Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragnheiður I.Blöndal fæddist í Kaldárholti í Holta- hreppi í Rang- árvallasýslu 2. júli 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 13. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ingveldur Einarsdóttir hús- freyja, f. 4. des. 1874, d. 24. júlí 1953 og Ingimundur Benediktsson, bóndi, stefnuvottur og organisti, f. 13. ágúst 1871, d. 5. feb. 1949. Systkini Ragnheiðar eru: Steinunn, f. 1903, d. 1993, Kristín, f. 1904, d. 1973, Benedikt, f. 1906, d. 1926, Guðrún, f. 1907, d. 1935, Jórunn, f. 1911, Helga, f. 1914, d. 2008, og Einar, f. 1917, d. 1996. Ragnheiður ólst upp á heimili foreldra sinna fyrst í Kaldárholti og síðar í Reykjavík, lengst af á Smáragötu 10. Á heim- ilinu bjó einnig fóstra þeirra systk- ina, Þuríður Guðmundsdóttir og var hún þeim sem önnur móðir. Einnig ólst þar upp eftir lát móður sinnar Benedikt Eiríksson, sonur Guðrúnar systur Ragnheiðar. Heimilið að Smáragötu var sam- komustaður fjölskyldunnar í ára- tugi. Þar hittust systkinin og fjöl- skyldur þeirra og treystu fjölskylduböndin. Ragnheiður giftist 24. júní 1949 Hjálmari Blöndal, hagsýslustjóra Reykjavíkurborgar, f. í Reykjavík 25. júlí 1915, d. 20. nóvember 1971. Foreldrar hans voru Óli Peter Blöndal, póstritari í Reykjavík og kona hans Hedvig Bartels.Dóttir Ragn- heiðar og Hjálmars er Kristín Blöndal hjúkrunarfræðingur, f. 23. október 1954. Eiginmaður hennar er Pétur Björn Pét- ursson hagfræð- ingur, f. 31. janúar 1946. Synir Kristínar og Guðjóns Bald- urssonar eru: Hjálm- ar Blöndal viðskiptalögfræðingur, f. 1. apríl 1976, og Elías Blöndal meistaranemi í lögfræði, f. 15. nóv- ember 1983. Stjúpsynir Kristínar, synir Péturs Björns eru: Pétur Björn framkvæmdastjóri, f. 2. maí 1975, og Ólafur nemi, f. 15. mars 1979. Ragnheiður útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1935. Eftir nám starfaði hún hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og síðar á Borg- arskrifstofu Reykjavíkur. Þar kynntist hún Hjálmari eiginmanni sínum. Eftir að þau giftust var hún heimavinnandi þar til eftir lát Hjálmars en þá starfaði hún hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Þau Hjálmar stofnuðu heimili að Löngu- hlíð 25 en fluttu árið 1964 í Fells- múla 8. Ragnheiður fluttist árið 1988 að Miðleiti 5 þar sem hún bjó allt til ársins 2006 þegar hún flutti á hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Útför Ragnheiðar var gerð 18. janúar, í kyrrþey að hennar ósk. Ég hitti þær systur, Rönku, þá til- vonandi tengdamóður mína og Helgu systur hennar í fyrsta sinni í Hag- kaupum, þar sem þær, um áttrætt, voru í sinni vikulegu innkaupaferð. Þar fóru hefðarkonur, vel til hafðar eins og þær væru að fara í veislu. Teinréttar og fallegar. Og auðvitað höfðu þær komið akandi þangað á eigin bíl. Heimili Rönku var fallegt og bar góðum smekk gott vitni. Alltaf hreint og fallegt. Þó var eitt sem stakk í stúf. Á stofuborðinu var bók sem nánast hékk í henglum. Þetta var íslensk orðabók. Ranka notaði hana á hverj- um degi og hafði greinilega gert í mörg ár! Þessa bók notaði hún við lausn krossgátna eða þegar hún las eitthvert framandi orð. Og ekki síður þegar í huga hennar komu orð úr for- tíðinni, frá Kaldárholti, sem hún hélt sig hafa heyrt en var ekki viss. Stund- um sagði hún mér að orðin væru efa- laust einhver vitleysa, en oftar en ekki fann hún þau í bókinni. Ranka hafði búið ein lengi eftir frá- fall Hjálmars, eða allt frá því að Krist- ín hóf búskap. En hún var ekki ein. Helga systir hennar, sem einnig hafði misst sinn mann mörgum árum áður árum, bjó ætíð nálægt og samband þeirra systra var einstakt. Síðustu ár- in var húsasund á milli þeirra; þær fluttu í Skógarbæ á sama degi og bjuggu þar hlið við hlið til dauðadags Rönku. Helga andaðist svo níu dög- um síðar. Systkinahópurinn frá Kaldárholti var stór og hélt vel saman. Hópurinn hittist oft, við hin ýmsu tækifæri og var þá glatt á hjalla. Þar undi Ranka sér vel og var hrókur alls fagnaðar. Bæði var það frásagnargáfa hennar, sem ungir sem aldnir nutu, sem og minni hennar, en hún kunni sögur frá í gamla daga þeirra systkina best. Svo vel, að jafnvel ókunnugir leituðu til hennar um upplýsingar. Ranka var svolítill uppreisnarsegg- ur. Henni þótti gaman að segja frá, tæpitungulaust, svo að systrum henn- ar þótti nóg um og sussuðu á hana. Aðrir nutu! Við Ranka spjölluðum oft um bridds, sem hún hafði spilað um nokkra hríð. Hún hafði gaman af að segja mér frá skemmtilegum spilum og leitaði ráðlegginga. Þar kom gott minni hennar vel fram því hún mundi spil frá kvöldinu áður. Ranka var pólitísk. Einhvern tíma ræddum við um það við hana að hún flytti í Garðabæ, en Ranka taldi sig ekki geta það; nógu margir ættingjar væru í Garðabæ en Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík þyrfti á henni að halda! Þegar þær systur, Jóa, Helga og Ranka, sátu hér í stofunni okkar í Garðabæ á níræðisafmæli Rönku voru þær eins og þrjár drottningar. Þá skildi ég betur áhuga Rönku á dönsku konungsfjölskyldunni! Ranka fór ekki í lyftu til að ná í Moggann án þess að hafa sig til. Hún gæti hitt ein- hvern sætan strák, sagði hún við mig. Svona hagar sér bara tigið fólk. Það voru forréttindi að kynnast Rönku. Blessuð sé minning hennar. Pétur Björn. Amma Ranka er dáin. Mér þótti undurvænt um hana og mun sakna hennar að eilífu. Hún fór í friði en lifði lífinu eins og á að gera það, í fullri sátt og samlyndi við alla þá sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að kynnast henni. Ég mun aldrei gleyma kærleika hennar og stuðningi. Hún vafði mig örmum sínum og sýndi öllu því sem ég tók mér fyrir hendur mikinn áhuga og hvatti mig til náms. Hún var skemmtileg, jákvæð og skipti aldrei skapi. Hún fór nokkrum sinnum með okkur fjölskyldunni í ferðalög og deildum við oft herbergi. Betri og um- hyggjusamari herbergisfélaga er vart hægt að hugsa sér. Hún hélt andlegri reisn fram undir það síðasta. Amma var vinur minn og allar okkar stundir saman byggðust á trausti og einlægni. Blessuð sé minning hennar. Elías Blöndal Guðjónsson. Elskuleg amma mín, Ragnheiður I. Blöndal, lést á hjúkrunarheimilinu að Skógarbæ 13. janúar sl. Ég kveð hana með miklum söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir allt hið góða sem liðið er. Fyrstu minningar mínar um sam- verustundir okkar ömmu Rönku, eins og ég jafnan kallaði hana, voru þegar ég dvaldi sumarlangt á heimili hennar í Fellsmúla 8, þá 5 ára gamall. Fjöl- skylda mín bjó í Svíþjóð og mér þótti það góð hugmynd að fá að vera hjá ömmu heilt sumar. Þetta sumar rifj- ast nú svo sterkt upp og allar minn- ingarnar og stundirnar sem við áttum saman. Amma varð eftir sumarið órjúfanlegur hluti af lífi mínu og milli okkar ríkti ávallt sterk og mikil vin- átta. Amma studdi mig með öllum ráð- um til hverra þeirra verkefna sem ég tók mér fyrir hendur. Hún fylgdist af miklum áhuga með mínum daglegu störfum og hvatti mig til nýrra og spennandi verkefna. Í amstri hvers- dagsins gat ég alltaf leitað til ömmu og þau voru ófá skiptin sem ég lagði leið mína til hennar í leit að góðum ráðum og samveru. Amma var elskuleg kona í alla staði. Hún var hjarthlý og góð við alla þá sem leituðu til hennar. Hún var skemmtileg og hafsjór af fróðleik. Hún var vel að sér í ættfræði, ís- lensku og vissi mikið um sögu lands og þjóðar. Öllu þessum áhugamálum sínum deildi hún með mér og það voru ófáar stundirnar sem við sátum og ræddum um allt og ekkert og ávallt á hennar fallega heimili þangað sem allir voru velkomnir. Hún vissi alltaf að þegar hennar tími myndi koma, myndi annað taka við. Nú er hún komin á þann stað þar sem hún dvelur sátt með sínum nán- ustu. Ég kveð ömmu mína með þakklæti fyrir allt það sem hún kenndi mér og gerði fyrir mig. Eftir situr minningin um góða konu sem gleymist aldrei. Hvíl í friði, elsku amma. Hjálmar Blöndal Guðjónsson. Ragnheiður I. Blöndal móðursystir mín, Ranka, hefur ávallt skipað stór- an sess í lífi mínu. Hún var ein átta systkina frá Kaldárholti. Mjög kært var með þeim systkinunum alla tíð. Eftir að þau fluttu að heiman, hittust þau á sunnudögum á heimili ömmu og afa sem varð eins konar félagsmið- stöð fjölskyldunnar. Að þeim látnum hittust systkinin áfram með sínu fólki í sunnudagskaffi í nær hálfa öld. Eiginmaður Rönku, Hjálmar Blön- dal, var mikill ljúflingur. Þegar einka- dóttir þeirra Kristín fæddist fannst mér sem ég hefði eignast systur. Kristín var mikill gleðigjafi, falleg, skýr og skemmtileg. Ég réð mig í vist til Rönku og naut þess mjög að fá að passa Kristínu. Hjálmar lést langt um aldur fram. Söknuður Rönku var sár eftir lát hans. Ranka var glaðvær og kát og naut sín vel á mannamótum. Öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana. Hún var hrókur alls fagn- aðar þegar fjölskyldan hittist, hrein- skiptin og opinská. Frásagnargleði hennar var mikil og margar sögurnar hennar óborganlegar. Ranka hafði gaman af silungsveiði og var hin mesta veiðikló. Ósjaldan stóð hún úti í Þingvallavatni á klof- stígvélum og mokaði upp bleikju meðan aðrir urðu varla varir. Ranka hélt veiðimennskunni áfram fram undir áttrætt. Ranka hafði unun af spilamennsku. Hún spilaði oft fé- lagsvist og á efri árum lærði hún bridds. Hún var órög við sagnir og spilaði vel. Á síðasta ári fór hún að spila bingó og ótrúlega oft fékk hún vinning, fulloft að eigin sögn. Ranka hafði gaman af utanlands- ferðum. Síðustu tvær ferðirnar fór hún til Flórída á árinu 2001 með nán- um ættingjum. Naut hún þess að sitja í sólinni, fara í sundlaugina og fá sér- rístaup í heita pottinum og spila bridds. Eitt sinn varð Rönku að orði þegar hún tók upp spilin: „Nú er fátt um fína drykki“ og vakti það mikla kátínu. Ranka hélt heimili á meðan hún gat. Þær systur Ranka og Helga móð- ir mín, sem var ári yngri, fluttu sama daginn inn á hjúkrunarheimilið Skóg- arbæ vorið 2006. Það var mikið lán. Í Skógarbæ sátu þær saman alla daga og oft hlýddi Helga á Rönku segja frá kóngafólkinu í Danmörku, gleði þess og sorgum. Þá sögu þekkti Ranka flestum betur. Ranka var mörgum góðum gáfum gædd og átti auðvelt með að læra. Hún hafði mjög gott minni alveg fram á síðustu vikur. Hún lifði mjög heil- brigðu lífi, hafði allt í röð og reglu og var alltaf vel klædd og vel til höfð. Hún var mjög ungleg og hélt sinni silkimjúku húð alla tíð. Í vetur fór heilsu Rönku að hraka verulega. Það var mikill styrkur fyrir Rönku hvað Kristín og fjölskylda hennar hugsuðu vel um hana. Daginn áður en hún lést fór heilsu Helgu systur hennar einnig mjög að hraka og lést hún rúmri viku á eftir Rönku. Þannig lágu leiðir þeirra systra sam- an frá upphafi til enda. Nú er Jórunn, Jóa, systir þeirra og kær vinkona ein eftirlifandi af systkinahópnum 97 ára gömul. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Rönku að og ekki síst fyrir það hve kært var með þeim systrum. Blessuð veri minning þeirra. Guðrún Sveinsdóttir. Ég minnist Ragnheiðar móður- systur minnar og þakka henni fyrir allt það góða sem hún gerði mér og mínum. Hún lést í Skógarbæ 13. jan- úar á 95. ári, elskuð af öllum til hins síðasta. Ragnheiður var kostakona, glæsi- leg, hýr, skemmtileg, fjölfróð, orð- heppin og hrókur hvers fagnaðar. Kannski var hún eilítið stríðin í glettni sinni, eins og sum systkin- anna. Þau voru sex systur og tveir bræð- ur, öll fædd í Kaldárholti í Holtum, nema Steinunn, sú elsta, sem fæddist í Vestri-Garðsauka þar sem er Hvols- völlur. Þar stofnuðu foreldrar hennar fyrst bú. Í Kaldárholti bjuggu þau uns fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur. Skólaganga og nýtt lífsstarf tók við. Systkinahópurinn frá Kaldárholti var samhentur og fór aldrei misjafnt orð á milli. Eftir lifir Jórunn, móðir mín 97 ára. Fjöldi fólks, sem bjó og starfaði í Kaldárholti, tengdist þeim tryggðar- böndum. Ingimundur var frá Breiða- bólsstað í Fljótshlíð og Ingveldur frá Hæli í Gnúpverjahreppi. Þau voru hjúasæl í meira lagi og hjálpuðu sínu fólki til manns og mennta. Er Ingimundur flutti frá Kaldár- holti gerðist hann trésmiður hjá Öl- gerðinni Agli Skallagrímssyni. Bjó fjölskyldan á Frakkastíg 14, alveg við ölgerðina þar til Kristín, systir Rönku, keypti húsið Smáragötu 10. Þar bjó hún afa og ömmu heimili og systkinunum, sem enn voru ógift. Og sá góði frændi okkar, Benedikt Ei- ríksson, systursonur Rönku, ólst þar upp frá barnsaldri í skjóli frændfólks- ins, einkum Rönku. Þar var líka fóstr- an, Þura, sem hafði annast þennan stóra og myndarlega hóp frá blautu barnsbeini og verið þeim sem móðir. Smáragata 10 varð miðpunktur stækkandi fjölskyldu. Þangað sótti samheldin fjölskyldan við öll tæki- færi. Frændfólk okkar að austan bjó þar margt um langan eða skamman tíma. Tíminn leið og brátt var ég kom- in með fjölskyldu í nágrenni Smára- götu og stutt í sunnudagsheimsóknir með barnavagna og kerrur upp og of- an Njarðargötu. Þetta voru dýrðar- tímar, ekki síst fyrir unga fólkið sem kynntist þarna vel og býr enn að því. Árið 1949 giftist Ranka Hjálmari Blöndal, mannkostamanni, sem lést árið 1971, 56 ára. Þau voru gestrisin og jafnræði með þeim. Á ég ófáar minningar frá þeirra menningar- heimili þar sem glaðværðin ríkti. Hjálmar var síðast hagsýslustjóri Reykjavíkurborgar. Áður var hann framkvæmdastjóri Heilsuverndar- stöðvarinnar. Þangað réð hann mig til starfa, þar sem hann stjórnaði af reisn og mildi. Þar lágu mínir örlaga- þræðir. Ranka var vel heima í öllu, minnug, vel menntaður íhaldsmaður í bestu merkingu orðsins. Hún hafði gengið í Verslunarskólann og starfaði í borga- skrifstofum þar sem þau Hjálmar kynntust. Fjölskyldan stækkaði er hans góða fólk bættist í hópinn. Seinna starfaði hún á bókasafni Iðn- skólans. Þau Hjálmar eignuðust dótturina Kristínu sem var þeim lífið sjálft. Kært var með Rönku og dótturson- unum Hjálmari og Elíasi og hún gladdist yfir gengi þeirra. Ég kveð móðursystur mína með söknuði. Þakka henni þann kærleika og tryggð, sem hún sýndi fjölskyldu minni. Sigríður Dagbjartsdóttir Ragnheiður I. Blöndal Látin er um aldur fram fjölskylduvinur og nágranni til langs tíma Gunnþórunn Jón- asdóttir, Nesjum í Grafningi, en Gunnþórunn var ætíð kennd við Nesj- ar vegna dvalar þar hvenær sem færi gafst. Sótti í kært náttúrusvæði nöfnu sinnar og fósturömmu Gunnþórunnar Halldórsdóttur, leikkonu með meiru, sem jafnframt var ein af fyrstu stangaveiðikonum landsins þegar hún lét vinnumenn sína á Nesjum róa með sig um Nesjavíkurnar með stöng eina mikla því hún vildi helst ekki landa nema stórum og kraftmiklum fiskum. Þær áttu því margt sameiginlegt nöfnurnar og athafnakonurnar á Nesjum. Gunnþórunn Jónasdóttir var kona húmors og léttleika, hafði gaman af líflegum umræðum varðandi daglegt líf og amstur, ekki hvað síst er sneri Gunnþórunn Jónasdóttir ✝ GunnþórunnJónasdóttir (Gunda) fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1946. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 18. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 29. janúar. að umhverfi Þingvalla- vatns og nágrenni. Sá alltaf björtu hlið- arnar á mannlífinu og hafði gaman af almennt. Ég minnist hennar þegar hún og systir mín, þá rétt fermdar, reiddu fram glæsiveitingar, að mestu heimabakað góð- gæti, í gamla bænum á Nesjum er smölun til rúnings stóð þar yfir, en þá um vorið hafði Gunn- þórunn tekið að sér að hugsa þar um heimilis- hald vegna vinnufólks það sumarið. Það var ekki auðvelt hlutskipti fyrir unga stúlku að koma að því verki í stað Ólafíu sem þar hafði ríkt til margra ára við góðan orðstír. Allt tókst þetta þó með miklum ágætum að sjálfsögðu með aðstoð for- eldra hennar sem bæði eru látin, þeirra sómahjóna Jónasar og Ástu. Það er ekki langt á milli fráfalls þeirra þriggja kvenna sem unnu Nesjum mjög, Ingu, Ástu og Gunn- þórunnar, aðeins rúm 2 ár þótt aldurs- munurinn væri nokkuð mikill. Allar höfðu þær yndi af þeirri nátt- úrufegurð sem umlykur Nesjar og nutu þess mjög að horfa þar á sólarlag og sólarupprás við bakka Þingvalla- vatns á fögru sumri, sannkallaðir náttúruunnendur af lífi og sál. Gunnþórunn hafði yndi af fallegum gróðri og mátti sjá það glöggt um- hverfis sumarhús fjölskyldunnar í Austurnesi. Í síðasta spjalli okkar Gunnþórunn- ar ræddi hún nokkuð um áform sín um svæðið umhverfis bústaðinn og víðar sem og um hugsanlega ná- grannabyggð. Mér þótti vænt um þetta spjall og smáviðvik sem hún bað mig um og vonaði að heilsu hennar myndi fara fram eins og hún hafði þá góða von um, enda hress í fasi eins og henni var tamt á hverju sem gekk. Það urðu mér því þungar fréttir að heyra fyrir nokkru að heilsu hennar hefði hrakað mjög á undanförnum mánuðum. Minning um glaðværa konu, allt frá því að vera tápmikil stelpa í jeppanum með pabba sínum og mömmu á Nesj- um og víðar til konu með ábyrgð hjúkrunarkonu, eiginkonu, móður, ömmu, framkvæmda- og garðræktar- konu mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Fjölskyldan á Nesjavöllum þakkar Gunnþórunni samfylgdina og biður Guð að vernda hana. Vottum eiginmanni, dóttur og allri fjölskyldunni innilega samúð okkar og megi Guð gefa ykkur ljós og styrk til framtíðar. Ómar G. Jónsson og fjölskylda frá Nesjavöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.