Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa frá kl. 9.30, postulíns- málning kl. 9 og 13. Árskógar 4 | Bað, handavinna, smíði/útskurður og heilsugæsla. Upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, glerlist, fótaaðgerð, hádeg- isverður, spiladagur, kaffi. Þriðjud. 5. febrúar er Revía í Iðnó kl. 14. Rútu- ferð frá Bólstaðarhlíð kl. 13.10. Miða- verð kr. 2.500 og rútugjald kr. 500. Skráning í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 13-16. Leikfimi kl. 10. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin kl. 10-11.30, s. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin kl. 15-16, s. 554- 3438. Félagsvist í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Ganga frá Ásgarði kl. 10. Síðdeg- isdans kl. 14.30, kaffi, Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Gler- listahópar hittast kl. 9.30 og 13, handavinnustofan opin, félagsvist kl. 13, söngur kl. 15.15, Guðrún Lilja mætir með gítarinn, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30, dans kl. 20-22 undir stjórn Sigvalda. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9.05, ganga kl. 10, há- degismatur, postulínsmálning og kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, brids og búta- saumaklúbbur kl. 13. Skráning í ný námskeið og hópa stendur yfir í Jónshúsi, opið til kl. 16.30 Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dansæfing kl. 10. Frá hádegi spilasal- ur opinn. Alla föstud. kl. 10.30 er leik- fimi (frítt) í ÍR heimilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. S. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bókband kl. 13.15, létt leikfimi kl. 14, framhaldssagan, kaffi. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handavinna kl. 9-16.30, út- skurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, línu- dans kl. 11, saumar kl. 13, pílukast kl. 13.30, handmennt kl. 13, gaflarakór- inn kl. 16.15. Hæðargarður 31 | Tölvuleiðbein- ingar í dag og á fimmtud. kl. 13.15. Þorrablót 1. feb. Veislustjóri Guðni Ágústsson, lögreglukórinn syngur o.fl. Miðar seldir í eldhúsinu. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu, Dalsmára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húna- búð, Skeifunni 11, Rv. kl. 17. Upplýs- ingar í símum 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, fimmtudag, er pútt á Korpúlfs- stöðum kl. 10, Listasmiðjan á Korp- úlfsstöðum opin kl. 13-16. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands | Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna föt fyrir börn í neyð. Prjónað í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 kl. 16-18, prjónar, garn og kaffi á staðnum. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, handavinnustofa opin kl. 9-16, m/leiðb. kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslustofa s. 588-1288. Fóta- aðgerðarstofa s. 568-3838. Sjálfsbjörg | Félagvist kl. 19 í félags- heimili Sjálfsbjargar á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað- gerðir og aðstoð v/böðun. Handa- vinna, sund, hádegisverður, versl- unarferð í Bónus, tréskurður og kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, gler kl. 9, laus pláss, handa- vinnustofan opin, morgunsöngur og messa kl. 10, verslunarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dansað kl. 14 við undirleik harm- ónikkuhljómsveitarinnar Vitabandið. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, opinn salur kl. 13, ganga kl. 14, boccia kl. 15. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðra safnaðarheimili kl. 11. Bessastaðasókn | Bæna- og kyrrð- arstund verður í leikskólanum Holta- koti kl. 20. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Máls- verður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Bingó eldri borgara kl. 13.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Boðið upp á þorra- mat kl 13. Árni Norðfjörð mætir með harmonikkuna, skráning hjá kirkju- verði í s. 553-8500. Uppl. um bíla- þjónustu hjá kirkjuverði. Dómkirkjan | Bænastundir kl. 12.10, hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, fyrirbænir og altarisganga. Léttur hádegisverður að lokinni stundinni. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Rima- skóla. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustund aldr- aðra, matur og spjall kl. 12, helgistund kl. 14. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hugvekja, altarisganga, morgun- verður í safnaðarsal eftir messuna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 12, skrifstofan lokar á meðan. Unglingafræðsla kl. 17.30 og fjölskyldusamveran kl. 18, súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Biblíu- kennsla kl. 19 og Royal Rangers skátastarf fyrir 5 ára og eldri. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Hádegisverður, starf eldri borgara kl. 13-16, söngur, spilað, föndur, spjall, kaffi o.fl. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.15, umsjón hafa prestar og kirkjuvörður safnaðarins. Ferming- artímar kl. 19.30, unglingakvöld (8. bekkur) kl. 20.30. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, messa kl. 12.15, sr. Sigurður Árni Þórðarson, opið hús kl. 15. Dr. Sig- urður Árni Þórðarson prestur talar um þrumuprédikarann Jón Biskup Ví- dalín, kaffi. Vídalínskirkja Garðasókn | For- eldramorgunn kl. 10-12.30. Tinna Gunnarsdóttir hjúkrunarfr. verður með fræðslu og umræður um slys á börnum, kaffi. 90ára afmæli. Níræður erí dag, 30. janúar, Pétur Karl Andrésson bygging- armeistari, Hringbraut 50 Reykjavík. Pétur Karl og fjöl- skylda munu taka á móti ætt- ingjum og vinum í Blómasal Hótels Loftleiða, sunnudaginn 3. febrúar milli kl. 15 og 17. Hlutavelta | Þessar stelpur héldu tombólu við 11-11 í Hlíðunum og færðu Rauða krossinum ágóðann, 8.236 krónur. Þær heita Kristjana Þór- dís, Helena Björk, Marianna Hlíf og Júlía Sif. dagbók Í dag er miðvikudagur 30. janúar, 30. dagur ársins 2008Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum býður til fyr-irlestrar á morgun, fimmtu-dag. Fyrirlesari er Alyson J.K. Bailes sagnfræðingur, og gesta- kennari í stjórnmálafræði við HÍ. Er- indi Alyson ber enska titilinn New Di- mensions of Security – are they good for women and are women good for them? „Í fyrirlestrinum velti ég upp þeirri spurningu hvort hin nýja tilhneiging til að skilgreina „öryggismál“ í mjög víðum skilningi – svo að nær yfir alls- kyns hættur sem stafa að almenningi aðrar en hefðbundinn hernað– bæti öryggi kvenna, og veiti þeim aðstöðu og tækifæri til að vinna að bættu ör- yggi,“ skýrir Alyson. Bendir Alyson á að „stríð“ hafi færst frá milliþjóðavettvangi inn í rík- in sjálf, út á götur, inn í skóla og á heimili. „Samkvæmt samantekt SIPRI-stofnunarinnar í Stokkhólmi voru öll meiriháttar stríðsátök árin 2006-7 borgarastríð, þar sem oft tak- ast á fjöldi stríðandi fylkinga í mikilli óreiðu,“ segir hún. „Afleiðing af þess- ari þróun er stóraukið manntjón meðal óbreyttra borgara. Dauðsföll kvenna vegna vopnaðra átaka hafa aukist mjög, og eru þá ekki talin óbein dauðsföll, s.s. af völdum hungurs, sjúkdóma og eyðileggingar.“ Einnig bendir Alyson á afleiðingar þess fyrir réttindi kvenna að öfgahóp- ar komast til valda í því umhverfi sem ríkir í heiminum í dag: „Í Mið- Austurlöndum vex strangtrúarsjón- armiðum fiskur um hrygg í stjórn- málum, og konur hafa þar víða þurft að setja blæjuna upp að nýju. Á Vest- urlöndum ganga stjórnvöld æ lengra í baráttunni gegn hryðjuverkum svo að borgaralegum réttindum og einkalífi er fórnað. Til verður umhverfi sem el- ur á tortryggni milli ólíkra þjóðfélags- hópa.“ Alyson nefnir um leið að konur virð- ast vera útilokaðar frá æðstu stöðum í þessu nýja öryggisumhverfi: „Það á ekki aðeins við yfirstjórn herja, heldur einnig hjá lögreglu, við landamæra- vörslu og innan ráðuneyta,“ segir hún. Fyrirlesturinn á fimmtudag er hald- inn í sal 4 í Háskólabíói og hefst kl. 12. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis en Alyson flytur erindi sitt á ensku. Heimasíða Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum er á slóðinni http://rikk.hi.is. Jafnrétti | Fyrirlestur á vegum RIKK á fimmtudag kl. 12 í Háskólabíói Konur í heimi átaka  Alyson Judith Kirtley Bailes fæddist í Man- chester 1949. Hún hlaut MA-gráðu í sagnfræði frá Ox- ford-háskóla 1969. Alyson starfaði við bresku utanrík- isþjónustuna frá 1969 til 2002, m.a. sem sendiherra í Finnlandi, auk þess sem hún sinnti störfum m.a. við Vestur-Evrópusam- bandið og varnarmálaráðuneyti Bret- lands. Hún er nú gestakennari við Há- skóla Íslands. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, kl. 17. Landakot | Fræðslunefnd Rann- sóknastofu í öldrunarfræðum heldur fræðslufund 31. janúar kl. 12.15 í kennslu- salnum á 7. hæð á Landakoti. Jón Eyjólf- ur Jónsson fjallar um 80+ rannsóknina. Sent út með fjarfundabúnaði. Ættfræðifélagið | Sr. Gísli Kolbeins held- ur erindi um Skáld-Rósu 31. janúar kl. 20.30, í sal Þjóðskjalasafnsins, þriðju hæð. Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Matarúthlutun kl. 15-17 í Eskihlíð 2-4. Úthlutanir verða alla miðvikudag á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Mat- ar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12 B. Tekið á móti hreinum fatnaði og öðr- um varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551-4349, netfang maedur@simnet.is SAMKVÆMT ákvæðum í skipulagsskrá Minningar- sjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar skal sjóðurinn styrkja rannsóknir og nýjungar í lækn- isfræði. Sérstaklega eru tilgreind fjögur svið: augn- sjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar, taugasjúkdóm- ar og öldrunarsjúkdómar. Í fréttatilkynningu segir að um árabil hafi styrkir verið veittir í desember að undangenginni auglýsingu og umfjöllun stjórnar sjóðsins. Fyrstu styrkir úr sjóðnum voru veittir árið 1985. Að þessu sinni eru veittir níu styrkir, samtals að upphæð kr. 4,7 millj- ónir. Upphæðin skiptist á eftirtalda styrkþega: Axel F. Sigurðsson, Fríða Rún Þórðardóttir og Gunnar Þ. Gunnarsson til rannsóknarverkefnisins: Skimun fyrir sjúkdómum sem geta valdið skyndidauða hjá íþróttamönnum. Ástríður Pálsdóttir og Elías Ólafsson til rannsókna á arfgengri heilablæðingu vegna stökkbreytts cystat- ins C. Björn Guðbjörnsson til rannsókna á líffærasértæk- um ónæmissjúkdómum með heilkenni Sjögrens sem módelsjúkdóm. Davíð O. Arnar og Hilma Hólm til verkefnisins: Kortlagning og einangrun áhættugena gáttatifs. Eydís Ólafsdóttir til rannsókna á augnsjúkdómum og blindu við sykursýki. Friðbert Jónasson til rannsókna á algengi, nýgengi og áhættuþáttum flögnunarheilkennis og flögnunar- gláku hjá Íslendingum 50 ára og eldri. Guðleif Helgadóttir og Einar Stefánsson til verk- efnisins: Lýðheilsuleg nálgun sjúklinga sem eru í áhættuhóp fyrir sjóntap vegna hrörnunar í augnbotn- um. María Hrafnsdóttir til verkefnisins: Líknandi með- ferð sjúklinga með MND-sjúkdóm. Svanborg Gísladóttir og Einar Stefánsson til rann- sóknarverkefnisins: Lyfja- og lífeðlisfræði glerhlaups augans. Styrkir til vísindarannsókna FRÉTTIR                               !!                  !       "                    #         "               "   % &     ()  &  $    *    (+, * $        - . (&  / 0  $   12     2&12 &   '& 3$     4 5      6   4 '7899                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.