Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 9 FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HALLDÓR Einarsson í Henson afhendir eftir helgi fyrrverandi leikmanni enska knattspyrnuliðs- ins Manchester United ágóða af sölu minningarpeysu sem hann gerði í tilefni þess að 6. febrúar næstkomandi verða 50 ár liðin frá því átta leikmenn félagsins létust í flugslysi í Þýskalandi. Þegar eitthvað merkilegt gerist í fótboltanum er Halldór Einarsson yfirleitt ekki víðs fjarri. Hann hef- ur staðið vaktina með eiginkonunni Esther Magnúsdóttur í framleiðslu íþróttafata hjá Henson frá því þau stofnuðu fyrirtækið 1969 og hefur oft bryddað upp á ýmsum nýjung- um. Henson hefur framleitt íþrótta- fatnað fyrir mörg innlend sem er- lend íþróttalið. Á meðal enskra fót- boltaliða sem hafa klæðst búningum frá Henson má nefna Aston Villa, Bristol Rovers, Bournemouth, Torquy og Peter- borough. Hugmynd að veruleika Á nýliðnu sumri hafði Guðjón Ingi Eiríksson, mikill stuðnings- maður Manchester United, sam- band við Halldór og stakk að hon- um þeirri hugmynd hvort ekki væri ástæða til að búa til treyju til minningar um flugslysið í Mün- chen. Halldór hreifst af hugmynd- inni og hafði samband við lögfræð- ing í Manchester til að kanna rétt sinn til að framleiða slíka treyju. Þegar hann sagði ekkert því til fyrirstöðu setti hann sig í samband við Manchester United og spurði hvort það ætlaði að gera eitthvað í tilefni tímamótanna. Hann fékk þau svör að til stæði að spila í bún- ingum án auglýsinga í næsta leik eftir 6. febrúar en það stangaðist ekki á við gerð sérstakrar treyju. Næst spurði hann hvort til væri minningarsjóður til styrktar þeim sem ættu um sárt að binda í kjöl- far flugslyssins og komst að því að svo var ekki. Þá grennslaðist hann fyrir um hver þeirra, sem lenti í flugslysinu, þyrfti helst á stuðningi að halda og komst að því að fram- herjinn fyrrverandi, Albert Scanlon, væri maðurinn. „Hann virðist hafa farið mjög illa út úr þessu slysi,“ segir Halldór og vísar meðal annars til skamms ferils leikmannsins, en í hópi þeirra, sem líka komust af, var Bobby Charlton, leikmaður heimsmeist- ara Englands 1966. Rauða minningartreyjan hefur fyrst og fremst verið seld hjá stuðningsmannafélagi Manhcester United, Jóa útherja og Ástund. Halldór segir að það sem geri hana sérstaka sé sorgarband á hægri upphandlegg, þar sem nöfn þeirra sem létust séu skráð gylltum stöf- um. Í hálsmálinu sé svo dagsetn- ingin 6. febrúar 1958 og á bakinu talan 8 saumuð niður eins og var í gamla daga. Halldór hittir Albert Scanlon á Old Trafford, heimavelli Manchest- er United, á mánudag og afhendir honum ágóðann af sölu treyjunnar. Henson minnist flugslyssins í München fyrir hálfri öld Selur treyjur til styrktar leikmanni United Árvakur/Golli Tímamót Halldór Einarsson með treyju sem hann framleiddi til að minnast þess að 50 ár eru síðan átta leikmenn Manchester United létust í flugslysi. JÓHANNA Sig- urðardóttir, fé- lags- og trygg- ingamálaráð- herra, hefur skipað starfshóp sem falið verður að vinna að- gerðaáætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet vel- ferðarkerfisins. Björk Vilhelms- dóttir borgarfulltrúi er formaður hópsins. Starfshópurinn á meðal annars að hafa hliðsjón af þeim aðgerðum til að vinna bug á fátækt sem lagðar voru til í skýrslu forsætisráðherra um fátækt á Íslandi og annarri skýrslu forsætisráðherra um fá- tækt barna og hag þeirra. Starfshópurinn á jafnframt að afla sér upplýsinga um skýrslur og rannsóknir sem unnar hafa verið á vegum hagsmunasamtaka, frjálsra félagasamtaka og sérfræðinga varðandi fátækt á Íslandi. Auk Bjarkar eru í starfshópnum Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir, Vilborg Kristín Oddsdóttir, Gunnar Sandholt og Einar Árnason. Starfshópur gegn fátækt Björk Vilhelmsdóttir GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra hefur skipað fyrstu stjórn nýrrar sjúkratrygg- ingastofnunar sem tekur að fullu til starfa í haust. Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri verður formað- ur stjórnar sjúkratryggingastofn- unar, sem ætlað er að semja um og kaupa heilbrigðisþjónustu fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Stofnunin varð til með lögum sem tóku gildi um áramót. Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingar hefji að fullu starfsemi sína í haust. Aðrir í stjórn stofnunarinnar eru: Magnús Árni Magnússon hagfræð- ingur, Þórir Haraldsson lögfræð- ingur, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og Arna Lára Jónsdóttir stjórnmálafræðingur. Skipar í stjórn Sjúkra- trygginga Benedikt Jóhannesson AÐGERÐIR til að draga úr umferð- arslysum í Reykjavík hafa skilað miklum árangri samkvæmt nýrri skýrslu Framkvæmdasviðs Reykja- víkurborgar um bætt umferðar- öryggi í Reykjavík. Skýrslan nær til áranna 1996- 2006 og kemur meðal annars fram að umferðarslysum í borginni fækkaði á tímabilinu úr 603 árið 1996 í 316 árið 2006. Alvarlegum slysum fækkaði einnig um tæplega helming. Þau voru 78 árið 1996 en 40 í lok tíma- bilsins. Skýrsluhöfundur leiðir að því líkum að reglugerð um ökuferil- skrá og punktakerfi árið 1999 hafi haft marktæk áhrif til fækkunar á umferðarslysum, einkum alvarlegri slysum. Sjá nánar á vef framkvæmda- sviðs, www.reykjavik.is. Umferðar- slysum fækkar SLÁTURFÉLAG Suðurlands, sem flytur inn áburð undir merkjum Yara, birti á mánudag verð á áburði. Með því að bera saman verð á milli júní 2007 og dagsins í dag sést að áburðarverð hefur hækkað á bilinu 36-80%. Um þetta er fjallað á heimasíðu kúabænda, naut.is, og greint frá verði einstakra tegunda. Hjá Yara geta bændur fengið afslátt á áburði ef þeir panta á ákveðnum tímum. Þannig er afslátturinn 10% af lista- verði (sem kallað er júníverð) í jan- úar og febrúar. Í mars lækkar af- sláttarprósentan í 6%, í 4% í apríl og loks í 2% í maí. Eftir 1. maí er enginn afsláttur gefinn af lista- verði. 36-80% hækkun á áburði TRÚNAÐARRÁÐ Kennarafélags Reykjavíkur fagnar því að kennarar sem starfa hjá Kópavogsbæ og Garðabæ fái aukagreiðslur í formi mánaðarlegra álagsgreiðslna eða eingreiðslu. „Mikil starfsmannavelta, sem er afleiðing af bágum launum, er stað- reynd í grunnskólum Reykjavíkur- borgar. Í Reykjavík eru tæplega tuttugu kennarastöður lausar til um- sóknar og erfitt er að fá kennara til starfa á þeim kjörum sem Reykja- víkurborg býður grunnskólakennur- um upp á. Trúnaðarráð Kennarafélags Reykjavíkur skorar á Reykjavíkur- borg að fylgja nú þegar fordæmi ná- grannasveitarfélaga og greiða grunnskólakennurum sérstaklega vegna aukins álags í starfi vegna starfsmannaeklu,“ segir í ályktun. Borgin fylgi fordæmi Á VEFNUM Liðin tíð, sem Jónas Ragnarsson hefur umsjón með, birt- ist eftirfarandi pistill: Jóhannes Sveinsson Kjarval list- málari skrifaði grein um Laugaveg- inn og Reykjavík í Morgunblaðið í mars 1923. „Laugavegurinn er svo formfull og laðandi gata að hreinasta yndi er að ganga hana, ef hún væri bara hreinlegri en hún er og ef hún væri sléttuð og snyrtilega um hana hugsað.“ Honum fannst Laugaveg- urinn mýksta gata sem til væri í nokkurri borg. „Þegar fram líða stundir verður Laugavegurinn ein af uppáhaldsgötum höfuðstaðarbúa og allra sem hingað koma.“ En hvað fannst listamann- inum vanta til þess að Reykja- vík stæði jafn- fætis öðrum stór- borgum. Hann sagði að það væru ekki stórhýsi og fagur byggingar- stíll sem sköpuðu menningarbrag- inn. „Það er samræmið. Það er vit- andi nægjusemin byggð á útreikn- ingi eftir ákveðnum lögum og heppni einstöku sinnum,“ sagði Kjarval. Kjarval var sannspár Kjarval LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu segir að nokkuð beri á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum og hafi lögreglumenn haft afskipti af allmörgum öku- mönnum vegna slíks, m.a. við grunnskóla en þar megi lítið út af bregða í skammdeginu. Biður lögreglan ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðum en með því sé öryggi allra betur tryggt. Allt að 5 þúsund króna sekt ligg- ur við broti af þessu tagi. Sekt fyrir að skafa ekki af framrúðunum Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Enn meiri verðlækkun LAGERSÖLU LÝKUR Á FIMMTUDAGINN 50-80% AFSLÁTTUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi ,,Læs“ á átta vikum Byrjendanámskeið í lestri. Næsta lestrarnámskeið hefst 6. febrúar og lýkur 27. mars Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum en hentar líka eldri börnum sem hefur borið upp á sker í lestrinum. Kennt er hálftíma á dag fjórum sinnum í viku. Hópar eru fjórir kl. 8.00 8.30 9.00 og 16.00 Verð kr. 30.000, námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.