Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 29
allar góðu stundirnar, gjafmildi hennar, góðmennsku og þolinmæði. Megi hún hvíla í friði. Ragnhildur. Amma var falleg, róleg, góð og með mikið jafnaðargeð. Amma gerði aldrei flugu mein, bókstaflega! Hún opnaði frekar glugga og með mikilli þolinmæði kom hún flugunum aftur lifandi út í náttúruna. Amma var myndarleg og góð húsmóðir og allt sem hún bauð upp á var gott og fal- lega borið fram. Hún var einstak- lega handlagin, saumaði og prjónaði fegurstu flíkur og bjó til fallegt jóla- skraut. Ég man líka eftir því að matur sem mér fannst ekkert sér- stakur í æsku var frábær ef amma bjó hann til. Ég hef stundum sagt í gamni að það væri gaman að skilja eftir sig eitthvað, sem lifði áfram með fjölskyldunni, jafnvel bara eina uppskrift að góðum rétti. Fiskrönd- in hennar ömmu er þannig réttur. En hún amma skildi auðvitað svo miklu meira eftir sig. Þær voru ófá- ar stundirnar sem hún spilaði við okkur systur á Miklubrautinni og síðar í Efstaleitinu. Ég lærði líka flesta þá kapla sem ég kann af henni. Þó að amma væri rósemd- armanneskja þá sá maður að það var stutt í húmorinn hjá henni. Ég man eftir ömmu í sumarbústað fjöl- skyldunnar, Lambhaga við Þing- vallavatn. Hún var dugleg að tína berin og átti sína eigin berjalaut við hólinn Einbúa. Einhvern tímann sátum við Sveinn frændi í eldhúsinu heima hjá foreldrum mínum ásamt nokkrum vinum og vorum að segja brandara sem gengu fram af sumum í hópn- um. Þá spurði vinkona mín hvaðan við hefðum þetta skopskyn. Sveinn svaraði um hæl „frá ömmu Helgu“. Það var nú ekki alveg rétt, amma hefði aldrei látið neitt óviðeigandi út úr sér, en hún skellihló þegar henni var sagt þetta. Eftir að amma lenti í slysi hálfní- ræð og lærbrotnaði illa missti hún svolítið sjálfstæðið og varð háð fjöl- skyldunni um ferðir út í búð og fleira slíkt. Þegar ég fór með henni vissi ég að hún myndi kaupa bláber, skyr og rjóma. Jafnvel hin allra síðustu ár, þegar amma var orðin háöldruð og var stundum ekki alveg viss við hvert okkar hún var að tala þá átti hún sínar stundir inn á milli þegar hún var alveg skýr. Hún kynnti okkur mömmu fyrir starfsstúlku á Skóg- arbæ um daginn og sagði að hér væru ekki bara dóttir og dótturdótt- ir hennar komnar heldur líka vin- konur sínar. Amma talaði um hvað það væri mikilvægt að unna landinu sínu og þekkja það vel og sagðist vona að ég myndi fljótlega flytja aftur heim frá Los Angeles. Sömu- leiðis talaði hún um hvað henni fyndist alltaf vænt um Þingvalla- vatn og sumarbústaðinn okkar þar og var mjög ánægð þegar ég sagði henni að þar þætti mér fallegast í heimi. Ég hitti ömmu mína síðast rúm- um tíu dögum áður en hún lést. Þá staldraði ég við hjá henni á leiðinni út á flugvöll. Hún var hress í bragði og spjallaði við mig um daginn og veginn. Spurði mig hvort ég kæmi ekki fljótt aftur til Íslands, ég yrði að minnsta kosti að koma í haust því nýtínd bláberin við Þingvalla- vatn væru þau bestu í heimi. Alltaf var hún amma Helga best. Anna Þorbjörg Jónsdóttir. Tárin streyma en ljúfar minning- ar hughreysta hjarta mitt. Við amma náðum vel saman. Frá því ég var barn gátum við setið tím- unum saman við borðstofuborðið hennar þar sem hún kenndi mér ýmis spil og að leggja kapla. Ég dáðist að henni leysa krossgátur af mikilli list og færni hennar með prjónana naut maður góðs af, fal- legar peysur, hlýir sokkar og vett- lingar auk ponsjós sem var lengi í miklu uppáhaldi. Alltaf tók amma vel á móti manni. Hvort sem það var með pabba í kvöldmat þegar mamma vann í sjónvarpinu, pössun eða verið var að flýja yngri bræður í próflestri. Smákökurnar, pönnukökurnar, ostastangirnar, rabarbaragrautur- inn og fiskiröndin á matseðlinum ef spurt var. Afmæliskaffi á Þorláks- messu og hangikjöt og ís á jóladag með stórfjölskyldunni heima hjá ömmu voru alltaf tilhlökkunarefni. Síðastliðin tólf ár hef ég búið er- lendis. Þá tóku við símtöl okkar sem gátu varað allt upp í klukkustund, talandi um daginn og veginn, allt og ekkert. Aðalatriðið var að eiga nota- lega stund saman. Ömmu þótti tæknin merkileg og alveg ótrúlegt hvernig ég gat verið viðræðuhæf frá NY um það sem hafði staðið í Mogganum þann daginn, en henni líkaði það vel. Engri ferð til Íslands gat lokið án þess að kíkja í kaffi til ömmu. Oft mætti ég með eitthvað gómsætt handa okkur úr bakaríinu og svo fannst okkur svo gott að enda á súkkulaðimola. Börnin gátu dundað sér með gömlu leikföngin hennar. Sjálfri fannst ömmu dótið sitt fá- tæklegt en börnunum þótti það skemmtileg tilbreyting. Í sumar benti ég ömmu og Rönku heitinni systur hennar á það að börnin mín þrjú, Einar, Kristín og Helga, bera öll nöfn úr systkinahópi þeirra. Það þótti þeim skemmtileg ábending. Mikið þykir mér vænt um síðustu stund mína og barnanna minna með ömmu hinn 22. desember síðastlið- inn. Við náðum að spjalla örlítið og sungum svo jólalög henni til ómældrar ánægju. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þessa rólyndu, glæsilegu og hógværu konu. Ég kveð ömmu með söknuði en fæ huggun í að vita að hún var södd lífdaga og hvíldinni fegin. Blessuð sé minning ömmu Helgu. Ásta S. Einarsdóttir. Í dag kveð ég elskulega móður- ömmu mína og nöfnu, Helgu. Við amma vorum nánar, bárum sama nafn og áttum sama afmælisdag. Hún var hlý, góð og traust og gott að heimsækja hana. Ég á margar góðar æskuminningar frá heimili Helgu ömmu og Sveins afa á Miklu- brautinni, þar sem alltaf var tekið vel á móti barnabörnunum. Þar fékk ég að leika mér með slæðurnar hennar og klæða mig í gömlu fötin í skápunum hennar. Amma kenndi mér að leggja kapla, spila á spil og leyfði mér stundum að aðstoða sig við bakstur. Helga amma var einstaklega myndarleg húsmóðir, hún var lista- kokkur og mikil hannyrðakona. Hún saumaði út og prjónaði peysur fram á níræðisaldur. Amma var mjög stolt af syni mínum þegar hann 11 ára gamall prjónaði lopapeysu á litlu systur sína. Hún rifjaði það oft upp og sagði að hann hefði listræna hæfileika sem ég er sannfærð um að komu frá henni. Börnunum mínum þótti sérstak- lega vænt um Helgu langömmu sína. Við heimsóttum hana oft í Efstaleitið og síðar á hjúkrunar- heimilið Skógarbæ. Hún sagði þeim sögur frá því þegar hún var ung stúlka að alast upp í Kaldárholti og hvernig lífið var á fyrri hluta síð- ustu aldar. Bæði eldri börnin mín leituðu til langömmu sinnar til þess að fá heimildir um lífið í sveitinni og jólahald í gamla daga, sem þau not- uðu við ritgerðasmíð í skólanum. Helga amma mín átti langa og góða ævi. Síðustu æviárin var heils- unni þó farið að hraka, en aldrei kvartaði amma. Hún hafði mikið jafnaðargeð og maður sá hana aldr- ei skipta skapi. Amma var mjög stolt af fjölskyldunni sinni, en af- komendur hennar eru 30 talsins. Hún og systkin hennar héldu ætíð miklu og góðu sambandi og hittust alltaf á sunnudögum meðan heilsan leyfði. Sérstaklega voru þær amma og Ranka systir hennar nánar. Þær töluðu saman daglega og hittust flesta daga. Vorið 2006 fluttu þær saman á hjúkrunarheimilið Skóg- arbæ, þar sem þær nutu samvista hvor við aðra og góðrar umönnunar. Þær systur kvöddu svo með 9 daga millibili nú í janúar. Það var gott að heimsækja þær systur á Skógarbæ, segja þeim fréttir, fá þær til þess að rifja upp gamla tíma og skoða með þeim gamlar ljósmyndir. Síðasta heimsókn Helgu ömmu til mín var síðastliðið aðfangadags- kvöld. Hún naut sín í faðmi fjöl- skyldunnar, borðaði rjúpur og spjallaði við okkur um liðna tíð. Það var jafnframt í síðasta skiptið sem hún fór út úr húsi. Ég og fjölskyld- an mín erum sérstaklega þakklát fyrir nærveru hennar á aðfanga- dagskvöld. Hún var hress og ræðin og nærvera hennar gerði jólahaldið hátíðlegra. Ég minnist Helgu ömmu minnar með þakklæti og væntumþykju. Blessuð veri minning hennar. Helga Jónsdóttir. Ég sá Helgu Ingimundardóttur og Ragnheiði systur hennar síðast á Þorláksmessu. Ég leit inn til að óska henni til hamingju með daginn og gleðilegra jóla. Með því vildi ég sýna ofurlitla ræktarsemi og þakk- læti fyrir gamla daga og umhyggju, þegar ég var lítill og pattaralegur en þóttist stór á Laugavegi 18 og í Litlu-Sandvík. Á þessum árum lifð- um við Benedikt og hrærðumst í stórfjölskyldunni og hann átti mik- inn fjölda síldarskipa úr pappír sem við lékum okkur að uppi á lofti. Helga var mesta aflaskipið. Ég hef fundið það upp á síðkastið að gamlar myndir og minningar koma oftar upp í hugann en áður. Kannski eru þetta ellimörk en þau eru þá góðkynja. Og flestar eru minningarnar mér kærar. Og þá verður mér oft hugsað til Helgu og Sveins. Auðvitað vegna þess að við Benedikt erum jafnaldra og sam- rýndir síðan við munum eftir okkur. Heimilið var menningar- og rausn- arheimili og bar svip af þeim hjón- um báðum. Sveinn var umsvifamik- ill í störfum sínum, ódeigur og lét til sín taka í þjóðmálabaráttunni. En heima átti hann kyrrðarstundir með konu sinni og var mikið ástríki með þeim. Í eitthvert síðasta skiptið sem ég sá Ragnhildi, frænku mína á Há- teigi, fór hún að rifja upp ýmislegt úr fjölskyldunni. Og þá talaði hún mikið um Helgu og hvílíkur gæfu- maður Sveinn hefði verið að eignast hana fyrir konu. Og ég hygg að það sé sammæli og sannmæli allra, sem þau hjón þekktu. Eiríkur Einarsson frá Hæli orti fallegt ljóð eftir ömmu sína og lang- ömmu Helgu, Ragnheiði Pálsdóttur Thorarensen. Þar segir á einum stað: … en hóglát, friðsöm fram á dauðastund þú fáum kynntir þína skörungslund. Þessi orð falla vel að skaphöfn Helgu. Hún var fjölgáfuð, hógvær og hlý eins og hennar fólk, mikil húsmóðir, móðir og kona. Þeim, sem henni kynntust, þótti vænt um hana. Það varð skammt á milli þeirra systra Helgu og Ragnheiðar. Við því hafði verið búist, svo náið sem var á milli þeirra og fjörgamlar báð- ar tvær. Og söknuðurinn sár, en falls er von að fornu tré. En sjaldan er ein báran stök og nú er þungur harmur og djúpur kveðinn að fjöl- skyldunni. Undir miðnætti á sunnu- dag lést Unnur F. Vilhelmsdóttir, eiginkona Sveins Benediktssonar, langt fyrir aldur fram, mikil lista- kona og mikil manneskja. Hún hafði átt í langvinnu stríði við illvígan sjúkdóm en verið hetja í sinni bar- áttu og átti góða að. En hún gaf mikið og það lýsir af minningu hennar. Halldór Blöndal. Elskulegar föðursystur mínar, Ragnheiður Ingimundardóttir Blön- dal og Helga Ingimundardóttir, hafa kvatt þennan heim. Helga var fædd árið sem fyrri heimsstyrjöld braust út, en Ranka, eins og hún var ávallt kölluð, árinu áður. Þær systur bjuggu síðustu æviárin hlið við hlið á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ og lést Ranka 13. janúar sl., en Helga fáeinum dögum síðar. Þannig má segja að þær hafi fylgst að nær allt lífið, frá vöggu til grafar og milli þeirra var náið og kærleiksríkt samband. Þær voru úr sveit, eins og flestir af þeirra kynslóð, fæddar í Kald- árholti í Holtum. Systkinin í Kald- árholti voru átta og milli þeirra var römm taug. Samheldni, traust og hjálpsemi einkenndi öll þeirra sam- skipti. Nú er aðeins ein systir eft- irlifandi af þessum stóra systkina- hópi, Jórunn. Eftir að makar þeirra Einars, föður míns, og Rönku féllu frá, bjuggu þau um langt árabil að Mið- leiti 7 og Helga systir þeirra í næsta húsi. Veit ég að faðir minn naut góðs af samfélaginu við systurnar, umhyggju þeirra og elskusemi. Ranka sagði mér stundum frá bernsku sinni og uppvaxtarárum í Kaldárholti og í sögum hennar frá æsku sinni gætti þeirrar leiftrandi gleði og kímni sem einkenndi Rönku svo mjög. Hún sá jafnan það spaugilega í lífinu og sagði frá á svo skemmtilegan hátt að atvikin stóðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þeirra sem á hlýddu. Ég var hjá þeim systrum rétt fyrir síðustu jól. Þá rifjaði Ranka upp atvik frá upp- vaxtarárunum. Henni hafði runnið í skap við Helgu, litlu systur sína og hótað henni flengingu fyrir. Helga, 93 ára í hjólastól, bætti stillilega við þessa frásögn Rönku, að enn hefði ekkert orðið úr þeirri flengingu og yrði líklega ekki úr þessu. Þau lífsviðhorf sem í hávegum voru höfð á bernskuheimili systr- anna mótuðu þær mjög. Þær voru traustar og heiðarlegar og héldu í heiðri gömul og góð gildi, en þær voru einnig framsýnar og nútíma- legar. Þær voru fluggreindar og minnugar og fylgdust vel með öllum sínum ættmennum. Ranka var hlát- urmild með glampa í augum, Helga æðrulaus og róleg, en kímdi oft með sjálfri sér að spaugi systur sinnar og átti til að lauma hnyttnum at- hugasemdum inn í samtölin. Og það er einmitt þannig sem ég minnist þeirra helst. Rönku sem kátu frænkunnar sem hafði gaman af skemmtisögum, var hrókur alls fagnaðar og var alltaf til í dálítið sprell og Helgu sem hinnar rólegu, mildu og yfirveguðu. Jafnvel þótt ævi þeirra systra hafi orðið löng og mörg stef hljómað í þeirra lífssinfóníu, var viðmót þeirra alltaf hið sama, hlýtt og glettið. Þær voru þakklátar fyrir líf- ið og fyrir þá gæfu að hafa eignast góða fjölskyldu, börn og barnabörn, sem veittu þeim ómælda gleði og sýndu þeim mikla umhyggju. Þakklæti er mér einnig efst í huga er ég kveð mætar frænkur, þær Rönku og Helgu. Ingveldur Einarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 29 Elsku amma Dísa. Við systurnar viljum minnast þín með nokkrum orðum. Við eigum svo margar góðar minning- ar um þig. Þú varst alltaf svo hlý og góð og með mýkstu hendur sem við höfum fengið að halda í. Ein af fyrstu minningum okkar er frá Austurbrautinni. Þar bjugguð þið afi Jói í langan tíma og þú reyktir pípu. Já, það voru ekki margir sem áttu ömmu sem reykti pípu. Okkur fannst það rosalega töff og svo spilaðir þú líka á gítar og söngst í kór. Þér fannst svo gaman að syngja og spila á gítar og á hverj- um jólum var sko dansað í kring- um jólatréð og sungið. Þú varst líka svo góð að elda. Það var alltaf best að koma til þín og afa Jóa á Ásdís Óskarsdóttir ✝ Ásdís Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. febrúar 1931. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 19. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 29. janúar. jóladag og fá lamba- hrygg og brúna sósu. Svo er okkur alltaf minnisstæð fjöl- skylduferðin í sum- arbústaðinn ykkar afa á Þingvöllum. Þar eld- aðir þú ofan í allt stóðið, þinn fræga kjúkling. Já, við erum mörg börnin, barna- börnin og barna- barnabörnin. Þið vor- uð alltaf svo stolt af barnahópnum. Alltaf bættist í hópinn og börnin urðu fleiri og fleiri. Barna- börnin eru orðin 23 og barna- barnabörnin 11. Þið afi voruð líka alltaf svo ástfangin og náin. Þú hugsaðir alltaf svo vel um afa og þegar hann dó varst þú eins og skugginn af sjálfri þér. Þú sakn- aðir hans svo mikið. Núna ertu vonandi hjá honum og þið tvö getið fylgst með ungunum ykkar frá himnum. Það er gott að vita til þess að þið séuð loks saman á ný. Guð blessi minningu þína. Elsku amma, takk fyrir allt og góða ferð. Ásdís, Guðrún Sigríður og Thelma Björk. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARNÞÓRS KRISTJÁNSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar sem önnuðust hann af einstakri alúð síðustu mánuði hans. Bergljót Baldvinsdóttir, Gylfi Þór, Sigríður Arna, Bryndís, Kristín, Kristján Freyr og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR JÓNS PÁLSSONAR, Aflagranda 40, áður Melhaga 5, Reykjavík. Elín Þórðardóttir, Reinhold Kristjánsson, Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann, Aðalsteinn Þórðarson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kjartan Þórðarson, Helga Kristín Einarsdóttir, Gunnar Þórðarson, Hafdís Kjartansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.