Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 11
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞAÐ ÞARF og verður að breyta leikreglunum í íslenskum sjávarút- vegi,“ sagði Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, á Alþingi í gær en hann var málshefjandi í utandagskrárum- ræðum um uppsagnir í fiskvinnslu og atvinnuöryggi í sjávarbyggðum. Kristinn sagði hrinu uppsagna í fiskvinnslu vera beina afleiðingu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í þorskveiðiheimildum. „Framundan eru að óbreyttu gíf- urlegar breytingar í sjávarútvegi. Veiðiheimildir munu sópast á for- ræði fárra fyrirtækja og í hverju þorpinu á fætur öðru munu störfin hverfa sem dögg fyrir sólu og fólkið á eftir þeim. Óbætanlegt tjón verð- ur unnið á landsbyggðinni ef ekk- ert verður aðhafst,“ sagði Kristinn og þótti honum mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki nægilega góðar. „Settar eru tvær milljónir króna í byggðarlag þar sem nær- fellt annar hver maður á atvinnu sína undir sjávarútvegi en 45 millj- ónir króna í byggðarlag þar sem enginn starfar við sjóinn, þar sem enginn starfar í fiskvinnslu, þar sem er engin höfn, þar sem er ekki einu sinni sjór.“ Eins og þorskar á þurru landi Hjá þingmönnum Frjálslyndra og Framsóknarflokksins kom fram krafa um að þorskveiðiheimildir yrðu aftur auknar og Guðni Ágústsson sagði ráðherra ríkis- stjórnarinnar hafa hagað sér eins og þorskar á þurru landi gagnvart sjómönnum, fiskverkafólki og sjáv- arútveginum. „Þeir hafa hvorki heyrt bænir byggðanna né tekið til- lit til þess sem fólkið sagði,“ sagði Guðni og þingmenn Vinstri grænna sögðu fiskveiðistjórnunarkerfið vera komið í þrot. „Fyrirtæki sem hefur starfað óslitið frá árinu 1906, staðið af sér tvær heimsstyrjaldir og efnahagslegar dýfur verður núna að lúta í gras fyrir ranglátu kvótakerfi og einkavæðingu sjáv- arauðlindanna,“ sagði Jón Bjarna- son um þá ákvörðun HB Granda að loka fiskvinnslu á Akranesi. Ekki meinbægni stjórnvalda Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra sagði uppsagnirnar grafalvarlegar og í máli hans kom fram að þær mætti að hluta til rekja til niðurskurðar í þorskkvóta en að fleira kæmi til, m.a. hagræð- ing hjá fyrirtækjunum sjálfum. Ríkisstjórnin hefði gripið til mót- vægisaðgerða og þær þyrftu ákveð- inn tíma til að virka. Einar sagði endurskoðun á nið- urskurði þorskveiðiheimilda ekki tímabæra enda væri verið að ráðast í miklar rannsóknir á þorskstofn- inum. „Það hefur borið við í þessari umræðu eins og stundum áður að menn hafa talað um þessa afla- ákvörðun frá því í sumar sem eins konar meinbægni af minni hálfu eða hálfu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Einar og áréttaði að nauðsynlegt hefði verið að bregðast við upplýs- ingum um að þorskstofninn væri að dragast saman. Þarf að breyta leikreglun- um í sjávarútveginum Árvakur/Valdís Thor Fiskideilur Enn á ný var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði uppsagnir í fiskvinnslu vond tíðindi en áréttaði nauðsyn þess að stunda sjálfbærar og arðbærar fiskveiðar. Í HNOTSKURN » Stjórnvöld ákváðu í sumarað fara að ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og skera þorskveiðiheimildir niður um 60 þúsund tonn. » Stjórnarandstöðunni hafaekki þótt mótvægisaðgerðir vegna þessa nægjanlegar. » Framsókn og Frjálslyndirvildu minni niðurskurð á þorskkvóta en VG hefur stutt ákvörðun stjórnvalda. Fleiri áhrifaþættir en niðurskurður í þorskkvóta MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 11 ALÞINGI Gaman á fundum Valgerður Sverrisdóttir, Framsókn, vakti athygli á því á þingi í gær að að- eins hefur verið lagður fram helm- ingur þeirra mála sem ríkisstjórnin boðaði í haust að yrðu afgreidd í vetur. „Það er voða gaman á rík- isstjórn- arfundum, við lesum það á bloggsíðum, en það er ekki nóg, það þarf að vinna,“ sagði Valgerður og áréttaði að það yrði ekki góður svipur á því ef öll málin yrðu til umræðu rétt fyrir þinglok í vor. Blátt bann Nektarsýningar í atvinnuskyni verða með öllu bannaðar ef frumvarp fjög- urra þingmanna VG verður að lögum en með því er lagt til að undanþágu- heimild fyrir slíkri starfsemi verði felld brott. Í greinargerð segir að erfitt sé að ganga úr skugga um hvort stúlkur sem starfa á nektardansstöðum séu neyddar til þess eða ekki og að ráð- ast þurfi að rótum vandans, þ.e. að eftirspurn eftir líkömum kvenna. Trúlausir velji Kristján Þór Júl- íusson, Sjálfstæð- isflokki, hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu þess efnis að fólki utan trúfélaga verði gefið meira val um hvert sóknargjöld þess renna. Ríkið greiðir sókn- argjöld fyrir hvern einstakling yfir 16 ára aldri til þess trúfélags sem viðkomandi er í en til Háskóla Íslands fyrir þá sem eru ut- an trúfélags. Kristján bendir á að HÍ hafi verið eini háskólinn þegar þetta var samþykkt og að fólk eigi að geta valið um að láta gjaldið renna til ann- ars háskóla. Ný lög um fisk VG mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að kvótakerfið yrði tekið til endurskoðunar í heild sinni á Alþingi. Lagt er til að árið 2010 falli núgild- andi fiskveiðistjórnunarlög á brott og þá taki við ný lög um stjórn fiskveiða. Fram að því starfi nefnd sem móti heildarstefnu í sjávarútvegsmálum. Flutningsmenn vilja meina að mark- mið með núgildandi lögum, s.s. að vernda fiskistofna og efla byggð í landinu, hafi ekki náðst. Frumvarpið féll í grýttan jarðveg hjá stjórnarliðum sem m.a. gagnrýndu VG fyrir að leggja ekki fram neinar tillögur um hvernig eigi að standa að fisk- veiðistjórnun. Valgerður Sverrisdóttir Kristján Þ. Júlíusson „ÉG TEL að það sé bitamunur en ekki fjár hvort flugvöllurinn sé í Vatnsmýrinni eða t.d. á Hólmsheið- inni,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á Alþingi í gær en áréttaði sína skoðun að flugvöll- urinn ætti að vera í Reykjavík. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslyndra, vakti máls á þessu og sagði að það mætti heita nærri einróma afstaða landsbyggð- armanna að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. Benti Krist- inn á að vilji Reykvíkinga til þess hefði aukist auk þess sem stefna nýs borgarmeirihluta væri að hrófla ekki við flugvellinum. Flugvöllurinn sé í Reykjavík Breytir ekki öllu hvar hann verður Árvakur/Golli Enn deilt Staðsetning Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið þrætuepli. ÞETTA HELST … ● Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag. M.a. stendur til að ræða um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra og kl. 15.30 verða fyrirspurnir á dagskrá. Dagskrá þingsins LANGFLESTAR konur sem fara í sérstakt greiningarpróf í framhaldi af niðurstöðum fósturskimunar kjósa að fara í fóstureyðingu ef litn- ingagalli greinist. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnars- sonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, og Guðfríðar Lilju Grét- arsdóttur, sem sat á þingi fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Ef niðurstöður fósturskimunar við 12 vikna meðgöngu leiða í ljós aukn- ar líkur á litningagalla er boðið upp á greiningarpróf sem um 80% kvenna þiggja öllu jafna. Á fjögurrra ára tímabili greindust fimmtíu litninga- gallar á með- göngu og af þeim var 46 fóstrum eytt. Í flestum til- vikum er um Downs-heilkenni- að ræða. Aðeins sjö litn- ingagallar greindust eftir fæðingu og fósturskimunin virkaði því í 88% tilfella. Fjöldi kvenna sem fara í fóstur- skimun við tólf vikna meðgöngu hef- ur jafnframt aukist mjög eða úr um 420 árið 2000 og upp í tæp þrjú þús- und árið 2006. Í svarinu er áréttað að þessar nið- urstöður séu sambærilegar því sem gerist í flestum öðrum löndum þar sem boðið er upp á fósturskimun, fósturgreiningu og erfðaráðgjöf. „Þar, eins og hér, velja flestar konur fóstureyðingu ef alvarleg vandamál greinast. Valið fer með öðrum orðum yfirleitt fram áður en konan kemur í skimun. Hún og maki hennar eru búin að hugsa dæmið til enda áður en valið er að fara í skim- un,“ segir í svarinu og tekið er fram að fóstureyðingar vegna litninga- galla séu aðeins brot af heildarfjölda fóstureyðinga sem séu um og yfir 800 á ári. Fósturskimun bönnuð í Noregi Kristinn og Guðfríður Lilja ósk- uðu einnig upplýsinga um hvernig þessum málum er háttað á hinum Norðurlöndunum en litlar heimtur voru á upplýsingum þaðan, að því er fram kemur í svarinu. Noregur sker sig hins vegar úr á Norðurlöndunum en þar er fósturskimun bönnuð nema konan sé haldin kvíða. Vinnulagið hér á landi er ámóta og í Bretlandi. Oftast óskað eftir fóstureyðingu 46 af 50 fóstrum eytt þegar litningagalli greinist í skimun og greiningarprófi Guðlaugur Þór Þórðarson ÍSLAND er ofið í Evrópusamrun- ann þótt það sé ekki aðildarríki að Evrópusambandinu (ESB), að því er fram kemur í nýrri skýrslu utanrík- isráðherra um Ísland á innri mark- aði Evrópu. Skýrslan var lögð fram á Alþingi í gær en verður rædd á fimmtudag. Í skýrslunni segir að samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nái yfir það sem kalla megi hjarta ESB, þ.e. frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks milli aðildarríkjanna. Reglur sem samþykktar séu á grunni samningsins leggi skyldur á herðar íslenskra stjórnvalda en að framkvæmdin nái til mun fleiri aðila, s.s. sveitarfélaga landsins og vinnu- markaðarins. Í skýrslunni er bent á að Ísland hafi gerst virkur þátttakandi í Evr- ópusamrunanum með aðild sinni að EFTA árið 1970. Þátttakan í EES hafi síðan gjörbreytt umgjörð ís- lensks samfélags og náin samvinna við Evrópuríki sé undirstaða góðra lífskjara á Íslandi í dag. Ísland standi því nálægt kjarna samrunans. „Mikilvægt er að allir aðilar sem koma að málum á þessu sviði hafi þetta hugfast því hagsmunirnir eru ríkir og kalla í raun á það að Ísland komi fram á þessu sviði líkt og um væri að ræða aðildarríki ESB,“ segir í skýrslunni. Ísland í hringiðu Evrópusamrunans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.