Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 15 MENNING FÉLAG íslenskra fræða heldur fyrsta rannsókn- arkvöld vormisseris annað kvöld, 31. janúar, kl. 20, í húsi Sögufélagsins, Fisch- ersundi 3. Þá flytur Jón G. Frið- jónsson prófessor erindið Það skal vanda sem lengi á að standa: Um biblíuþýð- inguna nýju. Í erindinu verður fjallað um málfar, framsetningu, stíl og myndmál í nýju Biblíunni og leitast við að sýna fram á að þessum atrið- um sé þar verulega áfátt og því fari fjarri að þar sé fylgt íslenskri biblíumálhefð. Jón er prófessor í íslensku máli við Háskóla Íslands. Málfar í nýju bibl- íuþýðingunni Jón G. Friðjónsson Guðfræði ARNFRÍÐUR Guðmunds- dóttir dósent í guðfræði við Háskóla Íslands heldur fyr- irlestur á vegum Vísinda- félags Íslendinga í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Fyr- irlesturinn ber yfirskriftina Lúther og konurnar: Um áhrif siðbótar Marteins Lúthers á líf kvenna. Nýjar áherslur í guðfræði Lúthers á fyrri hluta 16. aldar höfðu víðtæk áhrif á líf fólks í samfélögum þar sem siðbótin festi rætur. Í þessum fyrirlestri verð- ur sérstaklega hugað að hugmyndum Lúthers um konur og þeim áhrifum sem siðbótin hafði á konur og hlutverk þeirra. Allir velkomnir. Guðfræði Arnfríður Guðmundsdóttir Áhrif Lúthers á líf kvenna BAÐSTOFUKVÖLD verð- ur í gamla bænum í Laufási í Eyjafirði annað kvöld, 31. janúar, kl. 20. Þór Sigurð- arson, safnvörður á Minja- safninu á Akureyri, mun leiða gesti frá bæjardyr- unum inn göngin og segja frá fyrirburðum sem urðu í bæjargöngum áður fyrr. Leiðin endar í baðstofunni þar sem Þór segir þjóðlegar draugasögur sem gerðust innan torfbæja. Vegna takmarkaðs sætarýmis er fólk hvatt til þess að panta sér sæti eftir kl. 17 í dag í síma 463-3104. Aðgangseyrir er 500 kr. Kaffi eða kakó og hjónabandssæla fást gegn vægu gjaldi. Þjóðfræði Þjóðlegar drauga- sögur í baðstofu Gamli bærinn í Laufási. BÓKIN Heilagra karla sög- ur er komin út hjá Bók- menntafræðistofnun Há- skóla Íslands. Þetta eru sögur tólf dýrlinga frá mið- öldum, flestar þýddar eða endursagðar úr latínu eða lágþýsku. Sögurnar eru all- ar gefnar út eftir handritum frá 14., 15. og 16. öld og prentaðar með nútímastaf- setningu. Þetta er í fyrsta sinn sem helgisögur af þessu tagi eru gefnar út á Íslandi. Sverrir Tómasson, Bragi Halldórsson og Einar Sig- urbjörnsson sáu um útgáfuna en henni fylgir rækilegur inngangur um helgisagnagerð. Bókmenntir Heilagra karla sögur komnar út Heilagra karla sögur. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is AMMA, viltu koma með mér á nám- skeið? Þannig gætu þau hafa spurt krakkarnir í Breiðholtinu sem tóku þátt í myndlistarnámskeiði í Gerðu- bergi á dögunum - nema að amma eða afi hafi orðið fyrri til. Berglind Jóna Hlynsdóttir mynd- listarmaður var leiðbeinandi á nám- skeiðinu og nú á laugardaginn kl. 15 verður opnuð sýningin Hið breiða holt, með afrakstri vinnu tíu para af unglingi og afa eða ömmu. Að sögn Berglindar var það misjafnt hvort unglingur skráði sig og fékk afa eða ömmu með sér; eða hvort það var af- inn eða amman, sem fékk svo ung- ling með sér; par skyldi þetta alla vega vera. „Þetta er samstarfsverkefni milli mín, Gerðubergs, unglinga og eldri borgara í Breiðholtinu,“ segir Berg- lind, en hún er sýningarstjóri Hins breiða holts. Hún segir verkefnið áhugavert frá ýmsum sjónar- hornum. „Við erum til dæmis að kanna mörk þess að vera atvinnu- manneskja og áhugamanneskja, því þátttakendurnir á námskeiðinu taka myndir hverjir af öðrum og ég tek svo myndir af þeim saman. Þannig erum við til dæmis að skoða muninn á því þegar nákominn ættingi tekur mynd af þér annars vegar, eða ein- hver utanaðkomandi.“ Sýningin er sett þannig upp að hvert par unglings og afa eða ömmu er sýnt í myndþrennu. Í miðjunni er myndin sem Berglind tók af þeim saman en sitt hvoru megin eru myndirnar af einstaklingunum, teknar af þeim, eins og myndirnar hér að ofan eru. „Hliðarhluti sýningarinnar verð- ur hér í lengri salnum en þar eru myndir sem unglingarnir, afar þeirra eða ömmur hafa tekið af Breiðholtinu. “ Hið breiða holt kynslóðanna  Ljósmyndasýning opnuð í Gerðubergi með verkum sem afar, ömmur og unglingar hafa unnið að saman  Tíu pör sem samanstanda af unglingi og afa eða ömmu sóttu námskeið fyrir sýninguna Ljósmyndarinn Guðni og Hildur á mynd Berglindar. Hún skráði umsagnir þátttakendanna um verkefnið. Í einni þeirra sagði: „Ég er í nánu sambandi við barnabarnið mitt en þátttaka í verkefninu styrkti það enn meira.“ Stelpan Myndina tók afi, Guðni Þorsteinsson, af barnabarni sínu Hildi Björk Scheving. Afinn Þessa mynd tók stelpan, Hildur Björk Scheving, af afa sín- um Guðna Þorsteinssyni. PEKKA Kuusisto, einn mesti fiðlu- leikari Norðurlandanna og þótt víð- ar væri leitað, verður gestur tón- listarhátíðarinnar Við Djúpið sem að vanda verður haldin um sum- arsólstöður. Pekka Kuusisto vakti athygli umheimsins þegar hann sigraði í Síbelíusarkeppninni í heimalandi sínu, Finnlandi, árið 1995, aðeins 19 ára. Á hátíðinni Við Djúpið leiðbeinir hann nemendum í masterklassa og leikur á tónleikum. Pekka hefur leikið úti um allan heim með mörgum þekktustu hljómsveitunum undir stjórn virtra hljómsveitarstjóra. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveitunum í Chicago, Detroit, Cleveland og Fíladelfíu; Konunglegu fílharm- óníusveitinni í Stokkhólmi, Fíl- harmóníuhljómsveit Hollands, Þýsku sinfóníunni í Berlín og sín- fóníuhljómsveitinni í Birmingham. Hann hefur leikið undir stjórn manna á borð við Valery Gergiev, Yuri Termirkanov, Vladimir Ashkenazy og Osmo Vänskä. Pekka er líka á kafi í kammermúsík, þjóð- lagatónlist, djassi og raftónlist. Eitt af hugðarefnum hans er finnsk fiðlumúsík frá 16. og 17. öld. Kuusisto við Djúpið Fantagóður Pekka Kuusisto spilar og kennir á hátíðinni Við Djúpið í sumar. TENGLAR ..................................................... www.viddjupid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.