Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 41 HALLA og Kári er ekkert venju- legt gamanleikrit. Það fjallar um tvenn hjón, annars vegar Höllu og Kára og hins vegar fátækt par frá Litháen, Faustus og Kristínu, sem Halla og Kári nota sem burðardýr til að smygla kókaíni til Íslands. Eins og höfundur verksins, Hávar Sigurjónsson, bendir á gætu áhorf- endur kannast við sitthvað í leikrit- inu sem átt hefur sér stað hérlendis á síðustu misserum en atburðarásin gæti samt „tæplega átt sér stað frá upphafi til enda í veruleikanum“, eins og Hávar kemst að orði og þess vegna kallar hann verkið „fantasíu“. Sem dæmi um þessa fantasíu má nefna að ein aðalpersónanna heitir Sjónvarp og talar beint til allra (þar á meðal áhorfenda) í gegnum risa- stóran ramma sem við upplifum bæði sem skjá og svið. Þessi hug- mynd er snjöll og leyfir Sjónvarp- inu að fara með mörg mismunandi hlutverk og stundum fleiri en eitt í einu. Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki Sjónvarpsins. Hann er eldsnöggur og sleipur og jafnvel þegar hann talar á miklum hraða hljómar hann líkt og hann sé að sýna í fimmtugasta skiptið en ekki það fyrsta. Það er reyndar Sjónvarpið sem stingur upp á eiturlyfjasmyglinu en ekki Halla og Kári en það kemur fljótlega í ljós að verkið felur mun meira í sér en einfalda glæpasögu. Það þarf enginn að lesa leikskrána til að skilja að Hávar er að gagn- rýna bæði neyslubrjálæði Íslend- inga og skoðanir þeirra á útlend- ingum. Halla og Kári virðast ekki aðeins tilfinningalaus heldur mis- kunnarlaus í garð Litháanna. Til að dýpka samúð okkar með Faustus og Kristínu kýs höfundur að láta þau tala almennilega ís- lensku sín á milli (í stað litháísku) og brenglaða íslensku eða ensku þegar þau tala við Höllu og Kára. Ekki sérstaklega frumleg aðferð en það tekst furðulega vel, ekki síst með því að gera okkur kleift að skilja og „misskilja“ samtöl þeirra á sama tíma. Það er alltaf mikil stemning í Hafnarfjarðarleikhúsinu, kannski vegna þess að áhorfendur og leik- arar eru nær hver öðrum en í stóru leikhúsunum, og þessi sýning er engin undantekning. Leikmyndin er einföld en áhrifamikil og leikurinn góður í gegn. Tónlistin var einnig fín en á stundum lá við að hún drekkti texta Kristínu og Faustusar þegar þau sátu við eldhúsborðið. Leikritið sjálft er frekar til- raunakennt en rammíslenskt og ég efast um að það sé hægt að þýða það eða staðfæra. Hávar Sig- urjónsson talar afar vel um sam- starf sitt við leikstjórann Hilmar Jónsson, en kvartar samt yfir því að frumsamin íslensk leikrit fái ekki sömu tækifæri til að slípast og gerist þegar uppsetningar eru flutt- ar inn frá útlöndum. Ég tek undir það með honum en í þessu tilfelli er það einmitt þessi vinnuaðferð milli höfundar og leikhóps sem gerir sýninguna svona bráðskemmtilega. Hitt er svo spurning hvort Háv- ari tekst með þessu verki að ná til Íslendinga og fá þá til að horfa á sjálfa sig gagnrýnum augum. Marg- ar senur minntu á skissur úr Spaugstofunni eða áramóta- skaupinu, en það er umhugs- unarvert hvort það sé ekki dálítið hættulegt að gera aðhlátursefni úr „dæmigerðum“ útlendingum eða „dæmigerðum“ Íslendingum (reyndu bara að útskýra Höllu og Kára fyrir erlendum vinum og sjáðu svo hvað þeir segja). Samt sem áður get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum þótt leikritið sjálft vanti kannski betra form eða ramma til að halda þessu öllu saman. Sjónvarpið fer á kostum Árvakur/Árni Sæberg Sjónvarpið stjórnar Hjálmar Hjálmarsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir í hlutverkum sínum í leikritinu Halla og Kári. Gagnrýnandi skellihló og mælir með sýningunni, þótt leikritið sjálft vanti e.t.v. betra form eða ramma. LEIKLIST Hafnarfjarðarleikhúsið Eftir Hávar Sigurjónsson. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Dramatúrg: Gréta María Bergsdóttir. Leikarar: Erling Jóhann- esson, Hjálmar Hjálmarsson, Þorsteinn Bachmann, María Pálsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Leikmynd: Finnur Arn- ar Arnarson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir. Tónlist: Benedikt Hermann Her- mannsson. Halla og Kári Martin Regal VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára THE NANNY DIARIES kl. 8 LEYFÐ RUN FATBOY RUN kl. 10:10 LEYFÐ / SELFOSSI BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 8 LEYFÐ THE NANNY DIARIES kl. 10:10 LEYFÐ / KEFLAVÍK/ AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI TILNEFND TIL 4 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA Þ.Á.M. BESTA MYND + BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI. TILNEFND TIL 5 BAFTA VERÐLAUNA. eeee „...EIN SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA...“ „...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI - FRÁBÆR SKEMMTUN!“ HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2 SÝND Á SELFOSSI ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!Dagbók fóstrunnar eee - A.S. MBL SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA eeee -S.V. MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 - 10 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 8 - 10 B.i.7 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND FRÁ WALT DISNEY DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON eee- S.V, MBL sér vatni. Þetta kvöldið voru til- tölulega fáir á ferli en nokkrar heims- frægar sirkusflugur voru búnar að planta sér þar og supu á kampavíni í kveðjuskyni. Ég og ein þeirra tókum upp létt hjal, ekki ólíkt því sem við höfum gert í gegnum árin. Það var létt yfir okkur, eins og gjarnan virðist vera þegar maður stígur inn fyrir dyr Sirkuss. „Er Sirkussorg í þér?“ spyr ég og býst fastlega við nostalgísku harma- kveini, nema hvað. „Nei,“ svarar flug- an snöggt, líkt og ekkert sé eðlilegra. „Rífa þetta helvíti … life goes on …“ Ekki átti ég von á svona hispurs- lausu svari. Við höldum áfram að ræða þetta og sammælumst um að vissulega tengist margar ljúfar minn- ingar staðnum en það er samt nokk- uð djúpt á sorginni og eftirsjánni hjá okkur báðum. Líklegasta skýringin á þessu skeytingarleysi okkar er sú að báðir erum við komnir yfir harðasta djammskeiðið. Margir af minni kyn- slóð eru annaðhvort hættir alveg eða búnir að flytja sig í meira mæli yfir á hinn ágæta bar Boston, dvalarheimili aldraðra Sirkusfara eins og gárung- arnir kalla hann stundum. Margir hafa þó tekið upp hörð mótmæli vegna væntanlegrar lok- unar og gildir þá einu hvort þeir eru að taka á því í djamminu eður ei. Hópur fólks hefur sett fram þá kröfu að borgin eigi að ganga alla leið og friða húsið, líkt og er verið að gera með fleiri hús í miðbænum. Þær kröf- ur eru fullkomlega skiljanlegar. Er raunveruleg ástæða, þegar svo ríku- legt og blómlegt menningarlíf þrífst á þessum fáeinu fermetrum, til að rífa kofann? Er ekki eins gott að henda peningunum í það að styrkja innviði hans og halda honum við? Koma t.d. garðmálum á hreint, svo hægt sé að hafa hann opinn allan ársins hring. Það er hollt að snúa dæminu við, og leita að haldbærum rökum fyrir því AF HVERJU það sé nauðsynlegt að rífa húsið. Eða nægja einhlít rök túrbó-kapítalismans í þessu eins og öðru? Margir sjá nefnilega tengsl Sirk- uss við aðra sögufræga staði og harma doða Íslendinga gagnvart mikilvægi sögunnar og því að halda því við sem gefur miðbænum sér- kenni sín, því sem í raun dregur túr- ista hingað frekar en á þá staði sem hafa orðið þurrum útgangspunkti markaðshyggjunnar að bráð. Unu- hús hefur verið nefnt í þessu sam- hengi, hið fræga skálkaskjól marg- víslegra andans jöfra í upphafi tuttugustu aldarinnar. Margir gráta Glaumbar enn og eitthvað myndi nú heyrast ef það ætti að strauja yfir hið fornfræga kaffihús Mokka. En þegar götumyndin ein er ekki undir, heldur líka gjöful lind hugmynda og athafna- semi, eins og margir vilja meina, er kannski þess virði að doka aðeins við. Þetta er auðvitað fyrst og síðast spurning um það hversu mikinn og raunverulegan áhuga við höfum á að rækta þessa þætti og halda þeim við. Í höfuðborg Færeyja eru menn mjög einbeittir í því að halda hinu gamla við, eins og elsti hluti miðbæjarins þar ber fagurt vitni. Slíkar hug- myndir virðast hreinlega ekki þrífast eins vel hjá hinum nýjungagjörnu Ís- lendingum þegar öllu er á botninn hvolft. Rífa eða ekki rífa? Hverjum er ekki sama? Hvar er ódýrasti bjórinn? Nýliðun Hvað sem verður á nýr Sirkus eftir að planta sér niður, ég efa það ekki, líkt og dæmið um landlausu Bíóbars- flugurnar sannar. Andinn þar verður auðvitað ekki nákvæmlega sá sami, enda ekki við því að búast, hann breytist hvort eð er stöðugt með reglulegri útskrift á þaulreyndum barflugum og stöðugri inntöku ný- liða. Það verður samt óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með því hvaða staður það verður sem verður her- tekinn af hópnum. Guð hjálpi, og guð lofi, vertinn sem á móti honum tekur. Í góðglaðri, en þó társtokkinni dægurflugu segir: „En Glaumbær brann og fólkið fann sér annan sama- stað/ í hugum margra var þar brotið blað.“ Hér fer saman angurvær nos- talgía, eðlilega, en um leið ískalt raunsæi. Þeir sem fylla Sirkus í dag munu finna sér annan samastað, það er klárt. Sjáumst þar. » Þegar horft er á staðinn, jafnt að utan sem innan, er harla ótrúverðugt að þar hafi þrifist þetta mikla líf. Aðalsvæðið, þar sem barinn sjálfur er, er á stærð við meðalstofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.