Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU NÚ er unnið að því að kortleggja hvernig bezt sé að haga veiðum með tilliti til vinnslu. Hvernig hámarka megi afrakstur bæði útgerðar og fiskvinnslu með því að nýta upplýs- ingar um gæði fisks eftir veiðisvæð- um og árstíma og beina sókninni eftir því. Þannig fæst betra hráefni til vinnslunnar, sem leiðir svo til arðbærari vinnslu og betri og dýrari afurða. Það er alls ekki sama hvar og hvenær fiskurinn er veiddur. Um þetta fjallar doktorsverkefni Sveins Margeirssonar, deildarstjóra hjá Matís, en hann varði nýlega rit- gerð sína Vinnsluspá þorskafla. Hægt að auka afraksturinn Markmið verkefnisins var að safna gögnum um þorskveiðar og vinnslu fjögurra íslenzkra sjávarút- vegsfyrirtækja, greina þau á töl- fræðilegan hátt og setja upp bezt- unarlíkön til að auðvelda stjórnun á veiðum og vinnslu þorsks á Íslands- miðum. Gögnum um flakanýtingu, los og hringorma í þorski var safnað frá 2002 til 2006. Allar þessar breyt- ur hafa veruleg áhrif á hagnað af þorskveiðum og vinnslu. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að afrakstur virðiskeðju þorsks geti verið aukinn með því að sækja þorskinn á ákveðin veiði- svæði og á ákveðnum tíma árs en niðurstöðurnar sýndu að flakanýt- ing, los og hringormar í þorski eru m.a. háð veiðistaðsetningu og árs- tíma. Fiskurinn veginn og metinn „Þetta verkefni hófst árið 2001 og varð síðan að meistaraverkefni. Fyrst var ég bara í samstarfi við Samherja, Rf, síðar Matís, og Há- skóla Íslands. Niðurstöðurnar úr því verkefni þóttu áhugaverðar,“ segir Sveinn Margeirsson. „Því komu fleiri sjávarútvegsfyr- irtæki, Vísir, FiskSeafood og Guð- mundur Runólfsson, auk Samherja, inn í myndina og farið var að safna upplýsingum af fleiri stöðum. Við keyrðum svo mælingar fram til árs- ins 2006 hjá þessum aðilum. Mitt hlutverk var að halda utan um allar þessar mælingar og vinna úr þeim, bæði með tölfræðilegum aðferðum og svo það sem kom að beztunar- hluta verkefnisins. Upplýsingum sem voru í afladag- bókum var safnað saman og þá voru tekin fiskisýni úr kerjunum þegar þau komu í land. Mæld var bæði lengd og þyngd fisksins. Hann var aftur veginn eftir hausun, loks voru flökin vigtuð og ormar taldir og los metið. Í sumum tilvikum var flakið skorið niður í mismunandi afurðir og vigtað þannig. Það var sem sagt verið að meta fiskinn eftir því af hvaða veiðisvæðum hann kom og á hvaða tíma hann var veiddur. Þá var flakanýtingin metin og hvernig fisk- urinn flokkaðist í mismunandi af- urðir með tilliti til veiðitíma og veiðisvæðis.“ Talverður munur eftir svæðum Hverjar eru svo helztu niðurstöð- urnar? „Niðurstöðurnar eru í raun og veru þær að það er talsverður mun- ur á flakanýtingu eftir svæðum og árstíma. Bein tengsl voru á milli loss í fiskinum og aldurs hráefnisins svo og á hvaða tíma fiskurinn var veiddur. Þá voru einnig tengsl milli orma í fiskinum og stærðar hans og einnig fór fjöldi orma nokkuð eftir því hvar fiskurinn var veiddur. Næsta skrefið var síðan að byggja aðgerðargreiningar- eða beztunar- líkan á þessum upplýsingum öllum. Það tók þessar niðurstöður, vann þær áfram og setti í samhengi við olíuverð, fjarlægð á miðin og fleira í þeim dúr. Þannig var hægt að fá mat á því hvert væri hagkvæmast að sækja fiskinn.“ Hjálpar til við ákvarðanatöku Er það þá þannig að sé togari að fara á sjó frá Sauðárkróki að skip- stjórinn geti þá farið í tölvuna og spurt hana: Ég er að fara út á þess- um tíma árs, hvert á ég að fara? „Líkanið getur vissulega aðstoðað útgerðina eða skipstjórann við þessa ákvarðanatöku. Það sem hef- ur gerzt í framhaldi af þessu verk- efni er að öll þessi fyrirtæki héldu samstarfinu við okkur áfram og gengu inn í annað verkefni sem heitir Framlegðarhámörkun. Það snýst um að taka nýjustu gögnin frá skipunum og vinnslunni og tengja þær saman. Þannig að menn séu alltaf að eiga við nýjar upplýsingar. Það sem ég hef verið að safna þessi ár, úreldist á einhverjum tíma því breytingarnar eru svo miklar. Því er það grundvallaratriði að vera með stöðugt flæði af nýjum upplýs- ingum. Það er ein af niðurstöðum verkefnisins að ein af þeim breytum sem segja mest um stöðuna í dag, sé staðan í síðasta mánuði.“ Suðaustursvæðið bezt Það er sem sagt ljóst að það er munur á gæðum fisks eftir svæðum og árstíma? „Já, það er talsverður munur. Það getur þó verið erfitt að segja til um það hvaða svæði koma betur út en önnur. Þar kemur margt til. Til dæmis árstími, en suðaustursvæðið kom þó heilt yfir bezt út hvað varð- ar flakanýtingu. Á móti voru ókostir við það svæði eins og ormur og í ein- hverjum tilfellum fjarlægð á miðin. Það er mjög erfitt að gefa afdrátt- arlaus svör út frá aðeins einni breytu. Flakanýtingin getur verið mjög góð, en mikið af ormi í fisk- inum. Þá getur verið langt að sækja aflann og loks getur verið að hann sé ekki nægilega mikill. Þetta er í raun ekkert einfalt eins og reyndir sjómenn og vinnslustjórar þekkja. Það er mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það kemur líka inn í myndina hvernig fiskur er á svæð- inu, hvaða pantanir á afurðum liggja fyrir og hreinlega hvernig staðan á afurðamörkuðunum ytra er. Okkar nálgun að þessu hefur ver- ið sú að þeim mun meiri upplýs- ingar sem menn geta sett inn í kerf- ið, þeim mun meiri möguleika hafi menn til að ná nauðsynlegri yfirsýn. En það er ekki kerfið sem tekur ákvarðanirnar, það verður alltaf í höndum stjórnenda fyrirtækjanna, hvert eigi að sækja fiskinn og hve- nær og hvað eigi að gera við hann eftir að hann er veiddur. Kerfið hjálpar mönnum til að taka þessar ákvarðanir. Þarna eru komnar sam- an mjög miklar upplýsingar. Þeir sem eru að safna mestu af þessum upplýsingum eru sjávarútvegsfyrir- tækin. Þau eru mjög vel í stakk búin til þess að safna upplýsingum af þessu tagi og jafnframt að nýta sér þær. Rafrænar afladagbækur Þarna er líka um að ræða upplýs- ingar sem Hafrannsóknastofnunin getur nýtt sér og gerir í dag í formi afladagbóka. Í Vinnsluspá þorskafla höfum við hins vegar nálgast við- fangsefnið meira út frá hagsmunum fyrirtækjanna. Nú er það mikill kostur að afladagbækur eru að verða rafrænar. Það breytir miklu fyrir hagnýtingu gagnanna hjá fyr- irtækjunum sjálfum. Upplýsingarn- ar verða betri og ekki þarf að eyða tíma og fyrirhöfn í því að færa gögnin úr handskrifuðu bókunum inn á tölurnar. Það er líka nýtt í verkefninu um Framlegðarhámörkum, að fyrirtæk- in legga gögn sín inn til Matís. Fyrir vikið getur Matís stundað rann- sóknir með þessi gögn, en þannig fæst til framtíðar grunnur sem vís- indamenn geta leitað í og getur nýzt fiskiðnaðinum áfram,“ segir Sveinn Margeirsson. Ekki sama hvenær og hvar fiskur er veiddur Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fiskveiðar Það skiptir miklu máli að safna sem flestum gögnum um gæði fisks eftir veiðislóð og tíma þegar metið er hvernig bezt sé að haga sókn. Sótt í það hráefni sem skilar beztri útkomu í vinnslunni Í HNOTSKURN »Niðurstöður verkefnisinsgefa til kynna að afrakstur virðiskeðju þorsks geti verið aukinn með því að sækja þorsk- inn á ákveðin veiðisvæði og á ákveðnum tíma árs »Líkanið getur vissulega að-stoðað útgerðina eða skip- stjórann við þessa ákvarð- anatöku. Líkanið sjálft tekur engar ákvarðanir. Það gera stjórnendur fyrirtækjanna með hjálp þess »Það er grundvallaratriði aðvera með stöðugt flæði af nýjum upplýsingum. Það er ein af niðurstöðum verkefnisins að ein af þeim breytum sem segja mest um stöðuna í dag, sé staðan í síðasta mánuði Vísindamaður Sveinn Margeirsson Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is           '() *&+       !, -. /      !"## $% !  &  !"##        !"## $% !    !"##    0       !"## $% !    !"##    #      !"## $% !    !"##  1#       !"## $% !  &   !"##  2 0     & !"## $% !    !"##  3     !"## $% !  & & !"##  )0       !"## $% !    !"##   $ #       !"## $% !     !"##  4       !"## $% !  & & !"##           !"## $% !    !"## 1 0      & !"## $% !    !"##   56 7     !"## $% !   & !"##  #     &  !' $% !      !'   TÖLUR frá Fiskistofu virðast ekki benda til að útflutningur óunnins botnfiskafla hafi aukizt teljandi fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins eftir niðurfellingu 10% álags miðað við útflutt magn á sama tíma síðast- liðin tvö fiskveiðiár. Hins vegar virð- ist útfluttur óvigtaður afli hafa aukizt á kostnað hins sem áður fór veginn úr landi. Samtals um 15.500 tonn Á tímabilinu september-desember 2007 nam útflutningur óvegins botn- fiskafla 10.656 tonnum miðað við slægðan afla. Á sama tíma voru flutt út 4.927 tonn, 2.967 frá vinnslustöðv- um og 1.960 frá skipum, af slægðum botnfiski sem áður hafði verið vigt- aður hér á landi. Samtals voru 15.492 tonn flutt utan af óunnum fiski á tímabilinu nú. Í fyrra fóru 14.069 tonn af óunnum fiski utan, en 16.347 tonn árið 2005. Ýsa er að jafnaði mestur hluti þessa útflutnings, en töluvert fer einnig utan af karfa. Sé litið á þorskinn þá hafa farið utan 1.824 tonn í haust. Á árinu 2006 fóru 1.609 tonn utan á sama tímabili og 2.560 tonn árið 2005. Í þessum tölum er ekki tekinn með fiskur sem unninn er ferskur og sendur þannig út, ýmist með flugi eða í gámum. Á yfirstandandi fiskveiðiári er ekki lengur í gildi sérstakur aukafrádrátt- ur frá aflamarki þegar óunninn afli er fluttur úr landi án þess að hann sé veginn áður hérlendis. Frádrátturinn hefur verið í gildi frá því aflamarks- kerfið var tekið upp en tekið nokkr- um breytingum gegnum tíðina. Síð- ustu árin var reglan sú að reikna útfluttan óvigtaðan óunninn botnfisk- afla til aflamarks með 10% álagi. Skipting eftir vigtunaraðferð Í meðfylgjandi töflu eru upplýsing- ar um útfluttan óunninn afla ís- lenskra skipa á erlenda fiskmarkaði fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs og tveggja síðustu fisk- veiðiára. Þar kemur fram skipting þessa útflutnings eftir vigtunarað- ferð. Í miðri töflunni í meðfylgjandi skjali kemur fram afli sem fluttur var óvigtaður úr landi. 8#     $    $   * ! , , +, /, (, ,  -      *  9  !  *  9  !  *  9  ! ',*( (,) ,)/* +,/( +,*' ,/ ',' ,* ,)/ )   )   01.!  ! , !        Litlu meira fer af fiski óunnið utan Meira fer þó óvigtað utan en áður Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.