Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 28
✝ Helga Ingi-mundardóttir fæddist í Kald- árholti í Holta- hreppi í Rang- árvallasýslu 23. desember 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ hinn 22. janúar síðastliðinn, 93 ára að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Ingv- eldur Einarsdóttir húsfreyja, f. á Hæli í Gnúpverjahreppi 4. des. 1874, d. 24. júlí 1953 og Ingimundur Benediktsson, bóndi, stefnuvottur og organisti, f. á Breiðabólstað í Fljótshlíðarhreppi 13. ágúst 1871, d. 5. feb. 1949. Ingveldur og Ingimundur hófu búskap árið 1902 fyrst í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, en frá 1904 í Kald- árholti. Árið 1930 flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur og bjó lengst af á Smáragötu 10. Ingi- mundur starfaði hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem smiður meðan heilsan leyfði. Helga var næstyngst átta systkina en hin eru: Steinunn, f. 1903, d. 1993, Kristín, f. 1904, d. 1973, Bene- dikt, f. 1906, d. 1926, Guðrún, f. 1907, d. 1935, Jórunn, f. 1911, Ragnheiður, f. 1913, d. 2008, og Einar, f. 1917, d. 1996. Sam- heldni systkinanna frá Kald- árholti var einstök og hittust þau ásamt fjölskyldum á hverjum sunnudegi á Smáragötunni svo áratugum skipti. Einnig bjó á heimilinu fóstra þeirra systkina Þuríður Guðmundsdóttir, Þura, uns hún lést 1953. Á heimilinu ólst einnig upp Benedikt Eiríks- son frá því að Guðrún móðir hans lést. Helga giftist 4. sept. 1937 Sveini Benediktssyni fram- 3) Guðrún lögfræðingur, f. 25. okt. 1944, gift Jóni B. Stef- ánssyni, verkfræðingi og bónda, f. 31. okt. 1942. Þeirra dætur eru a) Helga lögfræðingur, f. 23. des. 1967, gift Sturlu Pálssyni hag- fræðingi, f. 31. jan. 1966. Þeirra börn eru Guðrún, f. 20. ág. 1993, Stefán Páll, f. 11. maí 1995, og Anna Kristín, f. 3. okt. 2001. b) Anna Þorbjörg, hagfræðingur og fjármálastærðfræðingur, f. 4. sept. 1976, gift Páli Gíslasyni rafmagnsverkfræðingi, f. 2. mars. 1976. c) Ragnhildur hag- fræðingur, f. 14. nóv. 1979 gift Tryggva Þorgeirssyni lækna- nema, f. 15. sept. 1979. 4) Einar, fv. forstjóri, f. 3. apr. 1948, kvæntur Birnu Hrólfs- dóttur grunnskólakennara, f. 4. feb. 1948. Þeirra börn eru a) Ásta Sigríður hagfræðingur, f. 16. sept. 1971, gift Jóni Birgi Jónssyni fjármálastærðfræðingi, f. 9. júní 1971. Þeirra börn eru Einar Örn, f. 3. júlí 1996, Kristín María, f. 12. des. 2001, og Helga Margrét, f. 6. nóv. 2004. b) Hrólf- ur, læknir, f. 12. nóv. 1974, kvæntur Aðalbjörgu Björgvins- dóttur lækni, f. 30. júlí 1974. Þeirra börn eru Björgvin, f. 3. des. 1998, og Birna, f. 10. apr. 2001. c) Benedikt, laganemi, f. 22. okt. 1981, í sambúð með Birgittu Haukdal tónlistarmanni, f. 28. júlí 1979. Helga ólst upp í Kaldárholti á mannmörgu menningarheimili og naut þar heimakennslu hjá far- andkennurum. Eftir að fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur gekk hún í Kvennaskólann. Hún starfaði um nokkurra ára skeið hjá SS í matardeildinni Hafn- arstræti 5. Helgaði sig heimili frá 1937 fyrst á Laugavegi 18 en frá 1948 á Miklubraut 52 uns hún flutti að Efstaleiti 12 árið 1988. Fyrir tæpum tveimur árum flutti hún á hjúkrunarheimilið Skógarbæ ásamt Ragnheiði syst- ur sinni þar sem þær létust með níu daga millibili. Útför Helgu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kvæmdastjóra, f. í Reykjavík 12. maí 1905, d. 12. feb. 1979. Foreldrar Sveins voru hjónin Guðrún Pétursdóttir, húsfreyja og kven- réttindakona, f. 9. nóv. 1878 í Engey, d. 23. nóv. 1963, og Benedikt Sveinsson alþingismaður, f. 2. des. 1877 á Húsavík, d. 16. nóv. 1954. Helga og Sveinn eignuðust fjögur börn. 1) Benedikt, hrl., f. 31. júlí 1938, kvæntur Guðríði Jóns- dóttur, f. 19. sept. 1938. Þeirra synir eru a) Sveinn, tölvunarfræð- ingur, f. 16. jan. 1962, kona hans var Unnur, f. Vilhelmsdóttir, pí- anóleikari, f. 22. jan. 1962, d. 27. jan. 2008. Sonur hennar er Gunn- ar Már Óttarsson, f. 20. ág. 1986. b) Jón rafmagnsverkfræðingur, f. 16. okt. 1964, kvæntur Ágústu Grétarsdóttur lyfjafræðingi, f. 20. ág. 1964. Þeirra börn eru Kristín, f. 22. ág. 1989, Benedikt, f. 27. ág. 1991 og Þorsteinn, f. 22. ág. 1994. c) Bjarni alþingismaður, f. 26. jan. 1970, kvæntur Þóru Mar- gréti Baldvinsdóttur, f. 1. mars 1971. Þeirra börn eru Margrét, f. 19. júlí 1991, Benedikt, f. 11. feb. 1998 og Helga Þóra, f. 18. ág. 2004. 2) Ingimundur, arkitekt, f. 21. apr. 1942, kvæntur Sigríði Arnbjarnardóttur mennta- skólakennara, f. 14. apr. 1943. Þeirra börn eru a) Sveinn auglýs- ingahönnuður, f. 9. nóv. 1974. b) Arnbjörn hagfræðingur, f. 11. júní 1976, kvæntur Margaret Ingimundarson, BA, f. 2. mars, 1981. c) Anna Hrefna hagfræð- ingur, f. 2. maí 1983, sambýlis- maður hennar er Einar S. Odds- son hagfræðingur, f. 21. mars 1983. Nú þegar ég minnist Helgu tengdamóður minnar er mér þakk- læti efst í huga. Ekki einungis þakklæti fyrir allt sem hún var mér, heldur fannst mér hún sýna svo mikið þakklæti með sínu lífi. Helga var næstyngst átta systk- ina. Hún var orðin 16 ára þegar fjöl- skylda hennar flutti árið 1930 til Reykjavíkur frá Kaldárholti í Holt- um þar sem hún var fædd. Það hef- ur verið sem ævintýri fyrir unga stúlku að flytja í bæinn, en til Reykjavíkur hafði hún aðeins komið einu sinni, árið áður. Henni fannst rafljósin í bænum eftirminnilegust úr þeirri ferð, en í sveitinni fannst unga fólkinu gaman að fylgjast með bílljósunum sem sáust öðru hvoru frá akveginum sem lá hinum megin við Þjórsá. Fjölskyldan kynntist því fyrst að nota rafmagn og útvarp þegar í bæ- inn var komið. Ingimundur faðir Helgu hafði aftur á móti látið leggja símalínu heim að bæ sínum langar leiðir og þótti það stórmerkilegt í afskekktri sveit. Ingimundur hóf vinnu í Reykja- vík við smíðar hjá Tómasi Tómas- syni í Ölgerðinni, en hann hafði fóstrað Tómas ungan. Flutti fjöl- skyldan í hús Ölgerðarinnar við Frakkastíg og bjó þar fyrstu árin en síðan var keypt stórt íbúðarhús að Smáragötu 10 og flutti öll fjöl- skyldan þangað. Það hús varð sann- kölluð stórfjölskyldumiðstöð í ára- tugi. Eftir komuna til Reykjavíkur gekk Helga í Kvennaskólann í þrjá vetur og fór síðan að vinna í Mat- ardeild Sláturfélags Suðurlands í Hafnarstræti 5 Það sást vel inn um gluggann þar sem Helga stóð við af- greiðsluborðið. Fögur fljóð fóru ekki fram hjá ungum mönnum þá frekar en í dag Einn af Reykjavík- ursveinum kom auga á hana þar. Ekki leið á löngu áður en þau voru gengin í hjónaband Helga og Sveinn Benediktsson. Ég hef heyrt sagt að í þá daga hafi ekki verið til myndarlegri mað- ur í bænum. Þau hófu hjúskap að Laugavegi 18 árið 1937 og eignuðust fjögur börn, Benedikt, Ingimund, Guðrúnu og Einar meðan þau bjuggu þar en fluttu árið 1948 að Miklubraut 52. Sveinn, maður Helgu, var kominn af kjarnafólki. Hann var enginn meðalmaður og bjó yfir miklum krafti og hyggindum. Þau hjón byrj- uðu með lítið eins og flestir í þá daga. Líf þeirra beggja einkenndist mjög af reglusemi og mikilli vinnu. Sveinn tók þátt í margvíslegri at- vinnustarfsemi og honum tókst að sjá vel fyrir sinni fjölskyldu. Helga hugsaði eins vel og nokkur gat um heimilið og börnin. Sjálfri fannst mér reyndar allt sem hún Helga gerði svo vel gert að ekki var hægt að hugsa sér það betra Þannig var allt sem hún lagði hönd á og saumaði eða prjónaði. Allt var meistaralega vel gert. Það er ekki hægt að minnast Helgu án þess að minnast á hið góða samband sem hún átti við systkini sín. Hún sagði mér að for- eldrar þeirra hefðu beðið þau að lofa sér að halda alla tíð vel saman. Þetta gerðu þau og hittust alltaf á sunnudögum, oftast að Smáragötu 10 og drukku saman kaffi. Komu þá saman systkinin frá Kaldárholti og makar þeirra og síðan börnin og seinna barnabörnin auk ýmissa ætt- ingja og vina. Oft var þá fjölmennt. Umhyggja og samheldni fjölskyld- unnar var einstök. Helgu fannst þetta mjög dýrmætt og var þakklát fyrir. Þótt Helga hafi haldið góðu sam- bandi við öll sín systkini er rétt að minnast þess sérstaklega hve Ragn- heiður, sem var næst henni í aldri, hefur verið henni góð vinkona. Þær héldu mjög góðri vináttu alla tíð og töluðu saman á hverjum degi, versluðu saman, fóru í gönguferðir og ferðuðust saman. Við hjónin minnumst þess með gleði þegar þær heimsóttu okkur til Flórida fyrir sjö árum og nutu sólarinnar. Þær fóru á heimleiðinni með okkur upp á efstu hæð Tvíburaturnanna í New York, réttum hundrað dögum áður en þeir voru lagðir í rúst. Ragnheiður hafði aldrei áður komið til New York og var því ferð- in henni sönn upplifun. Við héldum öll að ekki yrði langt á milli þeirra systra og reyndist það rétt því að það urðu aðeins níu dag- ar á milli þeirra. Helga var ákaflega falleg kona, yfirlætislaus og geðprúð. Hún var mjög heilsuhraust nánast alla sína löngu ævi. Hún hafði yfir svo mörgu að gleðjast og það var mjög gott að finna hve þakklát og æðrulaus hún var alla tíð. Helga snerti hjörtu okkar allra sem þekktu hana með ást sinni og umhyggju. Þannig hafði hún dýr- mæt og mannbætandi áhrif, áhrif sem lifa á milli kynslóðanna. Guð blessi elsku Helgu. Guðríður Jónsdóttir. Helga Ingimundardóttir, tengda- móðir mín, er látin 93 ára að aldri. Alla ævi var hún heilsuhraust en eftir slæmt beinbrot fyrir nokkrum árum tók að halla undan fæti hjá henni. Hún hélt ein heimili eftir lát Sveins, eiginmanns síns, árið 1979, þar til fyrir hálfu öðru ári að hún flutti á hjúkrunarheimilið Skógarbæ sama daginn og systir hennar Ragnheiður, ávallt kölluð Ranka, sem var árinu eldri. Voru þær syst- ur sérstaklega samrýndar og undu hag sínum þar vel. Var vel um þær hugsað en síðan hurfu þær þaðan með liðlega viku millibili. Helgu kynntist ég sjálfur þegar ég tók að venja komur mínar á heimili hennar fyrir nærri hálfri öld. Reyndar ekki svo mikið í fyrstu því ég var fremur uppburðarlítill og Helga sagði nú ekki heldur meira en með þurfti hverju sinni. En þetta breyttist smátt og smátt hjá okkur. Sveinn var umsvifamikill athafna- maður, á tíðum mikið á ferðinni en þegar hann var heima komu gjarn- an til hans vinir og kunningjar og málin voru rædd, oft af miklum þunga. Annars var hann oftar en ekki í símanum eða með bók í hönd. Verkaskiptingin á heimilinu var meiri en ég átti að venjast. Helga vann sín verk af miklu rólyndi og sérstaklega vel. Hún var líka mjög handlagin og eftir hana liggur fal- legur útsaumur á stólum og hand- töskum og þá prjónaði hún úr örfínu garni diskadúka í tugatali sem hún m.a. gaf dóttur sinni og tengda- dætrum. Eins og tíðkaðist var mikið bakað á heimilinu. Allur bakstur Helgu var góður en smákökur og kleinur óvenjusmáar og listilega gerðar. Á Þorláksmessu fyrir fjörutíu ár- um fæddist okkur hjónum dóttir. Við bjuggum þá í Danmörku. Það fylgdi því mikil gleði að hringja heim og segja Helgu fyrstri allra að hún hefði eignast litla nöfnu á sjálf- an afmælisdaginn hennar. Helga var mjög heimakær og lét sér aldrei leiðast þótt ein væri og var hún þá oft með krossgátur eða spil sér við hönd. Hún hafði yndi af því að ferðast og eftir lát Sveins fór hún í margar ferðir með fjölskyld- unni til útlanda. Minnist ég margra ferða hennar með okkur um Evrópu og til Flórída. Komin hátt á áttræð- isaldur fór hún með okkur í langa skíðaferð til Austurríkis yfir jól og áramót. Naut hún þess að sitja úti í sólinni og fylgjast með yngra fólk- inu renna sér á skíðunum. Eins er mér minnisstæð ferð með henni og Rönku systur hennar til Flórída fyrir sex árum. Þá naut hún þess að sleikja sólskinið milli þess að gant- ast var, spilað, gægst í sérríglasið og góð veitingahús heimsótt. Mynd- um úr hinum ýmsu ferðum var gjarnan safnað í albúm og hafði Helga unun af því að skoða þær aft- ur og aftur fram á hinsta dag. Helga hvarf héðan sátt við lífið, sig og sína og minning allra sem til hennar þekktu um hana er hrein og fölskvalaus. Jón B. Stefánsson. Kynnin mín af Helgu tengdamóð- ur minni spanna meira en 40 ár. Mér varð fljótt ljóst að þar fór góð og vönduð kona. Lengst af sínum hjúskap bjuggu þau Helga og Sveinn á Miklubraut 52. Heimilið var sá griðastaður sem hún bjó Sveini tengdaföður mínum en hann var áhrifamikill í íslensku atvinnulífi og á þeim vettvangi voru á þeim ár- um oft mikil átök. Helga var með afbrigðum sam- viskusöm og vann sín verk hávaða- laust en vinnusemi var henni í blóð borin. Hún var fáguð kona og greind og yfir henni var höfðingleg reisn. Hún var afar minnug og öll- um að óvörum fór hún á síðustu misserum ævinnar að fara með ljóð, en það hafði hún ekki gert áður, og er það til marks um hve dul hún var. Eitt ljóð fór Helga með eftir Benedikt bróður sinn, sem hann orti tvítugur að aldri árið 1926, þá dauð- vona af berklum. Einar sonur henn- ar skrifaði það niður eftir henni: Líf þitt er bára á hyldýpi hafs sem hrekst fyrir örlaga straumi þú stýrir að landi en stefnir til hafs við ströndu þú hnígur með glaumi. Nei, hljóðlaust þú fellur í gleymskunnar gröf svo sem grátur á öræfi víðu og byrjar að nýju handan við höf og heilsar þar geislunum blíðu. Helga flíkaði ekki tilfinningum sínum en væntumþykju átti hún næga og tjáði hana frekar með gjörðum en orðum. Hún prjónaði peysur og aðra dýrgripi, sem ætt- ingjar og þá ekki síst barnabörnin nutu í ríkum mæli, allt unnið af mik- illi vandvirkni og listfengi. Hand- bragð allt og frágangur var slíkur að aðdáun vakti. Þar fannst mér Helgu rétt lýst. Allt sem hún gerði var vandað yst sem innst. Helga var einstaklega nýtin og nægjusöm kona og henni lét betur að sinna öðrum en að láta hafa fyrir sér með- an heilsan leyfði. Um tíma vann ég á lögfræðiskrif- stofu Benedikts sonar hennar en þar hafði Sveinn aðstöðu á sínum efri árum. Þar ræddum við Sveinn oft um landsins gagn og nauðsynjar og ég ók honum síðan gjarnan heim í mat. Á þeim árum var ávallt heit- ur matur í hádeginu. Sveinn bauð oft gestum í mat til Helgu sinnar án þess að láta hana vita af því en það kom svo sem ekki að sök. Helga þekkti sinn mann og gerði sérstak- lega ráð fyrir því að það kæmu gestir. Síðustu tæp tvö árin dvaldi Helga ásamt Ragnheiði systur sinni á hjúkrunarheimili þar sem þær höfðu herbergi hlið við hlið. Þar vöktu þær yfir velferð hvor ann- arrar og var yndislegt að upplifa óendanlega væntumþykju þeirra í milli. Er Helga fregnaði andlát systur sinnar hinn 13. janúar sl. sagði hún: Nú er hún Ranka systir dáin og það þykir mér verst. Sjálf fékk hún hægt andlát níu dögum síðar. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir þá gæfu að hafa tengst fjölskyldu- böndum þeim Helgu og Sveini er ég kynntist Einari, sem er mitt lán í lífinu. Helga gat litið stolt yfir ört vaxandi ættboga sinn. Ég kveð elsku Helgu tengdamóður mína með virðingu og þökk. Megi hún hvíla í friði. Birna Hrólfsdóttir. Nú er elsku amma mín dáin. Amma var yndisleg og góð kona. Hún var einstaklega ljúf, róleg, yf- irveguð, heiðarleg og örlát. Ávallt var hún falleg til fara og fannst gaman að punta sig. Hún var dásamlegur kokkur, ljóðelsk, ótrú- lega flink í höndunum og prjónaði langt fram á elliár. Hún átti langa og góða ævi og var heilsuhraust lengst af og er ég þakklát fyrir það. Á kveðjustund leita margar minningar á hugann. Margar af mínum bestu æskuminningum tengjast ömmu. Litlar systur að leika með skartgripina hennar á Miklubrautinni og ímyndunaraflinu engar skorður settar. Sunnudags- kvöldin á Hofgörðum þegar ömmur mínar komu í kvöldmat og öll jólin og áramótin sem við áttum saman. Ferðalög til Hollands og Spánar. Stundirnar þegar mamma var í Há- skólanum og amma kom með heitan graut í körfunni sinni til okkar systra í hádeginu. Jólaboðin hennar á Miklubraut og síðar Efstaleiti, smákökusortirnar, afmælisboðin hennar á Þorláksmessu, félagsvist með fjölskyldunni þar sem amma vann nær undantekningarlaust. Saltkjöt og baunir á sprengidag. Allur frábæri maturinn hennar. Fiskiröndin. Hún amma var mér ávallt svo góð og átti alltaf til falleg orð handa mér. Hún strauk hendur mínar og hlýjaði mér þegar mér var kalt. Amma var með einstaklega mjúkar og hlýjar hendur. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar hún klippti neglurnar mínar. Launaði ég henni greiðann og gerði neglurnar hennar stundum fínar í seinni tíð. Eftir að amma hætti að keyra bíl fór ég gjarnan með henni og Rönku systur hennar að kaupa í matinn og enduðu þær ferðir iðulega heima hjá ömmu þar sem við amma spil- uðum eða skoðuðum gamlar myndir og borðuðum bláber með rjóma. Amma sagði mér sögur frá upp- vaxtarárum sínum og þreyttist ég aldrei á að heyra söguna af því hvernig amma og afi kynntust. Þetta eru dýrmætar minningar í dag. Það er mér eftirminnilegt eitt sinn þegar ég var lítil í pössun hjá ömmu. Ég var lasin og bað ömmu að lesa fyrir mig sögu. Hún las fyrir mig úr ritsafni H.C. Andersen. Ein sagan var um ömmu sem dó og þeg- ar amma sá hvað ég varð döpur yfir örlögum ömmunar lokaði hún bók- inni og sagði að þetta væri ekki skemmtileg saga. Já það er sárt að missa ömmu sína en ég er þakklát fyrir að hafa haft hana hjá mér svona lengi. Hún var stolt af afkom- endum sínum og kvaddi þennan heim á friðsælan hátt. Amma mín mun ávallt eiga sér- stakan sess í hjarta mínu. Ég kveð ömmu með þakklæti í huga fyrir Helga Ingimundardóttir 28 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.