Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGREGLUMENN á höfuðborg- arsvæðinu eru langt frá því að vera sáttir við hagræðinguna sem fram- undan er hjá lög- reglunni á höfuð- borgarsvæðinu, að sögn Sveins Ingibergs Magn- ússonar, for- manns Lands- sambands lögreglumanna. „Menn höfðu ákveðnar vænt- ingar þegar emb- ættin voru sam- einuð en svo blasir við að menn eru að berjast í bökkum til að halda emb- ættinu innan fjárheimilda. Ýmislegt sem menn ætluðu sér með þessum breytingum, nýjungar og þróun á starfi lögreglunnar, hefur ekki náð fram að ganga út af þessum fjár- hagslegu hremmingum. Þar að auki snertir þetta tekjumöguleika manna,“ segir Sveinn. Best væri ef Alþingi samþykkti aukin framlög til lögreglu. Eitt helsta ágreiningsmálið þessa stundina snýst um tillögu að breyt- ingu á bakvaktakerfi rannsóknarlög- reglumanna en embætti lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu og Landssambandið deila um hvort embættið geti breytt því einhliða eða hvort semja þurfi um breytingarnar. Í stuttu máli leggur embættið til að vaktakerfinu verði breytt þannig að rannsóknarlögreglumenn sem eru á bakvakt um helgar verði á bak- vakt frá föstudagskvöldi til laugar- dagsmorguns. Í stað þess að koma inn á stöð um morguninn og fara á venjulega vakt með viðveru á lög- reglustöðinni, eins og verið hefur, myndu þeir hætta á bakvakt um morguninn og vera í fríi yfir daginn en taka aftur við bakvakt á laugar- dagskvöldi. Þetta endurtæki sig síð- an á sunnudegi en bakvaktinni lýkur á mánudagsmorgni. Að sögn Sveins hefði þessi tillaga í för með sér að rannsóknarlögreglu- mennirnir yrðu að vinna fleiri helgar en nú er og þar að auki drægjust tekjur þeirra verulega saman. Með þessu móti hyggst embættið spara 11 milljónir en gera má ráð fyrir því að næstum öll sú fjárhæð hafi áður runnið í vasa lögreglumannanna sem launagreiðslur. Viðræður standa yfir um þessa tillögu en enn sem komið er hafi engin niðurstaða fengist. Sveinn bendir auk þess á að lög- regluliðið hafi verið undirmannað sem valdi auknu álagi. Óánægja innan liðsins hefur verið áberandi og má t.d. minna á forsíðu Lögreglublaðsins í sumar en hana prýddi brostin lögreglustjarna. „Það er mikið álag, þetta er streitumikið starf og fáliðaðar sveitir við vinnu. Allt leggst á eitt – það er kurr í hópn- um,“ segir Sveinn. Ekki hafi þó borið mikið á uppsögnum reyndra manna undanfarið, líkt og í fyrra og segir Sveinn að hugsanlega hafi 30.000 króna aukagreiðsla á mánuði sem lögreglumenn fengu, gert sitt gagn. Auk þess hafi blikurnar sem eru á lofti í efnahagslífinu sjálfsagt haft einhver áhrif. Harðari heimur Sveinn segir að skyldur lögregl- unnar og álag á lögreglumenn hafi aukist undanfarin ár. Lögregla hafi t.d. tekið við eftirliti með útlending- um eftir að eftirlit á landamærum við Schengen-ríki lagðist af, lögregla sé að rannsaka flóknari brot en áður, t.d. tölvuglæpi og útbreiðslu barna- kláms á netinu. Þar að auki hafi of- beldi gegn lögreglumönnum færst í aukana. „Þetta er harðari heimur sem við vinnum í,“ segir hann. Óánægja vegna sparnaðar  Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu eru ósáttir við hagræðingu sem embættið hefur gripið til  Höfðu væntingar til sameiningarinnar sem hafa ekki allar ræst Sveinn Ingiberg Magnússon Árvakur/Júlíus „ÞETTA breytir í sjálfu sér engu fyrir okkur,“ segir Þórólfur Guðna- son, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, spurður hvort viðbún- aðarstigi hér á landi verði breytt í kjölfar frétta undanfarinna daga um að a.m.k. tveir Indónesar hafi látist af völdum fuglaflensuveirunnar í heimalandi sínu. Samkvæmt kvarða almannavarna á Íslandi erum við nú á viðbúnaðarstigi 3. Áður en viðbún- aður verður aukinn þarf ýmislegt að ganga á úti í heimi, veiran að smitast meira milli manna en hún hefur hingað til gert og hópsýkinga af hennar völdum að verða vart. Spurður hvort ferðamenn ættu að hafa varann á segir Þórólfur að þeir ættu að forðast samneyti við fiðurfé. „En fyrir venjulegan ferðamann er hætta á smiti lítil.“ Lítil hætta á fuglaflensu Reuters Endastöð Kjúklingar á leið til slátrunar í Indónesíu. EINS og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum gagnrýndi hljómsveitin Benny Crespo’s Gang samning STEFs við ljósvakamiðla í kjölfarið á því að Stöð 2 notaði lag sveitarinnar í dagskrárauglýsingu án þess að samráð væri haft við sveitina. Kári Sturluson, umboðsmaður hljóm- sveitarinnar, fór í kjölfarið þess á leit við STEF að samningurinn við ljósvakamiðla yrði endurskoðaður með tilliti til breytts landslags á ljós- vakamarkaði en sá samningur veitti ljósvakamiðlum fullt leyfi til að nota hvaða lag sem er í dagskrárauglýs- ingar, án samráðs við tónskáld eða eigendur flutningsréttar. Í síðustu viku var málið tekið fyrir á stjórnarfundi STEFs og þar lagði stjórnin til að vinnureglur yrðu end- urskoðaðar með gagnrýni hljóm- sveitarinnar í huga en líkt og Kári benti á getur hljómsveit orðið af um- talsverðum fjárhæðum í þessu sam- bandi auk þess sem hann telur að það sé réttur hvers tónskálds að það hafi um það að segja hvort tónverkið sé notað til að auglýsa vöru. Kári segir fréttirnar af skjótum viðbrögðum STEFs mikið ánægju- efni enda um mikið hagsmunamál að ræða. „Ég vil hrósa Eiríki Tóm- assyni, framkvæmdastjóra STEFs, fyrir að vera skjótur til og skilja þann punkt okkar að málið snýst að- allega um svokallaðan sæmdarrétt þ.e. að höfundur, flytjandi og hljóm- plötuframleiðandi hafi val um að segja já eða nei.“ Eiríkur Tómasson segir að stjórn STEFs hafi ákveðið að það sé ástæða til þess að endurskoða framkvæmd samningsins þannig að samþykki tónskálda liggi fyrir áður en tónverk þeirra séu notuð í dagskrárauglýs- ingar sjónvarpsstöðva.“ STEF muni leita eftir því að túlkun á samn- ingnum verði breytt en vilji ekki að þeir verði endurskoðaðir enda séu þeir ekki lausir fyrr en um hver ára- mót. Endurskoða vinnu- reglurnar Kári Sturluson Eiríkur Tómasson MIKIÐ fjölmenni var í verslun Bón- uss á Seltjarnarnesi í gær, en þar hafa vörur verið seldar með mikl- um afslætti þar sem loka á versl- uninni. Mikil röð hafði myndast við verslunina þegar hún var opnuð í gærmorgun og örtröð var í versl- uninni fram eftir degi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu verslanakeðjunnar verð- ur verslunin opin svo lengi sem vörur eru enn til. Lokun verslunar- innar tengist því að nk. laugardag verður ný Bónusverslun opnuð við Fiskislóð í Vesturbæ Reykjavíkur. Örtröð í verslun Bón- uss á Nesinu Árvakur/Golli SKÝRSLA Moody’s um stöðu ís- lenska ríkisins kom til umræðu á Alþingi í gær í fyrirspurnartíma. Geir H. Haarde forsætisráðherra svaraði fyrirspurn Illuga Gunnars- sonar á þann veg að skýrslan væri jákvæður vitnisburður um fjárhags- stöðu ríkissjóðs. Gríðarlega mikil- vægt væri að lánshæfiseinkunn rík- isins upp á Aaa stæði óhögguð. Geir sagði það hins vegar rangt, sem fram hefði komið í fréttum, að það væri niðurstaða Moody’s að best væri að íslensku bankarnir flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Hvorki væri mælt með því í skýrsl- unni eða hvatt til þess. „Það stendur að ef þeir myndu gera það, ef þeir færu úr landi, þá myndi óbeina ábyrgðin, sem talin er hvíla á ríkissjóði vegna starfsemi þeirra, minnka. Vissulega er það rétt, með sama hætti mætti segja að sú ábyrgð myndi minnka veru- lega ef þeir hættu starfsemi sinni,“ sagði Geir. Forsætisráðherra sagði að fram kæmi í skýrslunni að fjár- hagsstaða bankanna væri traust, þrátt fyrir erfiðleika á fjármagns- mörkuðum, og uppgjör þeirra sýndu það fram að þessu. Efna- hagsstaða ríkisins væri sömuleiðis sterk, það væri mikilvægur bak- hjarl fyrir öfluga fjármálastarfsemi í landinu. Það yrði síðan skoðað eft- ir atvikum á hverjum tíma, hvort auka þyrfti laust fé fyrir bankana. Skoða má þrjár leiðir Bjarni Harðarson spurði Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra jafnframt að því á Alþingi í gær hvaða leiðir væru færar til að mæta erfiðleikum á fjármálamörkuðum. Með Seðlabankann sem minnsta banka landsins hefðu Íslendingar ekki sömu möguleika og margar aðrar þjóðir til að mæta þeirri fjár- málakreppu sem riði yfir veröldina. Björgvin sagði enga kreppu ríkja hér á landi eða annars staðar. Nið- urstaðan í skýrslu Moody’s væri mjög góð bæði fyrir ríkið og bank- ana. Stjórnvöld gætu mætt lausa- fjárbresti, varið innstæður og forð- ast greiðsluþrengingar, jafnvel við sérstaklega erfið skilyrði. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björgvin að ef svo illa færi að ís- lensku bankarnir yrðu of stórir fyr- ir ríkið, eða öllu heldur Seðlabank- ann, þá þyrfti að skoða einkum þrjár leiðir. Í fyrsta lagi að koma á samstarfi milli myntsvæða seðla- bankanna, í öðru lagi að auka vara- sjóð Seðlabankans og í þriðja lagi hvort eða hvenær íslenska krónan yrði of lítil fyrir bankana. Spurður með hvaða hætti ríkið geti ábyrgst rekstur bankanna ef illa fari, líkt og Björgvin hefur hald- ið fram, þá segist hann hafa átt við Seðlabankann. Þar kveði lög á um að Seðlabankinn ábyrgist bankana upp að ákveðnu marki, m.a. með því að tryggja þeim lausafé. Bendir Björgvin á að væri Ísland aðili að evrópska myntbandalaginu yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl ís- lensku bankanna og lánveitandi til þrautavara. Ekki þörf á viðbúnaði Björgvin segir skýrslu Moody’s um íslenska ríkið vera gleðiefni, hún bendi á hvað skoða þurfi betur eftir að íslensku bankarnir hafi náð ævintýralega miklum vexti. Hann segist ekki túlka skýrsluna á þann veg að kasta beri íslensku krón- unni. „Ég les út úr henni að íslenska krónan, þetta litla myntsvæði, stendur alveg undir þeim ábyrgð- um sem á hana eru lagðar með út- rás bankanna og vexti erlendis. Hins vegar er varað við því í skýrsl- unni, að ef bankarnir vaxa enn frekar, sem við gefum okkur að þeir geri, þurfi að skoða sérstak- lega hvort krónan sé of lítil og hvernig bregðast skuli við. Skýrsl- an er að vísa okkur veginn með já- kvæðum hætti,“ segir Björgvin. Hann segir vel fylgst með stöðu bankanna og Seðlabankans og ekki hafi verið talin þörf á aukaviðbún- aði. Seðlabankinn geti uppfyllt þau þrautarákvæði sem séu til staðar. Vitnisburður Moody’s jákvæður um stöðu ríkisins Viðskiptaráðherra segir Seðlabankann ábyrgjast bankana upp að ákveðnu marki Björgvin G. Sigurðsson Geir H. Haarde Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.