Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 19 tyn-skógi. Einn þeirra, sem voru teknir af lífi, var Jakub Wajda, faðir leikstjórans. x x x Ein af spurning-unum, sem tekist er á við í myndinni er hvort maður eigi að gefast upp og lifa við þá skömm að starfa með óvininum eða standa í hárinu á valdinu og eiga yfir höfði sér fang- elsi eða dauða. Mynd- inni lýkur á því að fjöldamorðin í Katyn- skógi eru dregin upp með mjög slá- andi hætti. Sagt er að eftir fyrstu sýningu hafi áhorfendur setið sem lamaðir nokkra stund og ekki komið upp hljóði. Myndin er þó ekki bara sögð þrúgandi. Á einum stað í mynd- inni mætast flóttamenn á brú í miðri heimsstyrjöldinni. Annar hópurinn er á flótta undan nasistum og varar hina við að ana í flasið á þeim. Hinn er á flótta undan kommúnistum og varar hina við að lenda í klóm þeirra. Alræðisöflin sækja úr tveimur átt- um. Við slíkar kringumstæður fær harmleikurinn á sig blæ fáránleika. x x x Wajda er kvikmyndaáhuga-mönnum á Íslandi að góðu kunnur. Í lok áttunda áratugarins voru sýndar hér á kvikmyndahátíð myndirnar Járnmaðurinn, Marm- aramaðurinn og Án deyfingar og vöktu mikla athygli. Á sjötta ára- tugnum gerði hann þríleik þar sem hann gekk eins langt og hann gat í að fjalla um samtíma sinn fyrir pólska áhorfendur. Wajda er orðinn áttræður og segir að nýja myndin sé að vissu leyti uppgjör við verk hans og annarra pólskra leikstjóra á þeim tíma. Forvitnilegt væri að fá að sjá þetta verk hins aldna meistara á hvíta tjaldinu hér á landi. Ekki má heldur gleyma því að umtal um þessa mynd hefur örugglega þegar borist til eyrna þeim mikla fjölda Pólverja, sem búsettir eru hér á landi. Katyn nefnist nýj-asta kvikmyndin eftir pólska leikstjór- ann Andrzej Wajda. Nafnið eitt dugar til þess að fyrir öllum Pól- verjum rifjist upp sag- an af hernámi Sovét- manna í heims- styrjöldinni síðari og tilvist í skugga Sov- étríkjanna í kalda stríðinu. Vorið 1940 tóku Sovétmenn af lífi samkvæmt fyrirskipun Stalíns um 22 þúsund manns sem voru í fremstu röð í pólsku þjóðlífi og grófu í fjöldagröfum í Ka-             víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Baldur Sigurðsson, dósent viðKennaraháskólann, yrkir um sviptingar í borgarstjórn: Borgarstjórinn barmar sér, í baki stendur kutinn. Þreytulegur þykir mér þriðji meirihlutinn. Þá Baldur Hafstað, prófessor við sama skóla: Ég sá Ólaf eins og draug, en annar lúinn raftur, Vilhjálmur, sem víða laug, er víslega genginn aftur. Þegar sýnt var frá mótmælum í Ráðhúsinu datt Helga Zimsen í hug: Er organdi lýð ég lít á skjám þá laumast að þankanum mínum hve ráðamenn gjarnan draga dám af dyggustu kjósendum sínum. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum yrkir: Á borgarstjórnar bratta hólinn bröltu þessi litlu skinn Keyptu Óla í kapteins stólinn og kofa fyrir afganginn. Rúnar Kristjánsson frétti af átökunum alla leið norður til Skagastrandar. Og varð að orði: Létt á sviði leika sér lýðskrumaraflokkar. Borgarstjórastóllinn er stöðugt það sem lokkar. Sjá má nú að sitt á hvað svífa menn á skýi. Merkti þó sín mál á blað meirihlutinn nýi. Ólafur með ýmsum hætti aukið hefur þungan klið. Fremur illa að sér gætti í að tryggja baklandið. Kaus hann ei með Degi að dúsa, drýgja vildi sína hagi. Fór til sinna föðurhúsa, frjálslyndur í meira lagi! Már Högnason bloggar um frétt af því að margir hafi ekið framhjá slösuðum manni: Frétt er eflaust færð í stíl en fáir rengja Morgunblað fólk vill ekki blóð í bíl basl er víst að þrífa það. VÍSNAHORNIÐ Enn af borgarstjórn pebl@mbl.is DÝRAÞJÁLFARINN Guo Shutong lætur hér rottur sem hann hefur þjálfað sýna listir sínar á akróbata- sýningu í borginni Wuqiao í Hubei héraðinu í Kína. Guo hefur þjálfað rottur frá árinu 1993 og lætur þær m.a. stunda línudans líkt og þann sem rotturnar á myndinni sýna. Kínverska nýja árið gengur í garð þann 7. febrúar næstkomandi og verður það ár rottunnar sem þá tekur við af ári svínsins. Fimir fætur Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.