Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þá er nú bara að sjá hvernig til tekst við að snyrta Villa rebba. VEÐUR Það hefur gustað um SigrúnuBjörk Jakobsdóttur eins og gjarnan vill verða um röggsama bæjarstjóra.     Ámeðal þesssem hún hefur verið gagnrýnd fyrir er að taka af skarið vegna Halló Akureyri. Óánægj- an var mikil með hátíðina, sem sagt var að farið hefði úr böndunum. En óánægjan var engu síður mikil þeg- ar tekið var á vandanum með því að banna ungu fólki á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum. Þess vegna var skynsamlegt af bæjarstjóranum að efna til íbúafundar í Ketilhúsinu fyrir skemmstu til að ræða fyrir- komulag næstu hátíðar. Of lítið er um að stjórnmálamenn ráðgist við þá sem veita þeim umboð.     Þegar litið er til þeirrar stefnusem mörkuð hefur verið í ferða- mennsku á Akureyri árið um kring, en ekki aðeins þessa einu helgi, blas- ir við að kúrsinn er réttur. Skörug- lega hefur verið staðið að uppbygg- ingu á sundlaug, golfvelli, skíðasvæði, listagili, leikhúsi, ým- iskonar söfnum og afþreyingu – fyr- ir vikið er þetta óskastaður fjöl- skyldunnar.     Og umfjöllunin var fróðleg í Les-bókinni um helgina um menn- ingarhúsið Hof sem tekið verður í notkun á Akureyri vorið 2009. Þar skapast vettvangur fyrir metn- aðarfullt tónlistarstarf, jafnt tón- leika sem skólahald, og langþráð að- staða fyrir ráðstefnur og aðrar uppákomur.     Menningarhúsið við Pollinn rís ábesta stað í bænum, metnaður- inn er mikill og „klettaborgin“ á eft- ir að verða eitt helsta táknið í bæjar- myndinni, ásamt Akureyrarkirkju. Straumurinn mun liggja í gegnum húsið, bæði fljóts og mannlífs. Ak- ureyringar eru á réttri leið. STAKSTEINAR Sigrún Björk Jakobsdóttir Akureyringar á réttri leið SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   ! ! "##"   *(!  + ,- .  & / 0    + -      $      $             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    $ $  " ##& "    ! !   #    ! !   ###"   ###" #     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $!    !%% '!  %!%     %! %! %! !$% !% !$                                      *$BC                     !         !"  #    $!      %    *! $$ B *! ( )  *  )     + <2 <! <2 <! <2 (* #" , #& -."#/  D2 E                 /       %    $       &      '   <7  ( !         )         &  #   * <   %  $+*   !   %   ,     )!   #  - . 01""  22  #" 3  , #& Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Magnús Þór Hafsteinsson | 29. janúar Þegar varnaðarorð verða veruleiki Nokkrir þeirra voru á fundinum í gær, og nefni ég þar sér- staklega Einar Kristin Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra Sjálf- stæðisflokksins og al- þingismann Norðvesturkjördæmis. Í hans valdatíð og flokks hans með dyggum stuðningi Framsóknar og nú Samfylkingar eru sjávarbyggðir Ís- lands búnar að þjást undir stöðugri aðför... Meira: magnusthor.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 29. janúar Reiðilestur um fjölmiðla Umfjöllun sem ber vott um góða þekkingu blaðamanns á viðfangs- efni sínu er alltof sjald- gæf í íslenskum fjöl- miðlum. Yfirborðsmennskan er allsráðandi. Veruleikinn í íslenskum fjölmiðlum er sýndarveruleiki. Fjölmiðlar hafa vald og áhrif. Íslenskir fjölmiðlar virðast ætla að nota vald sitt og áhrif til að búa hér til aulaþjóðfélag. Meira: svavaralfred.blog.is Kári Harðarson | 29. janúar 2008 Hvenær drepur maður mann? Í morgun ætlaði ég á bílnum en hann fór ekki í gang. Hann var dauður enda hef ég hjólað uppá síðkastið og því ekki notað hann. ... Þá datt mér í hug að snúa þessu við: hvernig væri ef ég ætlaði að nota líkamann, en hann væri dauður þegar til ætti að taka, af því hann hefur staðið svo lengi ónotaður? Þá er betra að koma bíln- um ekki í gang... Meira: kari-hardarson.blog.is Björn Bjarnason | 28. janúar 2008 Mánudagur, 28.01.08. Málsvörn þeirra, sem verja ólætin á ráðhús- pöllunum og einstæð skrif eða ummæli um Ólaf F. Magnússon, tek- ur á sig furðulegar mynd- ir. Fréttablaðið er flaggskip Baugs- miðlanna og útgáfan ræðst af fjölda auglýsinga. Borgaralegri forsenda fyrir útgáfu blaðs er óhugsandi. Þó telur Páll Baldvin Baldvinsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag, trúverðugt, að Fréttablaðið sé að verða vettvangur fyrir and-borgaralegar skoð- anir. Breytast í eins konar síðari tíma Þjóðvilja til að geta tekið upp hansk- ann fyrir þá, sem standa fyrir hrópum og köllum á borgarstjórnarfundum. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna, sem var fremst í flokki mótmælenda á ráðhúspöll- unum, skrifar um lýðræði í Fréttablaðið í dag og skilgreinir á þann frumlega hátt, að ekki hafi mátt skipta um meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur, af því að ekki hafi verið málefnaágreiningur í meirihlutanum, sem splundraðist. Vandinn við þann meirihluta var, að hann setti ekki fram nein málefni – kannski til að springa ekki vegna þeirra? Hvernig getur meirihluti án sameiginlegra málefna sprungið vegna ágreinings um þau? Þá setur hún orðið meirihluti innan gæsalappa, af því að varamaður Ólafs F. hefur enn og aftur hlaupið af hólmi. Anna Pála er laganemi. Hvar hefur hún kynnst þeirri kenningu í lögfræði, að meirihluti á þingi, í stjórnum eða ráð- um byggist á afstöðu varamanna? Umræður um Spaugstofuna og Ólaf F. leiði ég hjá mér, þar sem ég horfði ekki á hana. ... Meira: bjorn.blog.is BLOG.IS FLÖTUR samtök stærðfræðikenn- ara hafa skipulagt dag stærðfræð- innar hinn 1. febrúar. Í ár hefur und- irbúningsnefnd fyrir dag stærðfræðinnar ákveðið að búa til verkefnabanka undir yfirskriftinni „Stærðfræðin og umhverfið“. Viðfangsefnin eru fengin úr ýms- um þáttum og reynt að hafa vinnu- brögð sem fjölbreyttust. Líkt og í fyrra verður einnig haldin þrauta- samkeppni. Dregið verður úr réttum lausnum og fá þrír í hverjum aldurs- flokki verðlaun. Allir sem senda inn réttar lausnir fá viðurkenningar- skjal. Verkefnabankinn og þrautirn- ar er aðgengilegt á heimasíðu Flatar http://flotur.ismennt.is. Dagur stærðfræðinnar Íslensk málnefnd boðað til tíu stuttra málþinga. Markmiðið með málþingunum er að efna til umræðu um mismunandi svið málstefnunnar og kalla fram sjónarmið hlutaðeig- andi hópa. Annað málþingið fer fram í samvinnu við Samtök móðurmáls- kennara föstudaginn 1. febrúar í fyr- irlestrasalnum Bratta í Kennarahá- skóla Íslands. Það hefst kl. 14 og lýkur um kl. 16. ÍSLENSK málnefnd vinnur nú að því að semja drög að íslenskri mál- stefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Þetta er í fyrsta sinn sem með form- legum hætti er mótuð slík stefna hér á landi. Nefndin vill vanda sem best til verksins og ná sem mestri sam- stöðu um málstefnuna áður en hún verður kynnt opinberlega síðar á þessu ári, segir í fréttatilkynningu. Til þess að svo megi verða hefur Málþing um málstefnu SAMKVÆMT upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands er meðal- verð á síðustu 500 þúsund mjólkur- lítrum greiðslumarks 270 kr. á lítra. Verðið hefur því lækkað verulega frá síðasta meðalverði sem reiknað var 1. desember sl., í þeim fremur litlu viðskiptum sem verið hafa að und- anförnu. Það má telja eðlilega afleið- ingu af því að smám saman líður á núverandi mjólkursamning, bein- greiðslur á hvern lítra lækka og vextir hafa nær tvöfaldast á undan- förnum misserum. Þá er bent á, á heimasíðu kúa- bænda, naust.is, að nýlega hefur ver- ið tilkynnt um nokkra hækkun á verði mjólkur sem framleidd verður umfram greiðslumark á þessu verð- lagsári. Greiðslumark á 270 krónur FRÉTTIR Jón Bjarnason | 29. janúar 2008 Ranglátt kvótakerfi … Athyglisvert er að fyr- irtækið lítur svo á að það eigi fiskveiðikvót- ann og geti hagað sér að vild. Bæjarfulltrúar kölluðu eftir samfélags- ábyrgð fyritækisins en fátt var um svör. … Þjóðin veit að Sjálfstæðisflokkurinn mun verja óbreytt kvótakerfi með kjafti og klóm. Meira: jonbjarnason.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.