómar Hin árlega ljósahátíð haldin hátíðleg á Laufásborg Ljósið kemur langt og mjótt FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is RÉTTINDI erlendra ríkisborgara til at- vinnuleysisbóta og vinnumarkaðsaðgerða hérlendis grundvallast á tegund atvinnu- leyfis þeirra. Starfsfólk með tímabundin at- vinnuleyfi á ekki rétt á bótum missi það vinnu sína. „Tímabundin atvinnuleyfi eru gefin út til ákveðinnar atvinnu og sé hún ekki lengur fyrir hendi eru skilyrðin fyrir atvinnuleyf- inu brostin,“ segir Unnur Sverrisdóttir, lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Það sé því ekki gert ráð fyrir atvinnuleysi með út- gáfu slíkra leyfa. Dæmi séu þó um að fólk í þeirri stöðu hafi leitað til svæðisvinnumiðl- unar, fengið vinnu í sömu atvinnugrein og þannig getað lokið atvinnuleyfistímanum. Launafólk frá EES með fullan rétt Samkvæmt lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hefur launafólk aðildarríkjanna fullan rétt á við íslenska ríkisborgara til atvinnuleysisbóta og vinnu- markaðsaðgerða. Það sama á við um fólk með ríkisfang utan EES-svæðisins, sem hefur hlotið óbundið atvinnuleyfi, þ.e. ótak- markað leyfi til að stunda vinnu hérlendis. Erlendur ríkisborgari getur fengið óbundið atvinnuleyfi hafi hann átt lögheim- ili og dvalið samfellt á Íslandi í fjögur ár og öðlast hér búsetuleyfi. Hann skuli þó einnig hafa starfað hér áður á grundvelli tíma- bundins atvinnuleyfis. „Starfsfólk af EES-svæðinu verður að hafa unnið í tólf mánuði á árinu til að eiga fullan rétt á atvinnuleysistryggingum og ekki skemur en þrjá mánuði á árinu, sem eru sömu reglur og gilda um íslenska rík- isborgara,“ segir Unnur. Hún segir Vinnumálastofnun gefa út svo- kölluð E-301-vottorð fyrir það starfsfólk af EES-svæðinu sem óski eftir því. Með fram- vísun slíkra vottorða í heimalandinu flytjist atvinnutryggingaréttindin yfir í viðkom- andi kerfi. „Fólk getur einnig komið með slík vottorð að heiman til að fá réttindin þaðan færð hingað,“ segir Unnur. Réttur til bóta mis- munandi Ekki bætur fyrir tíma- bundin atvinnuleyfi Árvakur/Ómar Fjölbreytileiki Erlent starfsfólk setur í auknum mæli svip á atvinnulífið. Ökutímar >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.