Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 18
Kassakveðja Margir gefendur settu fjöl- skyldumynd ásamt stuttri kveðju sem börnunum fannst mjög áhugavert að virða fyrir sér. sterk áminning um það hvað við Ís- lendingar höfum það gott miðað við marga aðra. Erfitt er að upplifa þær aðstæður sem lítil saklaus kríli mega búa við enda var auðséð í augum þeirra hversu mikla erfiðleika þau hafa mátt þola. Börnin höfðu flest ekki fengið jólagjafir áður. Óborg- anlegt var að upplifa gleðina þegar þau tóku við íslensku gjöfunum. Táknrænt var að lesa um niður- stöður rannsóknar í blöðunum á leið- inni út þar sem greint var frá því að Ísland væri í fjórða sæti yfir ham- ingjusömustu þjóðir heims á meðan Úkraína var í fjórða neðsta sætinu,“ segir Áslaug. join@mbl.is Ljósmynd/ Björgvin Þórðarson Eftirvænting Börnin eru oft höfð í einangrun í um vikutíma eftir að þau koma á munaðarleysingjaheimili og hárið rakað til að losna við lús og aðrar bakteríur. Sum þeirra hafa líka búið á götunni áður en þau koma á heimilið. Jólabarn Það voru ekki alltaf stærstu gjafirnar sem vöktu mesta lukku því bæði var gaman að smakka á tannkremi og klæða sig í flíkur sem voru í kössunum. Ánýársdag hélt ÁslaugBjörgvinsdóttir ásamtfimm öðrum Íslendingumtil Úkraínu til að fylgja eft- ir verkefninu „Jól í skókassa“. Verk- efnið, sem unnið er af ungu fólki fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi, gekk út á að fá börn og fullorðna til að safna gjöfum í skókassa fyrir mun- aðarlaus börn í Úkraínu. Hugmyndin kviknaði fyrst hér á landi fyrir fimm árum og hafa Íslendingar, ungir sem aldnir, allar götur síðan tekið því mjög vel. Í ár söfnuðust alls fimm þúsund gjafir, sem sendar voru út með gámi í nóvemberlok, en talið er að í Úkraínu séu um 120 þúsund munaðarlaus börn. Flest munaðarleysingjaheimilin sem voru heimsótt voru voru í Ki- rovohrad, borg sem er með álíka marga íbúa og allt Íslandi eða um þrjú hundruð þúsund manns. „Börn þurfa ekki endilega að vera for- eldralaus til að lenda á munaðarleys- ingjaheimili því fátækt foreldra, drykkja og eiturlyfjaneysla eru helstu orsakavaldar þess að börnin enda á slíkum heimilum,“ segir Ás- laug. „Mörg barnanna eru haldin sjúk- dómum eða sýklum þegar þangað er komið eftir að hafa búið við mjög lé- legar aðstæður, jafnvel á götunni. Þau eru því oftast höfð í einangrun í um viku og hárið á þeim rakað til að losna við lús og aðrar bakteríur. Börnin voru spennt að fá okkur í heimsókn. Á einu munaðarleysingja- heimilinu, þar sem 3 til 18 ára börn dvelja gjarnan í þrjá mánuði áður en þeim er komið fyrir á varanlegu mun- aðarleysingjaheimili ef ekki tekst að finna fyrir þau fósturforeldra, sátu þau öll inni á sal og horfðu á okkur undrunaraugum þegar við bárum inn gjafirnar. Ég sagði krökkunum að- eins frá Íslandi og þau voru búin að æfa söng og ljóðalestur fyrir okkur. Við dreifðum síðan gjöfunum, sem þau tóku við með bros á vör og sögðu hátt og skýrt „dyakooyu“ sem þýðir „takk fyrir“.“ Áhrifa Chernobyl gætir víða Hin þrjú munaðarleysingjaheim- ilin, sem Íslendingarnir heimsóttu, voru varanleg munaðarleysingja- heimili þar sem börnin búa til 18 ára aldurs, en sum fá að vera lengur. Eitt þeirra var í bænum Znamenka. Þar voru 125 börn, sem glíma bæði við andlega og líkamlega sjúkdóma. „Foreldrar margra þessara barna hafa afneitað þeim vegna sjúkdóma þeirra og því eru þau á munaðar- leysingjaheimili. Mjög átakanlegt var að koma þarna inn enda voru börnin flest mikið veik, flest af völdum Chernobyl-slyssins. Mörg barnanna reyndust rúmföst svo við gengum með pakkana á milli herbergja til að gleðja þau. En þau sem ekki voru rúmföst hittu okkur inni á sal þar sem við dönsuðum með þeim og þau bæði sungu fyrir okkur og fóru með ljóð. Ekki er nokkur vegur að lýsa því hvernig sú upplifun var að fylgjast með börnunum opna kassana sína og fara í gegnum allt dótið, sem þau höfðu fengið. Flest eiga þau engin leikföng og lítið sem ekkert sameig- inlegt dót er til á þessum munaðar- leysingjaheimilum. Það var því mikið hlegið og skrækt þegar barbie- dúkkur og bílar voru dregin upp úr kössunum. Það voru þó ekki alltaf stærstu gjafirnar sem vöktu mesta lukku því ekki var síður gaman að sjá hvað þeim fannst spennandi að smakka tannkrem, sem valt út úr nokkrum kössum, og horfa á þau klæða sig í fínu flíkurnar, sem þau fengu. Margir gefendur létu fjölskyldu- mynd fylgja gjöfunum ásamt stuttri kveðju. Börnunum fannst áhugavert að skoða kveðjurnar og myndir af ís- lenskum börnum, sem vandað höfðu val á gjöfum til þeirra,“ segir Áslaug. Brúnt vatn og uppeldisskortur Sex menningarnir heimsótti einnig spítala í bænum Novy, þar sem íbúar eru um sex þúsund talsins, að sögn Áslaugar. „Bærinn byggðist upp í kringum stóra stálverksmiðju, sem tekin var í notkun í kringum 1970. Þegar Sovétríkin liðu undir lok var verksmiðjunni hins vegar lokað og Barbie, bílar, tannkrem og tau vöktu mikla kátínu Sjáðu barasta: Þessi þriggja ára snáði var nýkominn á munaðarleysingja- heimili ásamt systrum sínum og bróður. Börnin höfðu verið tekin af for- eldrunum, sem gátu ekki hugsað um þau vegna áfengissýki. Fimm þúsund íslenskar jólagjafir í skókössum vöktu mikla lukku hjá ungum þiggjendum í Úkra- ínu. Sex Íslendingar fóru utan og afhentu gjafirnar. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði af bágbornum að- stæðum barna hjá Áslaugu Björgvinsdóttur. Mörg barnanna eru haldin sjúkdómum eða sýklum […]eftir að hafa búið við mjög lélegar aðstæður, jafnvel á götunni. Ferðalangurinn Áslaug Björgvinsdóttir segir það hafa verið ómetanlega lífsreynslu að hafa fengið að taka þátt í verkefn- inu og sterka áminningu um það hvað við höfum það gott. fólk missti vinnuna. Í dag er enn um 80% atvinnuleysi í Novy auk þess sem áfengisneysla og glæpir eru stórt vandamál þar. Á spítalanum eru eingöngu andlega veik börn. Þau eru þó ekki öll þar vegna meðfæddra veikinda heldur eru mörg þeirra and- lega veik vegna skorts á uppeldi þar sem foreldrarnir hafa hvorki kennt þeim að tala né nota klósett, svo dæmi séu tekin. Aðstaðan er mjög bágborin á þessum spítala. Drykkjar- vatnið er t.d. brúnleitt og geymt í gömlu baðkari. Fyrir tveimur árum safnaði hópurinn, sem stendur fyrir verkefninu, fyrir tveimur þvotta- vélum og gaf spítalanum, en fyrir þann tíma var allur þvottur þveginn í höndunum.“ Með hamingjusömustu þjóðum „Ómetanlegt var að fá að vera þátttakandi í verkefninu, sem var |miðvikudagur|30. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf Góð munnhirða er nauðsynleg fyrir aldraða sem unga en sam- hliða öldrun getur færnin til að sinna munnhirðu minnkað. » 21 hollráð Tekur þú út fyrir það að bíða í röðinni í bankanum? Ef svo er ertu mögulega með athyglis- brest með ofvirkni. » 20 heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.