Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækur Þorvaldar Thoroddsen Ferðabók 1-4, Lýsing Íslands 1-4, Landfræðisaga 1-4, Árferði á Íslandi, allt frumprent, samstætt band, selst saman. Upplýsingar í síma 898 9475. Gisting Vetrargisting í Reykjavík 2008 Til leigu nýjar 3ja herb. íbúðir, 2 dagar eða fleiri. Öll þægindi, rúm fyrir 4-5. Frítt net. Fallegt útsýni. Rólegt og gott heimili í Borginni. "eyjasolibu- dir.is" S. 698 9874 og 898 6033. Heilsa Mikið úrval fæðubótarefna Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer Ármúla 32. Sími 544 8000 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18. Húsnæði í boði Til sölu Veghús 31 íbúð 903, 92 m² Góð 3 herb. íbúð á 9. hæð í 10 hæða lyftublokk. Gott ÍLS-lán áhvílandi. Laus núna. Lækkað verð niður í 21,9 m.kr. Opið hús fimmtud kl. 16-16,30. Uppl. í 896 3867. Húsnæði óskast Íbúð óskast! Einstæð móðir óskar eftir 3ja herb. íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu á allt að 90 þús á mán. sími: 892 9418. Reglusöm og skilvís, með meðmæli. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Vertu þín eigin ferðaskrifstofa Spennandi námskeið: Vertu þín eigin ferðaskrifstofa, 13. febrúar n.k. Lærðu að nota netið til að skipu- leggja ferðalagið og spara. Uppl. á www.ferdalangur.net. PMC Silfursmíði. Grunnnámskeið helgina 2 og 3 febrúar.Uppl. www.listnam.is skráning sími 6950495 Föndur Prjón - prjón Vantar flínkar prjónakonur til að prjóna lopapeysur. Bæði hefðbundnar og eftir nýjum uppskriftum. Áhugasamir hafi samband við Ásdísi í síma 693 4072 eða í versluninni Diza, Laugavegi 44. Til sölu Stórir skór.is hætta 30% afsláttur af öllum dömuskóm í stærðum 42-44 og herraskóm í stærðum 47-50. Opið þriðjudaga til föstudaga kl.16- 18,30, laugardaga 11-14. Ásta skósali, Súðarvogi 7, sími 553 60 60. Verslun ÚTSALA, ÚTSALA: Allt að 60% afsláttur á völdum vörum!! Árshátíðar- kjólar og undirföt www.orkidea.is Byggingavörur HALOGEN LJÓSKASTARAR, mikið úrval. KASTARAR Á GRIND MEÐ SNÚRU OG PERU, 150W: 1,095 kr., 500W: 1,370 kr., 1000W: 2,299 kr. VERKFÆRALAGERINN ehf., Skeifunni 8. Sími 588 6090. vl@simnet.is Ýmislegt Vantar þig sal fyrir veislu? Alhliða veisluþjónusta, stórar sem smáar veislur. Upplýsingar í s. 567 8197. Netfang: eldhus@heittogkalt.is Kirkjustétt 2-6, Reykjavík. Úrval af herrakuldaskóm úr leðri með gæruskinnsfóðri. Verð frá 6.885.- til 12.500.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar Audi Allroad 2003. Ek. 95 þús. mílur. 2,7 vél með 2 túrb- ínum, 250 hö. Beinskiptur. Hækkan- leg loftpúðafjöðrun, leður, topplúga, rafmagn í öllu, Bose-hljóðkerfi. Lúxusbíll með öllu hugsanlegu og sér ekki á honum. Verð: 2,6 millj. Upplýsingar í síma 899 2005. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Húsviðhald Rennur og niðurföll Tek að mér uppsetningar/lagfæringar á rennum og niðurföllum og alla al- menna smíðavinnu. Uppl. í síma 694 8448, Ólafur. Lyftarar Til sölu BobCat T3571 skotbómulyftari, árg. 2005. Lyftigeta 3.5 tonn, notk. 1600 klst. Glussakrókur að aftan. Skófla og gafflar. Tækið er í toppstandi, selst yfirfarinn og smurður, verð 3,8 m. án/vsk. Mögulegt að yfirtaka kaup- leigusamning. Allar upplýsingar í s. 892 0566. Smáauglýsingar sími 569 1100 Mistök í myndbirtingu RÖNG mynd var birt með viðtali á bls. 22 í Morgun- blaðinu 29. jan- úar. Mynd af réttum manni, Guðmundi Ingvasyni, birt- ist hér með. Beð- ist er velvirð- ingar á mistök- unum. Myndabrengl Myndabrengl urðu þegar birt var grein eftir Hallgrím Helga Helgason undir fyrirsögninni Ógæfuleg fyrir- mynd í Morg- unblaðinu í gær. Hér birtist rétt mynd af Hall- grími Helga Helgasyni. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Lausafjárstaða Í FRÉTT á bls. 14 í blaðinu í gær af umfjöllun erlendra fjölmiðla um Kaupþing og hollenska bankann NICB var vitnað í The Daily Tele- graph um að Fjármálaeftirlitið myndi geti skipað Kaupþingi að afla meira fjár til að „styrkja eig- infjárstöðuna“. Þarna átti að standa „styrkja lausafjárstöðuna“. LEIÐRÉTT Guðmundur Ingvason Hallgrímur Helgi Helgason Kæri frændi. Mig langar að þakka þér allar ánægjustundir og allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Sendi Hrafnhildi, Ínu, Björgu og Ragnheiði og fjölskyldum og systrum hans og fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Með þessum orðum kveð ég góðan dreng sem horfinn er nú frá okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðný Ragnarsdóttir, börn og fjölskyldur þeirra. Kveðja frá Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar Sunnudaginn 20. janúar, þegar Skúli Þórsson ✝ Skúli Þórssonfæddist í Reykjavík 31. maí 1943. Hann lést 20. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju 28. janúar. Hafnarfjörður skart- aði sínu fegursta með snjó og sól, lést góður vinur og félagi Skúli Þórsson. Hann var bú- inn að eiga í stríði við sjúkdóm sem hann þurfti að lokum að lúta í lægra haldi fyrir en var alltaf hress og bar sig vel. Ég kynntist Skúla fyrir allmörgum árum þegar hann settist í stjórn Krabbameins- félags Hafnarfjarðar og það voru mín forréttindi að kynn- ast slíkum manni. Skúli var einstak- lega traustur maður og greiðvikinn og gott að leita til hans. Sem stjórnarmaður hjá Krabba- meinsfélagi Hafnarfjarðar gaf hann mikið af sér. Hann var alltaf til stað- ar og tilbúinn að leggja sitt af mörk- um. Ef eitthvað var um að vera á vegum Krabbameinsfélagsins var hægt að treysta á að Skúli mætti og ávallt með Hrafnhildi – nú síðast í desember á aðventukvöld Krabba- meinsfélagsins. Hann lét veikindin ekki aftra sér. Hrafnhildur alltaf svo falleg og hlýleg við hlið hans. Skúli hafði ákveðnar skoðanir en var alltaf sanngjarn. Í gegnum árin tókst með okkur mikil vinátta og mér er sérstaklega dýrmæt minningin um heimsókn til þeirra Hrafnhildar og Skúla rétt fyr- ir jólin. Við sátum og spjölluðum en tíminn leið alltof hratt. Skúla verður sárt saknað. Elsku Hrafnhildur, við vottum þér og dætrum ykkar innilegustu samúð og megi minningin um góðan dreng alltaf lifa með okkur. Þóra Hrönn Njálsdóttir formaður. Mig langar að minn- ast hennar ömmu minnar í nokkrum orð- um. Sallý amma var fædd á Ísafirði árið 1914. Hún á var fjórða elst í 19 systk- ina hópi en 13 þeirra komust til full- orðinsára. Amma ólst upp hjá foreldr- um sínum til fimm ára aldurs en þá var hún tekin í fóstur til móðurömmu sinnar. Amma bjó á Ísafirði til 15 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur og vann sem vinnukona hjá lækni. Amma var 22 ára gömul þegar hún giftist afa og ári seinna eignuðust þau sitt fyrsta barn. Börnin urðu þrjú. Afi var rakarameistari og um tíma bjó fjölskyldan á Akranesi en fluttist síð- an til Reykjavíkur árið 1956. Þau bjuggu lengst af á Njálsgötu 58 og rak afi þar rakarastofu. Eftir að amma hætti að vinna var hún heima að sinna því sem þurfti. Í minningunni voru heimsóknir á Njálsgötuna tíðar. Ef farið var í bæ- inn var alltaf kíkt inn á Njálsgötunni. Þetta vandi ég mig á þegar ég varð eldri og fór að fara sjálf á bæjarrölt. Þetta varð að hefð. Heimili þeirra var hlýlegt og fallegt. Þar var pínulítið eldhús en alltaf pláss fyrir alla í há- degismat. Amma sá um að allir fengju nóg að borða og eftir matinn lagði afi Salvör Kristrún Veturliðadóttir ✝ Salvör KristrúnVeturliðadóttir fæddist á Ísafirði 24. september 1914. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 15. janúar síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Háteigs- kirkju 25. janúar. sig í bókastofunni. Meðan ég var barn fannst mér spennandi að leika mér á efri hæð- inni og í stiganum. Þau áttu einnig lítinn garð og hægt var að búa til ævintýraheim í kring- um litla burstabæinn sem var í garðinum. Þegar ég varð eldri fór ég oftar en ekki til ömmu til að spjalla og hjálpa til við eitthvað. Pússa silfrið fyrir jólin, þurrka af og jafnvel skreppa út í búð. Árið 1996 seldu afi og amma litla gula húsið við Njálsgötuna. Húsið var á tveimur hæðum og þau áttu orðið erfitt með að fara upp stigann. Þau keyptu sér íbúð neðar á Njálsgötunni. Við amma töluðum oft um flutn- ingana. Að kaupa sér íbúð og flytja á níræðisaldri! Afi hélt áfram að klippa eftir að þau voru flutt. Hann klippti í aukaherberginu og amma hitaði kaffi og smurði fyrir gesti og gangandi. Nokkrum mánuðum eftir flutning- inn lést afi. Mér finnst eins og amma hafi misst taktinn eftir það. Hún sakn- aði hans mikið. Fyrstu dagana eftir fráfall afa bjó ég nánast hjá ömmu. Ég gisti hjá henni um tíma og reyndi að styðja við hana. Amma hélt heimili áfram í nokkur ár og ég á margar góð- ar minningar frá þeim tíma með ömmu. Amma flutti árið 2003 á Drop- laugarstaði og henni leið vel þar. Þar hafði hún fallegu hlutina sína, heklaði dúllur og starfsfólkið hugsaði vel um hana. Amma var sátt við að fara. Hvíl í friði, elsku amma mín. Helga. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.