Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 25
ÞAÐ þarf ekki að fara mörgum orðum um fall efnisins og efnisins verðgilda að und- anförnu. Hlutir hafa fall- ið úr þeim hæðum er þeir höfðu risið í og væntingar mannanna með þeim. Væntingar og staða sem virðist bein- tengd þeim verðgildum er vér mennirnir höfum lagt á efnið. En er efnið virkilega svo mikils, ef þá einhvers virði? Lao Tse talaði fyrir notagildi hins nytlausa, m.ö.o. að tómið væri efninu í raun verðmætara því tómið gerði efnið að því sem það væri og svo kæmu mennirnir með sín tilbúnu gildi og gerðu efnið nytsamlegt og verðmætt. En mennirnir eru fyrir löngu búnir að gleyma tóminu. En í tóminu býr ýmislegt. Í tóminu býr m.a. mennskan og allt sem henni tengist. Í tóminu er einnig bústaður andans, mannsandans. Það virðist vera að tvíhyggjusamband efnis og tóms sé fasti. Það er manneskjum erfitt að lifa andlegu lífi í of mikilli efnislegri gnótt og öfugt. En af hverju ná efnið og tómið ekki betri samhljóm í manneskjunni? Þurfum við virkilega kreppu til að minna okkur á gildi andlegs lífernis og þarf efnisleg gnótt ætíð að magna upp breysk- leika sem virðist um þessar stundir öllu yf- irsterkari: ÉG-ið og allar þess sjálfhverfu vistarverur. Ég nefndi það við kunningjakonu mína á haustdögum að ég væri að reyna að hætta að hugsa, nota og breyta eftir tveimur sögnum, þ.e. „ég vil“ og „mig langar“. Ég vildi meina að með því að „deyja“ sjálfinu ofan af eigin vitund ætti manneskjan möguleika á að opna á vitundarsamband við „samvitund“. Þessi tilraun mín byggðist á þeirri trú að með því að gleyma sjálfum sér í öðrum og upplifa sig sem part af stærri heild væri bestur möguleiki að hámarka hamingju. Ef ég væri tré vildi ég upplifa það hvernig væri að vera skógur, svo notað sé myndmál. Engu að síður var ég afar meðvitaður um eigin mörk og að samlifunin með „við-inu“ mætti ekki ganga á innsta kjarna sjálfsins. Ég valdi því með- vitað að gera tilraun til þess að „deyja sjálfum mér“. Ég gerði mér grein fyrir því að e.t.v. yrði það val, síðasta val mitt sem yrði algerlega „sjálf“ miðað en taldi þó víst að mér myndi ekki endast ævin til „al-dauða“ sjálfs. Bæði var sjálfið þanið og tíminn stutt- ur auk þess hefur það verið mín upp- lifun á því ári sem ég hef dvalið á Ís- landi, eftir um 5 ár í burtu, að samfélagið væri um of einstaklings- miðað og því e.t.v. ekki best fallið til slíkrar tilraunastarfsemi í „sjálfs- sogi“(sbr. fitusog). Það sem mælti hins vegar með tilrauninni var sú staðreynd að mér leið eins og útlend- ingi hér og var því ekki enn orðinn að- lagaður þeim gildum er hér ríkja. Til- raunin hefur gengið bærilega og mér hefur fundist að ég hafi færst nær skóginum þó ég hafi engar hlutlægar upplýsingar innsæi og tilfinningu minni til staðfestingar. En þannig er það nú svo oft, það er nefnilega í raun enginn hlutlægur veruleiki til, aðeins u.þ.b. 6,7 milljarðar mannlegra upp- lifana af hinum svokallaða veruleika. Í mínu tilfelli er skógurinn heim- urinn og heimurinn er orðinn heima og hvað sem líður úrtölum vissra póli- tíkusa og eintrjá-a um að við eigum að vera laufblöð á einni fullvalda hríslu þá er skógurinn orðinn eitt í svo mörgum skilningi. Ekki einungis í efnislegum skilningi hnattvæðingar og samskipta heldur einnig í mennskum skilningi tómsins. Það er því ósk mín til (íslensks) samfélags/a og þegna þess/þeirra að þeir upplifi sig sem hluta af heild og að sú heild sé heimurinn því að sá tími sem við töldum að það væri mikilvæg- ast að greina okkur frá öðrum er lið- inn. Í hnattvæddum heimi eru farsæl samskipti lykillinn að velgengni. Það að þekkja það sem við eigum sameig- inlegt með öðrum áður en við leitum að því sem skilur okkur að og að mæta þeirri sameiginlegu mennsku með kærleika en ekki ótta eru boðorð nýrra tíma. Er efnið fellur Héðinn Unnsteinsson skrifar um gildismat og veruleika » Í hnattvæddumheimi eru farsæl samskipti lykillinn að velgengni. Héðinn Unnsteinsson Höfundur er sérfræðingur í alþjóðlegri stefnumótun. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 25 BÆJARRÁÐ Garðabæjar sam- þykkti sl. vor að leita til sérfræð- inga hjá KHÍ til að gera mat á Vina- leið að beiðni verkefnastjórnar Vinaleiðar, samstarfsverkefni kirkj- unnar og þriggja grunnskóla Garða- bæjar og eins á Álfta- nesi. Þessar niðurstöður má nálg- ast á vefsíðu Garða- bæjar, www.gardaba- er.is. Vinaleið er sam- starfsverkefni kirkj- unnar og grunnskóla og var hugsuð sem til- rauna- og þróun- arverkefni í eitt ár. Það hófst haustið 2006 og bar brátt að. Kveikjan að sam- starfsverkefninu voru þung áföll sem dundu yfir íbúa Garðabæjar seinni hluta vetrar 2006 og fóru börn og unglingar ekki var- hluta af þeim. Vinaleiðin hafði þá verið starfrækt í Mosfellsbæ í sex ár með sama hætti og tekist vel. Ákveðið var í ljósi áfalla í presta- kallinu að fara strax af stað og vinna það sem þróunarverkefni svo að unnt væri að efla sálgæslu við börn og unglinga. Verkefnið var sett af stað eftir kynningu frá bisk- upsstofu og eftir samráð við skóla- stjóra og presta í Garðaprestakalli. Í stuttu máli er hugmyndafræðin sú að Vinaleiðin sé hluti af þeirri stoð- þjónustu sem skólarnir láta nem- endum sínum í té og sé valkostur. Allir fjórir skóla- stjórnendurnir lýstu yfir ánægju með Vina- leiðina í matinu. Þó skáru sig úr tveir skól- ar sem töldu að Vina- leiðin væri mikilvæg viðbót við aðra stoð- þjónustu skólans og hefði skilað fram- úrskarandi starfi. Vinaleiðin starfar enn í skólanum á Álftanesi. Hún er skilgreind sem sálgæsla sem börnum er veitt með trún- aðarviðtölum sem skólaprestur eða djákni sjá um. Þegar niðurstöður eru skoðaðar virðist framkvæmd Vinaleiðarinnar hafa tekist vel. Að vísu eins og oft er um ný tilraunaverkefni tekur tíma að þróa það og sníða af því annmarka og laga að þeirri starf- semi sem fyrir er. Einnig er ým- islegt sem betur mætti fara þegar verkefnið er endurskoðað eftir þetta eina ár. Skýrsluhöfundar hafa sett fram tillögur til úrbóta í einum kafla skýrslunnar. Þar segir svo orðrétt: ,,Skýrsluhöfundar telja að verk- efnið Vinaleiðin hafi á skömmum tíma náð að skapa sér sess sem gagnleg viðbót við þá stoðþjónustu sem umræddir skólar bjóða. Þeir annmarkar sem komið hafa í ljós á þessu eina ári eru um margt dæmi- gerðir fyrir byrjunarörðugleika sem fylgja nýbreytni í skólastarfi. Slíkir annmarkar lúta oft að afmörkum hinnar nýju þjónustu, skörun henn- ar við þá þjónustu sem fyrir er… Fyrir vikið verða oft árekstrar í skólasamfélögum meðan ný starf- semi er að festa sig í sessi. Allt eru þetta velþekkt vandamál í breyt- ingastarfi og margt af þessu á við um aðdraganda og undirbúning Vinaleiðarinnar…“ Skýrsluhöfundar taka ekki af- stöðu til hvort Vinaleið skuli haldið áfram. Hins vegar koma þeir með tillögur til stuðnings Vinaleiðinni verði henni haldið áfram sem von- andi verður. Þær tillögur lúta fyrst og fremst að því að skilgreina hug- myndafræði, markmið og útfærslu verkefnisins betur og setja skýrari mörk um þessa þætti til að skörun verði síður við þá fagaðila sem eru þegar til staðar í skólunum. Í Morgunblaðið 11. janúar sl. skrifar Brynjólfur Þorvarðarson grein sem ber heitið ,,Vinaleið fær falleinkunn“. Þar segir hann að Vinaleið sé klúður og geti jafnvel verið hættuleg börnum. Vinaleiðin hafi verið lögð niður í Hofstaðaskóla vegna andmæla foreldra. Samkvæmt skýrslunni var talið að um örfáa einstaklinga væri að ræða og sérstakalega eitt foreldri sem hafi gert óvægnar atlögur að verkefninu og starfsmönnum þess og haft uppi hugmyndir um að trú- boð hafi verið stundað í skólanum. Sú neikvæða umfjöllun hefur truflað verkefnið í öllum skólum Garða- bæjar. Nú þegar niðurstöður úr matinu liggja fyrir þurfa sveitarfélögin og sóknirnar að endurskoða málið. Það er ljóst að til þess að starfsemin geti þrifist þarf fjármögnun hennar að vera í föstum skorðum. Annars fæst ekki hæft fólk í verkefnið né nær það að skapa sér fastan sess. Það er ljóst af lestri þessarar skýrslu að mikil ánægja var með Vinaleiðina. Vinaleiðin byggist á kristilegum gildum eins og náunga- kærleika, fyrirgefningu og umburð- arlyndi. Ekki veitir af á tímum firr- ingar, ofbeldis, glæpa, fíkniefnaneyslu og skertrar siðferð- isvitundar. Það er augljóst af nið- urstöðum skýrslunnar að Vinaleiðin er kærkomin viðbót í stoðþjónustu skólanna og mikill meirihluti for- eldra er hlynntur henni. Það er ekki jafnræði að sá hluti foreldra þurfi að gjalda fyrir viðhorf örfárra ein- staklinga sem vilja Vinaleiðina út. Það er merki um dæmalausa frekju og ofríki en hvorki virðingu né um- burðarlyndi gagnvart þeim sem þjónustuna kjósa. Nú liggur fyrir frumvarp á Al- þingi þar sem menntamálaráðherra leggur til að breyta ákvæðum um kristin uppeldisviðmið í skólum og fella úr hugtakið kristilegt siðgæði. Ég skora á menntamálaráðherra að halda inni hugtakinu um kristilegt siðgæði. Mín hugmynd er sú að í frumvarpi menntamálaráðuneyt- isins um breytta starfshætti grunn- skóla skuli standa eins og lýst er í markmiðum frumvarpsins að þeir skulu mótast af kristilegum gildum sem eru: umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, um- hyggja, sáttfýsi og virðing fyrir manngildum. Því hvergi hef ég bet- ur séð kristilegum gildum lýst. Vinaleiðin fær góða dóma Kristín Sigurðardóttir skrifar um Vinaleiðina » Vinaleiðin er kær-komin þjónusta við þá stoðþjónustu sem fyrir er í grunnskólum Garðabæjar. Kristín Sigurðardóttir Höfundur er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og amma barns í Hofstaðaskóla. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á ÍSLANDI býr gott og hjarta- hlýtt fólk, sem kemur best fram í gjafmildi þess fyrir hver jól og í raun allt árið um kring í þágu þeirra er minna mega sín. Skjól- stæðingar Fjölskylduhjálpar Ís- lands hafa notið góðs af mikilli gjafmildi fyrirtækjanna í landinu sem styðja vel við bakið á starfinu. Nú er jólahátíðin yfirstaðin og sjálfboðaliðar þakklátir fyrir hversu mörgum fjölskyldum þeir gátu létt lífið yfir hátíðirnar. Það koma að meðaltali um 120 til 140 fjölskyldur vikulega eftir matarút- hlutun allt árið. Í hverri viku út- hluta sjálfboðaliðar Fjölskyldu- hjálpar Íslands á annað tonn af matvælum til fjölskyldna í neyð og þegar allt er talið eru það hátt í 16.000 einstaklingar sem njóta mataraðstoðar einu sinni á ári. Þá eru ekki teknir með allir þeir sem nutu jólaúthlutunar en um síðustu jól þurftu yfir 450 fjölskyldur á því að halda. Auk jólaúthlutunar í des- ember 2007 úthlutuðum við einnig vikulega mat í sama mánuði. Jólapakkarnir undan jólatrénu í Kringlunni og Smáralind komu hundruðum fjölskyldna til góða sem ekki höfðu peninga til jóla- gjafakaupa fyrir börnin sín. Skjól- stæðingar hófu fyrirspurnir um jólapakkana í lok nóvember og því verður söfnun þeirra ár hvert seint að fullu þökkuð. Þakkarbréf til fyrirtækjanna Frá árinu 2003 hefur Fjöl- skylduhjálp Íslands fengið árlega einn af ráðherrum úr ríkisstjórn- inni með í lið við að afhenda sér- stök þakkarbréf til hinna yndislegu og gjafmildu forsvarsmanna fyr- irtækjanna sem lítinn þakklæt- isvott fyrir frábæran stuðning. Seint á síðasta ári var það Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra sem afhenti þakkarbréfin fyrir árið 2006 ásamt verndara Fjölskylduhjálpar Íslands, Ragn- hildi Gísladóttur söngkonu, í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Færum við ráðherra hjartans þakkir fyrir aðstoðina. ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands, skjólstæðingar og fyrirtæki Frá Ásgerði Jónu Flosadóttur Árvakur/Frikki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir þakkarbréfin fyrir árið 2006 ásamt verndara Fjölskylduhjálpar Íslands, Ragnhildi Gísladóttur. BORGARSTJÓRNARMÁL í Reykjavík og umfjöllun um þau í Spaugstofunni á laugardag hafa orðið til þess að umræða um geð- sjúkdóma og gamansemi hefur blossað upp. Gekk Spaugstofan of langt í því að skopast að Ólafi F. Magnússyni fyrir „andleg veik- indi“ hans? Ólafur varð fyrir per- sónulegu áfalli og varð niðurdreg- inn í kjölfar þess sem er vart í frásögur færandi, enda full- komlega eðlilegt. Það er tæpast hægt að tala um geðsjúkdóm í því sambandi. Engu að síður upplifði Ólafur umfjöllun Spaugstofunnar sem árás á sig og Ólína Þorvarð- ardóttir tjáði sig um það op- inberlega að þarna hefði verið of langt gengið. Þetta mál vakti mig til umhugs- unar um það, að það þykir oft og tíðum óskaplega fyndið þegar fólk þjáist af geðsjúkdómum. Það kann að haga sér öðruvísi en aðrir og í stað þess að menn finni til samúðar með fólki sem er alvar- lega veikt á geði sér það ekkert athugavert við að hlæja að því og skemmta sér yfir veikindunum. Það er fátítt að fólk skemmti sér á kostnað krabbameinssjúkra eða hjartveikra og geri grín að slíkum sjúklingum. Ekki það, að það sakar aldrei að hafa húmorinn í lagi, jafnvel þótt menn séu þjakaðir af alvar- legum veikindum og ýmsar spaugilegar uppákomur geta fylgt því. En það sem stingur svolítið í þessu sambandi er að einhverra hluta vegna þykir það fyndnara að vera alvarlega veikur á sál, en líkama. Erna Indriðadóttir Hvenær er fyndið að vera veikur? Höfundur er félagi í Geðhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.