Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Edvard KristinnKristensen fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1919. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi að kvöldi 17. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Þórðardóttir, f. 22.5. 1887, d. 14.1. 1957, frá Efraseli í Stokkseyrarhreppi og Arne Kristensen, f. á Þelamörk í Nor- egi 22.5. 1890 , d. 7.10. 1953. Systk- ini Edvards eru Anna Karen, f. 23.5, 1915, látin, drengur , f. 29.6. 1917, látinn, Þórður Marteinn, f. 27.2. 1921, látinn, Hlín Hulda, f. 1.9. 1922, látin, Ásta Kristín, f. 10.12. 1923, látin, Arne Friðrik f, 12.7. 1925, látinn, Baldur Sig- urður, f. 1.4. 1929, og Sonja Ingi- björg, f. 9.3. 1931. Systkini sam- mæðra, Ingvar Hjálmtýr Sigurðsson, f. 11.1. 1911, látinn, og Sigurlín Unnur Sigurðardóttir, f. 1971, hann á tvo syni, og Edvard Kristinn, f. 13.3. 1973. 3) Steinunn, f. 21.5. 1954, maki Tómas Stef- ánsson, f. 28.10. 1947, þau eiga tvo syni, Egil, f. 6.6. 1976, hann á eina dóttur, og Eyþór, f. 11.10. 1984. 4) Jón Valgeir, f. 7.10. 1960, dætur hans og Ingu Guðbjartsdóttur eru Margrét Lena, f. 19.5. 1987, og Katrínu Birna, f. 23.5. 1997. Edvard bjó alla sína ævi í Reykjavík, sem barn ólst hann upp á Þormóðsstöðum í Skerjafirði og bjó þar fram á fullorðinsár. Edv- ard gekk í Mýrarhúsaskóla og lauk hefðbundnu skyldunámi. Eftir að hann kvæntist bjó hann á nokkrum stöðum í Fossvogi, og yfir þrjátíu ár í Rjúpufelli 29 í Efra-Breiðholti. En síðan árið 2000 bjó hann ásamt konu sinni í Hjallaseli 55 (Selja- hlíð). Síðasta árið bjó hann einn. Hann gerðist ungur bifreið- arstjóri, fyrst hjá Alliance, síðan í mörg ár leigubílsstjóri hjá Litlu bílastöðinni, Steindóri og Hreyfli. Eins keyrði hann langferðabíla á sumrin. Síðan var hann bifreiða- stjóri hjá Reykjavíkurborg yfir þrjátíu ár, uns hann lét af störfum 74 ára að aldri. Útför Edvards verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13. 3.11. 1913, látin. Syst- ir samfeðra María Charlotta, f. 26.10. 1912, látin. Edvard kvæntist 22.12. 1945 Fjólu Steingrímsdóttur, f. 21.3. 1924, d. 24.12. 2006. Foreldrar hennar voru hjónin Steingrímur Pálsson vélstjóri, f. 27.3. 1897, d. 27.1. 1987 og Þorvaldína Kristín Jónsdóttir, f. 9.9. 1898, d. 30.4. 1990. Börn Edvards og Fjólu eru: 1) Kristín, f. 21.9. 1942, maki Guð- mundur H. Jónsson, f. 26.5. 1943. Börn þeirra eru: Edvard Hjálmar, f. 6.7. 1964, hann á tvo syni, Fjóla Hrönn, f. 26. 1967, hún á einn son, og Jón Elís, f. 20.1. 1973, látinn, hann á einn son. 2) Ingibjörg Árný, f. 1.7. 1946, var gift Guðjóni Brew- er, þau eiga fjögur börn, þau eru Kolbrún Fjóla, f. 7.8. 1964, hún á tvo syni, Róbert Þór, f. 14.2. 1968, hann á tvö börn, Tómas, f. 20.7. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Elsku pabbi minn, nú er runnin upp sú stund sem ég kveið mest fyr- ir. Að missa þig svona skömmu á eft- ir mömmu. En öll verðum við að deyja að lokum. Þú varst umvafinn börnum og barnabörnum á dánarbeði þínum, og er ég þakklát fyrir að hafa verið við- stödd þó það hafi verið erfitt. Ég sakna þín mjög mikið og allt verður öðruvísi en áður. Ég mun ekki lengur tala við þig í símann á hverjum degi. Eða fara í bíltúr með þér upp í kirkjugarð eða að kaupa rauðmaga eða signa grá- sleppu. Stundum fórum við upp í Heiðmörk eða að Hvaleyrarvatni og höfðum með okkur nesti. Þau eru svo ótalmörg ferðalögin sem við fórum öll um landið okkar. Þá var gist í tjaldi eða sumarbústöð- um. Oft var farið í berjamó eða í fjöruferð með ömmu og afa. Eins fórum við í margar eftirminnilegar ferðir með Valla og Þóru og stelp- unum en einnig Öllu og Mumma. Það var nú oft fjör á skautum með þeim öllum á Bessastaðatjörn. Oft var gaman í þessum ferðum. Mikið sung- ið og leikið sér. Þú þekktir landið þitt afar vel og kenndir okkur börnunum þínum að þekkja það líka. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að ferðast svona mikið með ykkur. Þú varst bílstjóri að atvinnu og hafðir unun af því að keyra. Ókst bílnum þínum fram í september í fyrra. Þú varst afskaplega geðgóður og rólegur maður og gott að vera í návist þinni. Þú varst nú ekki að æsa þig neitt þó mamma vildi láta þig stöðva við hvert kaupfélag í landinu til að versla. Best þótti þér að hafa kaffi og smurt brauð með og setjast út í góða laut og borða. Gaman þótti þér að fara í veiði- ferðir og eiga drengirnir mínir margar góðar minningar með afa. Þú varst góður kokkur og á undan þinni samtíð með það að aðstoða við heimilisstörf og skipta á börnum. Þú varst mjög barngóður og hændust öll börn að þér. Ég vil þakka þér, pabbi minn, hve duglegur þú varst að hugsa um mömmu í hennar veikindum. Ég á ótal minningar um þig sem komast ekki á blað hérna og ætla að hafa fyrir mig. Ég trúi því að þú haf- ir verið tilbúinn í ferðalagið langa og að nú sértu kominn til mömmu og allra hinna sem eru farnir á undan. Ég vona að þú og mamma verðið verndarenglarnir mínir og barna minna. Vertu nú Guði falinn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég vil votta systkinum mínum, börnum mínum og barnabörnum og öðrum ættingjum pabba samúð mína. Guð veri með þér, elsku pabbi. Þín dóttir Ingibjörg Árný. Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja eftir öll þessi ár og ekki síst fyrir það að það er bara rúmt ár síð- an mamma kvaddi. En ég er þakklát fyrir að þú hélst andlegri heilsu þinni til síðustu stundar, en líkaminn var orðin lúinn. Þú keyrðir fram í sept- ember og eldaðir sjálfur það sem þér þótti gott. Maður gleymdi því oft hvað þú varst orðinn mikið fullorð- inn. Ég og mín fjölskylda eigum mik- ið af góðum minningum því við fór- um í ótal ferðalög bæði stutt og löng, en bara innanlands því til útlanda sagðist þú ekkert hafa að sækja. Þekktir landið þitt mjög vel en þó sérstaklega Suður- og Vesturland, og búum við fjölskyldan öll að þeirri þekkingu. Hér áður fyrr var mikið gist í tjöldum en hin seinni ár í sum- arhúsum og bændagisting notuð. Ég hafði alveg sérstaklega gaman af ferðinni okkar norður á Strandir því þar hafðir þú unnið sem ungur mað- ur á síldarvertíð á Djúpavík nokkur sumur og var gaman að upplifa gamlar minningar þarna með þér. Þú varst alltaf svo hress og kátur og fannst upp á ýmsu skemmtilegu og var oft mjög gaman að hlusta á þig segja frá, þá var oft hlegið dátt, og eins og sonur minn sagði; hann afi er sögumaður góður. Þú og mamma höfðuð góðar söngraddir og var mik- ið sungið á ferðalögunum bæði í bíln- um og á tjaldstað. Eitt er það lag sem ég hafði alveg sérstakt dálæti á að hlusta á þig syngja en það er Öku- ljóð, Áfram veginn í vagninum ek eg, og ég veit að ég mun ætíð minnast þín þegar ég heyri það. Sem ungur maður var það ætlun þín að verða flugmaður en því miður gat það ekki orðið, því þú lentir í mjög alvarlegu brunaslysi sem barn og barst þess alltaf merki, þú brenndist í andliti og höndum og víðar og þurftir að dvelja lengi á sjúkrahúsi. En þú lést þetta ekki aftra þér frá að gera flest það sem þig langaði til. Þú varst alveg ótrúlega flinkur að gera við bíla og naut fjölskyldan oft góðs af því og aðrir líka, þú fórst alveg sérlega vel með þá bíla sem þér var trúað fyrir í starfi og það sama gilti um þína eigin bíla, þú varst mjög farsæll í starfi. Tommi þakkar sérstaklega allar veiðiferðirnar, bæði skot- og stang- veiði. Þið genguð mikið í þessum ferðum og var margt spjallað. Eins varstu hinn besti kokkur og er brúna sósan og rúllupylsan eftirminnileg, þeirra verður sárt saknað og margs annars. Við bjuggum úti á landi bæði í Vestmannaeyjum og á Grenivik og heimsóttuð þið mamma okkur þang- að en eftir að við fluttum í bæinn var farið í ferðir og í mörg ár fórum við alltaf saman um verslunarmanna- helgar í sumarbústað, síðast 2005. Í ágúst síðastliðnum fórum við í bú- stað í Borgarfirði og fórum víða því þetta var ferðin þín; við fórum út á Snæfellsnes, skoðuðum nýju brúna yfir Gilsfjörð, fórum yfir gömlu Borgararfjarðarbrúna og alla vikuna vorum við í sól og blíðu, þetta var góð ferð. Svo fórum við tvö í síðasta bíl- túrinn þinn núna í nóvember, eins héldum við fjölskyldan góða afmæl- isveislu heima hjá þér 4. nóv. og var það í síðasta sinn sem stórfjölskyld- an hittist öll hjá þér. Ástarþakkir fyrir allt, pabbi minn, Guð geymi þig og mömmu. Þín dóttir Steinunn og fjölskylda. Elskulegur faðir minn og minn besti ferðafélagi er fallinn frá eftir nokkurra vikna legu á spítala, en ekki var hann ósáttur við að hverfa frá þessum heimi okkar, enda búinn með sinn kvóta hér hjá okkur. Hve langt ég man aftur í tímann læt ég reyna á, en það sem ég man fyrst eft- ir er að við áttum heima í Fossvog- inum innan um hesta, hænur og ýmis önnur dýr. Ég tala nú ekki um eld- gamlan Fiat sem mig minnir að hafi verið fyrsti ferðabíllinn sem ég og systkinin fórum í ferðalög saman á, ég þá mjög ungur. En ferðalög og veiði var það sem heillaði pabba mest af öllu og að vera innan um og meðal vina. Faðir minn brenndist mjög illa á höndum þegar hann var ungur drengur og átti það slys sinn þátt í því að ekki gat hann lært til flugmanns, eins og hann ætlaði sér, mikill fræðimaður um flugvélar og flugsögu Íslands, enda alinn upp við flugvöllinn hér í Reykjavík. Eins og ég sagði frá hér í byrjun höfum við pabbi farið í óteljandi veiðiferðir saman, en hér áður fyrr var farið mikið austur í Langalæk í Holtum, en þær ferðir voru ansi skrautlegar fyrir margar sakir, en ef ég tel lauslega þær ferðir sem við fórum í á þessum 30 árum í Langa- læk hafa þær verið ca. 180 talsins. Fyrir utan allar hinar veiðiferðirnar sem farnar voru. En aldrei man ég eftir því í öll þessi ár að við höfum komið fisklausir heim, enda sá gamli með afbrigðum fiskinn og þrjóskari en allt þrjóskt er og mikill og góður félagi. Pabbi var mjög fróður um landið okkar og staðhætti enda búinn að ferðast mjög mikið. Pabba leið alltaf best þegar hann var á flakki um Edvard Kristensen ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÍVAR GEIRSSON, Sóleyjarrima 73, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 20. janúar, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 31. janúar kl. 13.00. Bjarney Ólsen Richardsdóttir, Ólafía Sigurðardóttir, Anna Rós Ívarsdóttir, Steindór Guðmundsson, Ólafía Björk Ívarsdóttir, Ragnar Miguel Herreros, Ívar Örn Ívarsson, Karen Daðadóttir, Ásta Steindórsdóttir, Aron Elí Ragnarsson. ✝ Faðir okkar, KARL LEVÍ JÓHANNESSON, Seljavegi 11, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Z. Karlsson, Hera M. Karlsdóttir Toutai, Karl Karlsson, Hörður Karlsson, Sigríður Karlsdóttir, Kristján Jóhannes Karlsson, Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN GUÐNASON, Furugerði 1, áður Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 26. janúar. Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ólína Kristjánsdóttir, Guðni Kristinsson, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, Kristján Kristinsson, Birna Guðbjörnsdóttir og barnabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og bróðir, SVANBERG INGI RAGNARSSON bifreiðastjóri, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Karen Sigurðardóttir, Guðmundur Kr. Þórðarson, Þóra T. Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.