Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 23 Hinn 24. október 2007 kunn-gjörði mannréttindanefndSameinuðu þjóðanna álitsitt í kærumáli þeirra sjó- mannanna Erlings Sveins Haralds- sonar og Arnars Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu þar sem 12 nefnd- armanna (af 18) töldu lögin um stjórn fisk- veiða brjóta í bága við 26. gr. Alþjóðasamn- ings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Grein þessi er efnislega samhljóða jafnréttisákvæði 65. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins Íslands nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum. Í hnotskurn má segja að rökstuðningur meirihluta mannrétt- indanefndarinnar sé þessi: Nefndin vitnar til 1. greinar laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/ 1990, er segir: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar.“ Síðan segir meirihlutinn, að sú mismunun, sem gerð hafi verið í upphafi kvótakerfisins við úthlutun veiðiheimilda og byggð var á veiði- reynslu tímabilsins 1. nóvember 1980 til 31. október 1983, kunni að hafa ver- ið sanngjörn og málaefnaleg sem tíma- bundin ráðstöfun. En með setningu laganna um fiskveiðistjórnun nr. 38/ 1990 hafi ráðstöfun þessi ekki aðeins orðið varanleg, heldur breytt hinum upprunalegu réttindum til þess að nýta opinbera eign í nýtingu ein- staklingsbundinnar eignar. Þeir sem upphafalega hafi fengið úthlutað veiði- heimildum og nýttu þær eigi, hafi get- að selt þær eða leigt á markaðsverði í stað þess að skila þeim aftur til rík- isins til úthlutunar til nýrra veiðirétt- arhafa í samræmi við sanngjarna og réttláta mælikvarða. Íslenzka ríkið hafi ekki sýnt fram á, að þessi úthlut- unarmáti á veiðiréttarheimildum full- nægi þeim kröfum, er gera verði um sanngirni. Mannréttindanefndin taldi sig ekki þurfa að fjalla um það sérstaklega, hvort úthlutun kvóta á takmörkuðum auðlindum samræmdist Sáttmálanum almennt, en í þessu sérstaka kæru- máli, þar sem veiðiheimildunum væri úthlutað varanlega til hinna upp- haflegu veiðiréttarhafa, andstætt hagsmunum kærendanna, væri ekki unnt að telja, að slíkt kerfi væri byggt á sanngjörnum grundvelli. Af þessum sökum ályktaði meirihluti mannrétt- indanefndarinnar, að brotið væri gegn jafnréttisákvæði 26. gr. Alþjóðasamn- ingsins um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. Síðan ályktar mannréttindanefndin, með vísan til 3. mgr.(a) 2. gr. Alþjóða- samningsins, að íslenzka ríkið sé skuldbundið til þess, að rétta hlut kær- enda, þar á meðal að greiða þeim hæfi- legar skaðabætur og að láta fara fram endurskoðun á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Ég hefi nú rakið það, sem máli skiptir úr rökstuðningi mannréttinda- nefndarinnar fyrir þeirri niðurstöðu hennar, að íslenzka fiskveiðistjórn- unarkerfið brjóti gegn 26. gr. Alþjóða- samningsins, en það er í grundvall- aratriðum vegna þess, að kerfið er ósanngjarnt. Sanngirnin er nefnilega gildasti þátturinn af þeim þáttum, er mynda jafnréttið. Er álit mannréttinda- nefndarinnar bindandi? Heyrst hafa þær raddir að álit mannréttindanefndarinnar sé ekki bindandi fyrir íslenzka ríkið. Því er ég ósammála af ástæðum þeim er hér greinir: 1. Íslenzka ríkið er aðili að Alþjóða- samningnum um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi (1979 nr. 10, 28. ágúst) og hefir einnig fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn, þar sem það viðurkennir lögsögu Mannréttinda- nefndarinnar til að fjalla um kærur frá einstaklingum út af meintum brotum á ákvæðum Alþjóðasamningsins (1. og 2. grein.) Íslenzka ríkið tók fullan þátt í málflutningi fyrir mannréttinda- nefndinni í þessu kærumáli og tefldi þar fram öllum hugsanlegum rökum og málsástæðum til varnar. 2. Það er viðurkennd regla í lögfræði, að túlka beri samninga með hliðsjón af tilgangi þeirra. Til- gangur íslenzka ríkisins með aðild að Alþjóðasamn- ingnum og hinni valfrjálsu bókun við hann verður ekki túlkaður á annan veg en þann að ríkið skuldbindi sig til að fara eftir álitum mannréttindanefndarinnar og fullnægja þeim. 3. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi hefir ekki lagagildi hér á landi. Það hafði Mannréttindasáttmáli Evrópu heldur ekki þegar íslenzku réttarfarslögunum var gerbreytt með aðskiln- aði dómsvalds og umboðs- valds í héraði um árið 1990 eftir kæru Jóns Krist- inssonar til mannréttinda- nefndarinnar þar sem rétt- arfarskerfið var talið brjóta í bága við 6. gr. sáttmálans um sann- gjarna málsmeðferð. Þrátt fyrir það að Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki lagagildi hér á landi á þessum tíma taldi íslenzka ríkið sig skuldbund- ið samkvæmt honum að þjóðarétti og breytti réttarfarslögum sínum í sam- ræmi við úrskurð mannréttinda- nefndar Evrópu, svo sem fyrr segir. Hér er því um algerar hliðstæður að tefla. Sómakært vestrænt lýðræðisríki, eins og hið íslenzka, verður að vera sjálfu sér samkvæmt í þessum efnum og getur ekki verið þekkt fyrir annað en að fara einnig eftir áliti mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna í því máli, sem hér er til umræðu. Annað myndi flekka orðstír þjóðarinnar út á við og gera að engu möguleika hennar til að öðlast sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Ég tel Ísland því bæði bundið hér af þjóðarétti og einnig sið- ferðilega til þess að fullnægja álitinu. 4. Í þessu sambandi er og rétt að vekja athygli á því sem meirihluti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna hefir sjálfur um þetta að segja í áliti sínu: Þar sem aðildarríkið hefir viðurkennt lögsögu mannréttinda- nefndarinnar til þess að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn Al- þjóðasamningnum eður ei, og aðild- arríkið hefir skuldbundið sig til þess, samkvæmt 2. gr. samningsins, að tryggja öllum einstaklingum á yf- irráðasvæði þess eða undir þess lög- sögu þau réttindi sem samningurinn hefir að geyma og sjá til þess að þeir hafi skilvirk og aðfararhæf úrræði í þeim tilvikum þar sem talið er að um brot hafi verið að ræða þá óskar mann- réttindanefndin þess að fá, innan 180 daga, upplýsingar frá aðildarríkinu um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að fullnægja áliti nefndarinnar. Skoðun mannréttindanefndarinnar í þessu efni fer því ekki á milli mála hér. Skaðabætur til kærenda Kærendur voru báðir harðduglegir sjómenn og ætluðu að vera áfram til sjós. Þar sem ég var verjandi þeirra bæði í héraði og fyrir Hæstarétti veit ég að þeir voru báðir með hrein saka- vottorð. Þeir höfðu unnið hörðum höndum allt sitt líf og voru engir af- brotamenn. Það tók þá sárt að vera dæmdir til refsingar fyrir það sem þeir töldu réttlætis- og mannréttindamál eins og þeir hafa nú fengið staðfest- ingu á. En nú ber að ákveða þeim skaðabætur samkvæmt áliti mannrétt- indanefndarinnar. Það er ljóst að þeir hafa bæði orðið fyrir fjártjóni og miska. Menn sem dæmdir eru til refs- ingar að ósekju samkvæmt ólögum er brjóta í bága við mannréttindaákvæði verða fyrir miska. Þeir eiga því rétt á skaðabótum fyrir þann miska er þeir hafa mátt þola. Þá eiga þeir einnig rétt á að fá bætt það fjártjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerða ríkisvaldsins gegn þeim. En hvernig á að finna út það tjón? Ég teldi réttast að það yrði gert með þeim hætti að reikna út meðaltals aflaverðmæti báta af sömu stærð og m/b Sveinn Sveinsson frá því að þeir voru sviptir veiðileyfinu til þess dags er bætur verða greiddar. Til frádrátt- ar bótum kemur að sjálfsögðu senni- legur útgerðarkostnaður sama tíma- bils, svo og þær tekjur er kærendur hafa haft téðan tíma. Til viðbótar skaðabótum tel ég að koma eigi einnig allt annað afleitt tjón er þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerð- anna gegn þeim svo sem vegna þeirra fjárhagslegu örðugleika, er þeir lentu í, sölu eigna á undirverði, svo og vegna gjaldþrota. Ef ekki næst samkomulag milli kærenda og íslenzka ríkisins um bóta- fjárhæðir teldi ég eðlilegast að þeir kæmu sér saman um að gerðardómur, skipaður þrem valinkunnum sæmd- armönnum, ákvæði skaðabæturnar. Mér fyndist það hálfankannalegt ef þeir dómstólar, er dæmdu fyrrv. skjól- stæðinga mína til refsingar samkvæmt ólögum, ættu nú að fara að ákvarða þeim bætur. Umfram allt ber að ljúka þessu máli á grundvelli sanngirni sem svo mjög hefir skort á hingað til. Breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu Hvaða breytingar þarf að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu til þess að það brjóti ekki lengur gegn jafnrétt- isákvæðum 26. gr. Alþjóðasamnings- ins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi? Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslend- ingar sitji við sama borð. Þetta þyrfti að gera með hæfilegum umþótt- unartíma gagnvart núverandi hand- höfum aflaheimilda. Fara mætti svo- kallaða fyrningarleið á 10-15 árum. Þær veiðiheimildir sem þannig losn- uðu úr læðingi ætti að bjóða upp til hæfilega langs tíma, t.d. til 10-12 ára, á markaðsforsendum, því að þegar verið er að úthluta takmörkuðum gæð- um fyrirfinnst aðeins einn réttlátur skömmtunarstjóri og það er buddan. Þegar hið nýja fiskveiðistjórn- unarkerfi er komið á sé ég fyrir mér að skipta mætti framboðnum afla- heimildum í fjóra hluta, togaraútgerð- ir mættu bjóða í 25% aflaheimildanna, smábátaútgerðir í 25% og útgerðir báta af stærðum þar á milli í önnur 25%. Þau 25% sem þá væru eftir yrðu boðin upp sem byggðakvóti til þess að „tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“, svo sem mælt er fyr- ir um í 1. gr. laganna um stjórn fisk- veiða en hefir því miður brugðizt hrap- allega svo sem alþjóð veit. Ég vil taka það skýrt fram að þess- ar prósentutölur eru engar heilagar kýr af minni hálfu. Þessar tölur eru eingöngu settar fram til umþenkingar. Það kann vel að vera að önnur hlut- fallaskipting væri heppilegri og rétt- ari. Eftir að hið nýja uppboðskerfi á aflaheimildum er komið á tel ég rétt að banna sölu aflaheimilda á milli út- gerðarflokka, heldur aðeins innan hvers flokks. Byggðakvótann mætti og selja en aldrei út fyrir viðkomandi byggð. Og nú er það hlutverk hins háa Al- þingis og skylda að breyta lögunum um stjórn fiskveiða á þann veg að þau brjóti eigi lengur í bága við jafnrétt- isákvæði 26. gr. margnefnds Alþjóða- samnings um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. Eftir hrakfarir undangengin ár í sambandi við kvóta- kerfið og breytingar á því tel ég rétt að brýna háttvirta alþingismenn á því að þeir eru fyrst og fremst þingmenn þjóðarinnar allrar en ekki aðeins stjórnarþingmenn og stjórnarand- stöðuþingmenn. Þeir eru samkvæmt 48. gr. stjórnarskrárinnar eingöngu bundnir við sannfæringu sína og það er tími til kominn að þeir fari að átta sig á því að það eru þeir sem fara með löggjafarvald á landi hér en ekki „mannréttindanefnd“ LÍÚ. Álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Eftir Magnús Thoroddsen » Í fyrsta lagiþarf að fella niður gjafa- kvótann þannig að allir Íslend- ingar sitji við sama borð. Magnús Thoroddsen Höfundur er hæstaréttarlögmaður. jar- Þær tað uga ein- ir,“ HB arð úsið var jög með a úr hafi hafi ðra afn- lóð- ytja kk- úr i að nar Við arf- út- Ör- essi höf- eið, ver elja lóðirnar með þeim kjörum.“ Eggert sagði að HB Grandi hefði látið bæjaryfirvöld á Akra- nesi vita hvað til stæði mánudag- inn 21. janúar, eða þegar tilkynn- ing var send kauphöll og trúnaðarmenn og starfsfólk látið vita. Hann benti á að fyrirtækið væri á markaði og því takmörk fyrir því hve mikið væri hægt að tjá sig um áform. „Það eru mörg hundruð störf að tapast vegna þessa þorskniður- skurðar og það er óhjákvæmilegt að það tapist störf hjá fyrirtæki sem er með jafnstóran þorskkvóta og við,“ sagði Eggert. „Það er bara deilt um hvar þessi störf eiga að tapast.“ Nú starfa um 100 manns hjá HB Granda í Reykjavík. Eggert sagði einhverja starfsmenn á Akranesi hafa spurt hvort þeim stæði til boða að fá vinnu í Reykja- vík. „Það hefur verið tekið vel í það. Við höfum sagt að við séum tilbúnir að liðsinna fólki eins og við getum við að finna önnur störf. Þetta er einn af þeim þáttum.“ Breytingar við höfnina Gísli Gíslason hafnarstjóri sagði stjórn Faxaflóahafna hafa lýst sig tilbúna til viðræðna við HB Granda um flutning fyrirtækisins til Akraness. Stjórnin hafi þó ósk- að eftir því að málinu yrði hagað með nokkuð öðrum hætti en það var upphaflega sett fram. „Við töldum í fyrsta lagi að lóða- málin þyrfti að skoða betur áður en menn færu að samþykkja skil- yrði HB Granda. Raunar höfðu menn gefið þeim undir fótinn með viðbótarlóð næst húsinu á Norð- urgarði,“ sagði Gísli. Þá sagði hann Faxaflóahafnir hafa viljað ræða nánar verkáfanga og útfærslur við landfyllingar, brimvarnargarð og bryggjuað- stöðu á Akranesi. Tímasetning sem HB Grandi setti fram um að hefja vinnslu í nýju húsi á Akra- nesi í árslok 2009 hafi verið óraun- hæf og engin leið að verða við henni. „Við höfum hins vegar unnið undanfarið í tillögum sem eru ein- faldari útfærsla á landgerð á svæðinu og kemur betur út en fyrri hugmyndir,“ sagði Gísli. M.a. er gert ráð fyrir að bíða með gerð stórs brimvarnargarðs en það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að fara í landfyllingar og útbúa lóð í ákjósanlegri nálægð við hafnar- bakka. Gísli sagði talið að þetta gæti verið 2-3 ára verkefni og kostnaðurinn gæti orðið 1,5 til tveir milljarðar. Sú útfærsla sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagi Akraness er talin munu kosta um fjóra milljarða. Gísli sagði Faxaflóahafnir vera tilbúnar til þess að vinna með HB Granda að flutningi fyrirtækisins til Akraness, en yrðu að fá sinn tíma. „Það verður að hafa í huga að við erum að tala um talsvert miklar framkvæmdir sem kosta talsvert mikið fé og verða ekki hristar fram úr erminni,“ sagði Gísli. „HB Grandi er mjög mik- ilvægt fyrirtæki innan Faxaflóa- hafna og að sjálfsögðu erum við tilbúnir til að liðsinna fyrirtækinu með bættri aðstöðu ef það vill flytja sig.“ Gísli kvaðst telja að gamla höfn- in í Reykjavík myndi breytast mikið á næstu árum. Örfirisey myndi á næstu árum þróast í aðra átt en útgerð og líkur á að íbúða- byggð og skrifstofur sem ekki tengjast beint höfninni yrðu þar meira áberandi. Aukin nánd íbúð- arbyggðar og fiskvinnslu gæti leitt til ákveðinna vandamála. Þess vegna hefði það m.a. verið sett í viljayfirlýsingu eigenda Faxaflóahafna að Akranes yrði í framtíðinni fyrst og fremst fiski- höfn höfuðborgarsvæðisins en að Reykjavík myndi reyna að efla höfnina sem viðkomustað skemmtiferðaskipa. r skoðaðar Ljósmynd/Faxaflóahafnir iskihöfn Faxaflóahafna. HB Grandi hafði áform um að flytja starfsemi sína agsins um ráðstöfun á lóðum í Reykjavík og framkvæmdatíma á Akranesi. 4 hf. hf. - öð f. na - s í B  Meira á mbl.is/ítarefni Akurnesingar bundu miklar vonir við áform HB Granda um flutning allrar fiskvinnslu til Akraness, sem rædd voru síðastliðið sumar, að sögn Gísla. Hann kvaðst óánægður með að stjórnendur fyrirtækisins skyldu ekki gefa sér tíma til að ræða við bæjaryfirvöld á Akra- nesi um málið áður en ákvörðun var tekin um að segja fólkinu upp. Gísli taldi að betur hefði þurft að kanna hvort stærstu eigendur Faxaflóahafna hf. hefðu fengið nýja sýn á málin. Taldi Gísli næsta víst að spurt yrði út í þetta mál á eigendafundi Faxaflóahafna sem ráðgerður er næstkomandi föstudag. nánast að leggja af fisk- Akranesi. Þess vegna tel ég d íslenskra sveitarfélaga eigi álið í heild sinni yfir landið. ð að segja upp 540 manns í samkvæmt þeim upplýs- ég hef, og það er miklu fall en 30% niðurskurður [á ] gefur tilefni til. Það þýðir í ga að það er verið að flytja út k í meiri mæli en verið hef- d að það sé ekki gott fyrir ýnina ef fiskurinn er fluttur unninn erlendis,“ sagði HB Granda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.