Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MUN minni ávöxtun varð í fyrra af flestum séreignasparnaðarleiðum sem bankarnir bjóða en á árinu 2006. Bankarnir bjóða fjölmargar leiðir í lífeyrissparnaði, með mismikilli áhættu. Skv. upplýsingum einstakra sjóða eru nokkur dæmi um að ein- stakar ávöxtunarleiðir hafi skilað neikvæðri raunávöxtun í fyrra vegna þeirra miklu sveiflna sem hafa verið á mörkuðum. Það þýðir einfaldlega að höfuðstóll sparnaðarins dróst saman. Sparnaðarleiðir sem taka minni áhættu skiluðu hins vegar betri ávöxtun. Aðeins Íslenski lífeyr- issjóðurinn (Landsbankinn) skilaði jákvæðri raunávöxtun allra leiða. Nokkrar ávöxtunarleiðir annarra báru nafnávöxtun á bilinu 1 til 5% (sjá dæmi í meðfylgjandi töflu). Verðbólga í fyrra var um 5,8% og því ljóst að raunávöxtun þeirra sparnað- arleiða var neikvæð. Umbunað á lengri tíma Almenni lífeyrissjóðurinn sem er í vörslu Glitnis, býður nokkrar ávöxt- unarleiðir. Ávöxtun verðbréfasafns- ins var í takt við þróun á verðbréfa- mörkuðum og eignasamsetningu hvers safns, að sögn Gunnars Bald- vinssonar, framkvæmdastjóri sjóðs- ins. Svonefnt Ævisafn IV, sem ávaxtar eignirnar að stórum hluta í stuttum óverðtryggðum skuldabréf- um skilaði bestu ávöxtuninni, en safnið hækkaði um 12,8% að nafn- virði. Raunávöxtunin var 6,5%. Ævi- söfn I og II sem eiga hátt hlutfall í hlutabréfum og löngum skuldabréf- um, hækkuðu hins vegar lítið. Gengi Ævisafns I hækkaði um 1,4% að nafnvirði og var raunávöxtunin því neikvæð um 4,2% og Ævisafn II um 1,7%. Raunávöxtunin var neikvæð um 4%. Stærsti hluti eignasafnsins er í þessum tveimur leiðum. „Þeir sem eru að fjárfesta til lengri tíma í hlutabréfum mega alltaf búast við árum þar sem ávöxtun er lág en á löngum tíma fá þeir umbun í formi hærri ávöxtunar yfir lengra tímabil,“ segir Gunnar. „Við ráð- leggjum fólki að velja safn eftir aldri þannig að þeir sem eru ungir og hafa langan sparnaðartíma velji söfn með háu vægi hlutabréfa og ef sparnaðar- tími er mælikvarði á áhættuþol – eru þá tilbúnir að taka á sig sveiflur,“ segir Gunnar. Það er til marks um sveiflurnar til skamms tíma, að sú leið sem var með 4,2% neikvæða raunávöxtun í fyrra skilaði tæplega 22% ávöxtun 2006. Vindasamt ár að baki Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af Landsbankanum, býður upp á fjórar mismunandi ávöxtunar- leiðir fyrir viðbótarlífeyrissparnað. ,,Við skiluðum jákvæðri raunávöxtun á öllum okkar leiðum í fyrra,“ segir Tómas N, Möller, forstöðumaður Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans. Nafnávöxtun ein- stakra leiða var frá 7,9% til 14% og því ljóst að sé miðað við 5,8% verð- bólgu í fyrra skiluðu allar ávöxtunar- leiðirnar jákvæðri en ólíkri raun- ávöxtun. ,,Síðasta ár var nokkuð vindasamt. Það byrjaði með ágætum hækkunum á mörgum mörkuðum en svo gaf heldur á þegar kom fram á haustið. Skýringin á því að ólík ávöxtun varð á þessum leiðum er sú að þær hafa hvert sitt markmið,“ segir Tómas. Í leið sem nefnist Líf 1 er fjárfest hlutfallslega mest í hluta- bréfum. Nafnávöxtun hennar í fyrra var 8,1%. Hlutfall hlutabréfa fer svo minnkandi í fjárfestingum þeirra sem valið hafa sparnaðarleiðirnar Líf 2 og Líf 3 og Líf 4 fjárfestir ein- göngu í skuldabréfum og innlánum. Er sú leið hugsuð fyrir fólk sem er að nálgast töku lífeyris eða er þegar farið að taka út lífeyri. Tómas bendir á að leiðir þar sem hlutabréf vega þyngra í fjárfestingunni eru heldur áhættusamari og ávöxtun þeirra sveiflast heldur meira en á móti komi að þær gefi að jafnaði af sér mun betri ávöxtun þegar til lengri tíma er litið. ,,Við getum þakkað góðan ár- angur af agaðri fjárfestingarstefnu, virkri stýringu sem er í höndum reyndra sérfræðinga Eignastýringa- sviðsins Landsbankans og að okkur hefur lánast að taka réttar ákvarð- anir, bæði hvað varðar innlendar og erlendar hlutabréfafjárfestingar, gjaldeyrisvarnir og skuldabréfa- kaup,“ segir Tómas. Hann segir viðbúið að þeir sem velja sér sparn- aðarleiðir sem byggjast á blandaðri fjárfestingu í hlutabréfum og skuldabréfum finni fyrir því til skemmri tíma litið þegar kreppir að á innlendum og alþjóðlegum fjár- málamörkuðum eins og raunin hefur verið að undanförnu. Hann bendir þó á að heimildir sjóðsstjóra Íslenska lífeyrissjóðsins séu nokkuð rúmar til að draga úr áhættustigi þegar fjár- málaumhverfið er jafn erfitt og raun ber vitni og er það meðal annars ástæða þess hversu vel gekk að ávaxta fjármuni sjóðfélaga síðastlið- ið ár. ,,En það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er langtímasparnaður og bæði reynsla okkar og rannsóknir sýna að ávöxtun ræðst að langmestu leyti af fjárfestingarstefnu frekar en tímasetningu einstakra verðbréfa- kaupa. Þess vegna leggjum við áherslu á að fylgja fjárfestingar- stefnunni og nýta sérfræðiþekkingu sjóðsstjóranna til að hagnast á sveifl- um sem eru óhjákvæmilegar þegar fjárfest er á fjármálamörkuðum, jafnvel þó að það þýði tímabundið lakari ávöxtun þegar markaðir lækka. Þessi blandaða leið skilar mun betri ávöxtun til lengri tíma lit- ið.“ Misjafn árangur ,,Almennt má segja að við bjóðum upp á 8 mismunandi fjárfestingar- stefnur og þær komu misjafnlega út í fyrra,“ segir Marinó Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar fag- fjárfestinga hjá Kaupþingi, um ávöxtun lífeyris- og séreignarsjóða í vörslu Kaupþings. Hæsta ávöxtunin eða um 13% nafnávöxtun, var af fjárfestingar- stefnu þar sem inneign sjóðfélaga er bundin í innlánum. Aftur á móti var raunávöxtun af fjárfestingarstefnu sem eingöngu fjárfestir í erlendum hlutabréfum neikvæð um 5% í fyrra. Marinó bendir á að ávöxtunin skv. þeirri stefnu hafi verið ögn hærri en ávöxtun heimsvísitölu hlutabréfa og því í samræmi við markaðsaðstæður. Sveiflurnar eru miklar. Erlendu hlutabréfin, sem skiluðu neikvæðri ávöxtun í fyrra, gáfu t.d. af sér 37% ávöxtun árið á undan. ,,Hjá okkur voru tvær stefnur af átta með nei- kvæða ávöxtun 2007 en fáir sjóð- félagar hafa valið þær stefnur,“ segir Marinó. Margir velja fjárfestingar- stefnu fyrir séreignasparnað sinn þar sem 40% eignanna eru í hluta- bréfum en ávöxtun hennar var rúm 2%. ,,Mjög margir hafa einnig valið sér þá stefnu sem byggist að stærst- um hluta á innlánum. Þar var ávöxt- un um 13%. Flestir sjóðfélagar hafa valið þessar stefnur,“ segir hann. Marinó leggur áherslu á að lífeyr- issparnaður er langtímafjárfesting en sú tilhneiging sjóðfélaga að skipta um fjárfestingarstefnu þegar ávöxt- un hefur verið slök getur verið vara- söm. ,,Ef við gefum okkur að til lengri tíma verði ávöxtun hlutabréfa hærri en ávöxtun skuldabréfa eins og verið hefur í langan tíma er mjög varhugavert að ráðleggja fólki að selja hlutabréf í kjölfar lækkunar. Það þarf ekki endilega að vera rangt að skipta um fjárfestingarstefnu og minnka áhættuna en mikilvægast af öllu er að gera sér vel grein fyrir áhættunni þegar stefna er valin. Líf- eyrissparnaður er langtímasparnað- ur og það er því engum til hags og síst sjóðfélögum sjálfum að gera of mikið úr sveiflum á ávöxtuninni yfir mjög stutt tímabil.“ Ávöxtun af lífeyrissparn- aði minnkaði verulega                                           !"#                     $ %& $ %& $ %&  !  !  !  !  !                      ! HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úr- skurðaði í gær Pólverja, sem grun- aður hefur verið um að valda bana- slysi með því að aka á Kristin Veigar Sigurðsson, 4 ára dreng í Reykja- nesbæ, í áframhaldandi farbann til 12. febrúar. Lögreglan á Suður- nesjum fór fram á farbann til 26. febrúar en dómurinn varð ekki við þeirri kröfu. Farbannsúrskurðinn hefur verið kærður til Hæstaréttar af hálfu hins kærða og af hálfu rannsóknaraðila. Slysið varð í lok nóvember og stakk ökumaður bílsins af frá vett- vangi. Rannsókn hefur sýnt fram á hvaða bíl var ekið í tilgreint sinn en ekki hver var undir stýri. Hinn grun- aði hefur neitað sök um að hafa ver- ið við stýrið. Við rannsókn málsins fundust efn- isþræðir á bílnum og voru þeir send- ir til tæknirannsóknar hjá norsku lögreglunni. Niðurstaða staðfestir að þræðirnir voru úr fötum drengs- ins sem lést. Fallist á far- bannskröfu „ÞAÐ sem fyrst er að segja um frumvarpið er að hér er efni sem getur orðið að góðri menntastefnu, ef vel tekst til,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, en félagið hefur sent frá sér umsögn um frumvarp menntamálaráð- herra til framhaldsskóla- laga. Margt í frumvarpinu segir Aðalheiður óljóst, vísi til framtíðar og eigi eftir að útfæra eftir að ný lög um framhaldsskóla hafa verið samþykkt á Alþingi. Hún nefnir til að byrja með tillögu um að endurskoða einingakerfi framhaldsskólans. „Alþingi fer auðvitað ekki í það að búa til ein- ingakerfi fyrir framhaldsskólann heldur á þessi vinna að fara fram þegar ný lög hafa ver- ið samþykkt fyrir skólastigið.“ Þetta segir hún vera mjög stórt mál sem hafi mjög mikil áhrif á nám nemenda og skólastarfið almennt. „Þann- ig að þetta er eitt af mörgum stórum málum sem felast í frumvarpinu sem er bara á hand- ritsstigi og á algerlega eftir að ákveða hvort verður farið í og þá hvernig,“ segir Aðalheiður. Hún segir mikilvægt að ráðuneytið og stjórn- völd færi skýrari rök fyrir því að þetta verði gert en gert er í frumvarpinu. Þversögn í hugsuninni „Þarna er boðuð mjög stór breyting í að gera námsframboð dreifstýrðara,“ segir Aðalheið- ur, „þannig að ábyrgðin á uppbyggingu og mótun námsframboðs færist til skólanna úr menntamálaráðuneytinu. Okkur finnst þetta vera góð áform og í samræmi við það sem talað hefur verið um í langan tíma.“ Öllu verra segir hún hvernig frumvarpið tekur á dreifstýring- unni. „Annars vegar er talað um að skólarnir fái aukið frelsi og sjálfstæði til að móta sínar áherslur en á hinn bóginn er mikil þversögn í hugsun frumvarpsins um þetta því ekki er hægt að skilja hana öðruvísi en stjórnvöld ætli sér að gera þrennt í senn; leggja línurnar um dreifstýringu í aðalnámskrá, staðfesta náms- brautarlýsingar skólanna og líka að setja við- miðunarnámsbrautarlýsingar fyrir skólana.“ Þetta segir Aðalheiður að sé andstætt mark- miðum frumvarpsins um aukið frelsi og sjálf- stæði skólanna. Enn óvissa um stúdentsprófið Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum um styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Þessi áform voru sett fram í skýrslu sem kom út árið 2004 og tengdust þar skerðingu náms. Frumvarpið boðar ennþá ákveðna óvissu um það hvort þessum áformum hafi endanlega verið ýtt til hliðar eða ekki,“ segir Aðalheiður, „því frumvarpið tilgreinir hvorki einingafjölda né námstíma til stúdentsprófs.“ Félag fram- haldsskólakennara hefur talað fyrir því árum saman að nemendur geti ráðið sínum náms- hraða. „Við höfum ekkert á móti því að þeir nemendur sem það geta fari á styttri tíma í gegnum sitt nám. Við höfum á hinn bóginn all- an tímann talað gegn því að aukinn sveigjan- leiki rýri gæði námsins. Það er mjög gott að gera námstímann sveigjanlegri en það má ekki gera það á kostnað inntaks námsins.“ Í frumvarpinu er gerð tillaga um tiltekinn kjarna í námi til stúdentsprófs. Sá kjarni verði á öllum námsbrautum enska, íslenska og stærðfræði. „Við viljum gjarnan sjá aðra nálg- un í þessum efnum,“ segir Aðalheiður. „Það er að teknar verði upp tillögur Evrópusambands- ins og OECD um tiltekna lykilfærniþætti í námi allra nemenda,“ segir hún og nefnir í því samhengi móðurmál, erlend tungumál, stærð- fræði og raungreinar, tjáningu, samskipti o.fl. „Við viljum að skólarnir fái það verkefni að út- færa þessa færniþætti í námi allra nemenda og við þeirra hæfi,“ segir Aðalheiður. „Það er vissulega margt í þessu frumvarpi sem er gott,“ segir hún, „en skýrari hugsun verður að koma fram í mörgum málum.“ Umsögnin í heild er á vef Kennarasambands Íslands, www.ki.is. Frumvarpið er efni í menntastefnu  Í umsögn Félags framhaldsskólakennara kemur fram gagnrýni á frumvarp til framhaldsskólalaga að ýmsu leyti  Margt gott en skýrari hugsun verður að koma fram í mörgum málum, segir formaðurinn Aðalheiður Steingrímsdóttir Árvakur/Eyþór ♦♦♦ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur fært spá sína um hagvaxt- arhorfur í heiminum árið 2008 nið- ur í 4,1%. Áður hljóðaði spáin upp á 4,4% hagvöxt en árið 2007 var vöxt- urinn 4,9%. Sjóðurinn segir ástæð- ur niðurfærslunnar að rekja til vax- andi óróa á fjármálamörkuðum og veikingar bandaríska hagkerfisins. Auk þess geti minni hagvöxtur í Kína orðið til þess að hagkerfið of- hitni. Reiknað er með 10% hagvexti í Kína í ár og að hann verði sem fyrr mestur þar í landi. Nú gerir IMF ráð fyrir að vöxtur í Bandaríkjunum verði 1,5% í ár en talið er að hann hafi verið 2,2% í fyrra. Sömu sögu er að segja um Evrópusambandssvæðið en þar er reiknað með að vöxturinn verði 1,6% í ár en talið er að hann hafi verið 2,6% á síðasta ári. Í skýrslunni segir að verðbólga í Evrópu sé enn mikið áhyggjuefni og að evrópski seðlabankinn hafi sinnt hlutverki sínu vel. Hið sama er sagt um bandaríska seðlabank- ann, að stýrivaxtalækkun hans í síð- ustu viku hafi verið viðeigandi og hjálpleg bandaríska hagkerfinu. IMF telur horfurnar versnandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.