Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 27 landið, helst með fullt af fólki með sér enda var það mjög algengt að stórfjölskyldan færi saman í útilegur um helgar eða í sumarfríum og þá var mikið glens og gaman. Pabbi var mikill barnavinur og hændust krakkar mikið að honum og vildu þau gjarnan vera þar sem hann var, hvort sem það var í ferðalögum eða bara heima fyrir. Hafa dætur mínar nú misst frábæran afa sem alltaf var til í leiki, glens og gaman. Pabbi var rólyndismaður sem fór sér frekar hægt í gegnum lífið, kynntist mömmu minni ungur að árum og hófu þau búskap saman og ferðuðust þau mikið með okkur systkinin í fjöldamörg ár. Móðir okkar lést á að- fangadag árið 2006, en hún var búin að vera allmikið veik til fjölda ára, en pabbi minn annaðist hana í öllum hennar veikindum af kostgæfni og blíðu, en margur maðurinn hefði gef- ist fljótlega upp á þeirri umönnun sem móðir mín þurfti, en pabbi gafst aldrei upp hvað veikindi hennar varðaði, enda hugsaði hann um hana allt til enda. Undir það seinasta var pabbi hættur að fara í veiðitúra með mér, en seinasta ferðin okkar saman í veiði var fyrir 4 árum. Þá fórum við í lax í Breiðdalsá f. austan og sá gamli hafði mjög gaman af og verður sú ferð vel geymd í minningunni. Það sem ég lærði af föður mínum í gegn- um árin lærði ég vel og mun aldrei gleyma enda frábært að læra af manni með mikla reynslu af lífinu sjálfu og öllum þeim plúsum og mín- usum sem lífið býður upp á. Farðu í friði, pabbi minn, og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert staddur núna með veiðistöng í hendi. Þinn sonur Jón Valgeir. Elsku afi, þá er þinni för á jörðu lokið og þú kominn til ömmu sem lést fyrir rúmlega ári. Elsku afi, ég á margar minningar um þig. T.d. þegar ég var lítil stelpa og fékk að fara með þér í öskubíln- um, það var mjög mikið sport. Jólin sem við öll stórfjölskyldan vorum saman, bíltúrarnir með nesti og sögustundum. Og veiðistöngin var ekki langt frá, svo stundum gastu rennt fyrir fisk á meðan við hin feng- um okkur kaffi og slöppuðum af. Þú nefnilega hafðir svo gaman að veiða og vera í góðra manna hópi. Þetta eru meðal minna bestu minninga. Svo varð ég fullorðin og komin með fjölskyldu, þá fóru þú og amma að koma í heimsókn til mín. Sérstaklega nú í seinni tíð. T.d. þegar ég bjó í Bolungarvík og á Snæfellsnesinu á sveitabæ, þar veit ég að þér leið vel, og áttum við ánægjulegar stundir saman þar. Þú gast tekið það rólega og rölt um svæðið og jafnvel rennt fyrir fisk í ánni sem tilheyrði bæn- um. Á meðan var amma í góðum höndum inni hjá mér, Steinunni frænku og mömmu. Þær komu yf- irleitt með í sveitina og gistuð þið öll þar. Og þá gat verið kátt í kotinu. Svo á ég líka góðar minningar um allar bústaðaferðirnar seinni árin. En ekki náði ég þér og ömmu til Danmerkur, eftir að ég flutti þang- að. Kannski var það að þú vildir ekki yfirgefa Ísland. Þú nefnilega hafðir aldrei farið til útlanda, alla þína ævi. Og þú sem varst hálfnorskur! þú hef- ur alltaf verið svo nægjusamur og rólegur maður. Og þú skildir það aldrei af hverju maður væri að standa í þessum utanlandsferðum þegar hægt var að ferðast um þetta fallega land, Ísland. Og ánægður varst þú ekki, þegar ég og Robbi fluttum til Danmerkur. Elsku afi, takk fyrir allar sam- verustundirnar og takk fyrir að hafa verið til. Svo að lokum vil ég senda sam- úðarkveðjur til allra ættingja og vina, sem nú eiga um sárt að binda, sérstaklega móður minnar og systk- ina hennar. Ástar- og saknaðarkveðjur til þín, afi minn. Megir þú hvíla í friði. Þín Kolbrún Fjóla, Danmörku. Elsku afi, ástarþakkir fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum í gegnum tíðina, sérstaklega eru mér minnisstæðar allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagð- ir. Þú varst uppfullur af fróðleik um ýmsa hluti, má þar til dæmis nefna bíla, veiði, sögu Íslands og landa- fræði þess. Ég mun aldrei gleyma öllum skemmtilegu veiði-, sumarbú- staðar- og fjöruferðunum sem við fórum í með fjölskyldunni. Þrátt fyr- ir háan aldur varstu alltaf svo hress og ungur í anda. Þú varst mikil fé- lagsvera, og þú skemmtir þér hvergi betur en innan um vini og vanda- menn, og það var alltaf jafngaman að koma til ykkar í heimsókn. Ég er ekki með tölu yfir það hvað við horfð- um á marga fótboltaleiki saman, meðan við spjölluðum og fengum okkur bjórsopa ef vel lá á okkur. Þú hafðir mikla og góða kímnigáfu, og oftar en ekki, þegar farið var í eina af okkar fjölskylduferðum sagðirðu okkur sögur af fjörulöllum, álfum, huldufólki og draugum, sem krakka fannst mér það alltaf jafnspennandi. Í einni sumarbústaðarferðinni var frekar drungalegur kjallari og þar átti að búa draugur að nafni Skerp- isen, svona eftir á að hyggja dettur manni í hug að innblásturinn hafir þú fengið í eigið ættarnafn. Í gegn- um árin varstu svo duglegur, afi minn, að hugsa um ömmu, því hún var búin að vera sjúklingur í svo langan tíma. Ég og Egill bróðir minn skemmtum okkur oft konunglega með þér í vinnubílnum, þar sem við fengum fyrst að dýfa kleinum í kaffi. Ég er viss um það, afi minn, að þú og amma eruð núna í góðum bíltúr með ís í hendi. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og tímann sem þú gerð- ir ógleymanlegan, ég mun alltaf sakna þín, hvíldu í friði. Þinn afa- strákur Eyþór. Elsku afi minn. Ég er þér afar þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum samann. Þú varst traustur og góður maður og al- laf stóðst þú eins og klettur við hlið- ina á henni ömmu og aðstoðaðir hana í gegnum veikindi hennar, það sýnir vel hversu góður maður þú varst. Ég á ekkert nema góðar minning- ar sem tengjast þér og ömmu. Það var ekki hægt að hugsa sér skemmti- legri og betri ferðafélaga þar sem þú varst með öll staðarheiti á hreinu og ef þú vissir ekki eitthvað bjóstu bara til nýtt heiti á það. Þú hafðir frábæra kímnigáfu og alltaf var stutt í brosið og hláturinn hjá þér. Ég hugsa mikið til þess þegar þú og amma pössuðuð mig uppi í Rjúpu- felli, þar gerðum við ýmislegt skemmtilegt saman. Mér er mjög minnisstætt módel af sjóherflugvél frá seinni heimsstyrjöldinni sem var inni í einu herberginu þar sem ég lék mér oft. Ég var alveg hugfanginn af henni, sérstaklega þar sem þú varst búinn að segja mér svo margar sög- ur sem tengdust henni og ýmsum öðrum hlutum frá seinni heimsstyrj- öldinni. Stundum stalst ég til að horfa á „Dollara“-myndirnar með þér en þú hafðir mikinn húmor fyrir honum Dirty Harry. Eins varst þú fyrstur til að kynna mig fyrir Enska boltanum. Sátum við oft í Rjúpufell- inu og horfðum á boltann og hlust- uðum á Bjarna Fel. fara á kostum. Þér fannst gaman að spila á spil og kennduð þú og amma mér nokkur slík. Aldrei mun ég gleyma þeim skiptum sem ég fékk að fara með þér í vinnuna og keyra með þér um borg- ina í öskubílnum, fara upp í Gufunes og niður í Vélamiðstöðina. Þetta var algjört ævintýri. Einnig eru fjölmargar veiðiferðir mér minnisstæðar þótt ég hafi nú aldrei verið efnilegur veiðimaður sjálfur og fékk ég þig oftar en ekki til að beita orminum á öngulinn og líka til að ná fiskunum af fyrir mig þar sem mér fannst mjög erfitt að aflífa greyin sjálfur. Sögunum af fjörulöll- unum og draugunum mun ég aldrei gleyma og fæ ég gæsahúð enn þann dag í dag þegar ég hugsa til þess þegar þú sagðir mér þær af mikilli innlifun þar sem þú varst frábær sögumaður. Núna vil ég kveðja þig og í leiðinni bið ég þig að skila ástar- og sakn- aðarkveðjum til hennar ömmu. Takk fyrir þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér. Ég mun alltaf sakna þín, elsku afi minn, hvíldu í friði. Þinn afastrákur, Egill. Þrátt fyrir að hafa bara átt eina ömmu og einn afa um ævina hef ég aldrei fundið fyrir vöntun. Amma og afi dugðu mér og meira til. Svo frábær voru þau. Amma dó í fyrra, blessuð sé minn- ing hennar. Afi fylgir núna á eftir þrátt fyrir vonir undirritaðs að fá fleiri ár með honum. En gömul sann- indi og ný segja að maki fylgi oft í gönguna miklu til eilífðar. Svo reyndist um ömmu og afa. Rúmt ár skildi þau hjónakornin að. Afi var ein af mínum helstu fyr- irmyndum þegar ég var lítill strákur. Ekki aðeins vegna þess að við vorum næstum alnafnar, heldur vegna þess hve skapgóður og barngóður hann var. Aldrei sá ég afa skipta skapi eða lyfta hnefa gagnvart neinum. Fyrir mér var það athvarf frá raunveru- leikanum sem stundum ríkti á æsku- árum. Minnisstæð er mér fyrsta veiði- ferðin með afa. Þá átti ég að þræða maðk upp á öngul, en gat það ekki og grét mikið. Afi fussaði yfir ástæð- unni fyrir grátnum. Ég vildi nefni- lega ekki drepa maðkinn. Veiðiklóin afi skildi ekki rökin mín. Beitu þarf til að veiða fisk. Óþarfi að gráta beit- una. Afa er best líkt við kött. Hann elskaði að veiða. Bæði fisk og fugl. Enda ólst hann upp við slíkt að Þor- móðsstöðum við Skerjafjörð í æsku. Fyrir honum var veiðin eins og að draga andann. Eðlilegasti hlutur í heimi. Eitt sinn var ég og eflaust fleiri dætrasynir afa og ömmu á ferðalagi í bílnum þeirra þegar gamli maðurinn snarbremsar. Rýkur út, dregur haglahólkinn úr skottinu og mundar. Afi hafði komið auga á mink og ætl- aði að ná skottinu. Amma varð alveg fokreið og skammaði karlinn fyrir að ætla murka lífið úr saklausu dýri fyr- ir framan börnin. Afi missti miðið og gafst upp. Svona var veiðieðlið virkt í honum. Afi elskaði einnig að ferðast ak- andi um landið. Hrein unun var að ferðast með honum því hann gat bent á hvaða hundaþúfu sem var, nafngreint hana og látið fylgja smá sögu með. Útvarp var óþarfi í bíl með afa þar sem hann ók með aðra hönd á stýri. Oft á þessum ferðum gat afi gerst stríðinn. Fór kannski að segja draugasögur um miðja nótt þegar við vorum staddir í Hvalfirði. Af bíl- stjórum sem fengu aukafarþega á miðri leið til Reykjavíkur. Þeir voru kallaðir mórar. Við guttarnir skulf- um af hræðslu og augun í okkur stækkuðu gífurlega. Afi skemmti sér hins vegar konunglega. Enda var hann einstakur sögumaður. Eitt það helsta sem ég met við afa svona eftir á séð er hreinskilni hans sem gat rist djúpt á stundum fyrir þá sem vildu ekki heyra sannleikann einmitt þá og þegar. Ég var einn af þeim. Dæmi er þegar afi lá uppi á spítala fyrir áramót og ég teygði mig í jóla- konfektið hans. Þá þrumaði sá gamli að ég hefði ekkert gott af þessu og skyldi láta kyrrt liggja. Sem var al- veg satt. Enda spurði hann mig skömmu fyrir andlátið hvað ég borð- aði svona dagsdaglega. Hann var ósáttur við að ég væri of þungur og hafði áhyggjur af mér. Takk fyrir allt, afi minn. Ég kveð þig með tárum og lofa að hugsa bet- ur um mig í framtíðinni. Við hittumst aftur um síðir. Þinn nafni og dótt- ursonur Edvard Kristinn. Það var gaman að fá að kynnast þér, langafi, þú varst skemmtilegur og fynd- inn karl og það var gaman að fara með þér í fjöruferðir og fá ís. Amma hefur sagt mér margar sögur af þér og lang- ömmu. En nú ertu uppi á himni að stíga engladans með langömmu. Elísa Egilsdóttir Häsler. HINSTA KVEÐJA ✝ Þökkum innilega alla samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS R. JÓNSSONAR, hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ og hjúkrunarfólk á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Jón Valdimarsson, Herdís K. Valdimarsdóttir, Bryndís M. Valdimarsdóttir, Valdís Valdimarsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTUR, Lindarbæ, Ölfusi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir ómetanlega aðstoð við heimahjúkrun. Jónas Vignir Grétarsson, Jón Grétar Jónasson, Katrín Ösp Jónasdóttir, Sædís Ýr Jónasdóttir, Jakobína Björk Jónasdóttir, Anna B. Stefánsdóttir, Guðrún Jakobína Jónasdóttir, Grétar Guðmundur Óskarsson, Víðir Sigurðsson, Hlín Baldursdóttir, Óskar Már Grétarsson, Anna Dögg Rúnarsdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU STEFÁNSDÓTTUR frá Haugum, síðar Lagarási 2, Egilsstöðum, sem lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fimmtu- daginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Egilsstaða- kirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Þorgerður Jónsdóttir, Sveinlaugur Björnsson, Ingifinna Jónsdóttir, Arnór Benediktsson, Haukur Jónsson, Ragnhildur Þórhallsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Vignir Páll Þorsteinsson, Jóna Björg Jónsdóttir, Snorri Tómasson, Stefán Jónsson, Hugrún Sveinsdóttir, Hrólfur Árni Jónsson, Ástríður Vala Gunnarsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Agnar Eiríksson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri INGIMAR ÞÓRÐARSON, Laufási 11, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðarkirkju laugar- daginn 2. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Vallanesi. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigríður Magnúsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ÞÓR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudag- inn 31. janúar kl. 13.00. Guðrún Þór, Jónas Þór, Anna Bára Árnadóttir, Ólöf Helga, Björn Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.