Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SOMETHING Borrowed er fyrsta skáld- saga hinnar bandarísku Emily Giffin. Bók- in komst á metsölulista víða um heim og hafa seinni bækur hennar fylgt í þau spor. Í Something Borro- wed segir frá æsku- vinkonunum Rachel og Darcy. Sagan er sögð út frá Rachel sem er starf- andi lögfræðingur sem vinnur of mikið og hef- ur alltaf verið góða stelpan. Darcy er of- urgella sem hefur alltaf fengið það sem hún vill og oft og tíðum vaðið yfir Rachel. Sagan hefst í þrítugsafmæli Rachel sem endar með því að hún sefur „óvart“ hjá unnusta Darcy. Með þeim takast ástir og spinnst bókin í kringum þann feluleik og hvernig Rachel reynir að réttlæta framhjáhaldið og svikin við bestu vinkonu sína sem virðist samt eiga það skilið. Something Borrowed telst til hefðbund- inna „chick lit“ sagna en það eru sögur sem eru skrifaðar og markaðsettar fyrir yngri konur og hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár eða síðan Helen Fielding sendi frá sér söguna um Bridget Jones. Það er ekki að undra að Giffin hafi sleg- ið í gegn með þessari fyrstu bók sinni því hún er virkilega vel skrifuð og með skemmtilegri fléttu. Þrátt fyrir að vera „chick lit“ bók fellur Giffin ekki í allar klisjugryfjurnar og skapar raunverulegar persónur og aðstæður sem allar konur ættu að geta samsamaði sig við. Það eru Rachel og Darcy í hverjum vinkvenna- hópi. Síðan Something Borrowed hefur Giffin sent frá sér Something Blue (2005) sem er sagan sögð út frá sjónarhorni Darcy. Árið 2006 kom frá henni bókin Baby Proof og sumarið 2008 er von á bókinni Love the One You’re With. Góða stelpan og ofurgellan Something Borrowed, skáldsaga eftir Emily Giffin. St. Martin’s Press gefur út. 2004. Kilja. Ingveldur Geirsdóttir BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Plum Lucky – Janet Evanovich 2. People of the Book – Geraldine Brooks 3. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 4. Beverly Hills Dead – Stuart Woods 5. World Without End – Ken Follett 6. Blasphemy – Douglas Preston 7. The Senator’s Wife – Sue Miller 8. The Shooters – W. E. B. Griffin 9. Double Cross – James Patterson 10. T is for Trespass – Sue Grafton New York Times 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Rose of Sebastopol – Katharine McMahon 3. On Chesil Beach – Ian McEwan 4. Random Acts of Heroic Love – Danny Scheinmann 5. The Kite Runner – Khaled Hosseini 6. The Book Thief – Markus Zusak 7. Lord of the Flies – William Golding, et al. 8. PS, I Love You – Cecelia Ahern 9. No Country for Old Men – Cormac McCarthy 10. Mister Pip – Lloyd Jones Waterstone’s 1. Overlook - Michael Connelly 2. Blood Brothers - Nora Roberts 3. On Checil Beach - Ian McEwan 4. Atonement - Ian McEwan 5. Not Dead Enough - Peter James 6. Alexandria Link - Steve Berry 7. Mephisto Club - Tess Gerritsen 8. Success Principles - Jack Canfield 9. Wives of the East Wind - Liu Hong 10. Killing Ground - Jack Higgins Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SVO UPPTEKNIR sem við erum af sagnaarfi okkar gleymum við því iðulega að aðrar þjóðir eiga sinn arf síst ómerkari. Írar eru þannig auðugir að gömlum sögum, en þær eru reyndar margar öllu ævintýra- legri en Íslendingasögur; minna eina helst á ridd- arasögur á við þær sem finna má í Fornaldarsögum Norðurlanda sem Forni gaf út á fimmta áratug síð- ustu aldar. Meðal merkustu sagna Íra eru þær sem segja frá hetjunni Cú Chulainn, þar helst Táin Bó Cúailnge sem kom út hjá Penguin í nýrri og skemmtilegri þýð- ingu Ciarans Carsons sl. haust. Táin Bó Cúailnge hafa menn ýmist snarað sem kúarekstur Coooleys eða Cooley nautgriparánið en Ciaran Carson leiðir rök að því að eins mætti snara heitinu sem sagnabálkur á skinni. Metingur Táin segir frá því er þau eiga tal saman Medb drottning og Ailill konungur Connacht á Vestur- Írlandi. Þau eru að metast um auðævi og komast að því að það eina sem Ailill hefur fram yfir Medb er naut mikið, Finnbhennach. Medb finnst þetta ótækt og ákveður að komast yfir annað naut, Donn Cuailnge frá Cooley. Ekki tekst það með góðu og hún safnar því her manna og heldur til Ulster, sem er í dag Norður- Írland, að sækja nautið. Það vill svo til að allir karlar í Ulster eru ófærir um að berjast vegna bölvunar sem lögð var á þá löngu áður. Einn Ulstermaður er undanskilin álögunum, hetjan Cú Chulainn (stundum ritað Cúchulainn), sem tekur að sér að tefja fyrir hernum með hreystiverkum og klækjum. Fyrir vikið er stór hluti Táin frásögn af hetjudáðum hans og þar er af nógu að taka því á hann bíta engin vopn og hver Connacht-kappinn af öðrum fellur í bardaga við Cú Chulainn. Á endanum kemst Medb yfir nautið Donn Cuailnge og flytur það með sér til Connacht en Finn- bhennach kann því illa og ræðst þegar til atlögu við Donn Cuailnge. Síðarnefnda nautið hefur betur í orrahríðinni og drepur Finnbhennach, en svo er af því dregið að það gefur líka upp öndina. Í kjölfarið semja þau frið Medb og Ulstermenn. Ætlað kjánum Hluti af texta Táin er fenginn úr handriti sem úr Leinster-klaustri. Sá munkur sem skráði hefur viljað hafa vaðið fyrir neðan sig því þó að sagan sé á forn- írsku bætir hann við á latínu í lokin: „En ég, sem ritað hef þessa frásögn eða réttara sagt ævintýrasögu, legg engan trúnað á þau atvik sem í henni er lýst. Því sumt í henni er klækir djöfla, annað skáldskaparórar, sumt líklegt en annað ólík- legt og enn annað er ætlað kjánum.“ Forvitnilegar bækur: Írskur þjóðararfur Hetjan Cú Chulainn Táin Bó Cúailnge Meðal merkustu sagna Íra. Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI The Mist kl. 5:30 - 10:30 B.i.16 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 Duggholufólkið kl. 3:45 B.i. 7 ára The Golden Compass kl. 8 B.i. 10 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI TOM HANKS, JULIA ROBERTS OG PHILIP SEYMOR HOFFMAN FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI GAMANSÖMU MYND SEM BYGGÐ ER Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM. TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA. FERÐIN TIL DARJEELING Nú mætast þau aftur! Tvö hættulegustu skrímsli kvikmyndasögunnar í tvöfalt betri mynd! Missið ekki af einum flottasta spennutrylli ársins!! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM Cloverfield kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Aliens vs. Predator 2 kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16 ára The Darjeeling Limited kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára Lust, Caution kl. 6 - 9 B.i. 16 ára I´m not there ath. ótextuð kl. 5:20 B.i. 12 ára The Mist kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ÓTTINN BREYTIR ÖLLU! “... trúlega besta Stephen King mynd í tæpan áratug.” T.V. - Kvikmyndir.is EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! MISTRIÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! STÆRSTA JANÚAROPNUN SÖGUNNAR Í BANDARÍKJUNUM! eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - B.S., FBL eee - S.V., MBL - Kauptu bíómiðann á netinu - „Guði sé lof fyrir Græna ljósið... Anderson nær nýjum hæðum með Darjeeling Limited...mögnuð!” - MMJ, Kvikmyndir.com eeee „Framúrskarandi!” - HJJ, Mbl eeee Cloverfield kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára Brúðguminn kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI eee DÓRI DNA, DV eee - S.V, MBL „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.