Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÆI... ÉG VONA AÐ ÞETTA SÉ EKKI EITT AF ÞEIM AUGNABLIKUM SEM ÉG Á EFTIR AÐ MUNA ALLA ÆVI KANNSKI ÆTTIR ÞÚ AÐ BYRJA AÐ SKRÁ ÞAU TÍMABIL ÞEGAR ÞÉR LÍÐUR ILLA HVAÐ MUNDIR ÞÚ SEGJA AÐ ÞETTA TÍMABIL HAFI ENST LENGI? ÞAÐ LÍÐUR ÖLLUM ILLA VIÐ OG VIÐ. ÞETTA ER ALLT Í LAGI SEX ÁR! HJÁLP! BÝFLUGA! FORÐAÐU ÞÉR! HLAUPTU, HOBBES! HOBBES! SÁSTU HANA? ÞETTA VAR STÆRSTA BÝFLUGA Í HEIMI! HÚN VAR Á STÆRÐ VIÐ FÓTINN Á MÉR! HÚN HEFUR ÖRUGGLEGA VERIÐ TVÖ KÍLÓ! HLJÓÐIÐ Í HENNI VAR EINS OG Í ÞYRLU OG BRODDURINN HENNAR VAR EINS OG SPJÓT! MIKIÐ ER ÉG HEPPINN AÐ HÚN NÁÐI MÉR EKKI LÍFIÐ Í ÚTHVERFINU ER GREINILEGA MJÖG HÆTTULEGT. VIÐ ÆTTUM AÐ FLYTJA EF ÞÚ HEFÐIR SÉÐ HANA ÞÁ HEFÐIR ÞÚ LÍKA ORÐIÐ HRÆDDUR ÉG SAGÐI HRÓLFI AÐ MÉR VÆRI ILLT Í HÖNDUM AF ALLRI ÞESSARI VINNU HANN SAGÐI AÐ HANN MUNDI KAUPA HANDA MÉR HANSKA NÆST ÞEGAR HANN FÆRI TIL ENGLANDS OG HVAÐ SAGÐI HANN? BIRNA, EF ÞÚ VILT EKKI FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ MÉR ÞÁ GETUR ÞÚ ALVEG SAGT ÞAÐ... ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ ÞYKJAST VERA DAUÐ! LALLI, HEFUR ÞÚ NOKKUÐ SÉÐ KÖTTINN? EE... ÞAÐ GÆTI VERIÐ AÐ HANN SÉ ÚTI ÉG HÉLT VIÐ HEFÐUM ÁKVEÐIÐ AÐ HAFA HANN INNI HONUM LEIÐ SVO ILLA AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ HLEYPA HONUM ÚT Í SMÁ STUND OG HVAÐ ER LANGT SÍÐAN? SVONA KLUKKU- TÍMI ÉG HÉLT AÐ NARNA VÆRI M0RÐINGINN! ÞESS VEGNA TÓKST ÞÉR AÐ LÆÐAST AFTAN AÐ MÉR ÞÚ SANN- FÆRÐIR MIG FRÁBÆRT! ÞAÐ SANNAR AÐ ÉG ER ENNÞÁ BESTA LEIKKONAN Í HEIMINUM Í DAG ! HÉLST ÞÚ AÐ ÉG VÆRI AÐ REYNA AÐ DREPA MARY JANE? dagbók|velvakandi Útsölublekkingar VARLA heyrist né sést auglýst út- sala nú til dags að ekki sé allt að 70% afsláttur veittur. Hvernig má það vera? Hér áður fyrr var af- sláttur almennt 10-30% og þótti bara þokkalegt og raunhæft. Ég spyr því, af hvaða verði er veittur 70% afsláttur? Ég hef séð alls konar útgáfur af slíkum afslátt- arútsölum og sitt sýnist hverjum. Ég hef mikla trú á að fólk sé beitt blekkingum í stórum stíl sem það gleypir við. Hvernig má það vera að ein og sama verslunin getur veitt svona afslætti á útsölum 3-4 sinnum á ári? Ég spyr því hvernig verðlagn- ingu sé háttað almennt. Er eitt- hvert eftirlit haft með útsölum? Svanur Jóhannsson. Spaugstofan ÉG HEF alltaf sagt að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Tveir menn voru áberandi í þætti Spaugstof- unnar sl. laugardag, en það voru Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson. Spaug- stofumenn hafa fullt leyfi til að gera grín að þeim sem þeir vilja. En stundum ganga þeir of langt, sem dæmi má nefna hvernig þeir fóru á sínum tíma með Halldór Ás- grímsson, þáverandi forsætisráð- herra. Hann var í hverjum þætti gerður að fávita. Þá þagði þjóðin og sagði ekki neitt og hvernig var farið með Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og Halldór Blön- dal af því að hann mundi ekki rétta nafnið á þingmanni. Þá var gert grín að því. En það er dálítið skrýtið að sam- fylkingarmenn og vinstrimenn fá að vera í friði fyrir þessum Spaug- stofumönnum. Eru þeir pólitískir? Grínþættir í ríkissjónvarpi, sem all- ir landsmenn borga sín afnotagjöld af, eiga ekki vera pólitískir því að þetta er ríkissjónvarp. En áfram með grínið, Spaug- stofumenn. Hannes Helgason. Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR með áletrun innan í fannst sl. sunnudag í Barmahlíð. Hringurinn gæti hafa komið undan snjónum þegar hlán- aði. Upplýsingar eru gefnar síðdeg- is í síma 562-2022. Barnahjól í óskilum LÍTIÐ vel með farið barnareiðhjól hefur verið í óskilum í nokkurn tíma í Mjóddinni í Breiðholti. Þeir sem kannast við að hafa tapað hjóli mega hafa samband í síma 551-0539 eða í 691-0539. Tapaði myndavél ÉG TÝNDI blárri Canon-myndavél niðri í miðbæ Reykjavíkur um síð- ustu helgi. Vonast ég til að einhver góður hafi fundið hana og hafi sam- band við mig í síma 867-3220. Kveðja. Inga. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EKKI er hægt að leggja niður dagleg störf þó að frost bíti kinn og hér er starfsmaður Faxaflóahafna að gera við flotbryggju. Hann þarf að klæðast hífðarfatnaði sem ver hann bæði gegn frosti og funa. Árvakur/Golli Frost og funi FRÉTTIR EINS og undanfarin ár var Jóla- trjáasalan Landakot með sölu á jólatrjám fyrir jólin. Salan var stað- sett á tveimur stöðum á höfuðborg- arsvæðinu, við Landakotskirkju og við IKEA í Garðabæ. Að þessu sinni söfnuðust kr. 200.000, segir í frétta- tilkynningu. Baldur Freyr Gústafs- son, forsvarsmaður Jólatrjáasöl- unnar, afhenti Óskari Erni Guð- brandssyni, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, afraksturinn á skrifstofu SKB fyrir stuttu. Myndin er tekin við það tækifæri. Landakot afhenti SKB 200 þúsund KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 11. febrúar. Þátttakendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir. Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og ráðgjöf til að hætta að reykja ásamt stuðningi til að takast á við reyklausa framtíð. Leiðbeinandi er Ingibjörg Stefánsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið ingibjorgk@krabb.is. Viltu hætta að reykja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.