Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KENNARASAMBAND Íslands hefur sent Alþingi um- sögn um frumvarp um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhalds- skóla. KÍ fagnar frumvarpinu og tekur undir þau rök að tímabært sé að efla kennaramenntun og gera meistara- gráðu eða sambærileg námslok að skilyrði fyrir veitingu leyfisbréfa kennara á áðurnefndum skólastigum. „Með því að gera sömu kröfur um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum skipi Íslendingar sér í röð framsýnustu þjóða í menntunarmálum kennara,“ segir í frétt frá KÍ. Í umsögn KÍ segir að frumvarpið beri vitni um skilning á mikilvægi þess að vel sé vandað til uppeldis og kennslu yngstu barnanna og fagnar sambandið sérstaklega ákvæðum frumvarpsins um lögverndun starfsheitis kennara og skóla- stjórnenda í leikskólum. Í umsögninni er lögð áhersla á að erfiðar aðstæður í skólum á leik- og grunnskólastigi vegna manneklu og óánægju kennara með kjör sín megi ekki spilla fyrir því mikla framfaramáli sem efling kennaramenntunar sé. Kennaramenntun verði efld Eiríkur Jónsson, formaður KÍ. ÞRÁTT fyrir að fólk sé sér almennt meðvitandi um mikilvægi þess að sjást í umferðinni er ótrúlega lítið um það að endurskinsmerki séu notuð, segir í tilkynn- ingu. Við athugun á þeim slysum þar sem gangandi vegfarendur komu við sögu kemur í ljós að koma hefði mátt í veg fyrir mörg þeirra ef viðkomandi hefði notað endurskinsmerki. Nýlega setti Umferðarstofa af stað átakið „Gaman að sjá þig“ og dreifði u.þ.b. 50 þúsund endurskinsmerkjum í grunnskólum og bankaútibúum. Á síðasta ári héldu Umferðarstofa og Glitnir sam- keppni um hugmyndir að nýjum endurskinsmerkjum. Fjöldi hugmynda barst og voru í fyrradag veitt fyrstu verðlaun fyrir merkið „endur-skin“ en höfundur þess er Sunnefa Pálsdóttir og hlaut hún 50 þúsund krónur í verðlaun. Í öðru sæti var merkið „mömmustrákur“ eft- ir Huldu Lilju Hannesdóttur og hlaut hún 30 þúsund krónur í verðlaun. Ljósmynd/Halldór Viðurkenningar Frá vinstri Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri útibúa/ dreifileiða á viðskiptabankasviði Glitnis, Hulda Lilja Hannesdóttir, 2. sæti, Sunnefa Pálsdóttir, 1. sæti, og Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri um- ferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Verðlaunað fyrir ný merki STUTT Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG VEIT að margir aðstandendur bíða í öngum sínum eftir að koma Alz- heimersjúkum ættingjum að á hjúkr- unarheimili,“ segir María Th. Jóns- dóttir, formaður FAAS, Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheim- ersjúkra og annarra skyldra sjúk- dóma. Í Morgunblaðinu á mánudag sagði forstjóri Hrafnistu frá því að mörg hjúkrunarrými, sem m.a. væru ætluð heilabiluðum, stæðu auð vegna manneklu. „Staða þessa fólks í þjóð- félaginu er hreint ekki góð,“ segir María. „Það vantar úrræði fyrir þetta fólk, bæði dagvistun, sambýli, aukna heimaþjónustu og hvíldarinnlagnir.“ Á höfuðborgarsvæðinu eru sex dagvistir fyrir heilabilaða einstak- linga. Engin slík deild er starfrækt enn sem komið er á landsbyggðinni. María segir að stjórnvöld leggi nú áherslu á að fólk geti verið sem lengst heima en á sama tíma sé heimahjúkr- un illa mönnuð víðast hvar. Inni á hjúkrunarheimil- um sinni fólk, sem tali litla íslensku, oft Alzheim- ersjúkum sem María segir henta þessum sjúklinga- hópi illa. „Fólk sem skilur orðið illa íslenskt tungutak vegna veikinda sinna skilur enn verr þá sem tala erlend tungumál,“ segir María. Hún leggur þó þunga áherslu á að starfsfólk hjúkrunarheimila, bæði íslenskt og erlent, sé afar vandað og vinni oft og tíðum við mjög erfiðar aðstæður. Engar umönnunarbætur María fær mörg símtöl í hverri viku frá aðstandendum heilabilaðra. Oft er fólk að biðja um ráðleggingar við næstu skref en sumir hverjir eru orðnir ráðþrota. „Það er oft aldrað fólk sem er að sinna öldruðum sjúk- lingi heima,“ segir María. Það hafi m.a. fjárhagsáhyggjur því fólk eldra en 67 ára fái ekki umönnunarbætur sinni það sjúklingi heima, með öllum þeim kostnaði sem því fylgi, þrátt fyr- ir að það spari heilbrigðiskerfinu mikla fjármuni. María bendir ennfremur á að á ár- um áður hafi hefðin verið sú að börn sinntu öldruðum foreldrum sínum. „Og tilheigingin til þess er að verða ansi sterk aftur,“ segir hún. Nú, þeg- ar áhersla er lögð sem aldrei fyrr á að sjúklingar búi sem lengst heima, hafi samfélagið gjörbreyst frá því sem áð- ur var. Börnin búi oft ekki í sama landshluta, jafnvel ekki sama landi og foreldrarnir. „Börnin geta því ekki hlaupið til og hjálpað mömmu eða reist pabba við þegar hann getur ekki staðið upp,“ segir María. Krafan um að börn sinni veikum foreldrum eigi því ekki við í dag. „Það verða að koma til miklu öfl- ugri og betri hvíldarinnlagnir og dag- vistanir, sérhæfðar fyrir þennan sjúk- lingahóp, ef það á að geta búið heima hjá sér,“ segir María. Vantar dagvistun, aukna heimaþjónustu og hvíldarinnlagnir María Th. Jónsdóttir Staða Alzheimersjúkra í þjóðfélaginu ekki góð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ALLT útlit er fyrir að álverð haldist hátt á næstu mánuðum og að verðið verði í um 2.400 til 2.600 Bandaríkja- dölum tonnið. Afar líklegt er að verðið haldist svo hátt næstu miss- erin og í byrjun næsta áratugar má vænta frekari hækkana, enda reikn- að með aukinni eftirspurn í öllum lík- önum. Þetta er mat Hlyns Sigursveins- sonar, forstöðumanns á fyrirtækja- sviði Landsbankans, sem segir Landsvirkjun eflaust aldrei hafa reiknað með þessu verði í reikni- líkönum sínum. Dæmi sé að þegar samningar voru gerðir við Norðurál fyrir um fimm árum hafi verðið verið í um 1.600 dollurum tonnið og sú tala verið notuð í samningum, þegar raf- orkuverðið var tengt álverðinu. Hlynur segir varfærnar spár nú miða við 2.000 dollara tonnið og sjálf- ur segist hann hvorki sjá að verðið lækki eða hækki umtalsvert á næst- unni. Það muni líklega verða á bilinu 2.400 til 2.600 Bandaríkjadalir, eins og haldið sé fram í helstu spám. „Það hefur verið gríðarleg eftir- spurn eftir áli og það er hald manna að innkoma Kína inn á markaðinn sé á meðal þess sem valdi aukinni eft- irspurn og haldi verðinu háu. Ál er notað í marga hluti og eftirspurnin á eftir að aukast. Maður hefur heyrt að álverð muni hækka hugsanlega eitthvað meira. Greiningardeildirnar eru búnar að fikra sig upp á við,“ segir Hlynur, sem telur ekki fráleitt að reikna með að verðið verði komið í 3.000 dali tonnið árið 2010. Hráefnisverð fer hækkandi Hlynur tekur fram að hráefnis- verð við álvinnslu fari hækkandi, hvort sem um ræði súrál, rafskaut eða olíuverð til flutninga. Það vegi á móti auknum tekjum álveranna. Hlynur segir rekstraraðila álvera nú freistast til að halda gömlum, óhagstæðum einingum í rekstri, eða byggja ný. Þrátt fyrir það takist vart að halda í við aukninguna. Eftir- spurnin vaxi svo ört að ný álver muni varla halda í við þróunina, sem „aug- ljóslega þýðir að verðið hækkar“. Svo aukist orkuþörfin á dögum hás orkuverðs og álverin því í samkeppni við annan rekstur um aðgang að orku. Margt skýrir hækkandi álverð. Góður hagvöxtur hefur verið í heim- inum síðustu ár og neytendamark- aðir stækkað ört í Asíu og víðar. Samkvæmt úttekt fréttaveitunnar Bloomberg lækkaði álverð um 14% á árinu 2007 vegna aukinnar fram- leiðslu í Kína, stærsta notenda málmsins í heiminum. Líkur séu á frekari verðlækkunum í ár og er það skýrt með áhyggjum af áhrifum efnahagslægðarinnar í Bandaríkjun- um. Vitnar Bloomberg í Hitesh Agrawal, sérfræðing sem starfar að greiningu hjá Angel Broking, að ál- verðið kunni að falla í 2.200 dollara tonnið, miðað við 2.560 dollara nú. Það er hins vegar úr háum söðli að falla og eins og Hlynur bendir á eru 2.200 dalir langt yfir verðinu síðustu árin. Eins og sjá má af grafinu hér til hliðar hefur álverð stöðugt farið hækkandi á síðustu tíu árum. Hækkar veturinn í Kína verðið? Á hinn bóginn hafa miklar vetrar- hörkur í Guizhou í Kína tímabundið dregið mjög úr álframleiðslunni í héraðinu, sem nemur um 700 til 800.000 tonnum, en Asíurisinn er með um þriðjungshlutdeild í álinu. Segir Mark Pervan, yfirmaður- greiningar á verði hráefnisvara hjá ANZ-bankanum, að þessi röskun gæti hækkað álverðið tímabundið. Svo gæti farið að innan skamms flytji Kínverjar inn meira ál en þeir framleiði innan landsins, í fyrsta skipti í nokkur ár. Álverðið hækkar Árvakur/Ómar Verðmætt Unnið við álvinnslu í kerskála Norðuráls á Grundartanga. Í HNOTSKURN »Því er spáð að Kína taki yfirhelming málmneyslu heims- ins innan áratugar og að árið 2020 muni ört vaxandi hagkerfi, einkum Indland, byrja að auka hlut sinn verulega. »Kínverjar, Indverjar ogRússar kaupa bíla í síauknum mæli sem kallar á aukið ál.  Stefnir í að verðið verði nær tvöfalt hærra árið 2010 en það var 2003  Aukin eftirspurn frá Kína meðal orsakaþátta ))) ', , , , ,  " #$# %&&&       -  - .  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.